Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 23

Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 23
Þekkingarsetur Sú spurning hlýtur því að koma upp hvort ekki sé raunhæft að vinna þau áform sem uppi eru á svæðinu um uppbyggingu vís- indagarða sameigin- lega eftir markvissri áætlun? Hrepparígur og þróun byggðar Við búum á höfuðborgarsvæði með 7 sveitarfélögum og innan margra þeirra eru uppi áform um að setja upp vísinda- garða. Hvað er hins vegar þörf fyrir marga vísindagarða á svæðinu? Er verið að tala um það sama í öllum þessum tilvikum (science park/business park?). Sú spuming hlýtur að koma upp hvort hægt sé að skipuleggja þessa uppbyggingu betur með einhverjum hætti? Er samstarf þessara að- ila um forgangsröð og tímaskipulag mögulegt? Samkvæmt nýsamþykktu svæðisskipu- lagi höfuðborgarsvæðisins er búið að skil- greina framtíðaratvinnusvæði til næstu 25 ára. I þessu skipulagi er einkum gert ráð fyrir þróun byggðar í suðurátt (og norður). Miðja höfuðborgarsvæðisins er nú nokkuð vestarlega, en hún á síðar eftir að færast austar og sunnar. Þannig mætti segja að Vatnsmýrin sé nú nær miðju svæðisins en t.d. Urriðakotsvatn, en eftir því sem árin líða mun miðjan færast nær Urriðakots- vatni. Sú spuming hlýtur því að koma upp hvort ekki sé raunhæft að vinna þau áform sem uppi eru á svæðinu um uppbyggingu vísindagarða sameiginlega eftir markvissri áætlun? Mun samvinna skila meiri árangri en samkeppni? Er t.d. rétt að reyna að setja ákveðna tegund starfsemi niður á ákveðna staði? í þessu sambandi má t.d. líta á Kaupmannahafnarsvæðið sem fyrir- mynd, en mikil samvinna er uni þessi mál á milli sveitarfélaga þar. Samkeppnisforskot Reykjavíkur Það er ljóst að hagsmunir Reykjavíkur og Háskóla íslands fara að miklu leyti saman hvað þessi mál varðar. Öflugt atvinnulíf stuðlar að öflugri háskóla og öfugt. Þá skipta tengsl við Landspítala/Háskóla- sjúkrahús einnig máli í sambandi við upp- byggingu Vatnsmýrarinnar í atvinnulegu tililti. Markmið allra hlýtur að vera öflugt og fjölbreytt atvinnusvæði og atvinnulíf. Þarna skiptir staða Reykjavíkur sem höf- uðborgar líka máli. Út þá þessu mætti t.d. segja að vænlegt væri að leggja áherslu á líftækni-, lyfja og heilbrigiðsklasa í Vatns- mýrinni og einnig hefur verið bent á klasa í sambandi við orkunýtingu og vistvæna orku Reykavík og Vatnsmýrin hafa augljós- lega samkeppnisforskot miðað við hin svæðin sem talað er um. Hagstætt um- hverfi Vísindagarða er yfirleitt talið vera nálægt Háskólum, æðri skólum og vís- indastofnunum. Nálægð við miðborg og hæft vinnuafl í nágrenni eru líka góðir kostir og þeir aðgreina Vatnsmýrina frá hinum svæðunum. Þá er einnig mikilvægt að komið sé upp öflugu frumkvöðlasetri og að möguleiki sé á stækkunum og til- færslum innan garðsins. Þá eru öflugir frumbyggjar mikilvægir, til dæmis sem segull fyrir klasamyndun. Reykjavík hefur þetta allt nú þegar, en auðvitað kunna önn- ur svæði að komast síðar á sama stað með byggðaþróuninni. Aherslur Aflvaka Það er mikilvægt að það sé vandað vel til verks með þróun vísindagarðanna í Vatns- mýrinni þannig að þeir geti staðið undir nafni. Þar skiptir miklu að fá öflug þekk- ingarfyrirtæki inn í garðana. Það er spurn- ing hvort næg eftirspurn verður frá inn- lendum fyrirtækjum og því þarf einnig að huga vel að því að kynna garðana erlendis. Mikil þörf er á að draga aukið erlent fjár- magn inn í landið og að fá fleiri erlenda aðila að atvinnurekstri hér. Vísindagarð- amir ættu að geta verið góður staðsetning- arkostur fyrir ýmis fyrirtæki í þekkingar- iðnaði. Hér er því þörf á átaki við kynn- ingu á görðunum og þar fara hagsmunir Háskólans og Reykjavíkurborgar vel sam- an. Kynning á vísindagörðunum gæti því verið mikilvægur hluti af kynningu á Reykjavík gagnvart erlendum fjárfestum. Þó bygging garðanna sé enn ekki hafin ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að hefja þá kynningu mjög fljótlega. Höfundur er Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Aflvaka Tölvumól 23

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.