Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 31

Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 31
Kjallaragrein SuSur-Kórea Hið suður-kóreska fyrirtæki Hancom Linux hefur undirritað samning við innkaupastofnun hins opinbera um kaup hennar á 120 þúsund eintökum af Linux- skrifstofuvöndlinum HancomOffice, sem er samhæfður Microsoft Office - þar á meðal Word og Excel. Samningurinn mun spara kóreska ríkinu háar fjárhæðir til langtíma litið og örva viðskipti hjá stað- bundnum hugbúnaðarhúsum, sem mörg hver eiga í harðvítugri samkeppni við Microsoft. Tæland Ríkisstyrktur starfshópur, með heitinu National Electronics and Computer Technology Centre eða einfaldlega Nactec, tilkynnti fyrir skemmstu um að hann hefði í samvinnu við innlend hug- búnaðarhús þróað eigin vöndul af hug- búnaði, sem byggður er á opnum stöðlum, fyrir einkatölvur og netþjóna hins opin- bera. Linux-SIS (School Internet Server) er lausn sem ætluð er netþjónum og Linux TLE (Thai Linux Extension) er lausn sem grundvölluð er á Red Hat Linux-stýrikerf- inu. Nactec gefur nú hugbúnaðinn til opin- berra stofnana og smáfyrirtækja. Verk- efninu er fyrst og fremst ætlað að minnka bilið milli notkunar á löglegum og ólög- legum hugbúnaði, ásamt því að ýta undir þróun tælenskra hugbúnaðarhúsa á viðskiptabúnaði. Tævan Samkeppnisstofnun Tævan hefur um nokkurt skeið verið með verðlagningar- stefnu Microsoft til rannsóknar og gert við hana margháttaðar athugasemdir. í Tævan hefur í sama stíl verið að kanna ýmsar leiðir til að brjóta niður algjöra einokunar- stöðu Microsoft á markaði í Tævan. Ymsir háttsettir embættismenn og pólitíkusar hafa stutt við opinbera styrki fyrir þróun hugbúnaðar er byggir á opnum stöðlum, til að rnynda Linux. Samningaviðræður jafnt Microsoft sem Linux-fyrirtækja eru þó enn á frumstigi. Þýskaland Þýska innanríkisráðuneytið hefur undir- ritað samning við IBM um að kynna til sögunnar hjá opinberum stofnunum vélbúnað og hugbúnað sem styður við Linux. IBM samþykkti jafnframt að selja ríkinu búnaðinn á niðursettum kjörum í staðinn fyrir þennan einstæða aðgang að nýjum markaði fyrir lausnir fyrirtækisins. IBM hyggst nota Linux-stýrikerfi frá SuSE Linux, sem er einmitt þýskt fyrir- tæki. Þess má geta að Linux-fyrirtækin Caldera, Conectiva, SuSE Linux og Turbolinux hafa nú tekið höndum saman unt að keppa við Red Hat á fyrirtækja- markaði með sameiginlega útgáfu af Linux er nefnist „UnitedLinux". Þýska þingið hugleiddi enn fremur að skipta yfir til Linux fyrir um það bil ári, en Microsoft kom þá til skjalanna og bauð mjög niðursett verð á hugbúnaði sínu og þingið hætti himinlifandi við allt sarnan. Tölvumál 31

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.