Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 22
Þekkingarsetur Reykjavík og hugmyndir um þekkingarþorp Ari Skúlason Það skiptir auðvitað máli að skoða hvern- ig atvinnustarfsemi á helst heima í vísinda- görðum Umræða um þessi mál hefur verið nokkuð ónákvæm og eru til dæm- is mörg nöfn í gangi á fyrirbærinu vísindagarðar/þekkingarþorp. Hvað menn eiga raunverulega við í hverju tilviki er ekki alltaf augljóst. Það eru til margar gerðir vísindagarða með mjög mismun- andi rekstarformi. Sem dæmi má nefna Symbion garðinn í Kaupmannahöfn, hann tengist engum skóla en þar er rekin öflug sameiginleg þjónusta. Annað dæmi er garðurinn í Surrey við London sem er í eigu Tækniháskóla og í nánum tengslum við hann og þar er um litla sameiginlega þjónustu að ræða fyrir fyrirtæki innan garðsins. Spyrja má hvað þurfi að vera til staðar til þess að vísindagarður geti staðið undir nafni. Þarf t.d. æðri skóla eða rannsóknar- stofnanir, hæft vinnuafl, frumkvöðlasetur eða fjölbreytilega möguleika húsnæðis hvað sveigjanleika varðar. Margar spurningar Hvað er raunhæft í sambandi við upp- bygginu vísindagarða hér á landi um þess- ar mundir? Spurningarnar sem tengjast þessu eru margar, t.d. hversu stór hluti af atvinnulífinu telst til þekkingariðnaðar nú, hversu marga m2 stendur til að byggja, hvar á að ná í viðskiptavini fyrir þær áætl- anir sem uppi eru? Það er ljóst að yfrið nóg er til af lausu atvinnuhúsnæði í augna- blikinu. Hversu stór þarf þekkingariðnað- urinn að verða til að fylla þetta allt? Það skiptir auðvitað máli að skoða hvemig atvinnustarfsemi á helst heima í vísindagörðum. Fljótt á litið koma upp þættir eins og að starfsemi sé byggð á þekkingarinnihaldi og byggist á mannauði í stað fjármagns og að störfin séu einkum fyrir háskólamenntað fólk. Séu markmiðin háleit hlýtur að vera stefnt að því að færa hentuga starfsemi að t.d. erlendis frá og þá einkum hátæknifyrirtæki og þróunarsetur. Víða hefur sú leið verið farin að byggja á stórum frumbyggjum og reyna að laða fyrirtæki að þeim. Tilkoma íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri gæti t.d. orðið að slíku dæmi. Þá er oft talið nauðsynlegt að koma upp öflugu frumkvöðlasetri inn- an vísindagarða. Víða hefur sú leið verið farin að stefna að klasamyndun ákveðinna greina í vís- indagörðum. Það leiðir hugmyndina að spumingunni hvað við eigum við hér á landi þegar við tölum um þekkingariðnað. I því sambandi er oft talað um upplýsinga- tækni og fjarskipti, líf-, lyfja- og heilsu- tækni, nýtingu orku og nýjar leiðir í því sambandi. Þá hefur líka verið rætt um greinar eins og fjármálastarfsemi. Þótt sú grein sé kannski ekki talin til þekkingar- greina er ekki hægt að neita því að mennt- unarstig starfsmanna þar er töluvert hátt. f sambandi við klasamyndun þurfum við að meta hvar við erum sterk og hvar við höf- um sérstöðu? Á til dæmis að reyna að ýta undir sérstöðu á ákveðnum sviðum? Það er hins vegar ljóst að margir eru að róa á sömu mið í þessu sambandi. Það sem við teljum okkar styrk getur líka verið megin- styrkur margra sem við keppum við. Hvað er framundan? Það er ljóst að ýmis áform eru uppi á höf- uðborgarsvæðinu í sambandi við starfsemi af þessu tagi og þar eru ýmsir samstarfs- möguleikar inni í myndinni. f Reykjavík eru áform HÍ í Vatnsmýri þar sem væntan- lega verður um að ræða samstarf við einkaaðila og mögulega Reykjavíkurborg. í Garðabæ eru einkaðilar með áform við Urriðakotsvatn, í Kópavogi í Lundi svo eitthvað sé nefnt. Spurningin er hins vegar hvort það sé verið að tala um það sama allsstaðar. Á ensku er stundum talað um bæði Business Park og Science Park og spum- ingin er hvort hver sem er geti kallað áform sín hvað sem er? 22 lölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.