Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.07.2002, Blaðsíða 14
Gagnagrunnur Landskrá fasteigna Haukur Ingibergsson Megintilgangur frum- varpanna, sem sam- þykkt voru samhljóða á Alþingi 4. maí 2000, var að koma á fót samhæfðu gagna- og upplýs- ingakerfi fyrir allar fasteignir í landinu Landskrá fasteigna er samsett af fjórum skráarhlutum sem hver um sig ber sérstakt heiti og geyma ólíkar upplýsingar Hinn 7. febrúar 2000 höfðu þrír ráð- herrar framsögu á Alþingi fyrir þremur frumvörpum sem mörk- uðu stofnun Landskrár fasteigna. Þetta voru fjármálaráðherra, um breytingu á lögum um skráningu og mat fasteigna, dóms- og kirkjumálaráðherra, um breyt- ingu á þinglýsingalögum, og iðnaðar og viðskiptaráðherra um breytingu á lögum um brunatryggingar. Megintilgangur frumvarpanna, sem sam- þykkt voru samhljóða á Alþingi 4. maí 2000, var að koma á fót samhæfðu gagna- og upplýsingakerfi fyrir allar fasteignir í landinu er nefnist Landskrá fasteigna. Með tilkomu Landskrár fasteigna myndast í fyrsta sinn samhæft gagna- og upplýsinga- keifi um allar fasteignir á Islandi sem nýtist almenningi, fyrirtækjum og opinberum aðil- um og öllum þeim sem áður héldu sérstakar fasteignaskrár. I þeirra hópi eru Fasteigna- mat ríkisins, þinglýsingastjórar hjá sýslu- mannsembættum, byggingarfulltrúar sveit- arfélaganna og álagningardeildir þeirra, Hagstofa Islands, þjóðskrá, ásamt fyrirtækj- um á ýmsum sviðum viðskiptalífisins. Verkefni, sem hafði að markmiði ein- skráningu upplýsinga um fasteignir í skil- virku skráningarferli með skýra hlutverka- skiptingu skráningaraðila að leiðarljósi, var hrundið af stað innan stjórnsýslunnar 1992 með stofnun stýrihóps verkefnisins. í hon- um sat ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis, sem var formaður, dómsmálaráðuneytis, fé- lagsmálaráðuneytis og umhverfismálaráðu- neytis, hagstofustjóri, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga og fulltrúi Reykjavíkur- borgar. Samsetning stýrihópsins endurspeglar vel að hér var um að ræða umbótamál sem varðaði marga og sem unnið var að á heildstæðan og markvissan hátt. Einkum var unnið að lausn á þeim vanda að Fast- eignamat ríkisins, þinglýsingastjórar og byggingarfulltrúar skráðu upplýsingar um fasteignir í mismunandi tilgangi og eftir mismunandi lögum er geyma ólík ákvæði um skráningu fasteigna. Þetta fyrirkomu- lag leiddi til misræmis í skráðum upplýs- ingum um einstakar fasteignir. Einkanlega skorti samræmdar reglur um stofnun nýrra fasteigna í einstökum skrám. Vegna þessa misræmis var ekki unnt að tengja skrámar saman. Þannig var viðhaldið margverkn- aði og margskráningu sem fylgir óhjá- kvæmilega skráarhaldi margra aðila um sömu upplýsingaratriðin. Þegar greining verkþátta og vinnuferla var komin vel á veg lét stýrihópurinn framkvæma tilraunaverkefni í Kópavogi og í Amessýslu við að koma á samræmdri fasteignaskráningu hjá Fasteignamati rík- isins, þinglýsingastjóra og byggingarfull- trúa. Reynslan úr þeim tilraunum vísaði veginn til þeirrar stjórnsýsluskipunar sem síðar var lögfest 4. maí 2000. Skipta má efni lagabreytinganna í þrennt. I fyrsta lagi var gert ráð fyrir því að komið yrði á fót samhæfðu gagna- og upplýsingakerfi, Landskrá fasteigna, um allar fasteignir m.a. með samruna fasteignaskrár Fast- eignamats ríkisins og þinglýsingabóka sýslumanna. I öðru lagi var gert ráð fyrir nýju samræmdu verklagi um fasteigna- skráningu hjá skráningaraðilum fasteigna en þeir eru sveitarfélög, Fasteignamat rík- isins og sýslumenn. I þriðja lagi var lagður grunnur að skráningu eignamarka lands með hnitum en slík skráning nýtist m.a. til rekstrar landupplýsingakerfa. Ávinningur Verulegur þjóðfélagslegur og efnahagsleg- ur ávinningur hlýst af tilkomu Landskrár fasteigna því fasteignir eru ein mikilvæg- asta stoðin undir efnahagskerfi þjóðarinn- ar. Samhæfð, áreiðanleg og markviss skráning þessara eigna og réttinda er þeim tengjast er því ein af meginstoðum frjálsra viðskipta og hagvaxtar. Landskrá fast- eigna er þannig í senn mikilvægur grund- völlur og verkfæri til að styrkja efnahags- lífið og tryggja öryggi í viðskiptum með þessar mikilvægu eignir fólks, fyrirtækja og opinberra aðila. Landskrá fasteigna er samsett af fjórum skráarhlutum sem hver um sig ber sérstakt heiti og geyma ólíkar upplýsingar. Þeir eru 14 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.