Vísir - 16.06.1964, Page 2

Vísir - 16.06.1964, Page 2
V1SIR . Þriðjudágur 16. júní 1964. Metarégn í Sundhöllinni á Jónasnrmótinu: HRAFNHILDUR OG GUÐMUNDUR STÖDUGT Á UPPLEID HRAFNHILDUR - 2 ný met. Guðmundur Gíslason og Hrafnhildur voru hetj ur síðara kvölds Jónas- armótsins og settu alls 5 ný íslandsmet í sundi, Guðmundur 3 og Hrafn hildur 2, allt ágæt afrek og frammistaða Guð- mundar t. d. gegn Lun- din í 100 m. skriðsund- inu var stórkostlega góð og aðeins síðustu 10 metramir skáru úr um sigurinn, — óvænt og skemmtilegt sund hjá Guðmundi og metið bætt um 2/10 úr sek- úndu. íslandsmet voru raunar sett í öllum meiriháttar greinum kvöldsins, nema 100 metra bringusundunum, og jafnvel þar náðist prýðis árangur. Mótið hófst svo að segja með meti Guðmundar f 100 metra skriðsundinu á 56.8 en Lundin synti á 56.2 sek., Davið Val- garðsson hætti sundinu og var ekki með meira f keppninni. Keppnin var hörkuskemmtileg og jöfn og sorglega fáir horfðu á þessa baráttú. Hrafnhildur átti næsta leik. Henni tókst þó ekki að setja met f 100 metra bringusundinu, en fékk þó ágætan tíma 1,22,0 en Matthildur Guðmundsdóttir vann Auði Guðjónsdóttur frá Keflavík naumlega. Hörður Finnsson, Stokkholmspolisen, vann 100 metra bringusund fyr- ir karla á 1.13.8 og fékk þar enga keppni, en Erlingur Þ. Jó- hannsson úr KR varð annar á 1,17,7. Guðmundur Gíslason kom næst fram f 100 metra baksundi og einnig þar kom met, bætt um hálfa sekúndu. Hann varð langfyrstur á 1.05.6 en Lundin annar á 1.08.3 og Guðm. Þ. Harðarson á 1.17.5. Nú var röðin komin að Hrafn- hildi, sem vann öruggan sigur í 100 metra skriðsundinu á íj-.VA ...... ..-r—■ 1.04.4, sem er 8/10 úr sek. betra en gamla metið. Ingunn Guðmundsdóttir frá Selfossi var önnur á 1,13,8. Guðmundur var loks f 50 metra skriðsundinu og vann þar Lundin í hörkukeppni og mjög fallegu sundi. Hann bætti ís- landsmetið um hálfa sekúndu, sem er vasklega gert og sýnir að Guðmundur er stöðugt á uppleið. Lundin fékk 25.9 en Trausti Júlíusson 27.5. Loks kom met i 100 metra baksundi kvenna, Hrafnhildur bætti met sitt um 4/10 í 1.19.1. Skriðsundsmetið hafði Ágústa Þorsteinsdóttir átt og var það orðið 3ja ára gamalt og nær jafn gamalt keppikefli Hrafnhildar, en hún er nú Iík- lega í betri æfingu en nokkru sinni fyrr, — og nú láta afrek- in heldur ekki standa á sér. Meira af þessu Hrafnhildur! Auður Guðjónsdóttir úr Kefla- Vík varð önnur á ágætum tíma af svo ungri stúlku 1.24.9. Sveit Ármanns vann 3X50 metra þrísund á 3.47.6 sem er drengjamet. Matthildur Guð- mundsdóttir vann 50 metra bringusund telpna á 39.9, en Eygló Hauksdóttir var aðeins sekúndubroti á eftir og Dóm- hildur Sigfúsdóttir á 40,5. Hér GUÐMUNDUR - 3 ný met. var ein af fáum greinum þar sem berjast þurfti til að ná sigri. Á sömu vegalengd hjá drengjum vann Gestur Jónsson SH á 36.8, Einar Sigfússon, Sel- fossi, á 37.1 og Reynir Guð- mundsson, Ármanni, jafn og á sama tíma. SUMARFRÍ Á SKÍÐUM í KERLINGARFJÖLLUM Þeir sem hafa yndi af göngu og fjallaferðum eða hafa löngun til þess að íæra á skíðum og njóta sumarleyfisins í hópi glaðværra félaga á einum fegursta stað ís- Ienzku öræfanna býðst ágætt tæki færi til alls þessa í Kerlingafjöll- um í sumar, eins og greint var stuttlega frá f gær í blaðinu. Eins og undanfarin 3 sumur efna þeir félagarnir Valdimar Örnðlfs- son, Eiríkur Haraldsson og Sigurð- ur Guðmundsson til skíða- og gönguferða þar efra í samráði við Ferðafélag Islands. Þessar ferðir hafa notið mikilla vinsælda og sí- vaxandi aðsóknar almennings og er nú þegar farið að panta í ferðirn ar. Farnar verða 6 ferðir sem hér segir: 1. ferð, mánud.: 6. júlí til 13. júlí. 2. ferð, miðvikud. 15. júlí til 22. 3 ferð, föstud 24. júlí til 31. s.m. 4. ferð, þriðjud. 4. ág. til 10. ág. (íþróttakennaranámskeið). 5. ferð, miðvikud. 12. ág. til 18. 6. ferð, fimmtud. 20. ág. til 26. Eins og sjá má af þessari tima- töflu eru ferðirnar í júlí 8 daga hver en f ágúst eru þær 7 daga hver. Júlíferðirnar kosta kr. 3200, 00 á mann, ágústferðirnar kr. 2850. í þessu gjaldi er innifalið: Ferðir frá Reykjavík og til baka,' fæði og gisting, skíðakennsla og leiðsögn í gönguferðum. Þeir, sem ekki hafa áhuga á þvf að fara á skíði geta valið sér gönguleiðir við sitt hæfi, því þama er fjölbreytni í landslagi og mörg athyglisverð náttúrufyrir bæri sem gaman er að skoða svo sem hverir, íshellar og hrikaleg gljúfur. Skíðakennslan er að sjálf- sögðu einn aðalliðurinn I útiver- unni. Þeir, sem aldrei hafa stigið á skíði en langar til þess að læra undirstöðuatriði skíðaíþróttarinnar fá þarna ágætt tækifæri til þess. Þátttakendum er skipt í hópa eftir getu og er þannig komið í veg fyrir að byrjendur verði fyrir trufl- unum af völdum þeirra er lengra eru komnir. Komið verður upp litl- um skíðalyftum eins og áður og geta þátttakendur skíðanámskeið- anna fengið sérstök afsláttarkort. Kvöldvökur þar efra hafa þótt takast vel og fer þar saman söng- ur, leikir og dans. Farmiðasölu annast skrifstofa Ferðafélags ís- lands, Túngötu 5, sími 19533 og 11798, og Þorvarður Örnólfsson, sími 10470. Við innritun í ferðirnar greiðist kr. 500,00 sem þátttökutrygging og það sem eftir er um leið og miði er sóttur, eigi slðar en viku áður en farið er af stað. íþróttakennurum skal sérstak- lega bent á það, að Iþróttakennara skóli fslands hefur ákveðið að halda skíðanámskeið fyrir iþrótta- kennara dagana 4.—10. ágúst og fengið frátekna þá ferð í því augna miði. Auk sklðakennslunnar er ætl unin að veita kennurunum leiðbein ingar varðandi undirbúning og fram kvæmd skíðaferða skólanema og ýmislegt varðandi dvöl hópa i skíða skálum, stjórn kvöldvaka o. fl. I- þróttakennaraskólinn tekur þátt í námskeiðsgjaldinu og verður kostn aður á mann kr. 2000,00. Þeir, í- þróttakennarar, sem ætla sér að taka þátt í námskeiðinu eru beðnir að tilkynna það hið fyrsta til Fræðslumálaskrifstofunnar, sími 18340. 17. JÚNÍ MÓTIÐ Fyrri hluti 17. júní mótslns 1 frjálsum íþróttum fer fram f kvöld á Melavellinum og hefst kl. 20.00. Keppt verður í þessum greinum: 400 m gr.hl. — 200 m hlaupl, 800 m hlaupi, 5000 m hlaupi, Iang- stökki, þrístökki, spjótkasti, sleggju kasti, kringlukasti, 80 m gr.hlaupi kvenna, kringlukasti kvenna og 4X100 m boðhlaupi. Þátttakendur eru margir 1 nokkr- um greinum, 8 þátttakendur i 400 m grindahlaupi, 6 í 200 m hlaupi, 4 í 800 m hlaupi og 4 í 80 m | grindalilaupi kvenna. f sleggju- kasti eru 6 keppendur og í kringlu kasti 7, og tilkynntar eru 4 sveiiir |í 4X100 m boðhlaupi. i Síðari hluti keppninnar fer fram 17. júní á Laugardalsvellinum og I hefst kl. 17.00. Gísli J. Johnsen í stjórn Leifs iiríkssonnr stofnunnr íslendingur búsettur hér heima hefur nú verið kjörinn í Leifs Eirikssonar stofnunina í Bandaríkjunum, sem eru sam- tök norrænna manna, er vinna margháttað starf til að auka samheldni með mönnum af nor- rænum uppruna vestanhafs. Sá sem orðið hefur fyrir valinu er Gísli J. Johnsen stórkaupmaður. Samtímis þessu hefur norski út- gerðarmaðurinn Ludvig G. Braathen sem kunnur er hér á landi verið kjörinn í stjórnina. Er það I fyrsta skipti sem menn I heimalöndunum eru kjörnir í stjórnina. Leifs Eiríkssonar stofnunin hefur aðalbækistöðvar í Los Angeles I Kaliforniu. Var félag- ið stofnað í fyrstu I norskum, sænskum og dönskum átthaga- félögum, en síðar bættust fs- lendingar í hópinn. Meðal þess sem félagið beitir sér nú fyrir er að viðurkenndur verði í Bandaríkjunum þjóðhá- tíðardagur til minningar um Leif Eiríksson, fyrsta finnanda Ameríku. Vill félagið að 9. okt- óber verði valinn til þess. Áður hefur dagur Kolumbusar verið haldinn mjög hátíðlegur í Banda ríkjunum. En nú eftir fornleifa- fundi Ingstads á Nýfundnalandi hefur hagur Leifs hækkað með hmerlkumönnum. Fyrstu áþreif- anlegu sannanirnar um dvöl hans eða annarra Islenzkra sæ- fara hafa þar með fundizt. Nú er unnið að því að efla félagsstarfið í Leifs Eiríksson- ar stofnuninni og verða m. a. stofnaðar félagsdeildir víðs vegar í Ameríku og stofnun fé- lagsdeilda utan Ameríku. Tíu manns eru nú í stjórninni. Forseti samtakanna er Victor R. Hansen dómari í Kaliforníu. V IÐ SELJUM: Opel Capitan ’62 Simca 1000 ’63 N.S.U. Prinz ’62 Fiat 1800 ’60 Opel Caravan ’60 ’59 Taunus station ’59 Volvo 444 ’55 Chevrolet ’53 Ford station ’55 Borgward sendiferðabifreið ’55 með stöðvarplássi. Alls konar skipti möguleg. Látið bílinn standa hjá okk ur og hann selst. Í!|T:” rauðarA ' TA S5-SlMI«aií

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.