Vísir - 16.06.1964, Síða 10

Vísir - 16.06.1964, Síða 10
TBHBlBBaBHggJBfflra V í S I R . Þriðjudagur 16. júní 1964. '0 Þrír áfangar — Framh. af bls. 9 kirkju stóðu hermenn af kon- ungsskipinu heiðursvörð á Aust- urvelli og lúðrasveit lék og þótti þa'ð nýstárlegt. Við mess- una var lofsöngurinn „Ó, guð vors lands“ með lagi Svein- björns Sveinbjörnssonar, sung- inn 1 fyrsta sinn. Síðdegis fór fram þjóðhátíð Reykvíkinga í öskjuhlíð. Þegar konungur kom þangað voru þar fyrir tveir menn af herskipinu Fyllu með fallbyssu og sky'.du þeir skjóta heiðursskotum fyrir konungi. Vel gekk með fyrstu sex skotin en við sjöunda skot- varð sprenging í fallbyssunni og misstu báðir mennirnir vinstri hönd sína annar um úln- lið, hinn um olnboga. ★ 3. ágúst lagði konungur af stað úr Reykjavík og með hon- um Valdimar prins, Hilmar landshöfðingi og stór flokkur manna. Fyrstu nóttina voru þeir á Þingvöllum og svaf konungur í kirkjunni en aðrir í tjöldum. 4. ágúst var riðið austur að Geysi og dvalizt þar í tvo daga. Geys- ir hafði gosið nokkru áður en konungur kom þangað, en aldrei meðan hann dvaldist þar, en Strokkur gaus. Þann 7. ágúst dvaldist kon- ungur á þjóðhátiðinni á Þingvöll um, en lagði síðan af stað til Reykjavíkur og sigldi þaðan aft ur á brott frá landinu 10. ágúst. Heimastjórn 1904 Tjegar birtir af degi 1. "febrúar 1904 eru fánar dregnir að hún í Reykjavík, til að fagna fyrstu innlendu stjórn á íslandi, aliir dönsku fánarn- ir, sem biakta yfir höfuðstaðn- um, á tyllidögum, aðeins endr- um og eins hafði sézt hvítur valur í bláum feldi á flaggstöng og kallaður íslenzkur fáni. Fólk nemur staðar á götu þennan morgun tii þess að horfa á Hannes Hafstein, sem nú á að stjórna Islandi, fyrstur íslend- inga síðan land byggðist, ganga hægt upp stíginn að hvíta hús- inu við Lækinn, þar sem nýja stjórnin r-ran hafa aðsetur sitt. Áður hafð; landshöfðingi búið þar, og haft þar skrifstofur sín ar, en á jólaföstu höfðu smið- ir tekið að breyta íbúð nans, svo að skrifstofur ráðherra stjórnarinnar fengju að rúmast 1 húsinu, salurinn er orðinn að herbergi ráðherrans, borðstofan að biðstofu. Héðan af heitir hin gamla bygging stjórnarráðið. Undir hádegi gengur annar maður, roskinn, lágvaxinn, nokk uð lotinn í herðum, upp stíginn að hvíta húsinu, Magnús Step- hensen, síðasti fulltrúi erlenda valdsins á Islandi. Allt starfs- lið hinnar nýju stjórnar, sam- tals tólf menn (og kemur fram í blöðum að sumum vex 1 aug- um kostnaður af þessu manna- haldi) er saman komið inni hjá ráðherra. Þegar sól var gengin í hádegisstað fékk Magnús Step- hensen honum stjórnartaumana 1 hendur. Var síðan drukkin hestaskál 1 kampavíni, segir blaðið Ingólfur og bætir við: Er nú vonandi að Hannes sitji eigi verr stjórnarfolann en Pega- sus. En ríða verður hann fol- anum til landvarnarskeið, c-f hann vill fá hrós fyrir taum- haldið. ★ Um kvöldið sitja hundrað manns veizlu til að kveðja landshöfðingja og fagna ráðherr anum. Landshöfðingi kveðst í ræðu sinni hafa til þess fundið, að sig hafi skort hæfileika til að ryðja nýjar framfarabrautir, hann hafi viljað hafa augun op- in fyrir þörfum þjóðrinnar en síður séð ráðin til að bæta úr. Þess vegna gleðji sig af alhug, að nú sé æðsta stjórn landsins komin í hendur manns, sem hafi þá hæfileika sem sig hefði vant- að. Að lokum rís Hannes Hafstein til að þakka. Hér talar ekki skáldið, heldur ráðherrann. Stefnuskrá hans er stuttorð, en segir allt sem honum þykir mestu skipta. Hann biður alla góða krafta um að leggjast á eitt með stjórninni að gera iand ið sem lífvænlegast. Eitt cr nauðsynlegt til þess að svo megi verða: „Ég mun fyrir mitt leyti reyna að stuðla að sátt og samlyndi, og vænti þess, að sem flestir finni önnur ætlunar- verk æðri, heldur en að ala gamla úlfúð og ríg.“ Fullveldi 1918 1 desember 1918 rann upp. Þann dag varð ísland full- valda ríki. Að baki voru ömur- legir dagar nóvembermánaðar í Reykjavík, inflúensan skæða spánska veikin, hafði herjað í bænum og yfir 200 manns dáið. Hún var enn ekki að fullu af- staðin, sorg ríkti á fjölda heim- ila og lík stóðu mörg uppi, er ekki höfðu enn fengizt greftruð. Seinni hluta nóvembermánaðar hafði verið langvarandi sudrla og súldarveður, en nú rann fu.'l- veldisdagurinn upp og var veð- ur svo fagurt, sem hugazt gat. Frostlaust var og kyrrt veð- ur, þýður sunnanblær lék í lofti og ýtti móðunni sem legið hafði um nóttina hægt og nægt norður á flóann. Vegna inflúensufarsóttarinn- ar var ákveðið að engin veizln- höld færu fram á þessum degi, aðeins hátíðleg athöfn við Stjórnarráðshúsið. Forsætisráðherra, sem var Jón Magnússon, var fjarver- andi. Hann hafði farið út til Kaupmannahafnar til þess að vera til staðar, er danska -íkis- þingið hefði afgreitt sambans- lögin. Það gerðist ekki fyrr en í lok nóvember og síðasta dag mánaðarins staðfesti konung- ur þau og var skeyti um þaó þegar sent til Islands. ★ Klukkan ellefu fyrir hádegi gengu þeir ráðherrar sem heima voru, nafnarnir Sigurður Eggerz og Sigurður Jónsson og forsetar Alþingis að leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinam og lögðu á það blómsveig í nafni lands og þjóðar. En kort er fyrir hádegi skyldi hefjast hin hátíðlega athöfn við Stjórn arráðshúsið. Var þar þá saman kominn margar þúsundir manna. Sjóliðar af danska varðskipinu Islands Falk mynduðu heiðurs- fylkingu á blettinum fyrir fram an Stjórnarráðshúsið. Hófst svo athöfnin með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék' Eldgamla ísa- fold. Þá flutti Sigurður Eggerz starfandi forsætisráðherra í fjarveru Jóns Magnússona'r ræðu. Hér skal aðeins tekið upp niðurlag hennar: „Fáninn er tákn fullveldis vors. Fáninn er ímynd þeirra hugsjóna, sem þjóð vor á feg- urstar. I-Ivert stórverk, sem unnið er af oss, eykur veg fán- ans. Hvort sem það er unnið á höfunum, í baráttunni við brim og úfnar öldur eða á svæði fram kvæmdanna, eða í vísindum og fögrum listum. Því göfugri sem þjóð vor er, þvi göfugri verður fáni vor. Vegur hans og frami er frægð þjóðar vorrar og kon- ungs vors. Vér biðjum alföður að vaka yfir íslenzka ríkinu cg konungi vorum. Vér biðjum alföður að styrkja oss til að lyfta fánanum til frægðar og frama. Gifta lands vors og konungs vors fyigi fána vorum, Svo drögum vér hann að nún“ Um leið og ráðherrann lauk máli sínu var hinn nýi ríkisfáni klofni fáninn, dreginn í fyrsta sinn á stöng yfir dyrum Stjórn arráðshússins. Er fáninn var kominn að hún, en það mun hafa verið á mínútunn 12, var vindblærinn það mikill, að fán- inn þandist, og í sama bili vo-u fánar dregnir upp víðsvegar um bæinn, en „Islands Falk“ heils- aði fánanum með 21 fallbýssu- skoti. (Eftir ýmsum heimildum, miðkaflinn um Heimastjórn eftir riti Kristjáns Alberts- sonar.) - VINNA - VÉLHREINGERNING Vanir menn. Þægileg. Fljótleg. Vönduð vinna. ÞRIF — Sími 21587 hreinsun húsgagnahreinsun Sími 37389 Teppa. og húsgagnahreinsunin NÝJA TEPPAHREIMSUNIN Fullkomnustu vélar ásamt þurrkara. Nýja teppa- og húsgagna- hreinsunin. Sími 37434. USAVmnrnniR^ Laugavegi 39, Sími 102G0. Gerum við og iárnklæðum pök. Setjum í einfalt og tvöfalt gler o.fl. — Útvegum allt efni. Slysavarðstofan Opið allan sólarhringinn. Sími 21230. Nætur og helgidagslæknir . sama síma Næturvakt 1 Reykjavík vikuna 13.-20. júní verður í IngólfsaDó- teki. Vakt 17. júní í Reykjavíkur apóteki. Næturlæknir i Hafnarfirði frá kl. 17 í kvöld: Ólafur Einarsson, sími 50952. Læknir 17. júní til fimmtudagsmorguns: Jósef Ólafs- son, sími 51820. Ut varpið Þriðjudagur 16. júní 18.30 Þjóðlög frá ýmsum lönd- um. 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir 19.30 Fréttir 20.00 Á Akranesi frá morgni til kvölds: Dagskrá á 100 ára afmæli verzlunar á Skipa- skaga. Stefán Jónsson tek- ur saman. 21.00 Þrjú lög fyrir kór og hljóm- sveit op. 11 eftir Rakh- maninoff. Kór og hljóm- sveit rússneska útvarpsins flytja; Alexander Gank stjórnar. 21.15 „Anno 1959“, smásaga eftir Guðmund Halldórsson á Bergstöðum í Svartárdal. Höfundur les. 21.30 Sinfónía 1 C-dúr „Leik- fangasinfónían" eftir Haydn. 21.40 Iþróttir. Sigurður Sigurðs- son talar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. BLÖÐUM FLETT Þér skáld frá útsævi alda við upprás töfrandi ljóma, þér hlustandi sáuð, er himnarnir skópust og hafdjúp leystust úr dróma. Og hjörtu yðar vér heyrum, því harpan var jarðríki geymd. I hofskálum aldanna heyrast þau slá, en hinna þögnuð og nafnlaus gleymd. Stefán frá Hvítadal. Að vera sigldur hefur lengi verið sama hjá alþýðufólki hér á landi sem að vera framaður. Hafi verið bent á einhvern óvalinn mann og sagt: „hann hefur farið út yfir pollinn“, en því svo viðbætt í hálfum hljóðum: „ — verið á Brimarhólmi“, þá liggur við, áð fremdin af förinni hafi jafnast á móti ófrægðinni. er viðbótinni fylgdi — ef ekki voru því ljótari málavextir. Það að sigla, þýddi til skamms tíma að fara til Hafnar. Höfn hefur ávallt verið æðsti áfangastaður íslend- inga, sem farið hafa utan síðan á fimmtándu öld, þegar Iandið hvarf undir Danakonung, ásamt Noregi . . . Út yfir pollinn var flesta fremd að sækja, sitt rak eftir hverjum: gróðafíkn eða frama, nýjunga- og mennta'öngun, surnir fóru með landsmál og konungserindi, aðrir sigldu sakir mála sinna, sumir sjálfráðir, aðrir nauðugir. Og enn er sá hlutur ótalinn ,sem ótal margra hugi herti og hvatti, og það var hið forna farmanna- og víkingablóð . . . Matthías Jochumsson: „Frá Danmörku“. ERTU SOFNUÐ ELSKAN? . . . nei, en þú þykist vera það . . . Ég skil! En hvað viltu að ég geri — láti múra upp í glugg- ann, sem veit út að svölunum, þar sem þær liggja í sólbaðinu, eða hvað . . . Eins og mér sé nokkur lífsins leið að ábyrgjast að það komi ekki fyrir mig að líta út um glugga skrattann, fyrst hann er þarna á veggnum, og að það geti ekki hitzt svo á, að þær séu þá að striplast þarna . . . Og það var eins og hver önnur til- viljun . . . já bara eins og hrein- asta tilviljun, að ég skyldi standa þarna í dag, og þú ræður hvort þú trúir þvl eða ekki, en ég var ekki farinn að taka eftir þvl, þeg- ar þú komst, að þær lágu þarna. EINA SNEIÐ . . . Göngum, göngum, göngum upp í gilið syngja litlu krakkarn- ir. og þar á kletti situr svarti krummi . . Gangið, gangið, sagði bandaríski öldungurinn sér- fróði og margfróði, sem var hér á dögunum . . . gangið ef þið viljið losna við að fara úr blóð- tappa, kransæðastíflu og hjarta- bilun á miðjum aldri — en ekki minntist hann þó neitt á gilið og svarta krumma, óheillafuglinn slægvitra, sem kókir af klettin- um og fylgist með öllu, sem fram fer í byggð . . . Göngum, göng- um, tóna kommar í kór . . . Gils, komdu að ganga — og þó að þú viljir ekki leika þér lehgur við okkur Einar Bragi fýlupoki, þá máttu koma að ganga með okkur . . . þú getur svo haldið áfram að leika lögspeking á eftir . . . Komdu að ganga, komdu að ganga, sérðu ekki að svarti krummi situr uppi á klettinum og einblínir á þig . . . Komdu að ganga . . . komið á eftir okkur . . . fylgið okkur fast eftir inn í gilið, inn I sjálfhelduna . . . inn í sjálfhelduna . . . JflíóL hvað hver segir, og þó að ég hafi ekkert vit á póiitík — en það fer ekki- hjá því, að eitthvað sé bog- ið við það, þegar Tíminn hefur það í einu og sama orðinu að allt sem stjórnin geri og háfi gert — sé Framsókn að þakka, og allt, sem stjórnin geri og hafi gert, sé tóm vitleysa . . . ? P ? * # * ... að rafallinn við loftræstingar kerfi Þjóðleikhússins, sé keyptur austantjaids? MÉR ER SAMA aa

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.