Vísir - 16.06.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 16.06.1964, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 16. júní 1964. Hátíðahöld í Kjósinni Efnt verður til hátíðahalda á morgun, 17. júní í Kjósarsýslu. — Verður skrúðganga frá Ullarnesi kl. 13.30. Lúðrasveit drengja^ leik- ur. Gengið verður að Varmárskóla. Þar verður útiguðsþjónusta. Sr. Bjarni Sigurðsson prestur að Mos- felli messar. Minni dagsins flytur Lárus Halldórsson .skólastjóri. — Karlakór Kjósarsýslu syngur, stjórnandi er Oddur Andrésson. Á- varp fjallkonunnar flytur Arnfríð- ur Óiafsdóttir. Þá verður vígð vý sundlaug og flytur Jón M. Guð- mundsson, oddviti, ræðu. Iþróttir fara fram og dansað verður um kvöldið í Hlégarði. Unnið var af kappi að undirbúningi hátíðarhaldanna í gær. Myndin sýnir byggingu á palli við Arnarhól. HátfðahöUm á 20 ára afmæli lýðveklism Þjóðhátíðin í Reykjavík verð- ur með líku sniði nú á 20. ára afmæli lýðveldisins og venju- iega. Það var ekki talið fram- kvæmanlegt eins og hugmyndir höfðu komið fram um, að skipta hlutum hátíðahaldanna niður i úthverfin, enda munu menn á stórhátíðum helzt vilja safnast saman niðri í gamla miðbæn- um. Hins vegar er núna sérstak- lega vandað til skemmtiatriða á ýmsan hátt, píanósnillingarn- ir Frager og Ashkenazy leika á Arnarhóli, Magnús Jónsson ó- perusöngvari hefur sérstaklega komið heim til að syngja á há- tíðinni og flutt verður tónverk, Frelsisljóð eftir Árna Björnsson. Meðal atriða við hátíðahöldin verður: Athöfn við ieiði Jóns Sigurðs sonar í gamla kirkjugarðinum um morguninn, þar sem forseti borgarstjórnar leggur blóm- sveig, þar syngja Fóstbræður. Fer það fram kl. 10,15. Lúðra- svei'tir barna og unglinga munu kl. 10,30 leika við Elliheimilið- Grund og Hrafnistu. Framh. á bls. 6 Á Hótel Sögu í gær. Fyrir miðju situr Ingólfur Ástmarsson biskupsritari og við hægri hlið hans dr. Richard Beck. VESTUR-ÍSLENDINGAR EÆRA GÓÐAR GJAFIR • • Akranes hlaut verzlunarréttindi Vestur-íslendingarnir, sem hér eru í heimsókn, komu saman á Hótel Sögu í gær og var þar haldin samkoma. Sigurður Sigurgeirsson bauð gesti velkomna með stuttu á- varpi, en því næst flutti dr. Richard Beck ræðu. Sagði hann, að sér hefði verið falið að flytja islend- ingurn kveðjur þjóðræknisfélagsins og Vestur-islendinga og færa gjaf- Afhent var gjöf til Skáiholts- skóla að upphæð í dollurum 3,281 dollar og 70 cent. Var það gjöf, er sérstök fjáröflunarnefnd Vestur-ís- lendinga hafði safnað vestra, en formaður nefndarinnar hafði verið dr. Valdimar Eyland. Þá gáfu þau hjónin dr. Richard Beck og kona hans einnig sérstaka gjöf til Skál- holtsskóla, að upphæð 500 dollara. Séra Ingólfur Ástmarsson bisups- ritari veitti gjöfunum viðtöku fyrir hönd biskups. Framh. á bls. 6 í dag er öld liðin frá því Akranes hlaut löggildingu sem verzlunarstaður. Þau þáttaskil, sem þá komu til sögunnar, urðu upphaf mikilla framfara, sem jukust því meira sem lengur leið, og í dag er Akranes ein mikilvægasta og blómlegasta útgerðarstöð landsins, enda hafa Akurnesingar enn í dag sem jafnan fyrr mikið orð á sér sem dugnaðarmenn miklir. Til sérstakra hátiðahalda er ekki efnt vegna afmælisins — þar sem 17. júní er á morgun, en segja má, að aldarafmælið muni setja sinn svip á hátíða- höldin á morgun. Hátíðarfundur verður í til- Framh. á bls. 6. i Skuttogarinn heim fyrir mánaðamét Héraðsmót Sjálfstæðismanna víðs vegar um landið Siglfirzki skuttogarinn, fyrsti íslenzki togarinn þeirrar teg- undar, verður afhentur eigend- unum 24. júní n.k. Er hann því væntanlegur hingað til lands fyrir mánaðamótin næstu. Skipshöfnin er öll farin út til Noregs, en þar er skipið smíðað. Skipstjóri á skuttogaranum verð ur Páll Gestsson, stýrimaður Axel Schiöth, Agnar Þór Har- aldsson 1. vélstjóri og Jóhann Friðleifsson 2. vélstjóri. Skuttogarinn er eign Siglfirð- ings h.f., og nafn hans verður Siglfirðingur. í sumar efna sjálfstæðismenn til héraðsmóta viðs vegar um landið. , Er ákveðið að halda 22 héraðsmót | á tímabilinu 4. júlí til 13. sept. Á i samkomum þessum munu forystu- j menn Sjálfstæðisflokksins mæta að i venju og verður síðar skýrt frá ræðumönnum á hverjum stað. Á héraðsmótunum skemmta leik- ararnir Brynjólfur Jóhannesson, Ró : bert Arnfinnsson, Rúrik Haralds , son og Ævar Kvaran. Ennfremur verður til skemmt- j unar einsöngur og tvísöngur. — jFIytjendur verða óperusöngvararn- ir Erlingur Vigfússon, Guðmundur I Guðjönsson, Guðmundur Jónsson og Sigurveig Hjaltested og píanó- leikararnir Carl Billich og Skúli Halldórsson. Héraðsmótin verða á þeim stöð- um, sem hér segir. 4. júlí Vopnafirði 5. — Iðavöllum, Fljótsdals- héraði. 18. — Árnesi, Árneshreppi, Strandasýsiu. 19. — Búðardal 25. — Kirkjubæjarklaustri. 25. — Sævangi, Strandasýslu 25. — Hellu. 26. — Króksfjarðarnesi. 8. ág. Sauðárkróki 9. — Víðihlíð V-Húnavatnss. 15. — Patreksfirði 16. — Reykjanesi við ísafj.djúp 29. — Hellissandi 29. — Siglufirði. 30. — Blönduósi 5. sept. ísafirði 5. — Skúlagarði 6. — Suðureyri 6. — Akureyri 12. — Hornafirði 12. — Selfossi 13. — Breiðdal, S.-Múl. Nánar verður skýrt frá tilhögun hvers héraðsmóts, áður en það verður haldið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.