Vísir - 16.06.1964, Side 5

Vísir - 16.06.1964, Side 5
5 VlSIR . Þriðjudagur 16. júní 1964. Á þessum stað við múrinn var ungur þýzkur piltur skotinn til bana af austur-þýzku lögreglunni, er hann var að flýja yfir í Vestur-Berlín. Kröfugangan sem varð að uppreisn 11 áro afmæli uppreisnarinítar í Austur-Berlín 17. júní ^ morgun eru liðin 11 ár frá því að verkalýður Austur- Berlínar gerði uppreisn gegn stjómarvöldunum. Niðurstaða þeirrar uppreisnar tilheyrir nú mannkynssögunni. Hún var bæld niður eftir bióðugar óeirð- ir í miðbiki borgarinnar, eftir að tæplega 300 verkamenn, stú- dentar og aðrir borgarbúar höfðu látið iífið. Þessa dags er minnzt um allt Þýzkaland, bæði fyrir austan og vestan mörkin, sem landinu skipta. Og hans verður tvímælalaust minnzt meðan Þýzkaland er ennþá klof ið f tvo hluta, tvær þjóðir. J upphafi átti ekki til neinn- ar byltingar að koma. Kröfu ganga var allt og sumt. Markmið kröfugöngunnar var það að mót mæla nýjum fyrirmælum um lág marksafköst, sem Austur-Þýzka stjórnin hafði sett fyrir nokkru og einnig hinu lága kaupi. Voru það aðallega verkamenn í bygg ingariðnaðinum, sem að kröfu- göngunni stóðu. En þessi kröfu ganga varð skjótt mjög fjöl- menn og var gengið í Leipziger- strasse, þar sem aðsetur Aust- ur-þýzku stjórnarinnar er. Kröf- urnar urðu háværari og saman við þær blönduðust kröfur um að stjórnin færi frá völdum, meira frelsi yrði í landinu og kjörin yrðu stórbætt. Rétt fyrir hádegið þennan fagra júnímorg- un klifu nokkrir ungir menn hið mikla Brandenborgarhlið, sem stendur á mörkum Austur- og Vestur-Berlínar, þar sem áð- ur var Unter der Linden. Skáru þeir niður rauða fánann sem þ'ar blakti við hún. Klukkutíma síð- ar var fyrsta skotinu hleypt af. Tvær rússneskar skriðdrekaher- deildir héldu úr bækistöðvum sínum inn í miðja borgina til þess að stilla til friðár, þar sem Alþýðulögreglan réði ekki við mannfjöldann. Rússneski hers- höfðinginn Dibrova lýsti yfir hernaðarástandi á rússneska her námssvæðinu, þ.e. í austurhluta borgarinnar. JJússnesku skriðdrekunum tókst að koma í veg fyrir atlöguna að stjórnarskrifstofun- um. En þeim Iánaðist ekki að koma í veg fyrir að margar skrif stofur kommúnistaflokksins í borginni voru brenndar til ösku og einnig vöruhús í Austur- Berlín. Austur-þýzka lögreglan reyndist ótrygg þegar á daginn leið og margir Iögreglumenn gengu í lið með uppreisnarmönn um. Til átaka kom milli mann- fjöldans og rússnesku skriðdrek anna sem skutu á mannþröng- ina. Féllu 267 kröfugöngumanna 116 starfsmenn kommúnista- flokksins og 18 rússneskir her- menn. Um kvöldið hafði kröfu- gangan s&m varð að uppreisn og bariftu fyrir bættum kjörum og Iýðfrelsi verið brotin á bak aftur af rússneska herliðinu. Hljótt varð í borginni og rauði fáninn var aftur dreginn að hún á Brandenborgarhliðinu. En með þessu var ekki sagan öll. Kjörin urðu enn þre*igri í Austur-Þýzkalandi. Fólkið flúði unnvörpum til Ve»tur-Þýzka lands, því ferðin var greið I gegn um Berlín. Þrjár milljónir manna notfærðu sér þá leið. Ulbricht, Framh. á bls. 6 Tilraunaleikhúsib Gríma — Listahátið AMALIA Einþáttungur eftir Odd Björnsson — Leikstjóri Erlingur Gislason \ Trúið mér — þess verður ekki langt að bíða, að íslenzk leik- ritagerð endurfæðist á svipaðan hátt og ljóðagerðin. Að vlsu er þar ekki fyllilega líku saman að jafna: Fyrir „formbyltinguna" hafði íslenzk ljóðagerð risið hér hæst allra lista í nýjum sið, og að minnsta kosti jafnhátt og stóð að minnsta kosti ekki lægra, en þar sem hún hafði náð mestri fullkomnun erlendis, enda byggði hún á grundvelli fornra erfða — því, sem bezt hefur verið ort á Vesturlöndum áður fyrr og kannski fyrr og síðar. íslenzk leikritun byggði ekki á neinum slíkum grund- velli, þar sem hann var ekki fyrir hendi; þó að rekja megi sögu hennar aftur á Herranótt á Bessastöðum og kannski eitt- hvað lengra, stóð sá skáldskap- ur svo langt að baki Völuspá, Hávamálum og Sonatorreki, að ekki verður hvort tveggja nefnt f sama orðinu. Það er og ekki ómerkilegt í þessu sambandi, að þeir fáu, sem tekizt hefur að skapa tilþrifamikil og stór- brotin leiksviðsverk, eftir , að leikritun hófst hér fyrir alvöru, voru allir frábær ljóðskáld og tveir þeirra 'þriggja,' Matthfas og Davíð, unnu sín mestu afrek á því sviði. Og þó að Jóhann Sigurjónsson liti á sig fyrst og fremst sem Ieikritahöfund og næði þar lengst, orti hann engu að síður nokkur þau Ijóð, sem lfta munu jafnlengi hinna. Þannig byggðu þeir allir á grundvelli hinna fornfrægu erfða sem listamenn, og allir sóttu þeir efniviðinn í sögu þjóðar sinnar, þegar þeir brugðu leikrituninni fyrir sig, enda þótt þeir væru tilneyddir að leita formsins út fyrir landsteinana. En nú eru þeir allir, og þó að ljóð þeirra eigi eftir að lifa með þjóðinni enn um aldur, er ólík- legt að nokkur yrki „eins og þeir“ svo að kveði, næstu ára- tugina að minnsta kosti. Öllu sennilegra er að samin verði hér hlutgeng leiksviðsverk I þvl hefðbundna formi, sem þeir völdu leikritum sínum — að er- lendri fyrirmynd. En þó er eins líklegt, eða öllu heldur víst, að þar verði unnin eins athyglis- verð afrek I allt öðru formi, og af höfundum, sem leggja fyrir sig leikritun eingöngu og „form- byltingin" í ljóðlistinni hefur að miklu leyti rofið úr tengslum við arfinn frá Agli og Snorra. Þessir höfund^r munu feta í slóð hinna yngri málara okkar og ljóðaskálda, leita fyrirmynda í erlendum formum, en fella þau að þjóðlegum erfðum I hugsun og viðhorfi. Einn ungur og efnilegur leikritahöfundur hefur þegar lagt inn á þá braut og sýnt.að mikils má af honum vænta — Oddur Björnsson, höf- undur einþáttungsins „Arnalía" sem frumsýndur var á vegum til raunaleikhússins Gríma, í sam- bandi við Listahátíðina sl. sunnu dagskvöld, Hér skal ekki lagður gagn- rýnisdómur á þennan nýstárlega og fyrir margt athyglisverða einþáttung, það væri ekki rétt- mætt, þar sem þarna er bersýni lega um tilraun ungs höfundar að ræða, sem enn hefur ekki fundið sjálfan sig til hlítar. En það er ánægjulegt að sjá hve djarfur hann er og hiklaus, en þó fyrst og fremst að hann hef- ur ótvíræða hæfileika, sem rétt- læta að mikils verði af honum vænzt — en leggja honum um leið þá skyldu á herðar, að hann geri miklar kröfur til sjálfs sfn. Um leíkendurna verður það fyrst og fremst sagt, að þeim var það bersýnilega ósvikin, list ræn gleði að fá tækifæri til að glíma við svo djarft og nýstár- legt viðfangsefni, enda allir af yngri kynslóðinni, og tókst að vísu misjafnlega, en engum illa og á leikstjórinn og aðstoðar- fólk hans þar eflaust þakkir skildar. Kannski var túlkun Brietar Héðinsdóttur á hlut- verki roskinnar konu heilsteypt ust og athyglisverðust — en túlkun Kristínar Magnúss á hlut verki hégómlegu konunnar, var þó að því leyti eitt hið merkileg asta, sem sézt hefur á leiksviði að undanförhu, að þar var nm hreinstílrænan leik að ræða, mótaðan af mikilli kunnáttu og I fyllsta samræmi við gerð leik- ritsins. Þau Karl Sigurðsson, Stefanía Sveinbjörnsdóttir og Erlingur Gfslason stóðp líka fyrir sínu. Með oðrum orðum — þetta var ánægjulegt vorkvöld í til- raunaleikhúsinu og vekur vonir um bjart og gróskumikið sumar framundan í íslenzkri leikritun og leiklist. Loftur Guðmundsson. AFGREIÐSLUTÍMI aSmannafrygginga í Reykjavík Skrifstofur vorar að Laugavegi 114 eru opnar til almennrar afgreiðslu sem hér segir: Mánudaga kl. 9—18, þriðjudaga til föstudaga kl. 9—17, laugardaga kl. 9—12, nema mánuðina júní-september er lokað á laugar- dögum. Útborgun bóta fer fram sem hér segir: Mánudaga kl. 9,30—16, þriðju- daga til föstudaga kl. 9,30—15, laugardaga kl. 9,30—12, nema mánuðina júní-september. Útborgun bóta, sem falla til útborgunar þá laugardaga, sem lokað er, hefst næsta virkan dag á undan. Aðrar breytingar á útborgunartíma frá því er segir á bótaskírteinum, verða auglýstar sérstaklega. Útborgun fjölskyldubóta til 1 og 2 barna fjölskyldna fyrir 2. ársfjórð- ung hefst fimmtudaginn 18. júní, þar eð 20. júní ber upp á laugardag. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.