Vísir - 16.06.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 16.06.1964, Blaðsíða 8
8 V í S IR . Þriðjudagur 16. júní 1964. VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði. í lausasölu 5 kr. eint. - Sími 11660 (5 linur) Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. Vegurinn framundan TUTTUGU ár er ekki langur tími, allra sízt í lífi einn- ar þjóðar. En á síðustu tveimur áratugum er ekki of- mælt þó sagt sé, að íslenzka þjóðin hafi horfið úr heimi fátæktar til bjargálna. Kannski er það mikil- vægasti áfanginn, því varla verður sagt að menningin hafi meir blómstrað í landinu þau árin en fyrr. Það er í heimi hinna tæknilegu nýjunga og fjölbreytts at- vinnulífs, sem þjóðin hefir hafið nýtt landnám á ár- unum frá 1944. Og á því leikur enginn efi, að þar hefir átt drýgstan þáttinn hið fulla frelsi, sem 1944 fékkst og sú bjartsýni og áræði, sem fylgdi í kjölfar þess. En þótt áfanga almennrar velmegunar hafi verið náð, má ekki gera hlé á ferðinni. jþjóðin hefir aflað sér mikilla fjármuna og margvís- legra atvinnutækja á þessu tímabili. En hún á enn eftir að læra til hlítar að notfæra sér þau og gerast herra þeirra en ekki þjónn. Ennþá er vöðvaaflið allt of mjög tignað á þessu landi. Ennþá vinnur þorri manna tvö- faldan vinnudag. Hvar er þá tómið til þess að lifa og njóta lífsins? Á listamannahátíð er hálftómt hús. Skáld in kvarta um að bækur þeirra seljist ekki lengur og með logandi Ijósi er leitað að nýjum meisturum sögu og orðlistar. Sjónvarpinu er tekið tveimur höndum, þótt sjáandinn sé þar algjör þiggjandi — eða kannski er það einmitt vegna þess. Að sumu leyti er þetta skilj- anlegt. Við lifum á hröðu umbyltingaskeiði og þjóðin þarf tíma til þess að finna sjálfa sig á slíkri leysingatíð og endurmeta forn verðmæti. Hættan er hins vegar sú, að í þeim stríða árstraumi fari margur sá arfur for- görðum, sem betur kæmi til skiptanna. Hér kemur til kasta íslenzkra listamanna og menntamanna að treysta samhengið í íslenzkri menningu og láta rödd sína ekki verða raust hrópandans í eyðimörkinni. Steinrunnið fræðslukerfi þarf að laga að kröfum nýs tíma með þjóðleg gildi í huga. Og betur mættu hugvísindadeildir Háskólans standa í stöðu sinni en hingað til hefir reynzt Á vettvangi þjóðmálanna skiptir mestu máli að það takist að skapa frið og eindrægni milli stétta þjóðfé- lagsins, sem nú er vísir fenginn að. Það verður ekki gert með gömlum ráðum, heldur nýjum, og róttækri hugarfarsbreytingu leiðtoga vinnuafls og vinnuveit- enda. ísland má ekki lengur vera það land álfunnar, sem frægast er fyrir innbyrðis sundrung. En kannski er stærsta verkefni næstu tveggja áratuga að taka vís- indin í þágu þjóðarinnar. Með þjónustu þeirra verður nýting gæðanna margfölduð, sem þjóðin dregur úr sjó og ræktar í mold, störfin létt og vinnudagurinn styttur. Enn bíða frumstæðustu grundvallarrannsóknir verks og enn skortir almenna tæknimenntun í atvinnulífinu Það væri vel, ef þjóðin gerði sér fullljóst á þessum tímamótum, að meginverkefni næstu ára hlýtur að vera það, að færa landið inn í álfu vísinda og tækni. Tveir starfsmenn síldarbræðslunnar á Raufarhöfn sjást hér að vinnu. GETUM LANDAÐ ÞÚS. MÁLUM Á KLUKKUTÍMA Þótt hvorki söltun né bræðsla hafi verið byrjuð þegar við skruppum í stutta heimsókn til Raufarhafnar, er ekki hægt að segja að þar hafi lítið verið um að vera. Norskt skip hlaðið af síldartunnum lá við hafnar- bakkann. Hópur verkamanna vann við smíði hafskipabryggju og það marraði á tveim stórum síldarkrönum, sem notaðir voru við að landa úr síldarbátum, sem lágu drekkhlaðnir við bryggju Síldarverksmiðju ríkis- ins. I síldarbræðslunni kepptust menn við vinnu, því þá um kvöldið, eða morguninn eftir átti bræðsla að hefjast. Við leituðum uppi verk- smiðjustjóra Síldarverksmiðju ríkisins á Raufarhöfn, Steinar Steinsson, en þetta er áttunda sumarið, sem Steinar veitir verksmiðjunni forstöðu. Tekið á móti 233 þús. máhim í fyrrasumar. — Nú verðum við að koma öllu í gang í kvöld eða á morgun. Þrærnar eru að fyliast Fréttciniaður ¥i$is Þegar hafa borizt hingað rúm- lega fimmtíu þúsund mál, en alls getum við tekið á móti 60 þús. málurn, segir Steinar. — Og hvað tekur það ykkur langan tíma að bræða bað magn? — Reikna má með að við sé- um 12 til 14 daga að bræða 60 þús. mál, en afkastageta verk- smiðjunnar er um 5 þús. mál á sólarhring. I fyrra bræddum við hér á Raufarhöfn alls 233 þús. mál, en sumarið áður var bræðslan mest eða rúm 360 þús. mál. — Hvað starfa margir hér við síldarverksmiðjuna, begar allt er í fullum gangi? — Óhætt er að segja, að við verksmiðjuna starfi um eitt hundrað manns, þá tel ég þá menn með sem vinna á verk- stæðinu hjá okkur, en það er hið eina sem til er hér á Rauf- arhöfn. Þar starfa járnsmiður trésmiður og rafvirki ásamt ?ð- stoðarmönnum. Verkstæðið er m.a. rekið til þess að geta veitt síldarskipunum einhverja að- stoð í sambandi við viðgerðir og annað smávægilegt sem hægt er að framkvæma hér á staðn- um. Færri komast að en vilja. — Hvernig gengur að fá fó!k til starfa við verksmiðjuna? — Við erum í engum vand- ræðum með það. Hér komast færri að en vilja og sumt r.f þvl fólki sem hér starfar, hefur unnið við verksmiðjuna sumar ræðir við Steinur eftir sumar. I sumar starfa hér m.a. nokkrir stúdentar, en þeir komast ekki hingað fyrr en 18. júní. Starfsfólkið fær tveggja fnánaða kauptryggingu og verð ur því að binda sig hér í vinnu tvo mánuði, en óneitanlega kem ur stundum dálítið los á fólkið ef hlé verður á síldarlöndun, því yfirleitt er þetta allt fó'k sem kemur hingað með það efst í huga að fara með góðan skild ing til baka. — Hvernig er aðbúnaðurinn? — Ekki er kvartað undan að- búnaðinum, en búið er £ brögg- um, sem skipt er niður í 2-4 og 5 manna herbergi. Þá er hér starfrækt mötuneyti í ágætum húsakynnum. Byrjað að undirbúa bræðsl- una strax í apríl. — Það tekur auðvitað nokk- uð langan tíma að undirbúa verksmiðjuna, áður en bræðsl- an hefst? — Segja má að verkstæðið sé opið allt árið og einnig starfar hér vélstjóri allt árið, en að- alundirbúningurinn hefst í byrj un apríl Við höfum aðallega unnið að þvi að laga löndunir- tækin £ vor og m.a. endurbyggt eitt þeirra. Hér eru þrjú lönd- unartæki. Tvö þeirra ianda að meðaltali um 300 málum á .ilst. en tækið sem við endurbyggð- um, um 400 málum, svo að þannig getum við landað um þúsund málum á klst. — Telurðu ekki nauðsynlegt að stækka verksmiðjuna? — Jú, það er auðvitað nauð- synlegt. Stækkun sfldarbræðsl- ,unnar og söltunarstöðva hér á staðnum verður að haldast £ hendur. Hingað kemur kannski skip með sfld til söltunar, en nokkuð stórt magn af aflanum verður að fara i bræðslu. Það er þvi ekki hægt að senda skip ið með bræðslusíldina á ein- hverja aðra höfn. — Og þú ert biartsýnn á að allt muni ganga vel f sumar? — Ég held að það sé engin ástæða til að vera svartsýnn, þvi t.d. á sama tíma i fyrra vorum við ekki búnir að taka á móti neinni síld, en nú þegar hef ur verksmiðjan tekið á móti hátt f sextiu þúsund mál. Steinsson verksmiðinstj. á Rotiforhöfn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.