Vísir - 16.06.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 16.06.1964, Blaðsíða 7
V í SIR . Þriðjudagur 16. júní 1964. 7 Þjóðleikhúsið — Listahútíð KRÖFUHAFAR eftir August Sfrindberg Leikstjóri: Lárus Pálsson — Þýðing: Loftur Guðmundsson Rúrik Haraldsson og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum sfnum. aS var vel til fundið af þjóðleikhússtjóra og for- stöðumönnum Iistahátíðarinnar að velja þennan annan kunnasta einþáttung snillingsins Strind- bergs, ,,Kröfuhafa“ til sýningar í Þjóðleikhúsinu í sambandi við listahátíðina. Flutningur hans er nefnilega háður þeim annmörkum, að hann er sjaldan settur á svið nema af einhverju sérstöku tilefni — of stuttur, til kvöldsýningar einn sér, en of langur til þess að annað efni sé flutt með honum til tímaupp- fyllingar, nema þá kannski tón- verk í skemmra lagi. Er það illa farið, því að tvímælalaust er þetta átakamesti einþáttungur sem eftir Strindberg liggur, ef til vill átakamesti einþáttungur, sem saminn hefur verið á Vest- urlöndum að minnsta kosti. Þegar „Ungfrú Júlía“ er með réttu talin frægara verk, þrátt fyrir svipaðan annmarka, gerir það baggamuninn fyrs't og fremst, hve freistandi eldskírn aðalhiutverkið í þeim einþátt- ungi er sérhverri mikilhæfri og metnaðargjarnri „prímadonnu", og kannski eru persónurnar þar líka meir við almennings hæfi. „Kröfuhafar" gera aftur á móti ekki einungis hinar fyllstu kröf- ur til leikaranna, allra þriggja, og ieikstjóra, heldur líka á- horfenda — og þó að kvenhlut- verkið sé þar ekki undanskilið getur það aldrei kailazt þakk- látt, eða líklegt til að afla leik- konunni vinsælda nema í þröng- um hring, þar sem listmatið er hærra sett tilfinningaþóknun eða vanþóknun. Það eitt mundi nægja til að skipa „Kröfuhöfunum“ fremst í röð merkilegustu leikhúss- verka, að þó að þar sé um ein- þáttung — að vísu í lengra lagi — að ræða, koma þar óumdeil- anlega til skila öll þau kynngi- mögnuð sérkenni, sem gerðu Strindberg að áhrifamesta og umdeildasta leikritahöfundi sinnar samtíðar og læriföður þeirra leikritahöfunda, sem hæst bar af næstu kynslóð eft- ir hann — og kannski enn frek- ar þeirra, sem hæst ber af okkar eigin samtíð. Hitt gerir þá þó enn merkilegri og forvitnilegri, að ekkert af verkum Strind- bergs er vænlegra til náinna kynna af sjálfum honum sem manni — viðkvæmum og um leið stórbrotnum skapsmunum hans; taumlausri sjálfselsku og sjálfsdýrkun samfara algeru til- litsleysi hans gagnvart öllu og öllum; þeim margslungnu geð- flækjum, sem jafnan þjáðu hann svo að jaðraði við sturlun, og loks hamförum hans sem skap- andi snillings og þeirri ófresk- isgáfu, sem gerðu honum fært að horfa í gegnum öll vöf og umbúðir félagslegra og menn- ingarlegra formsáhrifa, beint inn I innstu og leyndustu hug- skot mannssálarinnar — „skera hana upp“, eins og hann lætur Gustav segja — og svo misk- unnarlaus er sú krufning hans, ekki hvað sízt á sinni eigin sál, þó að hann gerði sér það alls ekki sjálfur ljóst, eða öllu held- ur fyrst og fremst vegna þess, svo staurblindur sem hann var i sjálfsdýrkun sinni. Fyrir það stendur hann naktastur allra nakinna á leiksviðinu, þegar „Kröfuhöfum" lýkur og tjaldið fellur. Kannski hljómar hið æð- iskennda, bölmyrka og óm- stríða stef, sem ýmist er uppi- staðan í velflestum öðrum meiri háttar verkum hans, eða ívaf í ótal tilbrigðum mynsturs og lita, hvergi af jafn upprunalegum styrkleika og einmitt í þessu samanþjappaða og meitlaða formi einþáttungsins. Að sjálfsögðu var flytjendum og leikstjóra þarna ærinn vandi á höndum, ekki hvað sízt þar sem tíminn til undirbúnings var alltof naumur. En Strindberg gamli er ekki einungis erfiður viðfangs, hvað túlkun verka hans snertir; sá dulræni eigin- leiki hans lifir hann dauðan, að ná svo sterkum tökum á þeim, sem komast í kast við hann, að þeir hljóta að ganga honum skilyrðislaust á vald hvort sem þeim líkar betur eða verr. Kannski var það þessi ó- sjáifráða mögnun, sem fyrst og fremst einkenndi flutning verks ins þegar tii kom, þessi skilyrð- islausa sefjunarkennda uppgjöf fyrir hamsieysi snillingsins, sem ofurseldi leikendur og leikstjóra hinum allt að því óhugnanlegu átökum. Víst er um það, að ekki er það hversdagsiegur atburður hér, að sjá svo heilsteyptan og samstilltan leik á sviði. Þar gerði hver öðrum betur, og er leitt ef þetta verk verður ekki flutt hér oftar, svo eftirminni- iegt sem það verður öllum þeim, er sáu það f Þjóðleikhúsinu um- rætt kvöld — jafnvel þó að smávægilegt óhapp yrði til að dreifa athygiinni nokkuð um stund. Gunnar Eyjólfsson hefur gert stórvel í vetur, en að mínum dómi þó fátt eða jafnvel ekk- ert, sem jafnast á við túlkun hans á hinu vandmeðfarna hlutverki Adolfs, þessum „full- trúa“ Strindbergs á sviðinu, þó að allar persónurnar þrjár séu að meira eða minna leyti hold af hans holdi. Túlkun hans á sjúk- legu sálarstríði hans, tortryggni og örvæntingu og þó sér í lagi flogaköstunum, var í senn óhugnanlega raun- sæ og djúptæk. Rúrik Haralds- son lék Gustav af meiri átaka- þrótti, en ég hef áður séð hann sýna á sviði; túlkun hans á kaldrifjaðri hefnd og slóttugu miskunnarleysi fyrri eigin- mannsins var með ágætum, og mundi annar vart hafa þar eins vel gert — hvað þá betur. Eins og áður er getið, er Helgu Valtýsdóttur ekki einungis mik- ill vandi á höndum í hlutverki Teklu, heldur er og hlutverk hennar vanþakklátt — og jafn- vel því vanþakklátara, sem leik- konan nær fastari tökum á því. Ekki er ég frá þvf, að meðvit- undin um þetta, og þó kannski öliu fremur ónógur tími til nauðsynlegrar innlifunar hafi háð leikkonunríí nokkuð, en þó var túlkun hennar með sjald- gæfum tilþrifum á köflum, og féll hvergi svo að það drægi úr heildaráhrifunum. Leikstjórn Lárusar verður varia vegin og metin sérskilin frá frammistöðu leikendanna; hann nauðþekkir Strindberg og veit af hvílíkri varfærni verður að umgangast hann. Leiktjöld Gunnars Bjarna- sonar féllu vel að stílblæ leiks- ins, skópu honum umgerð, þar sem ekkert var of eða van. Að lokinni leiksýningu var leikendum og leikstjóra þakkað með áköfu og inniiegu lófataki, enda höfðu þeir vel til þess unnið. Loftur Guðmundsson. ERUM FLUTTIR é Laugaveg 53 Bókhalds og skrifstofuvélar. GUNNAR V. MAGNÚSSON. Sími 23843. Spjall 0 Tíminn uppgötvar listastefnu Alkunna er, að Tíminn telur sig vera þriðja aflið í fsienzkri pólitík og berst jafnframt fyr- ir þriðju stefnunni f alþjóða- málum, sem liggur einhvers staðar mitt á milli hlutleysis- ins og varnarbandalaga og hef ir ekki enn fengizt nákvæm- lega skilgreind. En blaðið læt- ur ekki þar við sitja. Þau undur hafa nú skeð, að í list- málum hefir Tíminn uppgötvað „þriðju stefnuna". Skilst manni að hér sé um þjóðlega listastefnu að ræða, sem gædd sé framsóknareigindum og horfi til framfara og endurnýj- unar fyrir fólkið f sveitunum. Er þessi uppgötvun vitanlega mikill listaviðburður í sjálfu sér og einkar vel til fallið að þriðja listastefnan skyldi upp- götvast svona á miðri Lista- hátíð. Hefur þá Framsóknar- flokkurinn eignazt sína eigin Iistastefnu og má búast við að hann taki nú að sópa til sfn fylgi listamanna þjóðarinnar. En jafnframt kemur í ljós í Tímagreininni, að þessi stefna er tengd stjórnmálunum — og skilst þá hvar fiskur liggur undir steini. 9 Mið en ekki fótakefli! Grein Timans nefnist hin þjóðlega list. Þar segir: Það getur orðið erfitt líf ís- lenzkum listamanni, að ætla að fylgja stefnum og straum- um umheimsins. Þótt alltaf sé gott að vita af stefnum og straumum f listum, ber þess að gæta að í listum eru dæg- urflugur á kreiki eigi sfður en í öðrum málum. Og þessar dægurflugur geta verið horfn- ar og gleymdar áður en við er litið. Af ýmsum ástæðum hag- ar svo til í heiminum í dag, að hægt er að tala um „þriðju leiðina" f iistum, djarfa þjóð- lega list, sem byggð er á því bezta í fari samtímans, og leit- ar endurnýjunar sinnar f hon- um. í slíku tilfelli smíða menn sér mið úr stefnum og straum- um f stað fótakeflis. Það er stefnan inn á við, sem skiptir mestu máli, og varðar mestu um framgang og sjálfstæði þessarar þjóðar, en ekki hvað við getum flutt inn af lista- stefnum. 0 Orð Jónasar Öh, þetta er listastefna sem mér líkar, er sagt að Jonas frá Hriflu hafi mælt, er hann las þessa Tímagrein á sunnu- daginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.