Vísir - 21.07.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 21.07.1965, Blaðsíða 3
V í S IR . Miðvikudagur 21. júlí 1965. „Þessi sveppur er orðinn nógu þroskaður“, sagði Bjarni, Sveppir- Víaber-Tómatar Bktðamaður V'isis segir frá heimsókn að Laugalandi i Stafholtstungum Allt í einu eru íslendingar orðnir svo menningarlegir, að þeir eru famir að borða sveppi eins og fólk I útlöndum. Sem betur fer hafa ekki stórslys hlotizt af því enn hérlendis — eins og t.d. í Frakklandi, þar sem fjöldi manns deyr af völd- um sveppaneyzlu. Þar er nokk- uð algengt ,að fólk tíni sveppi beint af jörðinni, sjóði þá dá- lítið og éti svo. En það er um sveppina eins og aðrar lystisemdir þessa heims, að var- hugavert getur verij að neyta þeirra nema viðhöfð sé aðgát, rétt tegund sé valin og réttrar meðferðar sé gætt. Kunnáttu- menn telja, að það sé engan veg inn öruggt að neyta sveppa beint úr guðsgrænni náttúrunni: þeir geti verið eitraðir. Og þá rifjast upp sagan af berserkj- unum, sem átu sveppa á sama hátt og orrustuflugmenn í síð- ustu heimsstyrjöld bruddu benzedrin fyrir bardaga. 1 heimi siðmenningarinnar eru yfirleitt aðeins borðaðir champignons — ætisvepp- ir, ræktaðir með vísindalegri ná kvæmni í tilraunastofum Á ferð um Borgarfjörð fyrir skömmu heimsótti blaðamaður Vísis svepparæktina Laugaland h.f. við Varmaland í Stofholtstung- um og fékk forstöðumanninn, Bjama Helgason til þess að sýna sér þessa merkilegu nýj- ung á íslandi. Bjarni stundaði svepparækt úti í Danmörku fyr ir fáum árum og lærði þar þessa sérgrein garðyrkjufræð- innar. Svo sem mörgum er kunnugt eru sveppar óæðri jurtir — þeir bera ekki fræ. Jarðvegurinn er mikið atriði, aðaluppistaðan er hálmur, sem er sóttur alla leið austur í Gunnarsholt á Rangárvöllum og innfluttur jarðvegur, mosi, sem er blandaður sandi. Hálmurinn er geymdur í skemmu og látinn gerjast með vissum hætti. Níu vikur líða frá því að undirbún- ingur hefst og þar til fyrstu sveppirnir koma. Síðan varir Frh. á bls •< Hnellin, sextán ára, úr Reykjavík, heitir Þórdís og var að tína tómata þegar smellt var af (ljósm. stgr.) Bjami Helgason garðyrkjumaður heldur á kræsilegum sveppum, sem á að fara að senda á markaðinn. Hálmurinn úr Gunnarsholti gerjast með vissum hætti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.