Vísir - 21.07.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 21.07.1965, Blaðsíða 7
VÍSIR . Miðvikudagur 21. júlí 1965. Teitur Kr. arson Þannig leit fyrsta myndin af Marz út, eins og hún barst bandarísku rannsóknamiðstöðinni í Pasa- dena. Hún sýndi fátt merkilegt. Mælitækin I Mar ines 4 sendu merkari upplýsingar. I dag fer fram í Dómkirkjunni I minningarathöfn um Teit Þórðar- son, gjaldkera útgerðarfélags Alli- ance. Hann andaðist 3. maí sl. á leið til Kanada, en þar ætlaði hann að dvelja £ sumar ásamt konu sinni hjá Þórði syni sínum, sem þar er búsettur. Teitur var fæddur að Laugar- fossi í Straumfirði 11. janúar 1891 Voru foreldrar hans hjónin Þórður Óiafsson frá Sumarliðabæ og Berg- þóra Bergþórsdóttir á Laugarfossi. Faðir hans drukknaði sama árið og Teitur fæddist og fór hann þá í fóstur til afa síns og ömmu £ Sumarliðabæ. 6 ára gamall fluttist hann með þeim til Reykjavfkur og skildi sið- an ekki við þau meðan þau lifðu. En amma hans var ekkja hátt á annan áratug. Annaðist Teitur hana sfðustu æviár hennar af mik illi umhyggjusemi. Teiti voru sömu örlög búin og mörgum bókhneigðum æsku mönnum á fyrstu áratugum þessarar aldar, að eiga þess eng- an kost að ganga menntaveginn sem þá lá í gegnum Menntaskól ann í Reykjavfk — þó hugur CKKCRT LÍF Á MÁRZ Reikistjarnan biður eins og ónumið, nýtt land H1 linír almennu blaðalesendur víða um heim hafa orðið fyrir talsverðum vonbrigðum með fyrstu myndina af reiki- stjörnunni Marz. Menn bjugg- ust við því að hægt yrði að birta greinilega mynd, sem skýrði eitthvað eðii og yfirborð þessa fjarlæga hnattar. En myndin virðist lftið sýna, smá- hluta úr hveli hnattarins, sem er hvítur og bjartur og bak við dökkan geiminn. Hvíti flötur- inn er svo eins og alsettur risp- um, sem eru ljósrákir og trufl- anir f sjónvarpstækjunum. Enn fremur sjást þar reglulegir krossar, þeir eru úr tækjum Mariner 4 til þess ætlaðir að skipta mjmdfletinum niður í reiti. Þessi mynd virðist ekki vera margra peninga virði. Og þó hef ur hún kostað hvorki meira né Dr. WRIiam Pickering yfirmað- ur rannsóknarstofnuninnar í Pasadena. minna en 6 milljarða króna. Það er dýrasta blaðamynd, sem nokkum tfma hefur verið birt og leitt að lesendumir skuli ekki fá meira fyrir peningana. T jósmyndin eins og hún barst J j f hendur vísindamönnunum f Pasadena er kannski ofurlftið skýrari heldur en hægt hefur verið að prenta hana í blöðun- um. Samt segir hún þeim fátt um þá spumingu sem nú var hæst á baugi: — Er til nokkuð lff á Marz? Vísindamennimir á Marz hafa sfðar fengið fleiri ljósmyndir frá Mariner, en þeir segjast ekki geta svarað þeirri mikilvægu spurningu enn með neinni vissu. Þrátt fyrir þetta voru vfsinda mennimir f sjðunda himni, þeg- ar þeim barst fyrsta Ijósmynd- in í hendur. — Það hafði tek- izt sögðu þeir. Afrekið hafði verið unflið. Ljósmynd hafði verið tekin og það hafði tekizt að sjónvarpa henni þessa gffur- legu vegalengd, meira en 500 milljónir km. hvort sem hægt var að segja að myndin væri skýr eða ekki. Dr. R. B. Leighton einn af vísindamönnunum sagði: — Það er að vísu rétt, að við sjá- um lítið á þessari mynd, en þrátt fyrir það, þetta er stærsta stund lífs mfns. Tjessi fyrsta mynd sýndi ó- glöggt landssvæði á Marz, sem var miili 300 og 400 km. á hvern veg eða nokkru minna en ísland. Þegar vísindamenn- imir rýna ofan í sjálfa frum- Ljósritinn (OrciIIograf) sem sýndi tvenns konar merki annað sagði að allt væri í lagi, hitt, að bilun væri f Mariner 4. þeirra beindist þangað. En bæk- ur voru yndi hans strax í bernsku. Þó tókst honum af dugnaði að afla sér góðrar menntunar. Hann gekk í Verzlunarskól- ann ungur að aldri og lauk það- an prófi og síðar var hann við verzlunarnám í London. Kynnti hann sér þar jafnframt enskar bókmenntir sem hann síðar las mikið. Ungur að aldri gerðist hann verzlunarmaður hjá Gunnari Ól- afssyni föðurbróður sínum í Vík í Mýrdal ,og í Vestmannaeyjum Árið 1914, gerðist hann starfs maður á pósthúsinu í Reykjavík um 6 ára skeið og réðist síðan til útgerðar Alliance, þar sem hann hefur verið gjaldkeri síðan. Þó að Teitur gegndi starfi sínu af alúð, var hann áreiðan- lega ekki þar á réttri hillu. Á fallegu og listrænu heimili hans voru margir veggir þaktir völd um bókum og þó að hann væri ekki „bókasafnari“ voru margar fágætar pg dýrmætar bækur í safni haiís. Við lestur þeirra undi hann sér öllum stundum Hann var með afbrigðum minn ugur á það, sem hann las — einkum ljóð, bæði íslenzk og er lend og nam þau oft við fyrsta lestur. Enda komu margir Ijóðelskir menn á heimili hans. Teitur var hæglátur maður og hlédrægur og allra manna var hann prúðastur í umgengni. Á heimili hans var oft gest- kvæmt og í hópi góðra vina undi hann sér vel. En þar átt: líka hlut að máli ágæt kona hans Anna Þorkelsdóttir, er laðaði gesti þangað. I hinum stóra hópi frændfólks og vina, sem áttu margar ógleymanlegar stundir á heimili þeirra hjóna og nutu fals lausrar vináttu þeirra, er hans nú sárt saknað. Og sá hópur sendir í dag konu hans og börnum innilegar sam- úðarkveðjur. A.G.Þ. myndina, sem gerð er á fín- kornaðan ljósmyndapappír segj ast þeir sjá, stórt ljóst svæði, sem þeir halda að sé eyðimörk. Út til jaðranna sjá þeir ými9S konar óljósa skugga. Útillokað er að ákvarða það, hvað þessir skuggar sýna, — er það gróð- ur, eða eru það fjöll sem skuggi fellur á, eða er það líka ein- hver galli í myndinni. Vísindamennirnir voru mjög eftirvæntingarfullir. Spenna þeirra tók að aukast í byrjun síðustu viku, þegar Mariner 4 nálgaðist óðfluga Marz. Nokkr- um klukkustundum áður en myndataka skyldi hefjast var radioskeyti sent til Mariner 4 og átti hann að svara um hæl, ef allt væri í lagi. Tólf mínút- ur voru þessi skeyti að berast hvora leið eða samtals 24 mín- útur. Biðu menn með óþreyju eftir svari. Þegar það kom brá vísindamönnum f brún. Hluti af radíóskeytinu frá Mariner benti til þess að allt væri f lagi, en svo varð þeim litið á annan hluta ljósritans, sem tók við skeytinu. Hann benti til þess að eitthvað væri f ólagi. Kom vís- indamönnunum helzt til hugar, að segulbandstækið, sem átti að taka upp myndina væri bilað. Urðu þeir skeifingu lostnir. Átti nú allt að stranda á þessu eina segulbandstæki? Hvílík for- smán, að einmitt það tæki sem algengast er og einfaídast í byggingu skyldi ætla að gefa sig. Menn grunaði að bilun tæk isins væri í þvf fólgin, að það myndi ekki stöðvast eða fást til að snúast aftur á bak. Cvo kom að þeirri stund, þeg- ^ ar ljósmyndataka skyldi byrja. Það yrði að reyna það upp á von og óvon. Boðin um að hefja myndatöku voru send þegar Mariner var á fyrirfram útreiknuðum stað nærri 20 þús. km. frá yfirborði Marz. Boðin varð að senda frá jörðu 12 min útum áður en myndataka slcyldi Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.