Vísir - 21.07.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 21.07.1965, Blaðsíða 1
VISIR 55. árg. - Miðvikudagur 21. júlí 1965. - 163. tbl. Skemmdir á BLIKFAXA vegna lélegra flugbrauta Grjótflugið á flugvöllum úti á landi virðist ætla að fara illa með hina nýju flugvél Flug- félags íslands, Blikfaxa. Á þeim tveim mánuðum, sem liðnir eru frá því vélin hóf innanlands- flug hefur véiin skaðast á odd- hvössu grjótinu og má greini 300Mexíkanar hingað mánaðarlega Ferðamannastraumurinn hingað til lands færist sí- fellt í aukana, aldrei hafa fleiri erlendir ferðamenn heimsótt ísland en munu gera á þessu sumri. Nú má vænta þess, að brátt verði ísland viðkomu staður 300 Mexíkana mán- aðarlega á leið þeirra til Evrópu og getur sú tala hækkað verulega, þegar MIKILL LAX í ELLIÐAÁNUM „Það er feikinógur fiskur í ánni núna, hann liggur í þéttum torfum eins og síld. En hann bítur bara ekki á, það eru aðeins þeir stöku, sem bíta“, sagði frú Karitas Sig- urðsson, kona Sigurðar B. Sigurðs sonar konsúls, Hún var í morgun ásamt bróður sínum, Einari Ein- arsyni bílstjóra, við laxveiðar í Elliðaánum. Það eru leyfðar þrjár stengur í ánrii og þau systkinin fengu keypta sex hálfa daga. Á morgn- ana eru þau frá klukkan sjö til klukkan eitt eftir hádegi, en eft'ir hádegi eru þau frá kl. þrjú til níu. Klukkan hálf tíu í morgun höfðu þau fengið tvo laxa, annan fimm og hálft pund, hinn átta pund. „Það er sízt minni fiskur í ánni nú en fyrri ár, hann var bara svo seint á ferðinni. Það eiga aðéins að vera þrjár stengur í ánni, en það má nú sjá fjórar við og við“, sagð'i frú Karitas að lokum. kynning er komin á landið í Mexíkó. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi sem ambassa dor Mexico á Islandi, Eduardo Suarez Aransolo, en hann hefur aðsetur í London, hélt á Hótel Sögu í gær. Er talið að hægt sé að beina þessum ferðamannastraumi hingað eftir að byggingu Loftleiðahótels- ins er lokið og verði dvöl Mexí- kananna hér í samráði við Loft- leiði. Dveljast Mexíkanarnir hérna sem „stop over“ farþegar, það er að þeir dveljist hér á landi í sól- arhring eða lengur á leið sinni til Evrópu en það hefur aukizt mjög að Mexíkanar fari þangað í skemmtiferðir. Núna fara 600 ferðamenn mánaðarlega frá Mexí- kó til Evrópu. Til þess að auðvelda Islending- um og Mexíkönum að ferðast til landa hvorra um sig hefur verið á kveðið að afnema vegabréfsáritun þannig að núna þurfa Islendingar, sem vilja fara til Mexikó aðeins að hafa vegabréf til þess að fá að komast inn í landið. Framh. á 6. síðu. lega sjá ummerkin eftir það á búk vélarinnar, en þar hefur orð ið að sjóða í götin. Blikfaxi er eins og allar ný tízku flugvélar smíðaðar fyrst og fremst fyrir flugbrautir nú- tímans, asfaltbrautir, en helm ingur lendinga vélarinnar er á malarbrautum og það mjög slæmum málarbrautum úti á landi. Daglega framkvæmir flugvél- in 5 slíkar lendingar á móti 5 í Reykjavík, en vélin hefur reynzt frábærlega vel í alla staði og orðið mjög vinsæl. Flugvellimir sem Blikfaxi lend ir á eru á Isafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum og að auki öðm hverju á Sauð árkróki og Húsavík. Tæknimenn Flugfélagsins hugsa nú ráð til að verja hina dýru flugvél skemmdum á þessum flugvöllum, en það mundi að- eins vera til bráðabirgða, því eina varanlega lausnin yrði sú að endurbætur yrðu gerðar á lflugvöllunum sjálfum. •• • mjjan y%xA"-v. .................« •. * twMWMg „Fritz Heckert" frá Rostock vió Ægisgarð i morgun. (Ljósm. Vísis: B.G.). A-þýzkt skip meS 372 kennara frá Norðurlöndum Þau skiptast á um stöngina, systkynin Karitas og Einar. „Fritz Heckert" — austur- þýzkt skip frá Rostock lagðist upp að Ægisgarði í morgun með 372 kennara frá Norður- löndum. Farþegamir voru að hópast í land, þegar blaðamenn Vísis komu á vettvang. Þeir höfðu verið svo heppnir að sjá gosið við Surtsey. „Hvílíkur kraft- ur“, sagði einn þeirra. Skipið „Fritz Heckert“ er 3ja ára gamalt og allt hið þokkalegasta. Það er í förum um allan heim. Kapteinninn, Willi Eckholz er sjálfur kenn-1 ari, sagðist hafa kennt stærð-1 fræði og eðlisfræði. en hætt því fyrir tíu árum. Á sfld við Hjaltland Þar sem lítil sild er nú hér við ísland hefur einn útgerðarmaður- inn, Guðmundur Jörundsson grip- ið til þess ráðs í tilraunaskyni, að senda skip sín, Jörundana tvo, á síldveiðar á „fjarlægum miðum" ef svo má segja. Skipin em nýlögð af stað út til Hjaltlandseyja, þar sem mikil síld er. Mun síldarflutn- ingaskipið Polana, sem verksmiðj- ur við Eyjafjörð hafa á Ieigu fara Framh á bls. 6 BLAÐIÐ i DAG ÁBERANDI VA TNSSKORTUR UM ALL T SUNNANVERT ÍSLAND Það er mjög vatnslít- ið víða um land, einkum þó hér á Suður- og Suð- vesturlandi. Áskorun hefur verið útvarpað til Hafnfirðinga um að fara sparlega með neyzlu- vatn og i Gvendarbr. hefur vatnsborðið lækk að um 45 cm frá því er það stóð hæst í vetur Ekki horfir þó til vand- ræða enn sem komið er hvað neyzluvatn snertir hér í Reykjavíkurborg að því er Þóroddur Th. Sigurðsson vatnsveitu- stjóri tjáði Vísi í gær- kvöldi. Framh. á 6. sí8u.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.