Vísir - 21.07.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 21.07.1965, Blaðsíða 6
6 V í SIR . Miðvikudagur 21. júlí 1965. * V I l i. i i Birgir fCjaran — | ramb if ols 9. ég ófróður um þetta, en Jó- hannes Áskelsson jarðfræðing- ur samdi um það fróðlega grein á sínum tíma, þar sem hann telur þessa steingervinga að minnsta kosti milljón ára gamla og sanna það, að þá hafi vaxið hér sá gróður, sem nú er að finna í suðrænum löndum ein- göngu. Telur hann þetta bend3 ‘K, að hér hafi loftslag verið s\dpað og nú er i Pódalnum. Það getur að sínu leyti verið ákaflega æsilegt að leita stein- gervinga — maður gerir sér hálft i hvoru vonir um að rek- ast á steingervinga skordýra eða annarra slíkra tegunda, en það hefur ekki gerzt ennþá, mér vitanlega. — En þú hefur haft mikla ánægju af þessari söfnun? — Já, þarna hef ég fundið það, sem dregur mig út í nátt- úruna fyrst og fremst. Svo kemur maður heimmeð þaðsem safnast í ferðunum; fyrst í stað liggur það í óreiðu, en svo un- ir maður því ekki, — fer að koma steinunum fyrir á skipu- lagðan hátt eftir tegundum, lesa sér til um þá og skrá- setja og það er ekki síður skemmtileg tómstundaiðja ... • Steinasafn Birgis Kjarans er sönnun þess, að hann hefur einmitt lagt mikla vinnu í það síðarnefnda; spjald hjá hverri steintegund f hillu með nafni hennar og öðrum upplýsingum. Hann hefur og sent nokkuð af steinum út til slípunar, látið gera úr þeim öskubakka, hina fallegustu gripi, jafnvel Iitlar myndir, rostunga og hunda, eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum. En hann segir að það sé dýrt verk, enda eru þetta listagripir, unnir af þaul-, vönum fagmönnum og öll gerð miðuð nákvæmlega við eðli og liti viðkomandi steins. Það þarf mikla elju til að koma upp svo fjölbreyttu og vel skipulögðu safni, og Birgir hef- ur víða farið og óteljandi spor gengið um byggðir og óbyggð- ir til að afla þessara skemmti- legu safngripa —- en þau spor telur hann áreiðanlega ekki cftir sér ... Bremen — Framh al bls 16 13 þúsund mál og sögðu þeir að hluturinn væri orðin um 50- 60 þúsund krónur á einum og hálfum mánuði. Þeir voru að velta því fyrir sér hvað far með skipi eins og Bremen mundi kosta. Það gátum við því miður ekki upplýst, en þeir; voru talsvert spenntir, enda j verða þeir ríkir menn þegar j vertíðinni lýkur, a.m.k. bendir allt til þess. Frá vinstri á myndinni eru Bjöm Ketilsson, Helgi Leifsson, Pétur Sveinsson, Sævaldur Elí- asson og Sigurgeir Öm Sigur- gelrsson. Vatnsskortur — Framhald -t 'oI l. Vísir aflaði .nnfremur upplýs- inga um vatnsskort í landinu hjá Sigurjóni Rist vatnamæl- ingamanni, sem er allra manna fróðastur um þá hluti f land- inu. Hann sagði að sumarþurrk ar væru að vfsu næsta algengt fyrirbæri hér sunnan- og suð- vestanlands þar sem leysir snemma ár hvert. En nú væri þetta með óvenjulegum hætti vegna þess hvað vetrarsnjór var lítill á suðurhluta landsins, og það litla sem snjóaði leysti I snemma. Við þetta bætast sam felldir þurrkar úm langt skelð Eiginkona mín og móðir okkar FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR andaðist i sjúkrahúsinu Sólvangi 20. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Kristinn Jensson og böm. Bíll til sölu Góður Opel Record ’55 til sölu. Verð aðeins kr. 45 þúsund, ef samið er strax. Sími 15812 Húsnæði óskast Róleg roskin kona óskar eftir 1 herb. og eld- húsi eða eldunarplássi nú þegar eða í haust. Uppl. næstu daga í síma 20661. STILLANLEGU HÖGGDEYFARNIR Ábyrgð 30 000 km. akst ur eða 1 ár. 9 ára reynsla á íslenzkum vegum sanna gæðin. Eru í reyndinni ódýr- ustu höggdeyfararnir. SMYRILL Laugav. 170, sími 12260 að undanförnu. Af þessu leiðir sagði Sigurjón, að grunnvatns staðan er mjög lág um þessar mundir og gengur stöðugt á birgðirnar. Allar dragár, þ.e. ár sem eiga upptök í daladrögum, eru óvenjulega vatnslitlar. Aft ur á móti er ailmikið vatn í mörgum jökulám, sem stafar af hlýindum og leysingu til jökla. Vatnsskorturinn er ekki jafn áberandi á norðurhelmingi landsins, sem sunnanlands. Það Stafar af því að kuldar héld ust þar lengur frameftir vori og leysti miklu seinna en á Suðurlandi. Þóroddur Th. Sigurðsson vatnsveitustjóri sagði í viðtali við Vísi í gærkveldi að undan farna 2—3 mánuði hafi mjög lækkað í Gvendarbrunnum, það an sem Reykvíkingar fá neyzlu vatn sitt, og fari það stöðugt lækkandi. Er vatnsborðið nú allt að hálfum metra lægra þar en það var í vetur. Þóroddur sagði að reynt hafi verið eftir megni að halda í ,horfinu með þvf að stöðva dælingu á vatninu til borgarinnar síðari hluta vikunnar eða frá því á föstudegi og fram á sunnudag. Og m.a. fyrir þær ráðstafanir hafi ekki orðið skortur á neyzlu, vatni f Reykjavík enn sem kom ið er. Og taki að rigna að nýju má búast við að ástandið batni fljótlega. Á sílcl — Framh. af bls. 1: í humátt á eftir og flytja síldina til íslands. Þetta er ágæt hugmynd. íslend- ingar verða ef veiði er lítil á heima miðum að hafa framtak í sér til þess að sækja fiskinn lengra. Heyrzt hefur að fleixi-útgerðar- menn séu að velta fyirir sér að gera hið sama, að sækja síldina til Hjaltlandseyja. Þar mun vera afburðagóð veiði um þessar mund- ir. Mexíkanar — fund forseta íslands í gærmorgun og afhenti honum trúnaðarbréf sitt Aransolo var skipaður ambassador með aðsetri í London fyrir ári síðan og hefur hann dvalizt þar sl. þrjá mánuði. Skýrði ambassadorinn frá því að í ráði' væri að gerður yrði viðskipta samningur milli Mexíkana og Is- lendinga en fram að þessu hafa viðskipti milli landanna verið þannig að Mexíkó hefur verið sent lýsi en dálítið flutt hingað inn af gjafamunum frá Mexíkó. SÍLDIN Gott veður var á síldarmiðun- um sl. sólarhring, en miki! þoS^. Voru skipin að veiðwn einkum á sömu slóðum og sl. 2-3 sólarhringa AUs tilkynntu 24 skip um afla, samtals 10.350 mál og tunnur. Lómur KE, 700 mál, Guðbjörg ÓF 100 tunnur, Einar Hálfdáns IS 800, Sæhrímnir KE, 450, Helga RE 700, Sigurður SI, 600, Þorbjöm GK, 300, Loftur Baldvinsson EA, 250, Bjarmi II. EA 1500, Pétur Jóns son ÞH, 100, Víðir II. GK, 100, Framnes IS 400 Glófaxi NK, 750, Kambaröst SU, 200, Bára SU, 100 Guðrún GK, 1000 Ögri RE, 200 .Tón Kjartansson SU, 200, Héðinn ÞH 300, Guðrún Jónsdóttir IS, 250, Hoffell SU, 100, Hafþór RE, 200 Björg NK 300 og Auðunn GK 700, Síldardælurn- ar stóðu sig vel Blaðinu hefur borizt athuga- semd frá Geir Stefánssyni stór- kaupmanni sem er umboðsmaður fyrir síldardælur þær sem nú eru notaðar af íslenzku sfldarflutn ingaskipunum, en tegund sú nern- ist Harco- Vacu-Lift. Hann segir að mistökin við löndunina úr skip inu í Keflavík hafi ekki stafað af neinni bilun í sjálfum dælunum, þær hafi staðið sig. Það sem að var, var tvennt, að staðsetning dælanna var ekki rétt og í öðru lagi, að lest skipsins er þannig, að illmögulegt er að dæla upp úr henni vegna þess að þar er mikið af hitunarspírölum, svo að dælubarkarnir komast ekki að. Þá gerðist það, að nýr díselmótor af General Motors gerð bilaði þegar hann hafði verið keyrður stanz- laust í 60 klst. Dælumar stóðu sig vel að öðru leyt'i en því að pakkn- ing bilaði í annarri þeirra og lítið verk að gera við það, sem þó tafð- ist vegna þess hve m'ikið var að gera f vélsmiðjunum í Keflavík. Hagtrygging auglýsir . v. - Viijuni yekja athygli viðskiptavina okkar á því að þeir sem enn eiga ósótt ábyrgðar- skírteini sín geta vitjað þeirra á skr'fstofu okkar Bolholti 4 í þessari viku frá kl. 5 — 7 e. h. rnhaíti fli h**. Nú er í ráði að hefja hópferðir til Mexikó og fer fyrsti ferðamanna hópurinn héðan þann 24. september Er það Ferðaskrifstofan Saga, sem gengst fyrir þeirri ferð, sem í verða 25-30 manns. Tekur förin alls þrjár vikur með fjögurra daga við- dvöl f New York en hálfsmánaðar dvöl i Mexíkó. Ambassadorinn lét 1 ljós ánægju sína yfir auknum samskiptum Mex íkana og íslendinga og sagðist vona að þau yrðu enn meiri í framtíðinni. ' Ambassadorinn kom hingað til | Islands á leið sinni til Mexíkó til j stuttrar dvalar þar. Gekk hann á ‘ SKIPAFRÉTTTO SKIPAUIGCKB KIKISINS Ms. Sk{aldbreið fer vestur um land til Akureyrar 24. þ. m. vörumóttaka á þriðjud. og árdeg'is á miðvikud. til Patreks- fjarðar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, ísafjarðar og áætlunarhafna við Húnaflóa og Skagafjörð, Siglufj. Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Farseðl- ar seldir á morgun (fimmtudag). Ms. Esja fer austur um land 27. þ. m. — Vörumóttaka á fimmtudag og ár- degis á föstudag til Fáskrúðsfjarð ar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Raufar hafnar og Húsavíkur. Farseðlar seldir á morgun (fimmtudag). HAGTRYGGING H.F. Bolholti 4. Glersalan og Speglagerðin Laufásvegi 17 hefur opnað aftur að Ármúla 20 3ja, 4ra 5 og 6 mm. gler fyrirliggjandi. Einnig hamrað gler. — Fljót afgreiðsla. Nýtt símanúmer 30760 Glersalan og Speglagerðin ÁRMÚLA 20 — Næg bílastæði. RAFSUÐUTÆKI ódýr handhæg 1 fasa inntak 20 Amp. Afköst 120 amp. (Sýður vír 3-25 mm) Innbyggt öryggi fyrii yfirhitun. Þyngd 18 kíló. SMYRILL Laugavegi 170 5ími 1-22-60.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.