Alþýðublaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 2
Staðgengill Kys sviptur embætti I.AK>Dí€i.C.!SC<-T-Zu/\N , sem stjórnin anir SAIGON, 25. janúar (NTB- AFP) — Varaforsætisráðherra Suður-Vietnam, Huu Co hershöfð- tngja, var opinberlega tilkynnt í Hongkong í dag, að honum hefði verið vikið úr embætti og yrði e-tefnt fyrir herrétt ef hann sneri aftur til Saigon. Co og kona lians eru sökuð um spillingu. Samkvæmt góðum heimildum ákvað herforingja- stjórnin í Suður-Vietnam að setja Có af fyrir rúmri viku. Um leið samþykkti stjórnin, að gripið skyldi til ýmissa ráðstaf- ana gegn 30—40 öðrum foringj- um hersins, aðallega stuðnings- mönnum Cos, hermir AFP Tveir liðsforingjar liafa verið hand- teknir, en aðrir hafa verið svipt- ir ferðafrelsi Reuter hermir, að Co hershöfð- ingi, sem átti mikinn þátt í falli Diemstjórnarinnar 1963, hafi ver- ið einn af fáum sunnanmönn- um“, sem enn sátu í herforingja- stjórninni. Flestir ráðherrarnir erú fæddir í Norður-Vietnam. Fiestir hinna 30—40 liðsforingja, hefur gert ráðstaf- gegn, eru einnig fæddir í Suður-Vietnam. Oft hefur kast- azt í kekki með norðan- og sunn- anmönnum í suður-vietnömsku stjórninni. Aðgerðirnar ‘gegn Co og félög- um hans geta orðið upphafið að víðtækum breytingum á stefnu stjórnarinnar, að sögn Reuters. En AFP hermir. að brottvikning XIMIIIIIII t lllll IIIIIIIII111111111IIIII lllllll IIIII11111111111111111111 1 •• H | Omurlegt | | ástandí | 1 Brasilíu I 1 RIO DE JANEIRO, 25. jan. | (NTB-Reuter) — Ömurlegir H timar bíffa liinna fjögurra 1 milljóna íbúa Rio de Janeiro | vegtna flóðanna þar. Búizt er 1 yið langvarandi skorti á vatni I matvælum og rafmagni. 300 | —600 manns hafa farizt í 1 náttúruhamförunum og óvíst | fer livenær ástandið kemst í I eðlilegt horf. Talið er, að viðgerðir á | jþjóðvegunum muni taka þrjá | imánuði. Stór svæði ræktaðs | lands eru undir vatni og enn 1 er leitað að fólki undir leir- | skriðum. Enn tók að rigna í H Rio í kvöld og olli það ótta \ ! meðal íbúanna, en spáð var | j betra veðri. Fólki er ráðlagt \ ! að láta bólusetja sig gegn | | |augaveiki. iiiiiiu ii 11111111 n n n iiiiiiiiiiiiii n imiiiiiiiMi ■■11111 iii n iiiiii 2 26. janúar 1967 — Cos hershöfðingja muni ekki leiða til alvarlegra erfiðleika. Bent er á, að Co njóti víðtæks stuðnings meðal þjóðarinnar. Co hershöfðingi hefur verið í heimsókn ó Formósu og kom við í Hongkong á heimleiðinni. Sam- tímis þessu er Ky forsætisráð- herra í heimsókn í Nýja Sjálandi. Kunnugir telja, að Ky hafi vilj- að að Co dveldist erlendis með- an hann væri sjálfur fjarverandi. Aðalmálgagn norður-vietnamska kommúnistaflokksins sagði dag, að Ky hefði vikið Co frá af ótta við að hann gerði byltingu 20.000 flýja til Rússlands MOSKVU, 25. janúar (NTB) - Sovézka blaðið ,,hiteraturnaja Gazeta“ staðjcsti í dag, að mjög alvarlegt ástand ríkti á landamær- um Kína og Sovétríkjanna. Kós- akkar, Kirgísíumenn og jleiri þjóða menn eru ajtur steknir að Sviptingar á Rauðatorginu MOSKVU, 25. jan. (NTB-AFP) — Kínverska sendiráðið í Moskvu bar í dag fram harðorð mótmæli við Sovétstjórnina vegna árekstra kinverskra stúdenta og sovézkrar lögreglu á Rauða torginu í morg- un. Fjórir eða fimm kínverskir stúdentar munu hafa særzt. Kínverslc heimild hermir, aff hópur stúdenta, sem eru á heim- leiff frá Vestur-Evrópu, hafi liald- iff til Rauffa torgsins aff votta Len- ín og Stalín virðingu sína. Stúd- entarnir gengu fylktu Iiði aff graf- hýsi Leníns og múrum Kremls, þar sem Stalín Ilggur nú grafinn, en þcgar þeir tóku aff syngja „In- ternationalinn" réðist sovézk lög- regla á þá. Sovézkur talsmaður t/saði stað- hæfingum Kínverja á bug og kall- Framhald á 15. síðu. jlýja jrá Sikiang til rússnesku Mið-Asíu til að forðast nauðung- arflutninga og jangabúðir. Margir flóttamanna, þeirra á meðal herforingi nokkur, segja að andsovézk stefna Kínverja sé nú komin á nýtt og alvarlegt stig. Kinverjar gera tilkall til stórra landsvæða, í Sovézku Mið-Asíu. Að undanförnu liafa ýmsir sovézkir ráðherrár, embættismenn flokks- ins og herforingjar ferðazt um Sov étríkin til að skýra frá kínversku hættunni. Kosygin forsætisráð- herra og Dimitri Polyansky, hinn náni samstarfsmaður hans, fóru nýlega í eftirlitsferð um landa- mærahéruðin lengst í austri og í Mið-Asíu. Þetta er í fyrsta sinn sem sov- ézk blöð segja frá því, að kínversk- ir flóttamenn hafi beðið um hæli í Sovétríkjunum. Um 20.000 Kín- verjar munu hafa flúið yíir landa- mærin til Sovétríkjanna. Hér mun einkum vera um að ræða fólk af þjóðum, sem búa beggja megin landamæranna. Einn flóttamannanna, Balchasj Bafan- dan ofursti, hefur sagt, að nokkr- ir kósakkskir menntamenn (haft sætt gagnrýni þar sem þeir vildu stofna sérstakt riki allra þeirra Ujgura, Kósakka og Kirgísa sem búa í Kína, Sovétríkjunum og Mon gólíu. Kínverskir leiðtogar hafi viljað sanna, að þessar þjóðir væru kínverskar og ættu ekkert Framhald á 15. síðu. ''+rZvþM' v .. % , Slf, flugvél Landhelgisgæzlunnar, fór í ískönnunarflug í fyrradag. Hafísinn var þá á svipuffum slóffum og áffur. Aðalfundur Verkakvennafél. Keflavíkur og Njarðvíkur Affalfundur Verkakvennafélags Keflavíkur og Njarffvíkur var haldinn í Aðalveri, Kefíavík sl. sunnudag. Þar sem frk. Vilborg Auðuns- dóttir, _ fráfarandi formaður gat ekki verið viðstödd sökum sjúk- leika setti varaformaður frú Anna Pétursdóttir fundinn, og tiinefndi hún frú Ólafíu Guðmundsdóttur fundarstjóra. Mikið fjölmenni var á fundinum og ýmis mikilvæg mál tekin til 1 umræðu. Stjórnakosn ing fór fram og hlutu eff.irtald ar konur kosningu: Formaður var kosin frú Þóra Gísladóttir, vara- formaður frú Anna Pétursdóttir, ritari frú Ólafía Guðnnmdsdóttir, gjaldkeri frú Guðrún Jónsdóttir, fjármálaritari frú Ásta Kristjáns- Smjörneyzla eykur ekki chole- sterin-innihald blóðsins dóttir. í varastjórn voru kosnar frd María L. Jónsdóttir og frú Stein- unn Jónsdóttir. Ákveðið var að efna til framhaldsaðalfundar, þar sem ekki var hægt að taka af- stöðu til ákveðinna mála fyrr en. síðar. Verður sá fundur haldinn seinna í vetur. Allar upplvsingar varðandi félagsstarfsemina veitir formaður félagsins, frú Þóra Gísladóttir, Túngötu 20, Keflavík, sími 1348, Tveir þýzkir næringarefnafræð- ingar, sem rannsakað hafa áhrif smjörfitu og jurtafitu á manns- líkamann segja, að smjörfitan sé betri en jurtafeiti í næringu manna, en fyrir nokkrum árum var skýrt frá því, að hættulegt væri að borða of mikið smjör vegna þess að það yki cliol- esterol-innihald blóðsins, aftur á móti væri jurtafeiti holl og stuðl aði fremur að eyðingu fyrrgreinds efnis I blóðinu. Efnafræðingarnir segja, að jurtafeitin sé svo auðug af linolsýru, að verkanir hennar geti haft óholl áhrif á mannslík- amann, ef aðgæzla er ekki við- höfð Rannsóknir þeirra hafa sýnt, að sé smjörs neytt minnki cholester- olmagn blóðsins en ekki hið gagn stæða. Rannsóknir þessar fóru fram í Kiel og sönnuðu, að chol esterolmagn blóðsins minnkaði við smjörneyzlu, og að æða- og hjarta veilur eiga á engan hátt rót sína að rekja til smjörneyzlu. í Ijós kom, að í Þýzkalandi voru það smjörlíkisframleiðendurnir, sem höfðu komið á framfæri þeirri staðhæfingu, að dýrafita gæti or- sakað hjarta- og æðasjúkdóma. Fyrrgreyndar upplýsingar komu fram í Búnaðarblaðinu Frey, 1. tbl. 1967. Bonnstjórnin vingast við Rúmeníustjórn BONN, 25. jan. (NTB-Reuter) — Corneliu Manescu, utanrifcisráff- heiTa Rúmeníu, kcmur til Bonn á mánudaginn til viðræffna við | vestur-þýzku stjórnina. Þessar við ! ræður leiffa sennilega til þess aff l Vestur-Þýzkaland og Rúmenía i taka upp stjórnmálasamband, sam- 1 kvæmt áreiöaniegum hcimildum 1 i Bonn. Svipuð þróun virðist vera að ger j sat í sambúð Vestur-Þjóðverja oj Ungverja. Ráðuneytisstjóri vestur- þýzka utanríkisráðuneytisins, Rolf Lahr, dvelst um þessar mundir í Búdapest. Bonnstjórnin stefnir nú markvisst að því að bæta sambúð- ina við ríkin í Austur-Evrópu, og getur það orðið til þess að Ul- brichtstjórnin í Austur-Þýzka* landi lækki enn í áliti. , ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.