Alþýðublaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 7
Hann lagði alla að fótum sér Um litla fuglinn Róbert var skrifuð bók sem varð mefsö/ubók i Bandaríkjunum nú um jólin Lynghænuunginn Robert byrj-' aði lífið sem lítið, ljótt egg, svo ljótt, að móðirin vildi ekki einu sinni kannast við það. En Robert tókst að leggja Ameríku að fót- um sér í þau fjögur ár, sem hann lifði og nú hefur verið skrifuð um hann bók, sem varð metsölu- bók í Bandaríkjunum um jólin. Gagm-ýnendur hafa hrósað henni mjög og sagt að hún sé með beztu dýrasögum, sem nokkurn tíma hafa verið skrifaðar. Bókina hefur skrifað Margaret Stanger, s'ál- fræðingur, en hún er nágranni Dr. Tommy Kienzle og konu hans, Sem áttu Robert. Þau fundu einn daginn yfirigefið lynghænuhreiður fyrir utan heimili sitt í Cape Cod, Massachusetts. í hreiðrinu voru tvö egg. Annað var brotið, hitt var heilt og þakið maurum. Meðan þau voru að hreinsa eggið, opnað- ist það og út úr því kom lítill ungi á stærð við hunangsflugu. í bókinni er sagt frá þvi, hvernig Kienzle lijónin útbjuggu kassa fyrir ungann með rafmagnslampa til að hita hann upp. Unginn var kallaður Robert. Fyrstu átta tím- ana, sem hann lifði vildi hann hvórki bor'ða né drekka. Hann stækkaði þó aðeins og varð á stærð við valhnetu. Svo kom að því að hann gat farið að borða og drekka sjálfur og hann dafn- aði vel. Robert vildi gjarna sofa lengi á morgnana og vaknaði yfir- leitt ekki, fyrr en liann heyrði, að fósturforeldrar hans voru um það bil að setjast að morgunverðar- borðinu. Þá fór hann og gerði þarfir sínar á bréfþurrku í bað- herberginu, áður en hann kom hlaupandi til að borða morgun- mat, fræ, appelssínusafa, hrísgrjón og svo bita af ýmsu, sem var á morgunverðarborði hjónanna. Kienzle vildi ekki loka Robert inni og fór með hann, þegar hann var nokkurra vikna gamall, út í garðinn til að sjá, hvort hann vildi ekki vera hjá móður sinni og syst- kinum, sem enn héldu til í garð- inum. Unginn var fyrst stjarfur yfir því, sem hann sá. Hann stóð grafkyrr mínútum saman og starði. Svo tók hann að kvaka, Myndir úr bókinni: Á minni myndinni sést. Róbert skríða úr egg- inu og á þeirri stærri sést Róbert hjá lampanum sínum. klóraði í moldina með tánum og át litla kónguló. Hann beit líka ofan af grasstrái áður en hann fór í kynnisferð um garðinn. Hann skipti sér ekkert af fjölskyldu sinni og hún hafði jafn lítinn á- huga á honum. Eftir nokkra tíma var Kienzle orðinn viss um, að nú gæti Ro- bert bjargað sér úfi við og hann læddist að garðdyrunum og ætlaði inn, en um leið og- dyrnar opn- uðust heyrðist kvak frá Robert og eins og elding kom hann þjót- andi og beint inn í húsið. Hann ætlaði ekki að láta skilja sig eft- ir. Robert kunni a'ð gera sig skilj- anlegan. Ef að síminn liringdi sótti hann fósturforeldra sína í símann og hann var ánægður, þegar þau leyfðu honum að kvaka í símtólið. Ef að eitthvað var í ólagi, t. d. að vasi hafði verið fluttur úr stað í stofunni, þá var Robert fljótur að sækja Dr. Kienz- le eða konu hans og láta þau lag- færa það. Og ef annað þeirra kom of seint í matirin, fór Róbert strax'af stað að sækja þau og ýtti með goggnum í þau, þar til þau komu að borðinu, þar sem Robert hafði sinn fasta stað við annan enda borðsins. Þegar húsið var fullt af gestum, var Róbert ánægður. Hann flýtti sér til dyranna og tók á móti hverjum gesti með glaðlegu kvaki og flaug á milli þeirra og hjúfr- aði sig að þeim. Einu sinni var Róbert í fóstri hjá syni Kienzle hjónanna yfir nótt. Hann var vanur að sjó hann og konu hans er þau komu í heim- sókn. En samkvæmt sögu Marga- ret Stanger kvakaði Robert þung- lega alla nóttina í ókunna hús- inu og var ákaflega þreyttur um morguninn, þegar Kienzle kom og sótti hann, svo að þessi tilraun var ekki endurtekin og Kienzle- hjónin voru mjög áhyggjufull, þegar yngri sonur þeirra skrif- aði þeim frá Evrópu og bað þau um að koma í heimsókn til sín og gera með því að veruleika Evrópuferðina, sem þau hafði allt af dreymt um. Hvað áttu þau að gera við Robert á meðan? En Margaret Stanger leysti þá gátu, með sálfræðikunnáttu sinni. Robert var vanur að heimsækja hana, og nú heimsóttu Kienzle’ hjónin Margaret og voru hjá henni nær heilan dag og auðvitað var Robert með þeim. Þegar þau svo bjuggust til ferðar til Evrópu komu þau með Robert til Marg- aret og hann hafði með sér þang- að farangur all mikinn. Þau óku þangað — Robert fannst svo gaman í bíl — og höfðu með sér Höfundur bókarinnar, Margret A. Stranger sést hérna með Róbert, en hún gætti hans, þegar nágrannar hennar þurftu að fara að heim an. kassa Róberts með hitalampa og lambsull, sem honum fannst svo gott að liggja á. Einnig var með rauður flauelishattur, sem Robert oft lá í. Fyrir utan þetta voru svo matarbirgðirnar, fræ, víta- mín og margt fleira, Margaret Kienzle segir svo frá því, að Kienzle hjónin hafi tekið mjög nærri sér að skilja við Ro- bert og doktorinn hafi farið með fuglinn fram í eldhús til að kveðja hann og til að láta ekki kvenfólkið sjá, hve hann tók þetta nærri sér. Og hann lofaði Robert að þau skyldu koma fljótt heim aftur. Hvort að Róbert hefur skilið þetta er ekki gott að segja, en hann kunni bara vel við sig í fóstrinu hjá Margaret. Hann kærði sig meira að segja ekkert um gömlu skóna hans Kienzle, svo að Margaret gat fjai'lægt þá með glöðu geði úr stofunni hjá sér. Það var aðeins eitt sem Róbert þoldi ekki: Hann gat ekki verið einn. Þá kvakaði hann stöðugt. (Margaret segir, að hann hafi grátið) — þangað til einhver kom inn til hans. Hann vildi liafa ein- hvern í námunda við sig. Svo að ef Margaret þurfti að bregða sér frá, varö lnin alltaf að útvega „barnfóstru” fyrir Róbert. Róbert útrýmt öllum kóngulóm úr hús- i.nu. hpnnar og borðaði maurana, sem voru á stéttinni. Einn dag var Róbert að hoppa um gólfið, meðan Margaret var að sauma tölur á frakka. Róbert greip eina töluna og vildi láta Margaret koma í eítipgaleik um stofuna, en þá fór svo illa, að hann gleypti töluna. Margaret varð miður sín af ótta um að Róbert dæi og liún yrði að færa Kienzle hjónununx sorgartíðindi við heimkomuna. Hún hringdi á dýralækni, sem ekki kunni nein ráð til hjálpar. Hann sagði þó frá atburðinum, því að frá því var sagt í kvöld- blaðinu í Cape Cod • og margir hringdu til Margaret með góðar ráðleggingar. Robert var nefni- lega fyrir þó nokkru orðinn blaðaefni. Það hafði verið sfigt frá lífi hans, í flestum ríkjiijn Bandaríkjanna og þegar hánn verpti fyrsta egginu, Róbert var nefnilega kvenkyns eftir allt sám- an, var sagt frá því- á forsíðu margra dagblaðanna.1 Það iar nefnilega alltaf trú manna a’ð Rc- bert væri karlkyns, þar til ejnn daginn að hann tók uþp á þvíjað' verpa éggi. En hann hafði enjjan áhuga á því og þó að eggin yfcðu fleiri seinna sýndi líann aldrci neinn áhuga á þeim og ýtti þéim undir sófa í stofunni, cf ekki jrai- einhver nálægur og gat foi-fiað þeim í tíma. Fjöldi fólks kom til Kienzle Framhald. á 10. síðu. .-f ■ 26. jatlúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Jj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.