Alþýðublaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.01.1967, Blaðsíða 3
INNBROTID Á SEYÐISFIRDI: ÞJÓFURiNN NÁÐII 115 ÞÚSUND • jP Skemmta hjá Löffleiða- 1 Ura þessar mundir skemmt- S 1 ir dansparið Henryco og Ba- i = by Caraibeans í Víkingasal i \ Loftleiðahótelsins. Þau eru i i ættuð frá eynni Martinique | | í Vestur-Indíum, en hafa bú- i = ið í París undanfarin ár. i i llafa þau skemmt þar á ýms- i 1 um stöðum og jafnframt víða i i um Evrópu. Hér sýna þau i i svokallaöan limbodans sem i j er upprunninn í Vestur-Ind- i i íum. Koma þau fram á i i hverju kvöldi í Víkingasaln- i i um þangað til um miðjan i i næsta mánuð. Í TiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiT. □ Stokkhólmi: Sænskur tollvörð ur hefur verið handtekinn, og hef ur hann játað að hafa selt eitur lyf ó svörtum markaði. Bók um ððbúnðð náms- manna í Evrópulöndum Á vegum Evrópuráðsins í Strass bourg er gefinn út bókaflokkur, er nefnist Menntamál Evrópu (Ed ucation in Europe). Fyrir skömmu kom út nýtt rit í flokki þessum. Er þar fjallað um aðbúnað erl. námsmanna í Evrópulöndum, m. a. hvers konar fyrirgreiðslu, sem þeim er veitt, aðlögun að aðstæð um í landinu, er þeir stunda nám í o.fl. Þá eru í bókinni upplýsingar um heimalönd þeirra, sem eru við nám í aðildarríkjum Evrópuráðs ins. — Bók þessi er gefin út á ensku og frönsku. Heiti hennar á ensku er Europe's Guest stud- ents and trainees. Aðalumboðs- Bridgespilarar ! Spilum bridge i hinum vistlegu nýju salarkynnum Ingólfs- [ kaffi laugardaginn 28. janúar kl. 2 e. h — Stjórnandi Guð- i mundur Kr. Sigurðsson. — Öllum lieimill aðg angur. = maður bókaútgáfu Evrópuráðsins á íslandi er Bókaverzlun Snæbjarn ar Jónssonar & Co., Reykjavík. Alþýðuflokksfé- lags ísafjarðar Á laugardagskvöldið héldu Al- þýðuflokksfélögin á ísafirði fjöl- menna skemmtun í veitingasal Al- þýðuhússins, er. tókst mjög vel. Hófst skemmtunin með sameigin legri kaffidrykkju, en konur úr Kvenfélagi Alþýðuflokksins s'áu um allar veitingar, sem voru mjög myndarlegar. Birgir Finnsson alþingismaður flutti snjalla ræðu. Gunnar Jóns son og Óli J. Sigmundsson sáu um skemmtiþætti, tókst þeim að vandá1 vel upp. Þá voru sýndar myndir frá 100 ára afmæli ísa- fjarðarkaupstaðar á síðasta ári. Að lokum var dansað af miklu fjöri. Er almanna rómur allra sem sóttu þetta skemmtikvöld að þetta hafi verið með betri skemmtunum sem haldnar hafa verið í langan tíma. Gunnlaugur Guðmundsson for maður Alþýðuflokksfélagsins stjórnaði skemmtuninni. Áformað er að efna til spilakvölds í febrú armánuði. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. Telpa fyrir bíl 6 ára telpa varð fyrir bíl á Kaplaskjólsvegi í gær um kl. 17.03. Telpan, sem heitir Kolbrún Har- aldsdóttir, var flutt á Slysavarð- stofuna, en meiðsli liennar munu ■ ekki hafa verið alvarlegs eðlis. Reykjavík — OÓ Enn hefur ekki tekizt að hafa upp á innbrotsþjófnum sem brenndi gat á peningaskáp í skrif stofu síldarverksmiðjunnar . á Seyðisfirði aðfaranótt þriðjudags ins. Upphæðin sem stolið var nem ur um 115 þúsundum króna. Gjald keri verksmiðjunnar hélt að um 50 þúsund hefðu verið í pening- um í peningakassa í skápnum. Þá tók þjófurinn launaumslög sem í voru alls 59 þúsund krónur og 57.000 krónur í orlofs- og spari merkjum. Njörður Snæhólm rannsóknar- lögreglumaður, fór til Seyðisfjarð ar í fyrradag tii að aðstoða lög- regluna þar við að upplýsa mál- ið. Þegar blaðið hafði samband við hanri í gær sagði hann, að búið væri að yfirheyra nokkra menn í sambandi við málið en hann vildi ekkert ræða um ár angur af þeim yfirheyrslum.Taldi hann sennilegast að þarna hefði aðeins einn maður verið að verki Eins og sagt var frá í blaðinu í gær fór þjófurinn inn um opinn glugga á skrifstofunni. Logsuðu tækin voru fyrir utan en leiðsl urnar lagði hann inn um glugg ann. Brenndi hann læsingu skáps ins úr en gat ekki opnað hann þrátt fyrir það, en gatið var nógu stórt til að þjófurinn gat stung ið hendinni inn um það og þreif að fyrir sér inni í skápnum, og hirt peningana. Ekki er sjáanlegt að hann hafi snert á öðru í skrif stofunni. Enginn næturvörður var í skrif stofu byggingunni en hins vegar var vélstjóri á vakt á öðrum stað í verksmiðjunni. Varð hann ekki var við neinar grunsamlégar mannaferðir um nóttina. Talið er ólíklegt að innbrots þjófurinn hafi komizt burtu frá Seyðisfirði með feng sinn þar sem ferðir eru mjög strjálar um þess ar mundir. Sæmdur Danne brogsorSunni Frederik IX Danakonungur hef- ur nú um áramótin sæmt vararæð- ismann Danmerkur á Siglufirði, hr. Egil Stefánsson, framkvæmda stjóra, riddarakrossi Dannebrogs- orðunnar. TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf LINDARGATA 9 SIMI 21260 BIFREIÐAEIGENDUR: Bjóðum yður dbyrgðar og Kaskö- tryggingu ó bifreið yðar. HEIMISTRYGGING HENTAR YÐUR 26. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.