Dagur - 10.07.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 10.07.1999, Blaðsíða 2
t 2~ Í.)IU GÁRDAÚtJtt 1Ú l r}tití 1 9$ 9 rDnptr FRÉTTIR íslenskir laeknar hafa komist að þeirri niðurstöðu að magasár séu líklega sjúkdómur aldamótakynslóðarinnar og því að deyja út. Era magasár að deyja út? Magasár eru m£klu al- gengari í íslendingum fæddum á árunum 1900- 1930 heldur en þeini sem fæddust bæði fyrr og síð- ar. Rannsóknir hafa leitt í ljós að blæð- andi magasár og dauðsföll af þeirra völdum hafa allar götur síðan verið miklu algengari meðal þeirra íslend- inga sem fæddust á fyrstu þrem ára- tugum þessarar aldar, heldur en bæði meðal þeirra sem fæddust eftir þetta tímabil og fyrir það. Þessi mjög breyti- lega tíðni magasára milli fæðingarár- ganga er talin benda til þess að um- hverfisþættir snemma ævinnar ákvarði hvort ætisár komi fram síðar á ævinni. „Að þessum fæðingarárgöngum gengn- um fækkar sennilega ætisárum, einnig meðal aldraðra," segja vísindamenn- irnir, en hafa þó þann fyrirvara að nýir umhverfisþættir kunni að breyta þeirri spá; einkum gigtarlyf, reykingar og kannski óþekktir þættir. MiMl þrengsli og lítið hreinlæti „Ætisár á Islandi Sjúkdómur alda- mótakynslóðarinnar?" Undir þessari fyrirsögn segja læknarnir Bjarni Þjóð- Ieifsson og Hildur Thors á lyflækninga- deild Landspítalans ásamt norskum starfsbróður frá rannsókninni í Lækna- blaðinu (1999; 85) og varpa þar fram spurningunni: Hvað gerðist á íslandi upp úr aldamótunum sem skapaði þau skilyrði að fæðingarárgangamir báru með sér háa tíðni ætisára í gegn um ævina'? Og tilgáta þeirra er sú, að í kjölfar geysimikilla búferlaflutninga úr sveit- um landsins í þéttbýli, þegar hreinlæti var hvað minnst og þrengsli hvað mest, hafi fleiri börn á Islandi verið útsett fyrir H. pylori sýkingar og í meira magni en á öðrum tímum Islandssög- unnar. Það hafi svo orsakað ætisár í mörgum þeirra síðar á ævinni. Niður- stöður sambærilegra erlendra rann- sókna, m.a. í Noregi, styðja þetta, en þar í landi fæddust „magasáraárgang- arnir“ nokkru fyrr. Úr 14:% upp í 51% á 30 ánun Á Islandi var fram til aldamóta ríkjandi bændasamfélag, þar sem hver fjöl- skylda var meira og minna sjálfstæð eining. Upp úr aldamótunum hófust búferlaflutningar úr dreifbýlinu í þeim mæli að á næstu 30 árum hækkaði hlutfall íbúa í þéttbýli (200 íbúar eða fleiri) úr 14% landsmanna f 51%. „Á þessum árum var húsakostur þröngur og vant mengað. Banvænar sýkingar voru mjög algengar en eftir 1920 dró úr þeim,“ segja greinarhöfundar. Það hafi þannig verið 20-30 ára tímabil frá því flutningar úr sveitum hófust þang- að til húsnæðisþrengsli og hreinlæti fór að batna í þéttbýlinu. „Þær kyn- slóðir sem höfðu háa tíðni ætisára voru einmitt fæddar á þessu árabili. Þetta skýrir aukna og síðan minnkandi tíðni ætisára á þessari öld“. — HEI Stundum er sagt að útvarpsráð, þ.e.a.s. meirihlutinn þar ásamt útvarpsstjóra, ráði fréttamenn og aðra starfsmenn á fréttastofu Sjónvarpsins eftir flokksskírteini fremur en hæfileikum. Sjálf- stæðismenn hafa sagt þvert nei við slíkum full- yrðingum og samsæriskenningum, oftar en einu sinni og tvisvar. En það verðtn: líklega erfitt íyr- ir Magnús Þór Gylfason, fréttamann, að sveija af sér hláa litinn því pottverjar hafa sannreynt að á heimasíðu á Netinu yfir notendur netfanga (is- gatt.is) er Magnús skráður með netfang í Valhöll; magnus@xd.is. Hreinna og beinna getur það vart orðiðL. Amiar fréttamaður er nú að garfa í málefnum ungra sjálfstæðis- manna, sem sé Gísli Martcinn Baldursson. Þannig háttar að tveir hafa boðið sig fram til for- manns hjá SUS á þingi sem haldið verður í ágúst, Jónas Þór Guðmundsson, lögfræðingur og varaformaður SUS, og Sigurður Kári Kristjánsson laganemi. Gísli er nánasti stuðn ingsmaður Sigurðar Kára ásamt Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni... Þaó vakti athygli pottverja sein horfðu á myndir af farþegum Atlantaflugvélarinnar sem fékk ináfinn í skrúfuna bíða á flugvcll- inum í Keflavík, að þar var Þorsteinn Þorsteinsson simdlaug- arvörður á Akureyri. Þorsteinn er frægur fyrir að spá í veður út frá hegðxm fugla og er fuglaveðurspá hans lesin í svæðisútvarpi Norðurlands alla mánudaga. Nú velta menn því fyrir sér fyrir hvers konar veðri það sé þegar mávur flýgur inn í hringiðu þotuhreyfils halda helst að það hljóti að boða Þorsteinn Þorsteinsson. Gísli Marteinn Baldursson. FR É T TA VIÐTALIÐ Eiríkur Brynjólfsson talsmadur kennara íReykjavík, sem sagt hafa upp stöifum Ljóst þykirað skólastarfí Reykjavík verói meira og minna í molum í haust vegna uppsagna kennara. Leiðbein- endurfást ekki í stað þeirra 250 kennara sem sagt hafa upp stöifum. Nú rödr taugastríð í keimaradeilunni - Er alger kyrrstaða í kennaradeilunni eða glittir einhvers staðar í lausn? „Því miður er staðan algerlega óbreytt. Það hefur ekkert nýtt gerst og við okkur er ekkert talað. Hinar 250 uppsagnir kennara hjá skólum borgarinnar eru í fullu gildi og aðeins 11 hafa dregið uppsagnir sínar til baka og þarf af eru tveir sem sóttu um launalaust leyfi til að kenna í nágranna- sveitarfélögum. - Það er ekkert annað en laun sem deil- an snýst um eða hvað? „Við teljum að það sé verið að auka á okk- ur vinnu með auknu foreldrasamstarfi, með skólanámskrá sem verið er að smíða í hveij- um skóla og síðan leggur nýja námskráin aukna vinnu á okkur. Þetta eru rökin fyrir launakröfum okkar sem eru 230 þúsund krónur á ári, sem við settum fram í vetur er leið. Síðan kom upp hugmynd um tilrauna- samning milli Reykjavíkurborgar og skóla í Reykjavík en hún fór út um þúfur. Reykja- víkurborg krafðist þess að alíur kennsluaf- sláttur yrði þurrkaður út. Menn fá kennslu- afslátt eftir 15 ára starf og eftir 55 ára aldur og 60 ára aldur. Á móti var boðin kaup- hækkun en þessi hugmynd var algerlega slegin af.“ - Hvað eru kennarar við grunnskólana í Reykjavík niargir? „Fastráðnir kennarar eru um 1100 en 1400 allt í allt. I 14 skólum sagði enginn upp en í 25 skólum hafa kennarar sagt upp og það er alveg frá einum eða tveimur og uppí á milli 20 til 30. Og aðeins 33 hafa sótt um þessar 250 stöður sem auglýstar hafa verið, þar af um helmingur leiðbeinendur og sumir hafa sótt um fleiri en eina stöðu." - Borgarstjóri hefur sagt að ef kennarar sækja ekki um störfin þá verði leiðbein- endur ráðnir í þeirra stað. Liggja þeir á lausu? „Nei, því fer fjarri að leiðbeinendur liggi á lausu og auk þess hlýtur maður að spyrja um metnað borgaryfirvalda. Er ekki Reykja- vík menningarborg árið 2000 og er ekki menntun hluti af menningunni?“ - Það hefur ekki gerst að kennarar út á landi sæki um stöðumar í Reykjavík, því þar hafa til þessa færri komist að en vilja? „Við höfum ekki orðið vör við það. Við höfum meira að segja dæmi um það að kennari sem sótti um stöðu í einum skóla borgarinnar spurði hvort staðan hefði losn- að af öðrum orsökum en uppsögn kennara og þegar honum var sagt að svo væri sótti hann um.“ - Veistu hvort margir af þessum 250 kennurum sem sögðu upp hafa sótt um stöður út á landi? „Það veit ég ekki um. Menn sögðu upp hver á sínum forsendum. Sumir eiga þá von að komast aftur í vinnuna sína í borginni í haust vegna þess að það er alveg ljóst að skólastarf í borginni fer ekki í gang nema kennarar séu til staðar.“ - Skortur á kennurum hefur lengi verið til staðar og þá helst á landsbyggðinni. Er það vegna launamála eða útskrifast offáir kennarar frá Kennaraháskólanum? „Ég þykist viss um að um launaspursmál sé að ræða. Það eru til nógu margir kennar- ar í landinu og ef þeir vildu allir vinna við kennslu kæmust færri að en vilja. En því má heldur ekki gleyma í þessu sambandi að kennsla er gríðarlega erfitt starf.“ - Aá lokum Eiríkur, hvert verður næsta skrefið í þessari deilu? „Við metum það svo að taugastríð sé í gangi. Og þegar svo er þá er það spurningin hvor aðilinn gugnar á undan og við ætlum okkur ekki að gugna. Nú tekur við bið og eftir bið leika menn biðleik í skák.“ - S.DÓR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.