Dagur - 10.07.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 10.07.1999, Blaðsíða 10
10 — LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 FRÉTTIR D^r Séð yfir Eyjabakka. Umhverfisinat það sem Landsvirkjun læt- ur íramkvæina vegna Fljótsdalsvirkjuuar er að mestu tilbúið. Tal- að er um að birta það í haust. Umhverfísmat það sem Lands- virkjun hefur látið gera vegna Fljótsdalsvirkjunar er að mestu lokið og verður tilbúið í haust og þá gert opinbert, að því er Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, for- maður stjórnar Landsvirkjunar, sagði í samtali við Dag í gær. Hann sagði að til hefði staðið að birta niðurstöður umhverfismats- ins sl. vetur. Þá hefði það komið fram að frekari rannsóknir þyrfti að gera sem ekki er hægt að fram- kvæma nema að sumrinu. Og í sumar verður lokið við þær rann- sóknir. Jóhannes segir að þetta um- hverfísmat sem Landsvirkjun læt- ur framkvæma sé gert með ná- kvæmlega sama hætti og ef um lögformlegt umhverfismat væri að ræða. „Þetta er nákvæmlega sami fer- illinn. Framkvæmdaraðilinn, Landsvikjun í þessu tilfelli, er skyldugur til að láta gera svona skýrslu og ráða til þess sérfræð- inga. Síðan fer skýrslan til skipu- lagsstjóra. Það er í gangi sá mis- skilningur að ef um lögformlegt umhverfismat sé að ræða, sjái stjórnvöld um það alfarið. Það er ekki svo, heldur er það fram- kvæmdaraðilinn sem gerir það, en skipulagsstjóri og fleiri geta þá hins vegar kallað á frekari rann- sóknir og eins er mögulegt að kæra niðurstöðumar. Það er ekki hægt þegar ekki er um lögform- legt mat að ræða,“ sagði Jóhannes Geir. Vcldur toröyggni „I ljósi þess að þetta umhverfis- mat liggur fyrir að Iang stærstum hluta og á að sýna það í haust, hef ég undrast að Landsvirkjun skuli ekki bera hönd fyrir höfuð sér í sókn umhverfisverndarsinna í þessu máli,“ segir Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður, sem barist hefur fyrir því að lögform- legt umhverfismat fari fram vegna Fljótsdalsvirkjunar. Hann og fleiri áhugamenn um þetta mál hafa bent á að í þjóðfé- laginu sé skoðanamyndun í þessu máli á fullri ferð og þeim fjölgi dag frá degi sem taka afstöðu með því að lögformlegt umhverfismat fari fram. A sama tíma heyrist hvorki hósti né stuna frá Lands- virkjun enda þótt forráðamenn hennar hafi nær allar niðurstöður umhverfismats í höndunum. Þetta vekur tortryggni umhverfis- verndarsinna. - S.DÓR Úr Kjarnaskógi. Bænalimd- ur í Kjama- skógi Verið er að útbúa „helgilund" eða bænarjóður í Kjarnaskógi fyrir þá sem vilja leita á hljóðan stað og eiga stund með sjálfum sér og guði bæði í gleði og sorg, eins og segir í fréttatilkynningu frá kristnitökunefnd Eyjafjarð- arprófastsdæmis. Þetta er liður í undirbúningi að fjölskylduhátíð kirkjunnar í Kjarnaskógi sem fram fer sunnudaginn 25. júlí nk. Aðstandendur eru auk kristnitökunefndarinnar söfnuð- ir í héraðinu og hafa Gunnar Árnason, menntaskólakennari og Arna Yrr Sigurðardóttir, guð- fræðingur umsjón með hátíðar- höldunum. Meðal dagskrárliða eru fjöl- skylduguðsþjónusta og frumsýn- ing leikritsins „Nýir tímar“ eftir Böðvar Guðmundsson. Leikritið er sérstaklega samið fyrir þetta tilefni og fjallar um kristnitök- una í Eyjafirði. Ymislegt annað verður á dagskrá s.s. leikþættir, tónlistarflutningur, leikir, veit- ingasala og fleira. Arleg kirkju- hátíð barnanna verður jafnframt hluti af þessari hátíð. — BÞ Hllt í Ginum hlút andlitsvatn - andlitsmjólk - augnfarðahreinsir blauthlútar fyrir augn- og andlitsfarða Ómissandi í ferðalagið COMODYNES www visir is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR Leifsstöövar- stjóri óráðiim Kristín Sigurðardóttir hjá varn- armálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins segir f samtali við Dag að ekki sé enn búið að taka ákvörðun um hver taki við emb- ætti forstjóra flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en umsóknarfrestur- inn rann út 26. apríl síðastlið- inn. Kristín sagðist ekki geta gef- ið neinar skýringar á því af hveiju ekki væri enn búið að skipa í stöðuna þrátt fyrir að um- sóknarfresturinn væri löngu runninn út. Að sögn Kristínar sóttu þrír menn um starfið; Ómar Kristjánsson, Sigurður Jónsson og Sigurður Karlsson. Þegar Pétur Guðmundsson lét af störfum síðastliðinn vetur sem flugvallarstjóri flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var ákveðið að skipta embættinu í tvennt og hafa bæði sérstakan forstjóra og sérstakan flugvallarstjóra. Undir Enn er óráðið í stöðu forstjóra Leifsstöðvar, en umsóknarfrestur rann út 26. apríi sl. starfsvið flug- vallarstjórans fellur daglegur rekstur flugvall- arins eins og flugumsjón, flugrekstrarleyfi og samskipti við varnarliðið en undir starfsvið forstjórans fellur rekstur flug- stöðvarinnar sjálfrar. Staða flugvallarstjóra var auglýst síð- asta haust og hlaut Björn Ingi Knútsson emb- ættið. Staða forstjóra var ekki auglýst heldur setti utanríkisráð- herra Ómar Kristjánsson fyrrver- andi framkvæmdastjóra og aðal- eiganda Þýsk-íslenska hf. og Metró hf. í embætti forstjórans til eins árs og hóf Ómar störf sem forstjóri 1. október síðast- Iiðinn. Þann 31. mars sl. var staða forstjóra síðan auglýst og var umsóknarfresturinn eins og fyrr segir til 26. apríl. — ÁÁ 0ROSENGRENS Öryggis- og peningaskápar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.