Dagur - 10.07.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 10.07.1999, Blaðsíða 7
LAUGASDAGUR 10. JÚLÍ 1999 - 7 RITS TJÓRNARSPJALL í skólamun... I fyrra sumar kom sjötugur frændi minn, sem er virtur vís- indamaður í Ameríku, í heim- sókn hingað til Akureyrar ásamt konu sinni, sonum, tengdadætr- um og barnabörnum. Hann hef- ur dvalið nánast alla sína starfs- ævi erlendis og unnið víða um heim fyrir virtar stofnanir, en lengst af haft fasta búsetu í Am- eríku. Hann virðist þó alltaf jafn upprifinn yfir Islandi og öllu sem íslenskt er. Eg held að það sé al- gegnt um íslenskt fólk sem íleng- ist erlendis. „Heim“ Þessi frændi minn var einmitt 50 ára stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri í fyrra og notaði tækifærið til að lokka syni sína sem allir búa í Ameríku, „heim“. Við „yngri“ frændurnir, ég og synirnir, höfðum að sjálfsögðu um margt að tala og þeim þótti Island merkilegt land, en fljót- lega kom þó í Ijós að Island var kannski ekki alveg jafn fullkomið og faðir þeirra hafði lýst því fyrir þeim. Hér var eitt og annað að! Þjóðfélagsvandamál fundust hér svipuð því sem þekktist í Amer- íku; það er ekki alltaf gott veður á sumrin á Akureyri; (!) og Menntaskólinn á Akureyri - þessi „einn besti skóli í heiminum" - var heldur Iágreistari en þeir höfðu séð hann fyrir sér. Fjar- lægðin gerir fjöllin blá. En eitt af því sem frændi hafði líka talað um og lofað, var almenna skóla- kerfið, sem væri bæði gott og tryggði öllum sambærilega og trausta undirstöðu menntunar óháð stétt og stöðu. Stéttleysið Mér fannst ég svosem geta stað- fest að þetta með skólakerfið væri alveg rétt þegar við yngri frændurnir vorum einhverju sinni að spjalla um þessi mál. Það hefur jú oft verið haft til marks um stéttleysið á Islandi að börnin lendi í bekkjum hvert með öðru algerlega óháð stétt eða virðingarstöðu í samfélag- inu. Prests- og sýslumannsbörn- in Ienda í sama bekk og sonur sjómannsekkjunnar og dætur kaupmannsins sitja við hliðina á dætrum daglaunamannsins. Þannig er í það minnsta myndin sem mjög margir sjá fyrir sér af skólakerfinu á Islandi og því þjóðfélagi sem það þrífst í. Auð- vitað vitum við öll að þetta er ekki alveg svona stéttlaust, en engu að síður hef ég að minnsta kosti tilhneigingu til að sjá þetta svona fyrir mér. En núorðið á ég í vaxandi erfiðleikum með þessa sýn mína. Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé ekki bara hilling - kannski eitthvað í ætt við fjarskasýn frænda míns á vanda- mál íslenska þjóðfélagsins. Krreppa skólans Nú berast okkur fréttir af því að grunnskólinn standi frammi fyrir enn einni kreppunni. Fjöldaupp- sagnir í Reykajvík - sem reyndar munu ekki vera fjöldauppsagnir - hafa sett skólastarf næsta vetrar í gríðarlega óvissu. Kennarar eru óánægðir með kjör sín og telja sig hafa orðið eftir í lífsgæða- kapphlaupinu þegar samanburð- arfræði kjaramála er beitt á kjör kollega þeirra annars staðar á landinu. Borgin er tilbúin til að borga fyrir breytt vinnufyrir- komulag og endurskipulagninu - en manni skilst að allt strandi á endanum á skilgreiningu á því hversu mikinn kennsluafslátt eldri kennarar eiga að fá. I öllu falli er niðurstaðan sú að ein- ungis 30-40 umsóknir bárust í um 250 Iausar kennarastöður í borginni. Flestar þeirra umsókna sem borist hafa eru frá leiðbein- endum. Að óbreyttu verða því íjölmargir skólar hálfmannaðir í haust og hlutfall leiðbeinenda verður að sama skapi hátt. Neyðaráætlun Borgarstjóri hefur þegar gefið út að sett verði í gang neyðaráætlun þar sem leiðbeinendur muni ganga í störf kennaramenntaðra, bekkjum slegið saman o.fl. Raunar er það laukrétt hjá Ingi- björgu Sólrúnu, að út af fyrir sig þarf það ekki að boða heimsendi þó til kennslu komi leiðbeinend- ur - í þeim hópi eru margir ákaf- lega góðir kennarar, fólk sem auk þess hefur góða menntun. Gall- inn er hins vegar sá að það mun ekki verða neitt auðveldara að fá leiðbeinendur til vinnu en kénn- ara. Astandið á vinnumarkaði er einfaldlega þannig að erfítt er að fá fólk til hvaða starfa sem er. Umframeftirspurn eftir vinnuafli - eins og það heitir á fínu máli - gerir það líka að verkum að þessi krísa sem skólakerfið stendur frammi fyrir nú er alvarlegri en oft áður. Því lengur sem hún dregst á Ianginn í sumar, því lík- legra er að þessir 250 kennarar (og aðrir sem sjá fram á mikið vinnuálaag í neyðaráætlun borg- aryfírvalda) verði búnir að finna sér aðra vinnu og skili sér ein- faldlega ekki inn í skólann, þeg- ar og ef menn ná samkomulagi. Viðlagaskólar I stuttu máli sagt, stefnir í að í höfuðborginni verði boðið upp á einskonar viðlagaskóla £ haust. Það mun að sjálfsögðu fyrst og fremst bitna á börnunum, sem í auknum mæli munu þurfa að reiða sig á bakstuðning að heim- an. Raunar hefur á síðustu tutt- ugu eða þijátíu árum tekist að koma því inn hjá bæði kennur- um og mörgum foreldrum að skólaganga barnanna komi þeim ekki við. Skólinn sjái bara um þetta og þá séu foreldrarnir stikk frí og kennarar þurfí ekki að sinna einhveiju leiðinda kvabbi fólks, sem ekkert vit hefur á kennslu! En nú hljóta menn að þurfa að kalla úr varaherinn - foreldra barnanna. Það mun draga fram ólíkan bakgrunn og mismunandi félagslegar aðstæð- ur meira en áður. Nýtt kerfi etukaskóla? Það mun líka auka þrýsting á að breyta skólakerfinu. Ef menn eru vanir því að borða nýjan og góðan físk gera þeir eitthvað í þvf ef þeim er allt í einu boðinn gamall togarafiskur. Dragist þessi deila á langinn geta menn gengið út frá því sem vísu að krafan um og ásóknin í hvers kyns einkaskóla mun margfald- ast. Auðvitað munu margir for- eldrar bregðast við og senda börnin sín í einkaskóla - jafnvel þó það þýði að þeir þurfí að aka um á Gallopper jeppa í staðinn fyrir Pajero. Frumkvæðið og við- skiptavitið er til staðar, varla þarf að efast um það, þannig að nýir einkaskólar munu líta dagsins Ijós. Samhliða mun þrýstingur á lausn í almenna skólakerfinu minnka. Slagkraftur þeirra sem sitja eftir í almenna skólanum verður ekki eins mikill. Og gerist þetta á höfuðbólinu má búast við að fyrr eða síðar fylgi hjáleigan eftir. Landsbyggð- in hefur átt í vök að veijast f skólamálum til þessa, og ólíklegt er að þar muni menn fara mikið öðruvísi að. Aðal málið Þegar grannt er skoðað erum við því í raun ekki nema að litlu leyti að tala um réttmæti þess að reyndir kennarar í Reykjavík haldi kennsluafslætti, sem borg- in telur sig hins vegar vera að kaupa af þeim með tilboði sínu. Aðalatriði málsins er að sjálf hugmyndin um hinn almenna grunnskóla fyrir alla, óháð stétt og stöðu riðar til falls. I sjálfu sér er það kaldhæðni örlaganna að það skuli vera Reykjavíkurlist- inn, sem stendur frammi fyrir þessum vanda - stjórnmálafl sem kennir sig við félagshyggju! Allt kostar þetta jú peninga og kannski ætluðu menn sér of mikið í skólabyggingarmálum og einsetningu á of stuttum tímar Það hefur ekki skort á draumana í þeim efnum og metnaðurinn er fyrir hendi. En einhvers staðar fóru menn alla vega út af réttu lestarspori og tókst ekki að tryggja skólastarfíð sjálft - sem er aðalatriðið. MiMl ábyrgö Gera verður ráð fyrir að kennar- ar hafi kosið fagnám sitt af áhuga á kennslu og þeim finnist ævistarfí sínu vel fyir komið með því að koma ungviðinu til vits og þroska. Sem fagstétt þjóðarinnar á þessu sviði bera þeir því milda ábyrgð. Þeir geta heldur ekki lengur haldið því fram að í kjara- málum hafi verið komið fram við þá af óbilgirni. Við erum jú öll meira og minna óánægð með kaupið sem við höfum, en kenn- arar hafa hækkað meira en flest- ir. Einhvern tíma mun dr. John- son hafa útkljáð umræður um það hvort viljinn væri fíjáls eða lögmálsbundinn með þessum orðum: „Viljinn er fíjáls - svo einfalt er það!“ Eins mætti segja: „Þessa deilu þarf að leysa - svo einfalt er það!“ Ég fyrir mitt leyti hef f það minnsta ekki áhuga á að þurfa eftir nokkur ár að út- skýra fyrir frændum mínum í Ameríku, að það sem pabbi þeirra sagði þeim um hinn góða almenna grunnskóla á Islandi, og ég staðfesti, sé nú Ifka orðið að hillingu, sem helst varðveitist í huga þess sem dvelur langdvöl- um erlendis - og finnst allt ís- lenskt æðislegt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.