Dagur - 10.07.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 10.07.1999, Blaðsíða 6
6 - LAUGARDAGVR 10. JÚLÍ 1999 ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Sfmar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Netfang augiýsingadeiidar: Símar auglýsingadeildar: Simbréf auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 omar@dagur.is (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir 460 6161 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Ilitnar imdir Milosevic í íyrsta lagi Það er farið að hitna verulega undir Milosevic Júgóslavíuforseta. Því ber að fagna. Ljóst er að þrátt fyrir að Kosovo stríðinu sé formlega lokið mun ekki skapast almennilegt jafnvægi á Balkanskaga fyrr en nýir stjórnarhættir verða teknir upp í Belgrad. Raunverulega frjálsar kosningar og lýðræðislegt stjórn- arferli er það sem Serbar og Júgóslavía öll þarf núna, og það er fyrst og fremst Milosevic og hans liðs sem standa í vegi fyrir því framfaraspori. Það er því eðlilegt að vesturveldin haldi að sér höndum um efnahagslega aðstoð til Júgóslavíu þar til nýir stjórnarhættir líta dagsins Ijós. í öðru lagi Ólíkt því sem gerðist t.d. eftir Flóabardaga, þá virðist harðstjór- inn í Júgóslavíu heldur vera að missa tökin heima fyrir eftir að loftárásunum var hætt. Stjórnarandstaðan er að vísu tvístruð í marga hluta og innbyrðis ágreiningur þar er mikill. Engu að síð- ur eiga menn sameiginlegan óvin í Milosevic. Það skiptir líka miklu máli fyrir vígstöðu stjórnarandstöðunnar, að talsmenn kirkjunnar hafa opinberlega komið ffam og Iýst andstöðu sinni við forsetann. í þriðja lagi Mótmælaaldan rís nú hærra með hveijum deginum og virðist ekkert lát á. Alla þessa viku hafa verið stórir og miklir fundir víðs vegar um landið. En um leið magnast Iíkurnar á ofbeldisverkum og árekstrum fylkinga. Því má ekki gleyma að þrátt fyrir vaxandi kurr og andstöðu við stjórnvöld í Belgrad, á Milosevic talsverðan stuðning ennþá. Milosevic hefur áður sýnt að hann hefur níu pólitísk líf. Hann hefur áður staðið af sér fjöldamótmæli og ósig- ur í stríði. Þótt líkur séu til að lokakaflinn á valdaferli hans sé nú hafinn, gæti því miður hæglega teygst úr honum því Milosevic mun ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Astandið gæti því versnað enn áður en það lagast og þegar það byijar að lagast þá mun það lílega Iagast hægt. Þá ríður á að vestræn aðstoð verði til staðar. Birgir Guðmundsson. Loftfiðurfé Garri hefur í gegnum tíðina aldrei skilið þessar rolluskjátur sem hanga við þjóðvegi lands- ins og láta bóngljáða vélfákana brytja sig í spað. Hvað eru þær að þvælast þarna? Garri hefur haldið að vítin væru til að var- ast þau. En kannski skilja þær þetta ekki, hvað þá saklaus lömbin sem elta mæður sína út í óvissuna. Rollui fá óvænta sam- keppni Þessar rollu- skjátur hafa ver- ið kallaðar vega- fé. Garra hefur ætíð fundist þetta orð vera skemmtilegt og sagt meira en mörg slík. En nú telur Garri að rollurnar séu búnar að fá samkeppni um þessa athygli. Hún kemur úr óvæntri átt, nefnilega úr há- loftunum frá blessuðum mávunum. Þar er á ferðinni fyrirbæri sem Garri vill kalla loftfiðurfé. Garri skilur reynd- ar ekki hvað mávunum finnst svona gaman að hanga við flugvellina en hvað um það. Nú í vikunni gerði nefnilega einn mávur við Keflavíkurflug- völl þá bölvuðu vitleysu að sogast inn í þotuhreyfil einnar breiðþotu Amgríms og Þóru hjá Atlanta. Hann fékk svipuð örlög og þegar vegafé lendir fyrir vöruflutningabíl. Ekkert eftir nema sálin ein. Óvíst með hiiunariki En það var ekki nóg með að mávurinn sogaðist inn í hreyfilinn þá þurfti hann að eyðileggja hann líka. Það er eitthvað sem rollunum hefur ekki tekist þegar flutningabílar eru annars vegar. Þeir halda Hið nýja loftfiðurfé. bara leið sinni áfram en Atl- antavélin varð að snúa við hið snarasta. Og enn annað hefur mávurinn á samviskunni. Um borð voru hundruðir skemmt- anaglaðra Islendinga sem ætl- uðu sumir hverjir að sjá söng- konu syngja og aðrir að sjá kappaksturbíla aka hring eftir hring. Mávurinn frestaði þessari gleði lítillega og varð þess vald- andi að fólkið þurfti að hanga í tólf tíma í Leifs- stöð. Það er óvíst með öllu hvort þessi máv- ur hafi fengið vist í himnaríki eftir öll þessi ósköp. Bóndinn eða Lykla-Pétur Þar telur Garri reginmun vera á vegafé og loftfiðurfé. Roll- urnar ná því líklega aldrei að fresta skemmtiferð hátt í 500 manns (ekki nema með því að fjölmenna í veg fyrir rútubíla- lest) en mávarnir geta gert meira en að fresta slíkri ferð. Þeir geta hreinlega stöðvað til frambúðar allar okkar ferðir i Iofti, láði og legi. Garri myndi t.d. ekki vilja sitja i tveggja hreyfla vél ef loftfiðurfé dytti sú vitleysa í hug að sogast inn í annan hreyfilinn, hvað þá báða. Þá vildi Garri frekar aka yfir lítið Iamb, þótt skömm sé frá að segja. Það er alla vega skárra að banka upp á hjá bóndanum með nokkra þús- undkalla í hendi en að banka upp hjá Lykla-Pétri með ælu- poka og súrefnisgrímu undir hendi... — GARRI ODDUR ÓLAFSSON SKRIFAR Nú er sú tíð sem gúrkan stendur í fullum blóma, að minnsta kosti i fjölmiðlum, hvað sem gróður- húsagúrkunni Iíður. Þeir máttar- stólpar þjóðfélagsins sem eitthvað eiga undir sér bjóða hver öðrum í laxveiði og eru fjarri öllu því amstri sem lýtur að rekstri þeirra stofnana sem þeir þiggja laun hjá og er því tíðindalítið á öllum víg- stöðvum, nema fyrir vestan. Þar er allt að fara á hausinn eins og venjulega og eru fréttatímar og fréttasíður fý'Iltar af raunum Byggðastofnunar, sem hvorki vill né getur viðhaldið jafnvægi í byggð landsins, hvað sem það nú annars þýðir. I gúrkutíð verða annars tiltölu- lega skapgóðir fréttastjórar dýrvit- lausir og heimta fréttir þótt hvergi sé hægt að ná til ábyrgra heimild- armanna á miðju laxveiðitímabili. Þarf því enginn að verða hissa þótt ein fréttastofan hafi ráðið nýjan seðlabankastjóra þegar allir bankastjórar og bankaráð eru víðs þ'arri við þau sumarstörf sem rækt Félagsmálastofnim vid Amarhól eru af mikilli skyldurækni, að bjóða vildarvinum bankanna og hver öðrum í laxveiði. Lög og hefðir I lögum stendur að bankastjórar Seðla- bankans skuli vera þrír. Hefðin býður að þar skuli sitja einn alvöru banka- maður og tveir full- trúar öflugustu flokkana. Um eins árs skeið hafa tveir bankastjórar dugað til að halda stofnun- inni gangandi og er ekki vitað til að sú mannfæð hafi vald- ið neinum skaða, hvorki bankanum sem slfkum né efnahagslífinu yfirleitt. Lærðir menn í fjármálastjórn hafa margir lýst þeirri skoðun sinni, að einn bankastjóri dugi, annað sé ofrausn og gagnist hvorki bankanum né efnahagslíf- inu. En svo Iaglega er um hnútana búið, að það er nánast lögbundið að framsókn og íhald eigi þarna innhlaup fyrir gæðinga sína, sem styðja og styrkja beri á efri árum. Því má líta á æðstu stjóm Seðlabanka Islands sem eins konar fé- lagsmálastofnun, sem tekur við dekur- börnum flokkanna er lenda á hrakhól- um. Ólöglegur banki Þegar Dagur reyndi að fá staðfestingu á bankastjóraráðn- ingu Stövar 2 var yf- irstjórn Seðlabank- ans að sinna öðrum skyldum fjarri kontórum. En varaformaður bankaráðsins Iét ljúflega þá skoð- un í ljósi, að bankinn hefði ekkert við fleiri bankastjóra að gera og færi best á því að fækka þeim enn og niður í einn. Samkvæmt lögum um Seðla- bankann hefur hann verið rekinn ólöglega í heilt ár, þar sem van- munstrað er í bankastjórnina. En einhvern veginn hafa efnahags- málin slampast samt og skortur á bankastjórum hefur ekki haft sýnileg áhrif á viðgang góðærisins, sem ríkir í peningastofnunum landsins. En þar sem bankinn er fyrst og fremst félagsmálastofnun er rétt að draga ekki á Ianginn að fjölga í stjórn hans og helst að setja Iög um enn fleiri bankastjóra til að liðka fyrír gæludýrum flokkanna. Þess ber líka að gæta að eftir að fjölgað var í ríkisstjórninni þarf að sjá enn fleiri ráðherrum fyrir nota- legum starfsvettvangi þegar ekki er hægt að brúka þá lengur við landsstjómina. Því á ekki að hlusta á úrtölu- menn, heldur skaffa sem flestar bankastjórastöður handa fólki sem lítur á flokka sína sem prívat fé- lagsmálastofnanir. Á Akureyrarbær að selja 20% eignarhlut sinn í ÚA? (Vegfarendur á Akureyri teknir tali.) „Nei, ég tel að bærinn eigi ekki að selja allan eignarhlut sinn í ÚA, það er 20%. Ef farið væri út í sölu á bréfum bæjarins ætti að mfnum dómi að halda eftir um 10%, enda myndi það skapa visst ör- yggi. En andvirði þeirrar upp- hæðar sem myndi fást fyrir þau bréf sem yrðu seld mætti nota til margs, einkum ætti að verja henni til atvinnuuppbyggingar í bænum og nefni ég þar stóriðju við Eyjafjörð. Akureyringar hafa sterk tengsl við ÚA, enda er þetta sterkt fyrirtæki sem mörg- um hefur veitt atvinnu." Jóhanna Austfjörð húsmóðir. „Það er mitt mat að Akur- eyrarbæ eigi að halda í eignarhlut sinn. Þetta var og er traust fyrir- tæki sem hef- ur verið mikilvægt fyrir atvinnu- líf í bænum. Með eignaraðild getur bærinn líka stýrt því að mál UA fari ekki í einhverja vitleysu, eða kvótinn úr bænurn." Elías Guðmundsson „Bærinn á að eiga áfram hlut sinn í ÚA, til þess að tryggja at- vinnu í bæn- um. Þetta er fyrirtæki sem er í góðum gangi og því á bærinn að halda í eignarhlut sinn og nota arðinn af bréfunum í atvinnuuppbygg- ingu. Nær er fyrir bæinn að selja einhvern þann rekstur sem síður gengur. Eignaraðild bæjarins að þessu stóra fyrirtæki er líka frek- ari trygging fyrir því að kvótinn fari ekki úr bænum, en um slíkt eru einmitt mýmörg dæmi.“ Oddur Gunnarsson bóndi og oddviti Glæsibæjarhrepps. „Eg er ekki viss um það sé rétt hjá bænum að sleppa alveg tökunum af ÚA. Akureyr- ingar hafa haft mikinn hag af því að eiga hlut í félaginu og tvíeggjað væri að selja allan hlutinn nú. Það er mikið öryggis- atriði fyrir atvinnu og kvóta að heimamenn eigi hlut í félaginu áfram og því þætti mér þetta mál horfa öðruvísi við ef sterkir fjár- festar í bænum vildu kaupa þennan rekstur. Þá breytir engu hvort það væri Samherji eða ein- hver annar.“ sjómaður. Gústaf Oddsson leigubílstjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.