Dagur - 10.07.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 10.07.1999, Blaðsíða 9
8- LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1999 - 9 FRÉTTA SKÝRING FRÉTTIR Gríðarleg fi ölguii umferðaríirota Nú hefur verið kynnt ársskýrsla Lögregl- uiiiiar í Reykjavík fyr- ir árið 1998. Þar keiniir m.a. fram að nmferðarlagabrotiim hefur fjölgað gríðar- lega, þaii hafa tvöfald- ast frá 1996 til 1998. OIl höfum við einhver samskipti við lögregluna enda er það eitt af meginhlutverkum ríkisins að sjá um að lög og réttur séu ekki brot- in. A undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar á hlut- verki og skipulagi löggæslu á höf- uðborgarsvæðinu og má þar nefna stækkun umdæmisins, ný lögreglulög, fjölgun íbúa á Iög- gæslusvæðinu og nýjar kröfur til starfsemi lögreglu eru nokkrir af þeim þáttum sem hafa ýtt undir þessar breytingar. Umdæmi lög- reglustjórans í Reykjavík er gríð- arstórt og nær það bæði yfir þétt- býli og dreifbýli. Fram til ársins 1988 náði það eingöngu til Reykjavíkur en eftir það voru Mosfellsbær, Seltjarnarnes, Kjal- arnes og Kjós sameinuð lögsagn- arumdæminu. Miklar stjórnsldpulegar breytingar Á síðustu árum hafa orðið nokkr- ar breytingar á stjórnskipulagi Lögreglunnar í Reykjavík. Um mitt árið 1997 var staða varalög- reglustjóra stofnuð við embættið auk þess sem settur var sérstakur saksóknari við embættið. Nú er Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykjavík og Georg K. Lárusson varalögreglustjóri. Aðstoðaryfir- lögregluþjónum hefur verið fjölg- að úr fjórum í átta. Árið 1998 var ákveðið að bæta við nýrri stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs. Þá var verkaskipt- ing rannsóknarlögreglumanna og lögfræðinga gerð skýrari, auk þess sem leitast var við að tryggja að endurbætur á húsnæði væru í samræmi við þarfir í hverri deild fyrir sig. Vaktkerfi lögreglunnar hefur verið breytt þannig að fimm vaktir eru á sólarhring í stað íjög- urra áður og er þannig leitast við að stytta vinnutíma lögreglu- manna samkvæmt vinnutímatil- skipun ESB. Um mitt árið 1998 voru þrjár deildir, innheimtu-, íyrirkalls- og fullnustudeild, sameinaðar í eina deild, sektadeild. I kjölfar sam- einingarinnar fór fram ýtarleg endurskipulagning á deildinni í því skyni að bæta verkfyrirkomu- lag. Helsta verkefni sektadeildar á árinu var að vinna á hinum uppsafnaða vanda sem var annars vegar vegna gjaldfallinna sekta og hins vegar gjaldfallins sakar- kostnaðar. Til að mæta þessu var ákveðið að fara í átaksverkefni til að taka á þessum málum. Að mati lögreglunnar gekk verkefnið mjög vel. Lögregliunömuun fjölgar Meðalfjöldi íbúa á hvern lög- reglumann hefur verið mismun- andi í gegnum árin en á síðasta ári voru þeir 409, árið 1996 voru þeir 446, árið 1994 var fjöldinn 433 og árið 1992 voru þeir 420. Þegar umdæmi lögreglunnar var stækkað árið 1988 jókst meðal- fjöldi íbúa á hvern lögreglumann úr 384 íbúum árið 1986 í 441 árið 1988. Frá þessum tíma hefur verið leitast við að fjölga aftur lögreglumönnum en með tíman- um hafa bæði áherslurnar breyst í löggæslunni og þjóðfélagið stækkað með tilheyrandi fjölgun ökutækja og skemmtistaða. Við lok árs 1998 var starfsfólk emb- ættisins alls 365 manns, 283 karlar og 82 konur. Athygli vekur að í 6 manna yfirstjórn lögregl- unnar er engin kona en konur eru í meirihluta sem fangaverðir á að- alstöðinni þar sem þær eru 6 á móti 5 körlum. Einnig eru konur fleiri í lögfræðideildinni. Lang- flestir hjá embættinu sinna hefð- bundnum löggæslustörfum eða um 221 starfsmaður, auk 69 lög- reglumanna sem sinna öðrum þáttum löggæslu. 14.000 ökuskirtcini Lögreglan hefur undanfarin misseri einbeitt sér að aukinni grenndarlöggæslu og hafa verið settar upp nokkrar hverfastöðvar víðs vegar um höfuðborgarsvæð- ið. Eitt meginmarkmið grenndar- löggæslu er að auka nálægð lög- reglu og borgara með því að láta sömu lögreglumenn á hverri vakt sinna hverfinu. A síðustu árum hefur lögreglan farið að nýta myndavélar til almennrar lög- gæslu í meiri mæli en áður. Þannig voru myndavélar settar upp á umferðarljósum, eftirlits- myndavélar í miðborginni og hraðamyndavélar teknar form- lega í notkun. Arið 1998 voru nær 16 þúsund vegabréf gefin út hjá embætti Iög- reglustjórans í Reykjavík og tæp- lega 14 þúsund ökuskírteini. Um 2 þúsund ný ökuskírteini eru gef- in út árlega þannig að meirihluti útgefinna ökuskírteina á hveiju ári er vegna endurnýjunar eða vegna þess að ökuskírteini tapast eða eyðileggst. Gefin voru út 158 skemmtanaleyfi og 11 skemmti- staðir fengu rekstrarleyfi á árinu 1998. 122 milljóna króna Tialli Embættið hafði til ráðstöfunar á síðasta ári samtals um 1.406 milljónir króna. Rekstrarútgjöld urðu hins vegar um 1.528 millj- ónir króna og var því 122 milljóna króna halli á rekstrinum. Rekstr- arútgjöld embættisins eru að Iangmestu leyti Iaunaútgjöld eða 80% af heildarútgjöldum emb- ættisins. Ymsar greiðslur árið 1998, einkum vegna tækja- og búnaðarkaupa sem stöfuðu af Ijölgun starfsmanna, eru þó ekki lýsandi fyrir venjulegt rekstrarár samkæmt ársskýrslunni. I lok árs- ins 1997 var 42,8 m.kr. halli á rekstri embættisins sem færðist yfir á árið 1998. Rekstraráætlun embættisins var yfirfarin af Ríkis- endurskoðun og var gerð greinar- gerð um rekstrarhorfur. I fjár- aukalögum 1998 var 115,5 m.kr. Ijárveiting til embættisins þar af voru 111 m.kr. til að mæta fjár- vöntun samkvæmt úttekt Ríkis- endurskoðunar og 4,5 m.kr. vegna minnkandi sértekna í kjöl- Það er í mörg horn að líta hjá Lögreglunni I Reykjavík og starfsfólki embættisins hefur verið að fjölga. Við lok árs 1998 var starfsfólk embættisins alls 365 manns, 283 karlar og 82 konur. far nýrra áfengislaga er víneftir- litsgjaldið var lagt niður. Þá var fjárveiting hækkuð sérstaklega um 10 m.kr. vegna aukins kostn- aðar í kjölfar fimmvaktakerfisins. Þegar Ijóst var að ljárveiting myndi hækka um 125,5 m.kr. töldu menn að fjárhagsvandi embættisins væri að Iangmestu leyti leystur. Það gekk ekki eftir og er það m.a. vegna hærri Iauna- kostnaðar og lægri sértekna en búist var við. Einnig voru færri notaðir bílar seldir en reiknað hafði verið með og þörfin fyrir aukinn tækjabúnað jókst samfara Ijölgun á starfsmönnum. Umferðarlagabrot úr 12.955 í 30.923 Þegar metnar eru tölfræðilegar niðurstöður lögreglunnar ber að hafa í huga að upplýsingarnar eru skráðar af mörgum aðilum og því hætt við að skráning sé ekki ávallt sambærileg. Þá skal hafa það í huga að mikil umræða um ein- stök afbrot getur aukið kraftinn í baráttunni gegn þeim, bæði inn- an lögreglunnar og í samfélaginu í heild þannig að aukning verður á tilkynningum án þess þó að raunveruleg aukning verði á Ijölda brota. I umfjöllun um gögn frá lögreglu er einnig um að ræða fjölda kærðra mála en ekki fjölda afbrota f samfélaginu. Sá málaflokkur sem varðar um- ferðarlagabrot hefur vaxið stöðugt á undanförnum árum enda hefur bílafloti höfuðborgar- búa nær þrefaldast á 20 árum. Punktakerfið, sem tekið var upp á landsvísu þann 1. janúar 1998, er ein þeirra leiða sem gripið hefur verið til til að fækka umferðar- lagabrotum. Með punktakerfinu er leitast við að taka á síbrota- mönnum í umferðinni með því að setja á viðbótarrefsingu til handa þeim sem brjóta oft af sér. Um- ferðarlagabrotum hefur Ijölgað úr 12.955 fyrir árið 1996 í 30.923 fyrir árið 1998 og þar af hefur brotum gegn umferðarhraða íjölgað úr 3.941 fyrir árið 1996 í 6.451 fyrir árið 1998. Einnig hef- ur umferðaróhöppum Ijölgað á þessu tímabili úr 2.954 í 3.475. Milli áranna 1997 og 1998 fjölg- aði einna mest brotum á umferð- arreglum fyrir ökumenn eða um 67%. Mörg ölvnnaraksí iirsmal Aukin afskipti lögreglu af brotum várðist helst skýra þessa aukn- ingu. Einnig hefur verið lögð meiri áhersla en oft áður á eftirlit með umferðinni árið 1998 sem hafði í för með sér mikla aukn- ingu á fjölda mála í þessum mála- flokki. Einnig virðast borgararnir í auknum mæli kalla til lögreglu þegar umferðaróhöpp eiga sér stað í stað þess að láta útfyllingu tjónaskýrslu nægja. Arið 1998 komu upp 1.018 mál innan um- dæmis Iögreglustjórans í Reykja- vík sem vörðuðu ölvunarakstur 1.032 einstaklinga. 811 karl- menn voru grunaðir um ölvun við akstur á móti 221 konu. Blóð- eða öndunarsýni var tekið úr 971 ein- staklingi. I 89 skipti mældist ekk- ert áfengi í öndunar- eða blóðsýni eða áfengismagn var undir kæru- mörkum. 446 kærðir vegna fíkniefna- mála Málum er varða innflutning á fíkniefnum hefur fækkað um 12 mál eða tæp 30% frá árinu 1997 til 1998 en málum vegna sölu og dreifingar fíkniefna hefur hins vegar ljölgað. Fíkniefni koma þó ekki bara við sögu í skráðum fíkniefnamálum því fíkniefni koma oft við sögu í málum sem varða önnur brot. Sé tekið tillit til þeirra má gera ráð fyrir að heild- arljöldi fíkniefnabrota sem komu til kasta Lögreglunnar í Reykjavík á síðastliðnu ári hafi verið 384 mál. Ekki liggja fyrir sambærileg- ár upplýsingar um fjölda mála árin 1996 og 1997. Árið 1998 voru 447 manns kærðir í 206 málum vegna brota á fíkniefna- löggjöf en hins vegar voru ekki all- ir ákærðir eða aðeins 107 einstak- lingar. í mörgum tilvikum kom sama fólk við sögu í fleiri en einu fíkniefnabroti. Hlutfallslega voru flestir kærðir fyrir vörslu eða neyslu fíkniefna og eru 33% þeirra á aldrinum 15 til 19 ára þegar brotið var framið og 24% þeirra á aldrinum 20 til 24 ára. Hlutfall einstaklinga 24 ára og yngri er svipað þegar litið er til sölu og dreifingar fíkniefna og ýmissa fíkniefnabrota en í þeim brotaflokkum voru um 66-70% kærðra 24 ára eða yngri. Um 33% kærðra í málum er varða innflutn- ing á fíkniefnum voru 20 til 24 ára og um 25% á aldrinum 35 til 39 ára. Langmest af hassi Líkt og á síðastliðnum árum var aðallega lagt hald á kannabisefni en einnig varð nokkur aukning á því að lagt væri hald á sterkari efni. Af hassi var lagt hald á rúm- lega 12,5 kíló. Þegar litið er til amfetamíns má sjá að álíka oft var lagt hald á amfetamín og hass árið 1998. Það magn sem lagt var hald á var hins vegar mun minna eða 1,7 kíló í 153 skipti. Lagt var hald á marijúana 30 sinnum, alls 433 grömm. Lagt var hald á um eitt klló af kókaíni í 12 skiptum. Meirihluti þess kókaíns sem tekið var fannst á einum stað, samtals 630 grömm. Um 83% af öllu LSD sem Lögreglan í Reykjavík lagði hald á árið 1998 var tekið í sama skipti en alls fann lögreglan 267,5 skammta. E-pillur voru aðeins teknar í einu máli hjá Lögregl- unni í Reykjavík, samtals 2.031 tafla. Einnig var lagt hald á 0,6 grömm af muldum E-töflum. Innbrotiun fækkar en árásnm fjölgar Lögreglunni í Reykjavík var til- kynnt um 1.378 innbrot árið 1998 en árið 1997 voru 1.726 mál tilkynnt. Líkt og árið 1997 virðist meginskýringin á fækkun tilkynninga vegna innbrota felast í færri tilkynningum vegna inn- brota í bíla en áður. Þannig var tilkynnt um 616 innbrot í bíla árið 1997 en 1998 voru þau 378 og hafði því fækkað um 39%. Til- kynningum um innbrot í heima- hús fækkaði um 4,5% frá 1997 til 1998. Árið 1998 voru 17 rán til- kynnt til Lögreglunnar í Reykjavík og er það nokkur fækkun frá ár- inu 1997 þegar 24 rán voru til- kynnt, en svipað og árið 1996 þegar 16 rán voru tilkynnt. Lík- amsárásum fjölgar milli ára en árið 1997 voru þær 588 en árið 1998 voru þær orðnar 653. Kyn- ferðisbrotum Ijölgar stöðugt og árið 1996 voru þau 53, árið 1997 eru þau 76 og í fyrra 82. Nauðg- anir voru 16 árið 1996, en bæði árið 1997 og 1998 voru þær 26 á hvoru árinu. Gerendum í kynferð- isbrotamálum fer mest Ijölgandi meðal ungs fólks. Gjfurleg fjölgun sekta Á síðastliðnu ári voru gefnar út 184 ákærur vegna auðgunarbrota. Þar af voru flestar ákærur vegna þjófnaðarbrota eða 107 ákærur en næstflestar eða 43 ákærur voru vegna skjalafals. Þá voru gefnar út 76 ákærur vegna ofbeld- isbrota, 51 vegna líkamsárása, 21 vegna líkamsmeiðinga og 4 vegna mannsláts vegna gáleysis. Einnig voru gefnar út 17 ákærur vegna eignaspjalla og 16 vegna nytja- stuldar. Árið 1998 var ákært í 94 fíkniefnamálum og voru 107 manns ákærðir í þeim. Á síðasta ári fjölgaði álögðum sektum gífur- lega hjá embættinu. Þannig voru álagðar sektir 5.433 árið 1997 en 17.162 árið 1998 sem er aukning um 216% frá árinu áður. í 1.340 málum var samþykkt skrifleg sátt lögreglustjóra og hins kærða þar af 476 vegna ölvunaraksturs og 624 vegna annarra umferðarlaga- brota. Þessi aukning stafar m.a. af nýju sektarfyrirkomulagi og einnig hefur lögreglan verið að taka á fleiri brotum en áður. Áætl- aðar lögreglusektir fyrir árið 1999 eru tæplega 400 milljónir króna og renna þær beint í ríkissjóð en ekki til viðkomandi embættis. AGUST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON Páll Pétursson ráðherra jafnréttismála. Jafnrétti sráóherra braut jafnréttislög Kærunefnd jafnréttismála hefur beint þeim tilmælum til félags- málaráðherra (sem fer með jafn- réttismál) að fundin verði við- unandi lausn í máli konu, sem kærði ráðningu karls í starf framkvæmdastjóra Svæðisskrif- stofu málefna fatlaðra. Kærandi taldi að hann væri betur í stakk búinn til að gegna starfinu, en sá sem fékk það, en staðan var auglýst til umsóknar í Lögbirt- ingarblaðinu þann 31. júlí 1998. I auglýsingunni kom fram að nauðsynlegt væri að umsækj- andinn hefði haldgóða menntun og starfsreynslu á sviði rekstrar og stjórnunar og þekkingu á málefnum fatlaðra. Sýnt var að kærandi og sá sem fékk starfið, hefðu mjög ámóta hæfni til starfans og í jafnrétt- islögum er skýrt kveðið á um að ef að umsækjendur séu jafn hæf- ir, en af sitthvoru kyninu, skuli ráða einstakling af því kyni, sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein. Þar sem fyrir lá að fimm af sjö stöðum fram- kvæmdastjóra svæðisskrifstofa í málefnum fatlaðra á landinu, sem heyra undir félagsmálaráð- herra, eru skipaðar körlum, var það mat kærunefndar að ráðn- ingin væri ekki í samræmi við jafnréttislög. - AÞM Margir óskoðaðir Eigendur 694 ökutækja hafa annað hvort fengið frest eða að númer- in hafa verið klippt af bifreiðum þeirra, því þær hafa ekki verið færð- ar til skoðunar á réttum tíma. Það er háð ástandi bifreiðarinnar hvort að númer eru klippt, eða að frestur sé veittur, en þó að menn fái frest- inn fá þeir samt sem áður sekt í kaupbæti, þar sem um er að ræða brot á umferðarlögum. Af þessu tilefni vill lögreglan beina þeim til- mælum til eigenda ökutækja að færa bifreiðar til skoðunar innan þeir- ra tímamarka, sem í gildi eru, til að forðast frekari óþægindi. -AÞM Bók mn st arfsmannastj órnun Bókaklúbbur atvinnulífsins hefur sent frá sér bók um starfsmanna- stjórnun, sem ber heitið „Hvers vegna starfsmenn gera ekki það sem til er ætlast og hvernig má beijast við því.“ Um er að ræða metsölubók eftir Ferdinand F. Fo- urnies í þýðingu Höskuldar Frí- mannssonar. I erlendum umsögn- um um bókina segir m.a. að hún sé hagnýt og miði að því að auð- velda stjórnendum að leysa vanda- mál, sem upp koma við stjórnun starfsmannamála. Leikreglur verði lagaðar Skipverjar á togaranum SléttanesilS hafa sent frá sér skorinort bréf þar sem þeir skora á stjórn Básafells og bæjarstjórn Isafjarðarbæjar að endurskoða ákvörðun um sölu skipsins. Sömuleiðis segja sldp- verjarnir að í ljósi atvinnuástandsins á Þingeyri skori þeir á ríkisvald- ið að koma til aðstoðar og laga leikreglur þjóðfélagsins þannig að fólk eigi jafnan rétt til búsetu og atvinnu. „Það var nú einu sinni þannig að fólkið í sjávarþorpunum skapaði útgerðarmönnum kvóta, allra landsmanna.11 I bréfi sínu benda skipverjarnir á að Sléttanesið sé búið að skila jafnri afkomu, alls 837 milljónum króna, síðan það var sett á flaka- frystingu í endaðan febrúar 1998. Segja þeir Básafell láta frá sér sína bestu tekjulind ef skipið verður selt auk þess sem (jöldi fólks muni missa atvinnu sína við það. - S.DÓR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.