Dagur - 10.07.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 10.07.1999, Blaðsíða 11
 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 19 9 9 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Ehud Barak forsætisráðherra ísraels hefur náð ágætu sambandi við leiðtoga arabaríkjanna með þeim árangri að friðarhorfur hafa aukist. Friðarhorfiir aukast í Austur- löndum nær Líkur aukast á friði fyrir botni Miðjarðar hafs eftir viðræður leiðtoga. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, og Hosni Mubarak, for- seti Egyptalands, héldu með sér fund í gær í Alexandríu og er Eg- yptaland fyrsta landið sem ný- kjörinn leiðtogi Israels heimsæk- ir eftir að hann tók við embætti. Þeir ræddust við í tvær klukku- stundir og virðist hafa farið vel á með þeim og að vilji standi til þess að bæta friðarhorfur í þess- um heimshluta. Eftir fundinn sagði Murbarak forseti að hann væri vongóður um að eftir stjórnarskiptin í Isra- el væri mögulegt að koma á sátt- um milli gyðinga og araba. Hann beindi þeim orðum til arabaríkja að gefa þyrfti nýjum valdhöfum í Israel ráðrúm til að sætta ólík sjónarmið heima fyrir og að koma friðarferli af stað. Barak mun hitta Arafat, for- seta Palestíumanna, á morgun, sunnudag, og í næstu viku ræðir hann við Abdullah, Jórdaníukon- ung, og því næst mun hann hitta Clinton, Bandaríkjaforseta, að máli. Eftir fundinn með Egypta- Iandsforseta sagði hann, að hann hafi valið Egyptaland sem fyrsta fundarstað vegna þess að Mubarak hafi sýnt í fyrri viðræð- um sáttavilja og hafi lagt sitt af mörkum til að koma á friði milli Palestfnumanna og Israela. En mörg ágreiningsefni eru enn óleyst og verður ekki auðvelt að ráða fram úr þeim öllum, svo sem hvernig taka á deilunum um landnám á hernumdu svæðun- um og yfirráð í Jerúsalem. Þá verður þungur róður að friðmælast við Sýrlendinga og ná samkomulagi um ágreiningsefn- in þar á milli án þess að stofna öryggi Israels í hættu. Hér á Barak við Golanhæðirnar, sem hernumdar voru 1967 og Sýr- lendingar gera kröfu til að fá aft- ur áður en hægt verður að ræða um eðlilega sambúð milli land- anna. Mótmælendur á móti samkomulagmu Samkomulagið um heimastjórn á Norður-Irlandi hangir á blá- þræði. Mótmælendum þykir sinn hlutur rýr og lýðveldissinn- ar skirrast við að afvopna her sinn, sem sambandssinnar kalla hermdarverkamenn. Eru mót- mælendur ekki til viðræðu um samkomulagið nema að fyrir Iiggi trygging fyrir að IRA af- hendi vopn sín. Skoðanakönnun var gerð með- al 1116 stuðningsmanna flokka mótmælenda um afstöðu til samkomulagsins. Niðurstaðan er að 53 af hundraði þeirra eru á móti því, 27 af hundraði eru fylgjandi og 19 af hundraði taka ekki afstöðu. Meðal 443 fylgismanna hins öfluga Sambandsflokks Ulster vilja 46 af hundraði að flokkur- inn tald ekki þátt í samkomulag- inu, 35 af hundraði vilja sam- þykkja það og 19 af hundraði eru óákveðnir. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bertie Ahern, for- sætisráðherra írlands, sem samið hafa og lagt samnings- drögin fram, gefa frest til 15. júlí, eða til næsta fimmtudags til að samþykkja það eða hafna. Þeir hafa lagt á það áherslu að þetta geti verið síðasta tækifærið í bráð til að binda endi á 30 ára ógnaröld á Norður-Irlandi. VID KYNNUM IWJfi BIO Dul°°giJ D I G I T A L HUSTORGI SÍMI 461 4666 TFÍX DMX , HiCKS A HYPE WILLIAMS FILM Sýnd laugard. kl. 19 og 21 Sýnd sunnud. kl. 19 og 21 Sýnd mánud. kl. 19 og 21 Sýnd um helgina kl. 15 Sýnd laugard. kl. 17 og 23.40 Sýnd sunnud. kl. 17 Sýnd mánud. kl. 17 Sýnd um helgina kl. 15 Sýnd laugard. kl. 17, 21 og 23 Sýnd sunnud. kl. 17, 21 og 23 Sýnd mánud. kl. 17, 21 og 23 Sýnd sunnud. kl. 23.40 Sýnd mánud. kl. 23.40

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.