Dagur - 10.07.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 10.07.1999, Blaðsíða 4
4- LAUGARDAGUR 10. JÚI.Í 19 9 9 FRÉTTIR L Ljósmyndasýiiing á Siglufirdi I aag, laugardag, hefst á Siglufirði yfirlitssýning á verkum ellefu ís- lenskra ljósmyndara og er þar sýndur þverskurður af því sem íslenskir ljósmyndarar eru að fást við nú í aldarlok. Margir kunnustu Ijósmynd- arar landsins eiga verk á sýningunni, það er Einar Falur Ingólfsson, Guðmundur Ingólfsson, Inga Sólveig Friðjónsdóttir, Ivar Brynjólfsson, Kristinn Ingvarsson, Kristinn Sigurðsson, Mats Wibe Lund, Páll Stef- ánsson, Ragnar Axelsson, Sigurgeir Siguijónsson og Spessi. Sýningin er haldin í sýningarsal Ráðhússins á Siglufirði og ber yfirskriftina Islensk ljósmyndun í aldarlok, verður opin daglega milli kl. 13:00 og 17.00 fram til 8. ágúst. — SBS Farandtrillukarkar frá Reykjavík Aðeins þriðjungur trillukarla í Reykjavík rær frá Reykjavík. AUs 135 fé- lagar í Landssambandi smábátaeigenda eru skráðir með búsetu í Reykjavík. Stærstur hluti þeirra rær hins vegar frá höfnum á Snæfells- nesi og á Vestfjörðum, en aðeins þriðjungur frá heimahöfn, samkvætm frétt í Ægi. Þeir sem sækja Faxaflóa eru flestir á línu og netum og afl- ann selja þeir síðan fyrst og fremst gegnum Faxamarkaðinn. En Flóinn hefur aldrei verið öflugt handfæraveiðisvæði, segirÆgir. — HEI Eignarhaldsfélag um Rangávelli Bæjarráð Akur- eyrar hefur sam- þykkt að stofnað verði eignarhalds- og rekstrarfélag vegna fyrirhug- aðra bygginga- framkvæmda og flutnings stofn- ana í eigu bæjar- ins á svæði Hita- og vatnsveitu við Rangárvelli. Lagt er til að félagið verði í eigu Hitaveitu og Rafveitu sem leggja fram stofnfé til félagsins og fjármagni allar framkvæmdir. Ennfremur er lagt til að gerðir verði samningar við þær stofnanir sem flytjist á svæðið um húsaleigu og þátttöku í sameiginlegum rekstri. Veitustjórn fer með málefni félagsins og setur þvi nánari starfsreglur. Byggingaframkvæmdir á svæðinu verða í umsjón framkvæmdanefnd- ar. Drög að samþykktum félagsins verða síðan lögð fyrir bæjarráð. — BÞ Bolfiskfrystiug og söltuu stendur best Gengi fiskvinnslunnar hérlendis er mjög mismunandi góð um þessar mundir og afkoma sumra greina slæm. Einna best er afkoma bolfisk- frystihúsanna sem hafa nægjanlegt hráefni til vinnslu en það sem ræð- ur mestu um afkomuna er hlutfall hráefnisverðs í söluverði afurðanna. I frystingunni er hlutfall hráefnisverðs um 50% en fari það upp fyrir 60% er hagnaðarvon rokin út í veður og vind, ekki síst ef hlutfall vinnu- launa fer upp fyrir 20% af söluverði og Ijármagnskostnaður hár. I salt- fiskvinnslu eru dæmi þess að hlutfall hráefnisverðs fari upp í 70% en á móti kemur að hlutfall vinnulauna fer oft undir 10%, þar sem mun færri starfsmenn starfa við salfiskvinnsluna. Saltfiskvinnslan nýtur þess einnig að afurðaverðið hefur verið hátt, t.d. bæði á Spánar- og Grikk- landsmarkaði. — GG Vörubílar í það heilaga Sóknarnefnd Sánkti Jósefskirkju senai á dögunum kvörtunarbréf til bæjarráðs Hafnarfjarðar, en þar var kvartað yfir því „að stórir vörubílar og vinnutæki sé Iagt inn á einkalóð kirkju Heilags Jósefs að Jófríðar- stöðum við Jófríðarstaðaveg." Bæjarráð samþykkti að fela embætti bæjarverkfræðings „í framhaldi af þessu bréfi og áður framkomnum kvörtunum" að gera athugun „á umfangi þessa vanda og koma með tillögur til lausnar“. Að sögn Svans Bjarnasonar hjá bæjarverkfræðingi er vinna við málið rétt að fara af stað. „Þetta er ákveðið vandamál hjá aðilum sem geta ekki haft tæki sín í einkahverfum. Það er talað um að Ieysa þetta og búa til stæði,“ segir Svanur. — FÞG Við bara bíðiun „Þetta er ekki að frumkvæði bankaráðsins, heldur er málið algjörlega á forræði ráð- herra,“ segir Olafur G. Einarsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, aðspurður um umræðuna um að búið sé að ganga frá því að Halldór Guðbjarnarson, fyrrum Landst bankastjóri, verði Seðlabankastjóri og fylli1 þar með upp það skarð sem Steingrímur Hermannsson skildi eftir sig fyrir rúmu árk Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt harð- lega þá fyrirætlan Finns Ingólfssonar, heimildir fyrir því að andstaða gegn skipan Halldórs sé nokkur innan beggja stjómar- flokkanna. Eftir er að auglýsa stöðuna Iausa og þar af leiðandi einníg að taka afstöðu til þeirra umsókna sem berast. Ólafur segist ekkert vilja tjá sig nánar um málið að svo stöddu. „Bankaráðið gefur aðeins umsögn þegar þar að kemur og ráðherra þarf ekki að fara eftir þeirri umsögn. Staðan er einfaldlega þannig að við bara bíðum,“ segir Ólafur. - FÞG- bankamálaráðherra, og ríkisstjórnarinnar yfirhöfuð að ætla Halldóri og engum öðrum Seðlabankastjórastólinn. Þá hefur Dagur Úlafur G. Einarsson: Vald- ið hjá ráðherra og banka- ráðið bíður. -U^ur Leikhússtjórinn vill lúxusliðio í leikhús Leikhússtjóri Leikfélags Akur- eyrar, Sigurður Hróarsson, hefur fullan hug á að reyna að halda uppi leiklistarstarfsemi að sum- arlagi hjá félaginu og höfða þá ekki síður til erlendra ferða- manna, t.d. farþega á skemmti- ferðaskipum. Engin sumardag- skrá verður í ár hjá LA en mark- mið leikhússtjórans er að nýir samníngar við ríki og bæjarfélag geti orðið grundvöllur að heils- ársstarfi, enda sé það leikfélag- inu nauðsynlegt. Sumarleikhús hafa átt vaxandi fylgi að fagna á landinu undan- farið en einkum hefur þó verið um að ræða Islendinga sem hóp- ast í leikhús. Dramatísk verk þykja ekki henta sumardag- skránni, enda leikhúsgestir eink- um að leita skemmtunar þegar sólargangur er hvað lengstur. Sigurður telur athugandi að nota önnur tæki en tungumálið okkar, sem enginn skilur nema Islend- ingar, til að höfða til útlendinga og á þar væntanlega við aukna áherslu á látbragð og tónlist. „Þegar ég horfi út um skrif- stofugluggann minn á þær þús- undir ferðalanga sem koma hingað til bæjarins árlega með erlendum skemmtiferðaskipum, finnst mér hálfgerð synd að ekki sé meira gert fyrir þetta fólk í menningarlegu tilliti. Það mætti alveg hugsa sér að hægt yrði að ná því í leikhúsið," segir Sigurð- ur. — bþ Erfið skilvrði hjá byggmgadeild KÞ Engin stór skref hafa enn verið stigin í end- urskipulagningu KÞ. Erfitt að reka bygg- ingavörudeildina við núverandi skilyrði. Samfélagið sýnir að- stæðum skibiing. Halldóra Jónsdóttir, stjórnarfor- maður Kaupfélags Þingeyinga, segir að endurskipulagning fé- lagsins gangi eftir áætlun. Fram- lengd greiðslustöðvun rennur út 11. september nk. og er sala eigna þar hvað stærstur hluti. Halldóra segir að félagsmenn hafi sýnt fyrirtækinu mikinn skilning. „Við erum ekkert svartsýnni en áður en auðvitað er staðan erfið gagnvart okkar viðskiptamönn- um. Það gildir bæði um starfs- mennina sem eiga ennþá bundið orlofsfé í innlánsdeildinni og hins vegar bændur sem eiga inni Halldóra Jónsdóttir. hjá okkur á innlánsdeild eða við- skiptareikningum. Bændur ætl- uðu að nota þessa peninga til að greiða áburð og auðvitað heyrum við alltaf einhverjar óánægju- raddir en heilt yfir finnst mér að fólk sýni okkur mikinn skilning og veháld,11 segir Halldóra. Stærsta málið Ekki er búið að svara Kauþingi vegna tilboðsins í mjólkursamlag KÞ og ekki heldur verið tekin ákvörðun um sölu á bygginga- vörudeildinni. Erfitt er að sögn Halldóru að reka byggingavöru- deildina frá degi til dags við nú- verandi skilyrði og nefnir hún erfiðleika með aðföng í því tilliti, auk þess sem rekstrinum séu settar skorður, þar sem eingöngu staðgreiðsluviðskipti eigi sér stað. „Byggingavörudeildin er eitt stærsta málið sem við stönd- um frammi fyrir en við munum þreifa vandlega fyrir okkur og leita tilboða. Það á einnig við um stóra kaupfélagshúsið," segir stjórnarformaður KÞ. Ifvað vangreitt orlof varðar, hefur verið haft eftir lögmanni félagsins að mjög styttist í að það verði greitt út til starfsmanna. - BÞ Sigurður G. í skdgræktina Sigurður G. Tómasson, fyrrum ritstjóri dægurmáladeildar Rásar 2 og dagskrárstjóri, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur í stað Asgeirs Svanbergssonar. Asgeir sagðist í samtali við Dag vera að hætta sökum aldurs en hann verður 67 ára á árinu. Hann sagðist hafa byrjað hjá félaginu árið 1974 sem girðingarmaður, síðan sláttumaður, sölumaður, stöðvarstjóri, deildarstjóri og loks framkvæmdastjóri, þó hann hafi ekki viljað bera þann titil. Ásgeir ætlar að vinna áfram hjá félaginu í sérverkefnum. Staða framkvæmdastjóra var ekki aug- Iýst „heldur kom Sigurður upp í hendurnar á okkur,“ eins og Ás- geir orðaði það. Sigurður sagði við Dag að nýja starfið Ieggðist vel í sig. „Eg hef verið með nefið ofan í moldinni í áratugi þótt ég hafi ekki mikið starfað að skógræktarmálum," sagði Sigurður, en hann er jarð- fræðingur að mennt. — BJB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.