Dagur - 22.07.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 22.07.1999, Blaðsíða 2
Tte^íir i. > i» * • ■ < '■ '»»«»'• 2 - FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 FRÉTTIR SXt H£WS ftmowonr ; ym ' j t 1 ' • 1 X 1160 1 tsu 1 «•412 i mmta iTÆí-JjVD Páll Magnússon, fréttastjóri Sjónvarpsins: Sjö-fréttir RÚV voru komnar svo neðarlega í hlustun að staða þeirra getur varla hafa versnað við breytinguna. Herferð vegna breyt- ingar á fréttatmuun Tæpir 2 mánuðir hafa nú liðið síðan fréttatimum Ríkissjónvarpsins og -út- varpsins var ílýtt um klúkkustund. GaHup er þessa dagana að gera könnun fyrir Stöð 2. Þeir sem hafa fylgst með sjö-fréttum Sjónvarps hafa tekið eftir því að frétt- irnar ná yfirleitt vel fram yfir 19:30 en þá byija fréttir Stöðvar 2. Þetta er gert m.a. í þeirri von að fólk skipti ekki um stöð á þeim tíma sem aðalfréttirnar eru sýndar á Stöð 2. Svipað útspil notaði Stöð 2 þegar Sjónvarpið var með sínar fréttir kí. 20:00 en þá var fréttatengda umföllunin „Á slaginu" á sama tíma og fréttir Sjónvarpsins voru að byija. Til að mæla fréttaáhorfið hefur Gallup verið að gera könnun fyrir Stöð 2 og niðurstöður liggja fyrir fljótlega. Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, segir að fylgst hafi verið með áhorf- inu á hveiju kvöldi síðan breytingin varð 1. júní síðastliðinn, en það sé erfitt að hafa mjög áreiðanlegar mæl- ingar á þessum árstíma þegar sjón- varpsáhorf er hvað minnst. „Við ætlum að bíða eftir niðurstöð- um áhorfskönnunarinnar til að sjá hvort við gerum einhveijar ráðstafanir og þá hverjar," segir Páll. Aðspurður um hlustun á sex-fréttir Ríkisútvarps- ins segir Páll að sjö-fréttir útvarpsins hafi verið komnar það neðarlega f hlustun að staða þeirra geti varla hafa versnað við breytinguna. Ýmsir hafa kvartað Kári Jónasson, fréttastjóri Utvarpsins, segir að það séu misjafnar skoðanir um ágæti tímabreytingarinnar. „Sumir eru ánægðir með þetta en aðrir mjög óá- nægðir. Einnig eru það margir sem hafa því miður ekki áttað sig á þessum breytingum. Af því tilefni erum við nú að fara í auglýs- ingaherferð til að minna fólk á þetta nýja fyrirkomulag," segir Kári. Að sögn Kára var þetta stór þjóðlífsbreyting sem snerti allt samfé- lagið og þarf að taka tillit til þess. Fólk sé að uppgötva að kvöldin lengist til muna við þessa breytingu. Bogi Agústsson, fréttastjóri Sjón- varpsins, segir að breytingin hafi geng- ið vonum framar hjá sjónvarpinu. „Þetta er auðvitað langtímaverkefni en eftir því sem tími hefur liðið höfum við orðið vör við sí jákvæðari viðbrögð. Því er þó ekki að leyna að ýmsir hafa kvart- að en þó eru það mun færri en við bjuggumst við,“ segir Bogi. Að sögn Boga er breytingin komin til að vera og tekur Kári Jónasson undir það. -ÁÁ FRÉTTA VIÐTALIÐ Á Akureyri voru gestir heita pottsins að ræða afstöðu minni- hlutans í bæjarstjórn þar sem allir fjórir fulltrúarnir greiddu atkvæði gegn sölu ÚAhréfanna. Pottormar telja að nokkrar bollaleggingar hafi farið fram innan framsóknar á Akureyri áður en niðurstaðan varð sú að allir fulltrúaniir þrír legðust gegn sölunni. Bent er á að fyrir skömmu sagði Jakob Bjöms son, oddviti Framsóknarmanna, opinberlega að hann hygðist ekki greiða atkvæði gegn söl- unni, en ætti þó eftir að „ræóa við sitt fólk“. Hans fólk hcfur augljóslega haft betur og því varð enginn klofningur hjá frömmurum eins og margir áttu von á... Ólögleg lyfjanotkun íþróttamanna var til um- fjöllunar í pottinum í gær. Þar voru menn ekki á einu máli um útbreiðslu ólöglegra lyfja í hinum ýmsu íþróttagreinum. Pottomii þótti þó ábcrandi hversu oft nöfn vaxtarræktar- manna komu upp úr kafinu. Þeir era ekki aðil- ar að ÍSÍ og því er ekkert eftirlit með ólöglegri lyfjanotkun þar á bæ. Þegar pottverji lagði svo höfuðið í bleyti komst hann að því að þetta væri kannski engin tilviljun. Á skömmum tíma gat hann rifjað upp mýmörg dæmi þess að menn, með vaxtarlag á við Duckman, hafi eftir nokkrar heimsóknir í ræktina, verið orðnir vaxnir á við He-man - og pottverji hef- ur það fyrir víst að þessir menn hafi ekki verió hrifnir af spínati. Til þess að bæta ímynd sína þyrftu vaxtarræktarmenn annað hvort að bæta úr eftirlitsleysinu eða hefja sölu spínats í ræktinni... Jakob Björnsson. Jón Kristjánsson, formaðurjjárlaganefndar Alþingis. Ráðherrar ríkisstjómarínn- arskrífuðu á tímabilinu 1. janúar til kosninga í vor undir samninga uppá jjóra milljarða með jyrirvara um samþykkt Alþingis. Alþingi hefur síðasta orðið „Af þessum samningum eru tveir sem eru Iangstærsti hlutinn af þessu. Það er grund- vallaratriði að þessir samningar séu gerðir með íyrirvara, því fjárveitingavaldið er hjá Al- þingi og hefur síðasta orðið. Samningurinn um jarðrækt og búfjárrækt er í framhaldi af kerfisbreytingu sem þingið hafði fjallað um og framhald af setningu búfjárlaga og það stoppar ekki lífið þótt það eigi að fara að kjósa. Það lá fyrir að ganga frá þessu og það hlaut að kosta einhveija fjármuni. Ég tel þennan samning á engan hátt óeðlilegan. Hitt stóra málið, um Heilsustofnunina, hef- ur einnig verið í undirbúningi og er eðlilega með fyrirvara." - Það er óneitanlega kosningaþefur af sumutn þessara samninga. Færast loforð fratnkvæmdavaldsins framhjá Alþingi t VÖPCt? „Það hefur heldur dregið úr samningum fyrir kosningar en hitt. Ég tel ekki æskilegt að menn séu að ganga frá bindandi samningum rétt fyrir kosningar, eins og því miður hefur oft verið raunin á. Sannleikurinn er sá að í upphafi síðasta kjörtímabils var nokkrum slíkum samningum á heilbrigðissviðinu breytt, sem gerðir höfðu verið rétt fyrir kosn- ingar. Það voru mikil átök í kringum þau mál, samninga um sjúkrahús á Suðurnesjum, hjúkrunarheimili á Fáskrúðsfirði og fleira. Höfuðreglan er að samningarnir eigi að stan- da, en eigi að síður hefur Alþingi síðasta orð- ið.“ - Nokkrir þessara samninga núfela í sér að útgjöld kotna ekki fyrr en árið 2000. Máttu þeir ekki bíða? „Alþingi á eftir að fjalla um þá samninga við fjárlagagerð. Þarna liggur fyrir vilji ríkis- stjórnarinnar og auðvitað eru mestar Iíkur á að það sé látið standa. Það er vissulega búið að negla málið niður þegar skrifað er undir samninga, en oftast nær er það gert þegar menn hafa góða tilfinningu fyrir að þing- meirihluti sé fyrir málinu.“ - Hver sýnist þér vera reynslan af notk- un Jjárlagaliðsins „ráðstöfunarfé ráðherra" og því hvemig „óskiptir liðir“ hafa verið út- færðir? „Ráðstöfunarféð eru aðeins fáeinar millj- ónir á hvern ráðherra, sem er ákveðið og sýnt í Ijárlögum. Hvað óskipta liði varðar er það aðallega til menntamálaráðuneytisins sem Qárlaganefnd hefur framselt ráðuneyti vald til að skipta ríkisfé. Það er aðallega á sviði menningar sem fjárlaganefnd skiptir hluta, en ráðuneytið hinum hlutanum og það er með ráðum gert. Það er stöðugt mikið áreiti á bæði fjárlaganefnd og menntamálaráðu- neyti frá ýmsum einstaklingum og félögum, sem biðja um styrk og því hefur verið mætt með þessum hætti. Auðrítað væri æskilegt að sem mest af þessu væri skipt af Alþingi, en af ýmsum ástæðum höfum við framselt hluta af þessu til ráðuneytisins, þar sem oft eru betri faglegar forsendur tii að meta einstök mál. Þá koma alltaf upp einhver tilvik sem byggj- ast á persónulegu mati og ég held að það sé erfitt að útrýma slíku. Slíku ber að stilla í hóf og gæta þarf jafnræðis, þar sem reglum er fylgt, en ekki farið eftir geðþótta. Ég Iegg ekki mat á hvort það hafi átt sér stað í einhverjum þessara tilvika. - FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.