Dagur - 22.07.1999, Side 6

Dagur - 22.07.1999, Side 6
6 -FIMMTUDAGUR 2 2. JÚLÍ 19 9 9 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Sfmar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Netfang auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Simbréf auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 600 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 omar@dagur.is (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir 460 6161 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Hiuthafar í sóðaskap í fyrsta lagi Yfirvöld virðast loksins ætla að taka til alvarlegrar athugunar hvernig stemma megi stigu við neikvæðum afleiðingum þess að á skömmum tíma hefur myndast í borginni eldrautt nætur- líf með tilkomu fjölda nektarbúlla sem gera út á erlendar stúlkur sem hingað koma í skamman tíma í peningaleit. Fram til þessa hefur umræða landans um þetta nýjabrum í íslensku skemmtanalífi einkennst af vandræðagangi, enda fyrst og fremst snúist um þá kjánalegu spurningu hvort það sé list þeg- ar fatafellur dilla sér naktar fyrir framan karlmenn á veitinga- stöðum. í öðru lagi Þær skuggahliðarnar sem gjarnan fylgja rekstri nektardans- staða eru auðvitað alþekktar í nágrannalöndunum. Þar tengj- ast nektarbúllur oft með einum eða öðrum hætti vændi og fíkniefnum, þótt auðvitað sé allur gangur á því hvort þeir sem reka staðina séu sjálfir líka á kafi í þeim sora. Það er einfeldn- ingslegt að trúa því að Islendingar einir þjóða þurfi ekki að hafa áhyggjur af að ólögleg viðskipti muni þrífast kringum slíka staði. Auðvitað verður að reikna með því að hérlendar nektarbúllur geti orðið gróðrarstía Iögbrota. Og við þeirri hættu verða yfirvöld að bregðast áður en í óefni er komið. í þriðja lagi Önnur dapurleg hlið á rekstri nektarbúllanna er sú sem snýr að erlendu stúlkunum sem hingað koma til að afla sér peninga - og það án þess að skemmtistaðirnir sem flytja þær inn og lifa á nekt þeirra greiði stúlkunum krónu í laun. Islendingar eru með þessi orðnir beinir þátttakendur í þeim ógeðfelldu Ijöl- þjóðlegu viðskiptum með konur sem margfaldast hafa í Evr- ópu síðustu árin, ekki síst vegna ömurlegra lífskjara kvenna í austurhluta álfunnar og stóraukinna umsvifa glæpahringa í þeim löndum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóð- anna er „ársveltan“ í þeim viðskiptum um hálf milljón kvenna í Evrópu einni. Það er Islendingum til lítils sóma að vera nú orðnir hluthafar í þeim sóðaskap. Elias Snæland Jonsson JS- Okkar eini hermaður Andlitið á Garra Iyftist agnar- ogn, eyrun blökuðu lítið eitt. Ástæðan var frétt sem Garri heyrði svona hálfpartinn út- undan sér í hádeginu í gær. Ingimar Ingimarsson, hinn skeleggi „okkar maður“ í Brusselsborg, sagði frá hátíð- argöngu sem framkvæma á þar í borg til að minna á hið víð- tæka öryggishlutverk Nató í Evrópu sem og til að fagna fimmtíu ára afmælinu. Allir samau nú Þar munu, eftir því sem Garra skildist, marsera saman her- menn frá Nató-ríkjunum, hver undir sínum fána. Garri getur ekki sett út á það þótt friðsam- ir Evrópubúar haldi skrautsýningar til að minna á samtakamátt sinn og friðarvilja. I versta falli hægt að kalla það sýndar- mennsku og hræsni en menn mega gera sig bera að þvílíkum löstum án afskipta Garra. Það var hins vegar þegar þar var komið í fréttinni að rætt var um full- trúa Islands í þessari fagnaðar- erindisgöngu, sem andlit Garra tók að umbreytast og eyrun að blaka. Hvern eiga Is- Iendingar svosem að senda sem fulltrúa sinn í marséringu hermanna? Sem betur fer datt engum í hug að senda skip- herra frá Landhelgisgæslunni - enda eru þeir ekki hermenn. Islenskir hermenn finnast ekki - nema þá einn og einn ævin- týramaður sem hugsanlega hefur gengið í herinn í ein- hverju Norðurlandanna, nú eða ofurhugi sem kynni að vera í frönsku útlendingaher- sveitinni. Einhvern veginn myndu þeir ekki virka al- mennilega sem fulltrúar ís- lands. Veröugur full trúi? Það mun því hafa orðið að ráði að senda tákn til Belgíu til að taka þátt í göngunni sem full- trúi „hins herlausa lands". Fulltrúi Islands verður sumsé enginn annar en: íslenski fán- inn! Og hví ekki? Hefur ekki íslenski fáninn marsérað í fylk- ingarbrjósti frelsisunnandi Evrópubúa í baráttu hinna upplýstu gegn kúgun, ofbeldi, kommúnisma og öðrum pest- um? Hefur ekki ís- lenski fáninn þá sér- stöðu meðal fána heims að hann má ekki nota nema sem fána? Verður íslenski fáninn ekki tákn „hins hreina friðar- \dlja“ meðal vopnaðra dáta íslenski fáninn: Frelsis- og friðelsk- andi jafnréttistákn. sem marsera munu um götur Brusselsborgar? En nú getur ís- lenski fáninn ekki marsérað einn og óstuddur. Fánaberi er víst al- veg bráðnauðsynleg persóna þegar svo er háttað að þjóðfáni er sendur utan sem fulltrúi lands í friðar- og afmælis- göngu hins stækkandi stráka- bandalags. Þá kemur einmitt rúsínan í pylsuendanum: ís- Iendingar eru ekki eingöngu frið- og frelsiselskandi mann- kynsleiðarar sem taka ber til fyrirmyndar. Islendingar eru ekki síður merkisberar jafn- réttis sem setja þá einu kröfu í Nató-samstarfi að fánaberi ís- lands verði liðsforingjaefni og allra helst: Kona! Bravó! GARRI. ODDUR ÓLAFSSON skrifar Þrátt fyrir réttarhlé er enginn friður í Hæstarétti. Þar sitja dómarar sveittir við á miðju lax- veiðitímabili að kveða upp gæsluvarðhaldsúrskurði og end- ursenda dóma til lægri dómstiga. Það var einhver munur áður fyrr, þegar sakadómarar voru og hétu, og orðið réttarríki var ekki til í málinu. Þá var rannsókn og dómsuppkvaðning í höndum sama embættismanns og engum datt í hug að kvarta. Þeir sem voru vel að sér í dómstólakerfum höfðu fyrir satt, að í tveim ríkjum heims væri svipað skipulag á dómstólum, á Islandi og í Suður- Afríku. Svo var aðskilnaðarstefn- unni aflétt suður þar og Þorgeir krafðist mannréttinda hér og fékk sínu framgengt með því að vinna frægan sigur fyrir alþjóð- legum dómstóli. Síðan kveða dómarar upp gæsluvarðhaldsúrskurði og Hæstiréttur staðfestir þá eða Afbrot auka hagvöxtiim synjar eftir atvikum. Þessi tilhög- un kemur sér mjög vel fyrir fjöl- miðlana því nú er hægt að japla á sama málinu dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Langlokui Maður er tekinn í tolli með glás af eiturpillum sem henta vel til að krakkar fíli rokkið í botn og njóti Ijósasjó- anna af sannri innlif- un. Miklar fréttir af því að nú sé sölumönnum dauðans skákað. Svo fréttir af gæsluvarð- haldi, áfrýjun, úrskurð- ur staðfestur, dómur og fangelsisvist, dómi áfrýjað, frétt- næm fangelsisvist, undirréttur fær dóminn aftur í hausinn, gæsluvarðhalds krafist, Hæsti- réttur hafnar, sýknudómur, far- bannsúrskurður, skaðabótakrafa og ný réttarhöld, sem geta enst vel og lengi. Enn á eftir að flytja miklar fréttir af því hvernig réttarrikið virkar í einstöku máli. Dómarar eiga ekki sjö dagana sæla þar sem sömu málin veltast fram og til baka fréttahaukum til óbland- innar ánægju og atvinnubóta. En góð og þvælin sakamál örva hag- vöxt svo um munar. Það eru ekki svo fáir sem eiga þar hagsmuna að gæta, tollarar, lögregla, lög- menn, dómarar, fanga- verðir, fréttamenn og svo allur skarinn sem starfar við fyrirbyggj- andi aðgerðir. Svo er sagt að glæpir borgi sig ekki. Málið er það að þeir margborga sig. Þeir sem komast upp með glæpaverkin án þess að hljóta refsingu hafa oft gott upp úr krafsinu. Séu bófarnir gripnir eiga heilu at- vinnustéttirnar sitt undir því að fjalla um málin og gæta þeirra. Þreytta þruglið Best eru þau mál sem aldrei verða til Iykta leidd. Allur mála- tilbúnaðurinn sem kenndur er við Geirfinn gengur frá kynslóð til kynslóðar. Öll sú handvömm, missagnir og lygi sem spunnin hefur verið upp í kringum mannshvarf, sem enginn veit með neinni vissu hvernig bar að, er orðið að þjóðsögum og Iang- hundum í bókum og sjónvarps- þáttum sem engu bæta við og engu skila framyfir gamla þreytta þruglið, sem veslings þjóðin var mötuð á í árdaga málatilbúnað- arins. Engin hætta er á að hagvöxtur- inn þurfi að líða fyrir að umsýslu afbrotamála linni. Með því að senda úrskurði og dóma fram og til baka og skapa ótal „atvinnu- tækifæri" margra stétta má segja að glæpamenn séu sannkölluð auðsuppspretta. snyrfö* svaraö Hvaðfinnstþér um auk- iðfrelsi í agreiðslutíma vínveitingahúsa ? Ólafur Ásgeirsson aðst.yfirlögregluþjónn áAkureyri. „Frelsi og völd eru vandmeðfar- in. Hinsvegar tel ég að í lagi sé að hafa afgreiðslutí- ma vínveitinga- húsa lengri en nú er, en hefði viljað sjá um það skýrar reglur. Þær yrðu að vera í samræmi við að- stæður á hveijum stað. Frelsi í þessum efnum hefur verið hér á Akureyri í nokkurn tíma og reynsluna tel ég jákvæða. Það besta sem gæti gerst er ef fólk færi á misjafnari tíma út af skemmtistöðunum sem gæti þá komið í veg fyrir útihátíðina sem er gjarnan á Ráðhústorginu eftir að veitingahúsunum er lokað.“ Valur Magnússon veitingam. á Naustinu í Reykjavík. „Allt frelsi í þessu tel ég hið besta mál, þó við hér í Naustinu ætlum ekki að taka þátt í kapphlaupinu. Okkar markhópur er annarsstaðar. Eg sé fyrir mér að álag muni jafn- ast og sá flöskuháls sem gjarnan er í umferð miðbæjarins milli hálf þtjú og þrjú verði úr sögunni. Þetta getur einnig opnað svigrúm í öðrum efnum, veitingamenn geta farið að hafa matsölur sínar opnar Iengur sem er líklegt að þurfi, þegar fólk skemmtir sér lengur fram eftir nóttu." Kristín Sigfúsdóttir fonnaðuráfengis- og víntuvanuinefnd- arAkureyrar. „Vega jákvæðar hliðar lengri afgreiðslutíma upp þær nei- kvæðu? Með skemmri afgreiðslutíma tel ég að auðveldara sé að skipuleggja lækna- og Iög- regluvaktir, þjónustu leigubíla og vinnu starfsfólks á veitingastöð- unum. Eg er hrædd um að langur afgreiðslutími ofbjóði þrí. Höml- ur við löngum afgreiðslutíma geta verið dýr Ieyfisgjöld sem og ákvæði um öfluga dyravörslu. Flest alvarlegustu slysin verða síðla nætur þannig að þegar lög- regla talar um að þetta dreifi álagi finnst mér það ákveðin uppgjöf. En stóra málið er auðvitað sú til- hneiging að líta á áfengi sem svaladrykk en ekki vímugjafa.“ Áml Þór Sigurðsson borgaifulltníi. „Mér finnst ágætt að gerð sé tilraun með aukinn sveigjanleika í þessu, sem sé þá fyrst og fremst bundið við mið- borgina. Margir hafa bent á mikilvægi þessa, sér- staklega í sambandi við fólks- fjölda sem safnast saman í mið- borginni aðfaranætur Iaugardags og sunnudags. Þetta er jákvæð tilraun sem metin verður eftir ákveðinn tíma hvernig komið hef- ur út.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.