Dagur - 22.07.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 22.07.1999, Blaðsíða 4
4 - FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 Gatnagerðargjöld hækkuð Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti sl. fimmtudag að leggja á 35% hækkun gatnagerðargjalda við tilteknar lóðir. Þær eru við Klukku- berg nr. 26, 28 og 34 og einnig við Lækjargötu 20. Byggingarfulltrúa og bæjarlögmanni var jafnframt falið að koma með nýjar tillögur að gjaldskrá gatnagerðargjalda fyrir 1. október nk. Lúðvík hókar Á fundi bæjarráðs lagði Lúðvík Geirsson fram eft- irfarandi bókun: „Þrátt fyrir ítrekaðar óskir liggja enn ekki fyrir svör við fyrirspurnum sem Iagðar voru fyrir bæjarstjóra fyrir rúmum mánuði í bæjar- stjórn. Engin svör hafa heldur verið lögð fram við sambærilegum fyrirspurnum sem óskað var eftir í félagsmálaráði. Það er óviðunandi að ekki liggi fyrir skýr svör við þessum fyrirspurnum um stjórn- un og rekstur félagsþjónustu bæjarins. Skýringin getur vart verið önnur en sú að allt sé óljóst af hálfu meirihlutans um hvernig eigi að stýra þessum mikilvæga málaflokki." Stækkim á skíðaskála Á fundi bæjarráðs var lagt fram bréf frá skíðadeild Knattspyrnufé- lagsins Hauka þar sem óskað var eftir fjárstuðningi vegna stækkunar á skíðaskála í Bláfjöllum. Erindinu var vísað til Iþróttaráðs Hafnar- fjarðar. Höfuðhorgarsvæðið girt af Tekið var fyrir bréf frá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um kynningu og samráð vegna fyrirhugaðrar girðingar sem hugmynd er um að reist verði um höfuðborgarsvæðið og nágrenni. Bættir knattspymuveHir Bæjarráð Hafnarfjarðar tók fyrir bréf frá KSÍ þar sem minnt er á ákvæði reglugerðar um knattspyrnuvelli og að þau verði uppfyllt sem fyrst. Oskað var eftir viðræðum við fulltrúa FH og Hauka og erind- inu vísað til umfjöllunar íþróttaráðs Hafnarfjarðar. Áskorun frá Sléttuhlíðarfólki Eigendur sumarhúsa í Sléttuhlíð skora á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að gefa þeim kost á rafmagni og köldu vatni allt árið í hús þeirra og að veginum að Sléttuhlíð verði haldið í viðunandi horfi. Bæjarráð vís- aði erindinu til bæjarverkfræðings, bæjarstjóra og skipulagsnefndar til heildarskoðunar. Almeimingssamgöngur Bæjarráð samþykkti að endurskoða almenningssamgöngur innan- bæjar með breytta þjónustu í huga. Bæjarstjóra og bæjarverkfræðingi var falið að undirbúa málið og Ieggja fram tillögur um útfærslur inn- an tveggja mánaða. Lj ósleiðarakönnun Bæjarráð samþykkti einnig að fela rafveitunefnd að kanna alla mögu- leika á þróun og uppbyggingu Ijósleiðaranets á veitusvæði Rafveit- unnar í samstarfi við önnur þjónustu- og/eða orkusölufyrirtæki á höf- uðborgarsvæðinu. Bæjarráð leggur til að niðurstöður slíkrar könnun- ar verði kynntar innan tveggja mánaða. Sportvörugerðin hf., Mávahlíð 41, s. 562 8383. Hættulegt útivistarsvæði MiMl hætta getur skapast við grjóthrun úr kanti á svæði Sigl- ingakúbbs Nökkva á Höffner-bryggju á Ak- ureyri. Fjöldi bama leikur sér á svæðinu. Svæði siglingaklúbbsins Nökkva, eða Höffner eins og flestir þekk- ja það, er orðið mjög hættulegt að mati formanns klúbbsins, Gunnars Hallssonar. Grjótkant- urinn, sem umliggur nesið littla á Höffner, er farinn að gefa sig vegna hversu illa hann var gerð- ur á sínum tíma. í stað þess að raða grjótinu var því sturtað nið- ur að hluta til og nú er svo kom- ið að farið er að losna um suma steinana vegna ágangs sjó og íss. Svæðið er orðið mikið útivist- arsvæði og ekki þarf mikið til að slys verði ef að ekki verður farið í úrbætur. „Oll þessi brún er var- hugaverð fyrir þá sem eru að þvælast hana og þarna er mjög mikið um fólk, bæði krakka og fullorðna, sem eru að veiða sér til ánægju. Menn verða virkilega að gæta sín á þessu því þarna er grjót farið að hrynja úr bakkan- um,“ segir Gunnar. I fyrra voru alls um 110 krakk- ar á námskeiði hjá siglinga- klúbbnum og þeir krakkar eru oft á ferð og flugi um svæðið. Gunnar telur að á góðum dögum séu á annað hundrað manns sem koma á svæðið til útiveru og flestir þeirra, sem stunda þar veiðar, standa á bakkanum, sem gæti hrunið hvenær sem er og gæti stórhætta skapast við það og jafnvel slys orðið á fólki. „Þegar maður Iítur yfir kantinn fullyrði ég, að grjótinu, sem var komið fyrir síðast, hafi ekki ver- ið raðað eins og á að gera,“ segir Gunnar. Hann tekur sem dæmi að hluta af kantinum hafi verið raðað og er sá hluti mun traust- ari, þó að hann sé talsvert eldri. AÞM Endurbætur á fLugvöUum RíMsstjómm ákvað í gær að ráðast í viða- miMar endurbætur á flugvöHunnm á Þing- eyri og ísaflrði. Flugvöllurinn á Þingeyri er mikil- vægur flugvöllur fyrir Vestfirðinga þar sem hann er varaflugvöllur íyrir flugvöllinn á Isafírði. Að sögn Jakobs F. Garðarssonar, aðstoðar- manns samgönguráðherra, hafði verið ákveðið að nota 40,6 millj- ónir króna í flugvöllinn á Þingeyri en þar sem það var ekki talið nóg hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta við 11 milljónum króna í verkið og verða því tæplega 52 milljónir króna notaðar í endur- bætur á flugvellinum í sumar. Jak- ob segir að lokið skuli vera við endurbæturnar í sumar en eftir þær mun ekki þurfa að loka flug- vellinum vegna aurbleytu eins og stundum vill til. Varðandi flugvöllinn á Isafírði hafði ekki verið ætlunin að ráðast í neinar stærri framkvæmdir í ár en skemmdir í slitlagi hafí síðan komið þar fram. „Mönnum sýnist að það gæti orðið mikið tjón á flugbrautinni ef ekkert yrði gert á þessu sumri. Það var því einnig samþykkt að láta 23 milljónir króna renna í viðgerð á flugvellin- um á Isafírði í sumar en heildar- kostnaður þess verks er 32 millj- ónir,“ segir Jakob. Að sögn hans koma þessar auka 34 milljónir króna, sem fara í endurbætumar á flugvöllunum í sumar, frá tekj- um flugmálastjórnar sem reynd- ust hærri en gert hafði verið ráð fyrir í tekjuáætlun. Verkin verða boðin út sem fyrst. - ÁÁ ísland í toppmun á Norðiirlandainóti Norðurlandamót yngri spllara stendur nú yfir í höfuðstöðvum Bridgesambands íslands í Þöngla- bakkanum í Reykjavík. Norðmenn voru taldir sigurstranglegastir á mótinu en íslendingar sigruðu þá stórt í fyrstu umferð og fylgdu því eftir með góðum sigri á Dönum. íslenska landsliðið hafði forystu eftir fyrstu þrjár umferðirnar á mótinu og segir ísak Örn Sigurðs- son, landsliðsþjálfari, raunhæft fyrir ísland að stefna á 1.-2. sætið á mótinu. Einnig er keppt í svoköll- uðum skólaflokki en þar hefur ís- lenska liðinu gengið illa og vermir botninn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.