Dagur - 22.07.1999, Qupperneq 8

Dagur - 22.07.1999, Qupperneq 8
8 -FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 FRÉTTASKÝRING < j Heimsmet í vimi Aldraðir á íslandi eiga heimsmet í vtnnusemi og eru öHum öðrum ánægðari með lífið og hafa ráðstöfunartekj- ur eins og þær gerast hestar á Vesturlönd- um. Margháttaðan fróðleik er að finna í nýrri skýrslu uni Iífskjör, lífshætti og lífsskoðanir eldri borgara í samanburði við aðra aldurshópa og kjör aldraðra í öðr- um Iöndum. Félagsvísindastofn- un Háskólans gerði skýrsluna fyr- ir Framkvæmdanefnd árs aldr- aðra og segja aðstandendur þetta viðamesta gagnasafn sem gert hafi verið um stöðu eldri borgara á Islandi. Athygli vekur að hlut- fall aldraðra af íbúafjölda er hvergi lægra í OECD-löndum en á Islandi, 11,1%. Irland er eina Evrópulandið sem er nokkuð ná- lægt okkur, en víðast er hlutfall aldraðra 14-16% og allt upp í 17,5% í Svíþjóð. Skýrslan skiptist í megindrátt- um í ljóra efnisþætti: I fyrsta lagi Iífskjör eldri borgara, einkum varðandi tekjur, velferðarforsjá, fátækt og húsnæðisaðstæður sem eru lykilþættir hinna efna- legu lífskjara. I öðru lagi huglægt mat eldri borgara á lífskjörum sínum og ýmsum þáttum í að- stæðum sínum og lífi. I þriðja lagi Iífshætti, svo sem vinnu, frí- stundalíf og neysluhætti, þátt- töku í félagslífí, fjölmiðlanotkun og aðra afþreyingu. Og í fjórða lagi um lífsskoðun; svo sem af- stöðu til trúar, velferðarmála, sið- ferðismála og viðhorf til vinnu. Engir vinna annað eins Stefán Olafsson segir atvinnu- þátttöku eldri borgara meiri á ís- Iandi en nokkurs staðar annars staðar í hinum þróaða heimi. Og vinnuviðhorf eldri borgara eru greinilega á margan hátt önnur en þeirra sem yngri eru og önnur en þeir yngri gætu ætlað. I Ijós kemur að mikilvægi vinnunnar í lífí einstaklinga vex með hækkuð- um aldri og er áberandi mest meðal 67-80 ára, sem á 0-10 kvarða gáfu þessum þætti 9,1 í einkunn (yngsti hópurinn 8). Spurður hvers vegna, sagði þriðj- ungur aldraðra að þá Iangaði að vinna (tæp 1/5 þeirra yngstu), fjórðungur sagði til að tryggja fjárhagsafkomuna (60% þeirra yngstu) og 40% sögðust ekki geta gert upp á milli þessara tveggja þátta. Og viiina eins vel og þeir geta Hátt í 90% aldraðra lýstu sig sam- mála fullyrðingu um að vinnu- semi væri af hinu góða en 8% ósammála (um 60% og 30% í yngsta hópnum). Þeir elstu segj- ast leggja meiri metnað í starf sitt en hinir yngri og kváðust nær all- ir alltaf vinna eins vel og þeir gætu, óháð laununum (en 75% yngsta hópsins). Um 2/3 aldraðra voru sammála fullyrðingunni: „Eg hef ánægju af starfi mínu, það er það mikilvægasta í lffí mínu“ (en aðeins 9-11% yngri en 45 ára). Enda reyndist eldra fólk almennt ánægðara með starf sitt en hinir yngri. Mikill kyiislóöaiiiiinur á viðhorfum til viiinu „A heildina litið má segja að at- hyglisverður munur sé á vinnu- viðhorfum kynslóða, því eldra fólk hefur vinnuna mun meira í hávegum en yngra fólk. Ekki er hægt að svara því með óyggjandi hætti hvort þessi kynslóðamunur boði breytingar á vinnumenningu Islendinga á næstu áratugum,“ segir í skýrslunni. Þessi munur kom Iíka í ljós þegar fólk var spurt álits varðandi æskilegar áherslur í framtíðarþró- un þjóðfélagsins. Aðeins 17% aldraðra töldu minnkandi mikil- vægi vinnunnar góða breytingu, en aftur á móti töldu 83% þeirra jákvætt að auka áherslu á tækni- þróun (66% þeirra yngstu). Um 45% allra íslenskra karla 65 ára og eldri eru starfandi og þriðjungur kvenna. I öðrum lönd- um er hlutfallið víðast hvar und- ir 10% karla og undir 5% kvenna, að Japan undanskildu. Evrópiunet í ánægju Hvort sem það er vinnugleðinni að þakka eður ei, þá voru íslensk- ir eldri borgarar almennt ánægð- ari með lífið í upphafi þessa ára- tugar heldur en sami hópur í þeim 15 vestrænum ríkjum sem tekin voru til samanburðar. A skalanum 1 (óánægður) til 10 (ánægður) var meðalútkoman 8,3 hjá eldri borgurum á Islandi. At- hygli vekur að ánægjan var allra minnst meðal aldraðra á Spáni og Portúgal - löndum sem fjölmarga aldraða Norður-Evrópubúa lang- ar svo að flytjast til í ellinni. Heimilisánægja eykst með aldrinum Eldri borgarar á íslandi eru líka almennt ánægðari með lífið en hínir yngri. Anægja með heimilis- lífið vex til dæmis jafnt og þétt með hækkandi aldri. Athygli vek- ur að aldraðír gefa andlegri og Iík- amlegri heilsu sinni Iitlu eða engu Iægri (konur) einkunn held- ur en yngri aldurshóparnir. Streita minnkar með aldrinum og færri öldruðum (13%) en ungum (25%) Ieiðist öðru hverju eða eru eirðarlausir. Sára fáir aldraðir (3%), finna fyrir þunglyndi og óhamingju (10% unga fólksins). Um 55% aldraðra finnst lífið dá- samlegt og nær 80% að allt gangi þeim í haginn. Um 83% ánægð með lífs- kjörin Spurningin „Ertu ánægð(ur) eða óánægð(ur) með lffskjör þín og fjölskyldu þinnar þegar á heildina er litið" var lögð fyrir aldraða ís- lendinga árið 1988 og aftur 1999, þ.e. núna í vor. Hlutfall mjög/frekar ánægðra var það sama, 83%, bæði árin. Hlutlaus- um fækkaði hins vegar um 2% og mjög/frekar óánægðum fjölgaði úr 8% í 10% á þessum áratug. í Ijósi mikillar fækkunar fátækra (úr 12% í 4%) á þessu tímabili telur Stefán Olafsson þessa Iítil- lega auknu óánægju trúlega skýr- ast af því að aldraðir hafi dregist aftur úr í þeirri miklu tekjuhækk- un sem hér hefur orðið síðan 1995. En þar á móti bendir hann á að' tekjur aldraðra duttu heldur ekki niður í sama mæli á sam- dráttarárunum og tekjur fullvinn- andi fólks. Raunar hækkuðu tekj- ur aldraðra fremur en lækkuðu frá 1987 til 1989 þegar tekjur allra annarra aldurshópa hríð- féllu. Minni bætur - og minni skattar Stefán segir tekjur fólks á Islandi, bæði ungra og aldinna, öðruvísi saman settar en í nágrannalönd- unum. Bætur velferðarkerfisins skipti hér minna máli, en at- vinnutekjur meira. Og minni skattheimta á Islandi nýtist báð- um til aukins kaupmáttar. „Þar sem opinbera velferðarkerfið er stærra eru skattarnir líka hærri, einnig á eldri borgurum." I sam- anburði milli landa sé því mjög villandi að einblína eingöngu á opinber útgjöld til velferðarmála eða brúttótekjur. Þegar lægri skattar og hærri atvinnutekjur aldraðra hafi verið teknar inn í myndina „er niðurstaðan sú að raunverulegar ráðstöfunartekjur eru mjög hagstæðar á Islandi bor- ið saman við Norðurlönd, þar sem kjör eru með því besta sem gerist á Vesturlöndum. Við get- um því dregið þær ályktanir að við stöndum mjög vel m.v. vest- rænar þjóðir". Hæstu ráðstöfunartekjurnar Athyglisverðar niðurstöður komu í Ijós úr útreikningum skýrsluhöf- unda á ráðstöfunartekjum bæði ungra og aldinna á Islandi, Dan- mörku, Svíþjóð og Finnlandi árið 1994, þ.e. þegar við Islendingar vorum að nálgast botn efna- hagslægðarinnar. Ráðstöfunar- tekjur eru; allar tekjur (atvinnu- tekjur, bótatekjur, og aðrar tekj- ur) að frádregnum sköttum (tekju- og eignasköttum) og nið- urstaðan síðan leiðrétt með tilliti til mismunandi kaupmáttar land- Vinnan göfgar manninn og erþá ekki endilega spurt um aldur. Aldraðir á íslandi eru ánægðir með líflð. •• HEIÐUR HELGA- DÓTTIR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.