Dagur - 22.07.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 22.07.1999, Blaðsíða 5
 FRÉTTIR L. n *• • * < i fi i c r a i mi r. c .'f i rn FIMMTUDAGUR 22. JÚlí 1999 - s * Skáliim á Hvera- vöHum látiim víkja Oddv iti Svmavatns- hrepps segir að þótt gera verði nýtt deiliskipulag á Hvera- vöHum verði nýr skáli Ferðafélags íslands og salemisaðstaðan að víkja fyrir nýrri þjón- ustumiðstöð. - Báðir aðHar tala um nauð- syn þess að ná sáttum. Urskurðarnefnd skipulagsmála hefur dæmt deiliskipulag á Hveravöllum ógilt og lagt fyrir að það verði unnið upp á nýtt. Það var Ferðafélag Islands sem kærði deiliskipulagið til úrskurðar- nefndar á sínum tíma en Svína- vatnshreppur í Húnavatnssýslu hefur með yfirstjórn Hveravalla að gera. „Frá okkar bæjardyrum séð var verið að skipuleggja Ferðafélagið og eignir þess á Hveravöllum út af svæðinu. Við áttum sam- kvæmt skipulaginu að íjarlægja nýja skálann okkar og alla sal- ernisaðstöðu. Gamli skálinn var eiginlega látinn vera í lausu lofti. Þessu gátum við ekki unað og kærðum til úrskurðarnefndar og unnum hluta af málinu. Deiliskipulagið var dæmt ógilt sem þýðir að það verður að vinna það upp aftur,“ segir Haukur Jó- hannsson, formaður Ferðafélags Islands. Hvort Ferðafélagið verður aft- ur skipulagt út af svæðinu með nýju deiliskipulagi segir Haukur að eigi bara eftir að koma í ljós. „Ég reikna nú með að við setj- umst niður í haust með þeim Svínvetningum til að ræða þessi mál. Það er komin ákveðin nið- urstaða í málið og það er því ekki til neins að halda áfram án þess að ná samkomulagi um deiliskipulagið," segir Haukur Jóhannsson. Skálinn verður að vikja Jóhann Guðmundsson, oddviti Svínavatnshrepps, tekur undir með Hauki um að menn verði að setjast niður og ná sáttum. Hann segist vonast til að Ferðafélags- menn komi til samstarfs við hreppinn um uppbyggingu nýrr- ar þjónustumiðstöðvar á Hvera- völlum. Varðandi það að verið sé að skipuleggja skála og salernis- aðstöðu FI út af svæðinu segir Jóhann að gert sé ráð fyrir að önnur mannvirki komi í stað nýrri skálans og salernisaðstöð- unnar. Hann bendir á í því sam- bandi að bæði nýi skálinn og sal- ernisaðstaða séu ósamþykkt hús, fyrir þeim hafi byggingarleyfi aldrei verið veitt. Það sé alveg ljóst að þau mannvirki verði að víkja fýrir nýrri þjónustumiðstöð. Jóhann segir Ferðafélagið aldrei hafa svarað málaleitan þeirra Svínvetninga um að koma til samstarfs við að leysa þessa þætti. Aftur á móti hafi Ferðafé- Iagið sett fyrir Svínvetninga alls konar þröskulda. „Mér sýnist að það sem við gerum nú sé að stoppa í götin og ljúka því sem ljúka þarf með nýju deiliskipulagi. Ég vona að Ferða- félagið komi nú til samstarfs við okkur um að leysa þessi deilumál og að okkur takist að ljúka mál- inu með sóma,“ sagði Jóhann Guðmundsson. - S.DÓR Atvúmumál liinna f'dtl uðu óleyst Fötluðu einstaklingarnir fjórir, sem sagt var upp störfum hjá borginni sl. vor, hafa enn ekki fengið nýja vinnu hjá borginni. Samkvæmt minnisblaði frá Agústi Jónssyni skrifstofustjóra borgarverkfræðings, sem lagt var fram í borgarráði sem svar við fyrirspurn D-listans, er ráðgert að bjóða þeim tímabundna ráðn- ingarsamninga „uns heppilegar lausnir fást“. Fram kemur að mikil fundar- höld hafi átt sér stað um atvinnu fyrir hina fötluðu, með þátttöku m.a. Eflingar og Þroskahjálpar, þar sem Ieitað hefur verið eftir „hugmyndum um lausn á vanda mannanna", en án árangurs enn sem komið er. Stendur til að leita tii sérfræðings og von er á mati trúnaðarlæknis. Mennirnir eru enn í vinnu hjá borginni, en skammt er eftir af uppsagnar- fresti þeirra. - FÞG Hninhjá Samíylk ingu Samfylkingin tapar 8% fylgi miðað við alþingiskosningarnar ef marka má nýja skoðanakönn- un Gallups. Sjálfstæðisflokkur- inn bætir við sig 5% fylgi og vinstri-grænir sömuleiðis. Fram- sókn stendur nánast í stað en frjálslyndir dala úr 4% í 3. Ef kosið væri nú fengi D-listi 45%, Samfylking 18%, framsókn 17%, VG-framboðið 14% og frjálslyndir 3%. Aðrir fengju 3% skv. frétt Sjónvarpsins í gær- kvöld. Tatsvert harður árekstur varð við Kristnes í Eyjafirði um miðjan dag í gær. Um aftanákeyrslu var að ræða og ók fólksbfll aftan á jeppa. Sjúkrabíll var kallaður á vettvang og þurfti að flytja báða ökumenn á slysadeild, en óljóst var um meiðsli þeirra þegar Dagur fór í prentun. Ökumennirnir voru einir í bílum sínum. mynd brink Kostnaðarsamar úrbæt- ur á Ráðhúsi Akureyrar Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Ráðhúsinu á Akureyri. Nú er verið að vinna í framkvæmd- um á fyrstu hæð hússins og end- urbæta aðstöðu þar til muna. Að sögn Ásgeirs Magnússonar, for- seta bæjarráðs, hefur verið byggt og lagfært fyrir um það bil 32 milljónir á þessu ári, með þeim kostnaði sem færður var yfir ára- mótin á fjárhagsáætlun bæjarins. Talsvert á þó enn eftir að gera til að fyrsta hæðin verði tilbúin, meðal annars laga símalagnir og annað tengt tölvukerfinu. Einnig er stefnt að því að fara í endur- bætur á öllu húsnæðinu á næstu 32 milljónum hefur þegar verið ráðstafað í framkvæmdir innan- húss í Ráðhúsinu á Akureyri. árum og á kostnaðurinn eftir að aukast talsvert með tímanum. Ásgeir segir að það hafi verið mikil þörf á að fara í þessar fram- kvæmdir, enda starfsaðstæður fólks í ráðhúsinu lélegar. „Það er orðið löngu tímabært að lagfæra starfsaðstöðu starfsfólks bæjar- skrifstofanna, sem menn hafa ýtt á undan sér í fjölda mörg ár. Það er full ástæða til þess að starfsað- staða þessa fólks verði viðun- andi, til þess að við fáum nægj- anlega mikið út úr því. Það er mjög mikil ástæða fyrir því að koma þessu í betra horf og það verður reynt að gera það eins hratt og hægt verður," sagði Ás- geir. - AÞM Hættuástandi aflýst Almannavarnanefnd Mýrdals- hrepps aflétti hættuástandi á Mýrdalsjökli í gær þrátt fyrir að enn sé svolítill órói á svæðinu þó skjálftavirkni sé lítil. Vatnsmagn hefur farið þverrandi í ám, m.a. í Múlakvísl. Jarðvísindamenn telja ekki meiri líkur á Kötlugosi nú en oft áður. Viðbúnaðarstig samkvæmt neyðarskipulagi AI- mannavarna er því ekki Iengur í gildi og lögreglan í Vestur- Skaftafellssýslu hefur numið úr gildi bann við ferðum um Mýr- dalsjökul, en þar sem og á Sól- heimajökli eru miklar sprungu- myndanir sem geta verið vara- samar. - GG Björn JósefArn- viðarson. Hafnaði frávísun Yfirheyrslum í máli skipstjór- ans á norska nótaskipinu Osterbris, John Harald Ostervold, lauk í gær. Við lok þeirra krafðist lög- maður skip- stjórans, Gunnar Sólnes hrl., þess að málinu yrði vísað frá vegna þess að gögn sýslumannsins, Björns Jósefs Arnviðarsonar, væru ófullnægjandi. Dómarinn, Ás- geir Pétur Ásgeirsson, hafnaði hins vegar þeirri kröfu á þeim forsendum að lagaákvæðum um rannsóknarskyldu væri ekki full- nægt. Málarekstur heldur áfram í dag. „Það eru allir íslensku bátarn- ir með sams konar loðnunætur og sá norski, Österbris, sem Landhelgisgæslan tók fyrir norðan land. Verði hann dæmd- ur sekur hjá Héraðsdómi Norð- urlands eystra verður hægt að taka hring á Hrauninu þegar all- ir sægreifarnir verða mættir þar með sams konar nætur. Það verða uppgrip fyrir ríkissjóð ef af verður,“ segir Freysteinn Bjarna- son, útgerðarstjóri Síldarvinnsl- unnar á Neskaupstað, en út- gerðin gerir út nokkur nótaskip með sams konar nót og Öster- bris. - GG Hagnaður í Hnífsdal Vegna væntanlegrar sameining- ar Hraðfrystihússins í Hnífsdal og útgerðarfélagsins Gunnvarar á Isafirði, sem er stærsti eigandi Ishúsfélags Isfirðinga, hefur Hraðfrystihúsið gert árshluta- reikning fyrir tímabilið janúar til maí 1999, þ.e. fimm mánaða uppgjör, og er hann með könn- unaráritun endurskoðanda. Samkvæmt því nemur rekstrar- hagnaður þetta tímabil 58 millj- ónum króna, en 37 milljónum króna fyrir skatta. Rekstrartekjur námu 762 milljónum króna og rekstrar- gjöld 637 milljónum króna og nam því hagnaður fyrir afskriftir 125 milljónum króna. Hagnað- ur tímabilsins nam 30,5 milljón- um króna. Eignir námu samtals 2,9 milljörðum króna og eigið fé 597,5 milijónum króna. - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.