Dagur - 22.07.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 22.07.1999, Blaðsíða 3
 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 - 3 FRÉTTIR Guðmimdur Ami í formeimsku? Guðmimdur Árni Stef- ánsson alþmgismaður hefur verið á ferðalagi um landið undanfarið til að ræða við kjós- endur. Haun segist ekkert útiloka varð- audi formennsku hjá Samfylkmgunni þegar þar að kemur. Það hefur vakið nokkra athygli að Guðmundur Arni Stefánsson al- þingismaður hefur farið vítt og breitt um landið í sumar og rætt við kjósendur. Setja menn þetta í samband við að hann ætli sér í formannsslag þegar Samfylkingin kýs sér formann á næsta ári. Guð- mundur Ami bauð sig fram gegn Sighvati Björgvinssyni til for- manns í Alþýðuflokknum en tap- aði með litlum mun. Þá benda Iíka margir á að á hinu stutta sumarþingi í júní síð- astliðinn hafi Guðmundur Árni haft á sér foringjasvip, verið mun röggsamari og flutt betri ræður en oft áður, og vildu tengja það því að hann ætlaði sér forystuhlutverk í Samfylkingunni. Margir af stuðn- ingsmönnum Guðmundar, sem Dagur hefur rætt \ið, staðfesta að Guðmundur muni vera að hugsa í alvöru til formennskunnar í Sam- fylkingunni þegar þar að kemur. Guðmundur Ami var spurður hvort hann væri að undirbúa að sækjast eftir formennsku í Sam- fylkingunni þegar þar að kemurr „Eg útiloka ekki neitt í því sam- bandi, það er allt eins og opin bók, menn halda bara sínum kortum og sjá til hveiju iram vindur,“ sagði Guðmundur Ami í gær. Hann segir að það sé í sjálfu sér Hann sagðist vonast til að hafist yrði handa um leið og sum- arfríum Ijúki í næsta mánuði. Eins og skýrt var frá í Degi á dögunum eru tvær nefndir að störfum varðandi undirbúning að flokksstofnun Samfylkingarinnar. I því sambandi hafa menn talað um að formleg flokksstofnun gæti átt sér stað næsta vor eða sumar,- S.DÓR engin ástæða til að tengja endilega saman ferðalag sitt um landið í sumar og formannskjör í Samfylk- ingunni. Hann líti svo á að alþingismenn eigi að fara um og heyra í fólki og það út fyrir sitt kjördæmi. Það hafi hann einmitt verið að gera í sumar. Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður Samfylkingarinnar, hefur farið víða að undanförnu og er hugsanlega á leið í formannsslag. Flokksstofnun Varðandi undirbúning að flokksstofnun hjá Sam- fylkingunni sagði Guð- mundur Ami nauðsynlegt að fara að vinna ákveðið samkvæmt skipulögðu plani hvernig eigi að formfesta samtökin. Einar Benediktsson, forstjóri Olís.er sagður hafa hafnað óskum um að hann taki að sér formennskuna í samtökum atvinnurekenda. Eiiiar sagði nei Enn hefur ekki verið ákveðið hver verði formaður hinna nýju sam- taka atvinnurekenda sem verið er að stofna. Olafur Ólafsson, for- maður Vinnuveitendasambands- ins, sagði í samtali við Dag í gær að ákvörðun hefði enn ekki verið tekin. Erfitt hefur reynst að ná mönnum saman til funda um málið vegna sumarleyfa. Samkvæmt heimildum Dags hefur Einar Benediktsson, for- stjóri Olís, hafnað óskum um að hann taki að sér formennskuna í samtökunum. Og þar sem for- maður hefur ekki verið fundinn hefur nýr framkvæmdastjóri ekki verið ráðinn, en Þórarinn V. Þór- arinsson, sem var framkvæmda- stjóri VSI, hefur verið ráðinn for- stjóri Landssímans. Jón Sigurðs- son var framkvæmdastjóri Vinnu- málasambandsins. -S.DÓH ítrekuð skemmdarverk hafa verið unnin í skólagörðunum á Akureyri. Smiðir og garðyrkjumenn framtíðarinnar botna ekkert í óréttlæti heimsins. mynd: billi Sár og hissa Töluvert hefur borið á skemmd- arverkum í skólagörðunum við Vestursíðu á Akureyri að undan- förnu. A.m.k. fjórum sinnum hafa kofar barnanna verið skemmdir og síðast í fyrrinótt. Aukinheldur hafa gulrætur barn- anna verið riíriar upp úr beðum og eyðilagðar. Eini tilgangurinn hefur verið að eýðileggja. „Það er búið að skemma kof- ana öðru hverju og rífa upp grænmetið. Þetta er opið svæði og óvarið. Ég veit ekki hverjir standa á bak við þetta en líkleg- ast er að það séu eldri krakkar," segir Linda Óladóttir, forstöðu- maður unglingavinnunnar hjá Akureyrarbæ. Þeir sem stunda skemmdar- verk af fyrrnefndu tagi gera sér sennilega ekki grein fyrir áhrif- unum sem niðurrifið hefur á garðyrkjumenn og húsasmiði framtíðarinnar. „Börnin verða óskaplega sár, því það fer oft gíf- urleg vinna forgörðum hjá þeim. Þau botna ekkert í þessu,“ segir Linda. Dagur skorar á skemmdar- varga um allt land að leyfa yngstu kynslóðinni að starfa í friði. bþ Lenti í átökum viö Agnar Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, sem að svo stöddu er eini grunaði aðilinn að morði Agnars W. Agn- arssonar, situr nú í fimm mánaða gæsluvarðhaldi í fangageymslum lögreglunnar. Hilmar Ingimund- arson, sem er dómskipaður veij- andi Þórhalls, hefur kært gæslu- varðhaldsúrskurðinn til Hæsta- réttar með það í huga að reyna fá hann styttan. Hilmar vildi ekkert fjá sig um efnisatriði málsinsjpg vísaði í trúnað og þagnarskyldu gagnvart skjólstæðingi sínum. „Málið er núna einfaldlega i rann- sókn,“ segir Hilmar. Hilmar hefur áður verið lög- fræðingur Þórhalls en þó ekki í Vatnsberamálinu svo kallaða frá árinu 1995. Hilmar var lögfræð- ingur Þórhalls nóttina sem Þór- hallur var stöðvaður fyrir ölvun- arakstur stuttu eftir að Agnar hafði verið myrtur en þar sem lög- reglan hafði ekkert á Þórhall á þeim timapunkti var honum sleppt daginn eftir. Um 20 tímum seinna fannst lík Agnars. Að sögn lögreglu miðar rannsókn málsins vel en er þögul um sjálfa rann- sóknina. Þórhallur á þó að hafa viðurkennt hjá lögreglu að hafa lent í átökum við Agnar vegna gamalla deilumála og skilið Agnar eftir í blóði sínu umrædda nótt. Höröur til Korts Hörður Helgason hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Korts hf., nýs þjónustufyrirtæk- is á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar og fjár- málaþjónustu. Fyrirtækið mun einbeita sér að snjallkortatækni sem nú er óðum að ryðja sér til rúms í greiðslumiðlun. Hörður er við- skiptafræðingur að mennt, fyrrum aðstoðar- forstjóri Olís, framk\|,æmdastjóri Baugs og nú síðast stýrði hann markaðsmálum hjá Borg- arplasti hf. Hörður er kvæntur Dórótheu Jó- hannsdóttur, matvæla- og hagfræðingi, og eiga þau þijár dætur. Frímerkjablaðið - nýtt blað Fyrsta tölublað Frímerkjablaðsins er komið út en það er Islandspóst- ur sem gefur blaðið út í samráði við Landssamband íslenskra frí- merkjasafnara. Tilgangur blaðsins er að efla almennan áhuga á frímerkjasöfnun og bæta úr miðlun upplýsinga til þeirra sem safna frímerkjum. Stefnt er að því að blaðið komi út 2-4 sinnum á ári. Tvö tölublöð koma út á þessu ári, það seinna í október næstkom- andi. Blaðið verður sent endurgjaldslaust til allra áskrifenda Frímerkjasölu Islandspósts og ákveðnum hópum til kynningar hverju sinni. Ritstjóri Frímerkjablaðsins er Svanur Valgeirsson, fræðslufulltrúi hjá Islands- pósti, og auk hans eru i ritnefnd Eðvarð T. Jónsson frá Islandspósti og Þór Þorsteins, Hálfdán Helgason og Sveinn Ingi Sveins- son frá landssambandi frímerkjasafnara. Rússar rannsaka makríl fyrir Norðurlandi Hópur rússneskra Msindamanna hefur um þessar mundir aðsetur á Egilsstöðum með sérútbúna flugvél til rannsókna í hafinu norður af íslandi. Vísindamennirnir vinna að rannsóknum á göngu makríls um alþjóðlega hafsvæðið norður af landinu. Hópurinn samanstendur af 10 vísindamönnum, nokkrum flugmönnum og tæknimönnum, alls 18 manns. Venjulegir bergmálsdýptarmælar í skipum nema ekki makrílinn að neinu gagni vegna þess að hann er ekki með sundmaga en rússnesku vísindamennirnir nota meðal annars innrauðar myndavélar til að fylgjast með göngunum. Þeir verða á Egilsstöðum fram að helgi en áætlað er að fara 4 til 5 flugferðir norður fyrir land ef veður leyfir. GG Jiolnmiír' .6 ninutii éiiov iio Forsíða Frímerkjablaðsins. Hörður Helgason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.