Dagur - 22.07.1999, Side 7

Dagur - 22.07.1999, Side 7
eV!V> VAUl . S. K HUUMlU'l W.MiVA- ð FIMMTUDAGUR 2 2 .~TuTT 1 9 9 9 - 7 ~JVrSil.O - Oagur- ÞJÓÐMÁL Iðnaður eða náttúru- vemd í Mývatnssveit? INGÓLFUR ÁSGEIR JÓHANNES- SON dósent skrifar Voveiflegur var jólaboðskapurinn úr Mývatnssveit, sem fram kom í viðtali við oddvita Skútustaða- hrepps í sjónvarpsviðtali örfáum dögum fyrir jólin 1998. Hann sagði að þar sem Bjarnarflag væri hvort sem er orðið iðnaðarsvæði, þá væri rétt að reisa þar gufuafls- virkjun. Viðbáru um að Kísiliðjan hefði ekki starfsleyfi nema áratug í viðbót svaraði hann því hversu skelfilegt væri að náttúruvernd- arsinnar vildu slátra 250 manna byggð til að láta náttúruna njóta vafans. Og mátti á honum skilja að náttúruvernd væri trúarbrögð og af samhengi mátti best ráða að trúarbrögð væru neikvæð. En sennilega rugluðust nú oddvitinn og sjónvarpsmaðurinn á trúar- brögðum (dæmi um þau eru kristin trú og íslam) og sannfær- ingu (dæmi um sannfæringu eru stjórnmálaskoðanir, þ.m.t. af- staða til náttúruverndar, virkjana eða stóriðju). Við þennan málflutning er mjög margt að athuga, t.d. er það ólíklegt að 250 manna byggð sé í raunverulegri hættu að mást út þegar starfsemi Kísiliðjunnar leggst af. Líklegra er að lítilfjör- leg eða engin fækkun verði í Reykjahlíðarþorpi. Fyrir utan að það gæti líka verið að einhveijir náttúruverndarsinnar hefðu, þrátt fyrir viðleitni sína til varnar náttúru Mývatnssveitar, áhyggjur af atvinnuleysi meðal Mývetn- inga. En það sem er mikilvægast í þessu samhengi er hvað „iðnað- arsvæði í Bjarnarflagi“ raunveru- lega merkir. Mývatn er einstakt Mývatns- og Laxársvæðið er ein- stakt í sinni röð í veröldinni fyrir náttúrufegurð og lífríki. Fyrir aldarfjórðungi voru sett sérstök Iög um verndun svæðisins þar sem almennu náttúruverndarlög- in þóttu ekki duga. Auk þess er Mývatns- og Laxársvæðið á sér- stakri skrá um votlendi sem þyk- ir mikilvægt að varðveita og kennd er við Ramsar, enda einstakt votlend- issvæði sem þrátt fyrir allt er ekki enn þá óbætanlega mik- ið skemmt af dælingu úr vatnsbotni og skurðgreftri í engjum. Því er Ijóst að þetta svæði ber að umgangast með sérstakri varúð. En hvað er það annars að láta náttúruna njóta vafans? Fyrst og fremst að gera ekki neitt nema sann- að megi teljast að náttúran bíði ekki af því skaða. Og hvenær telst það sannaðr Er yfirleitt unnt að sanna það? Er þetta skynsamleg regla? Má yfirleitt nokkuð gera? Þessum spurningum er sjaldan hægt að svara með jái eða nei. Miða verður við aðstæður. Gufu- aflsvirkjun getur verið jafnsjálf- sögð í Svartsengi og hún er fráleit í Bjarnarflagi sem er innan fjalla- hrings Mývatnssveitar. Albræðsla í Reyðarfirði er heldur ekki jafn- fráleit og námugröftur úr botni Mývatns af náttúruverndarástæð- um - þótt ég telji hana ekki skyn- samlegan kost í atvinnu- og byggðamálum. Varúðarreglan, þ.e. að Iáta náttúruna njóta vafans, felur í sér að sönnunarbyrðin er þess sem vill framkvæma. Kísiliðjan þarf að sanna að dæling úr botni vatnsins valdi ekki skaða. Hún þarf að sanna að hún breyti ekki neinu. Eins er með fleiri borholur í Bjarnarflagi: sanna þarf að þær valdi ekki óbætanlegum skaða. Raunar er búið að sanna með rannsóknum, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að vefengja, að Kísiliðjan veldur vatninu skaða því að allt er á fleygiferð í vatns- botninum. Og við verðum að muna að það var einmitt til að finna jafnvægi á milli náttúru- verndar-, varúðar- og atvinnu- sjónarmiða sem Kísiliðjan fékk fyrir nokkrum árum leyfi til þess að dæla kísilgúr af afmörkuðu svæði á vatnsbotninum í tiltek- inn tíma, leyfi sem engan veginn þjónaði ströngum friðunarhags- munum. Hverjum þykir vænt um fólk- ið í Mývatnssveit? Okkur oddvita Skútustaðahrepps er báðum mjög annt um sveitina okkar og fólkið sem þar býr - þótt okkur greini á um leiðir til þess. Hann hef- ur núna meiri áhyggjur af fleira fólki en ég þegar starfsemi Kísil- iðju verður hætt og setur meinta hagsmuni þess ofar en vafann sem túlka á nátt- úrunni í hag. Hins vegar eru sumar aðgerðir hans sem odd- vita til þess fallnar að efast um þessa vænt- umþykju. Dæmi: Þegar meirihluti hreppsnefndar, undir forystu hans, ákvað fyrir fáeinum árum að fella niður skólahald á Skútustöðum, í harkalegri and- stöðu við vilja fólksins í suðvest- ursveitinni, virtust áhyggjur af þeim hagsmunum, sem þá voru í veði, ekki vera efstar í hugum þess meirihluta. Hins vegar vil ég ekki trúa því að þetta hafi verið af illvilja, heldur því að meirihluti hreppsnefndar hafi verið nægi- lega sannfærður um að langtíma- hagsmunir fælust í því að sam- eina skólahald strax og því væri rétt að ganga gegn skammtíma- hagsmunum minnihlutans. Á lfk- an hátt trúi ég því að það sé rétt að fórna minni hagsmunum (skammtíma atvinnuhagsmun- um) fyrir meiri (framtíðar nátt- úruvernd) þegar kemur að náma- greftri í Mývatni og virkjun í Bjarnarflagi. I hvorugu tilvikinu getur þetta orðið sársaukalaust. Boðskapur úr Mývatnssveit um Bjarnarflag sem iðnaðarsvæði er raunalegur með hliðsjón af nátt- úruverndargildi Mývatns- og Laxársvæðisins og óskynsamleg- ur sem leið til að efla atvinnu- og mannlíf í sveitinni. Því er þessi „jólaboðskapur" rifjaður hér upp að nýlega heyrði ég á einhverjum vettvangi sams konar rök fyrir gufuaflsvirkjun í Bjarnarflagi: þar væri hvort sem er iðnaðarsvæði. Sveitaryfirvöld og stjórnvöld ís- lenska ríkisins hafa ekki svo mjög leitað úrræða í atvinnumálum - og það þurfa þau að gera á þess- um fáu árum sem Kísiliðjan hef- ur námaleyfi og hætta að stinga hausnum í leðjuna á vatnsbotn- inum eða leirinn í Bjarnarflagi. Dæmi um skammsýni í atvinnu- málum er sala skólahúss á Skútustöðum fyrir rúmu ári til hótelhalds. Þetta ágæta skólahús hefði einmitt átt að vera tromp í viðleitni til þess að fá stjórnvöld ríkisins til að efla náttúrurann- sóknir og minjavernd, jafnvel flytja stjórnsýslu á þessum svið- um norður í Mývatnssveit. Þannig hefði mátt styrkja at- vinnulíf tengt náttúruvernd, svo sem landvörslu, rannsóknir, safn, fræðagarðinn Kviku og örugglega margt fleira, og gera þannig út á náttúruvernd sem atvinnugrein. Þannig kæmum við best í veg fyr- ir að Bjarnarflag eða Mývatns- sveit öll verði að iðnaðarsvæði. Höfundur ólst upp í Mývatns- sveit. Bjamarflag í Mývatnssveit er fráleitur staður fyrir gufuaflsvirkjun að mati greinarhöfundar. Stóriðja og meraiing við Eyj afj ör ð n. grein SVANBJORN SIGURÐS SON {. JL rafveitustjóri á Akureyri skrifar Frjúlsleg meðferð fór um garð enfegurra varð það eigi, er menningin að mengun varð t meðhöndlun hjá Degi. I yfirliti Landsvirkjunar um orkukaup rafveitna, það sem af er þessu ári, kemur fram að um aukningu er að ræða um allt land, nema á Akureyri, en þar er minnkun. Sex orkuveitur, víðs vegar um landið, kaupa raforku beint af Landsvirkjun. Aukning á kaup- um fimm þeirra eru frá rúmlega 2% og upp í tæplega 16%, meðan orkukaup Rafveitu Akureyrar hafa dregist saman um 1% vegna minkandi umsvifa í bænum. Þrátt fyrir þetta býður þó Raf- veita Akureyrar, viðskiptavinum sínum, eitt lægsta raforkuverð á Iandinu. Heildaraukning Landsvirkjun- ar á orkusölu, til þessara sex orkuveitna, er að meðaltali um 4,7% á áðurnefndu tímabili. Ef til vill sýna þessar tölur í hnotskurn hvernig „hagsældar- kakan" skiptist meðal lands- manna og benda um leið á þann stað, þar sem þörfin er mest fyrir átak í atvinnumálum til að auka framleiðni og hagsæld. Hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur (nú Orkuveitu Reykjavíkur) hefur lengi verið gætt að fylgni raforkunotkunar almennt og vel- megun þjóðarinnar og það feng- ist staðfest, að sterk tengsl eru þarna á milli. Þegar allt gengur vel í þjóðfélaginu og hagvöxtur er mikill, eru þegnarnir bjartsýnir og nota raforku mikið. Ef borin eru saman línurit yfir bolfiskveiðar Islendinga og raf- orkunotkun í Reykjavík og ná- grannabyggðum hennar á undan- förnum áratugum, kemur í ljós að þau eru mjög Iík að lögun. Þetta hefur þó breyst nokkuð síð- ustu ár með tilkomu stóriðjuvera og aukinnar fjölbreytni í atvinnu- vegum á öðrum sviðum, þó Akur- eyringar hafi, í hvorugu tilfellinu, átt þar hlut að máli. Til að stöðva þá niðursveiflu sem nú á sér stað á Akureyri, meðan uppsveifla ríkir annars staðar á landinu, þarf að koma á fót stóriðju við Eyjafjörð. I kjölfar hennar mun Ijölbreytni atvinnu- lífsins aukast á atvinnusvæði okkar Eyfirðinga, við munum fá greidd laun fyrir vinnu okkar sem væru sambærileg við þau laun sem greidd eru á svokölluðum hálaunasvæðum ásamt því að menning og listir munu dafna. ísland er ekki einn af þeim stöðum á jörðinni, þar sem fæð- an fellur niður úr trjánum og ekki þarf annað en að rétta út hönd eftir stráum til húsagerðar. Ibúar þessa Iands hafa alltaf þurft að hafa fyrir lífinu. Mann- virki af ýmsum toga hafa verið ein af forsendum þess að landið hefur haldist í byggð. Á árum áður voru þessi mannanna verk að mestu í formi landbrots til ræktunar túna og akra, mógrafa, byggingar grjótgarða til að skýla bátum fyrir brimi og svo mætti lengi telja. Ekki þótti Gunnari á Hlíðarenda mannvirkin ljót, er hann leit yfir Hlíðina og fór því hvergi. Ekki þyrfti stóriðja að spilla fegurð Eyjaljarðar ef hún gæti orðið til þess að þar héldist blómleg byggð og fagurt menn- ingarlíf. Fallegar orkuflutnings- línur, sem flytja orku fallvatna og heitra hvera, til iðjuvera sem framleiða verðmæti, ættu að gleðja augu landsmanna og gera hamingjusama þjóð enn ham- ingjusamari Sú raforka, sem er framleidd á Norðurlandi, er að mestu flutt til stóriðjuveranna á Suðvestur- Iandi. Mikið orkutap verður við þennan flutning, sem ásamt fleiru gerir það að verkum, að hagkvæmasti staður fyrir nýja stóriðju á Islandi er milli Blöndu- virkjunar og Kröflu. Nægjanleg raforka er tiltæk nú á þessu svæði, til dæmis að Rangárvöll- um á Akureyri, til iðnaðar sem kalla mætti stóriðju, án þess að leggja í kostnað við virkjanir eða línubyggingar, en til viðbótar eru álitlegir virkjunarkostir í Öxar- firði, á Þeistareykjum og í Bjarnarflagi. Eyjafjörður er, jafnframt því að vera hagkvæmasti staðurinn fyrir nýja stóriðju á Islandi, með hlið- sjón af orkuflutningsnetinu, sá raunhæfasti til að viðhalda nokkru jafnvægi hvað varðar bú- setu landsmanna. Þá má ekki gleyma því að minna ætti að ganga á vegna virkjana norðanlands en vegna ráðgerðra framkvæmda Lands- virkjunar á Austurlandi. Allir vita að friðurinn er mikils virði.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.