Dagur - 22.07.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 22.07.1999, Blaðsíða 13
 FIMMTUBAGUB 22. JÚLÍ 1999 - 13" - ÍÞRÓTTIR Stefnlr í harða haráttu mill IR og FH í stigakeppninni Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum fer fram á Kópavogsvelli um næstu helgi og er húist við spennandi keppni í öllum grein- um. Frjálsíþróttadeild Breiðabliks verður framkvæmdaaðili Meist- aramóts Islands í frjálsum íþrótt- um, sem hefst á Kópavogsvelli á laugardaginn. Að sögn Magnúsar Jakobssonar, mótsstjóra, hefst mótið með undanrásum á Iaug- ardagsmorgun klukkan 10:00, en sjálf setningin þó ekki fyrr en klukkan 13:50 og síðan úrslita- keppnin klukkan 14:00. 182 keppendur frá 19 félögum „Setning mótsins mun hefjast með Ieik skólahljómsveitar Kópavogs og síðan mun forseti bæjarstjórnar Kópavogs setja mótið. Armann J. Lárusson, fyrr- um kastari og glímukappi, mun verða sérstakur heiðursgestur mótsins, en hann keppti í mörg ár fyrir Breiðablik. Hann gaf fé- laginu allt verðlaunasafnið sitt nýlega og hefur það nú verið sett upp í Smáranum. Alls eru 182 einstaklingar frá 19 félögum og samböndum skráðir til keppni á mótinu og verður keppt í alls 37 greinum karla og kvenna. FH-ingar mæta með stærsta hópinn á mótið, eða alls 41 keppanda, og IR-ingar, koma þar næstir með 36. Síðan kemur HSK með 24 keppendur og önnur félög með nokkuð færri. Keppendur koma frá flest öllum héraðssamböndunum úti á Iandsbyggðinni, en þó söknum við Þingeyinga og Austfirðinga, sem eldd eru meðal þátttakenda á þessu móti. Hjá þeim hafa orð- ið nokkur kynslóðaskipti að und- Vala Flosadóttir. anförnu, þannig að þeir eru að byggja upp aftur og verða örugg- lega með á næstu mótum. Allir bestu skráðir til keppni Allt okkar besta afreksfólk er skráð til keppni á mótinu og þar á meðal eru allir sem náð hafa lágmörkunum inn á HM í Sevilla, en það eru þær Vala Flosadóttir, Þórey Edda Elísdótt- ir, Guðrún Arnardóttir, Marta Ernstdóttir og síðan Jón Arnar Magnússon. Einnig verða þau Vigdís Guðjónsdóttir, spjótkast- ari, og Einar Karl Hjartarson, hástökkvari, meðal keppenda, en bæði eru þau að beijast við að ná lágmörkunum inn á HM. Athygl- in mun því aðallega beinast að þessum keppendum, sem eru okkar toppfólk í dag. Einnig má búast við góðum árangri hjá unga fólkinu, en við eigum nú margt ungt og efnilegt frjálsí- þróttafólk, sem hefur verið að ná mjög góðum árangri að undan- förnu. Eitthvað er um meiðsl og til dæmis eru þeir Magnús Aron Hallgrímsson, Jón Asgrímsson og Sveinn Þórarinsson frá vegna meiðsla og er þar skarð fyrir skildi," sagði Magnús. Stefán HáUgrímsson aftur í baráttunni Það vekur athygli í mótaskránni að þar vantar nöfn nokkurra Jón Arnar Magnússon. þekktra keppenda sem voru meðal keppenda í fyrra. Þar má nefna Þórdísi Gísladóttur, há- stökkvara, Pétur Guðmundsson, kúluvarpara, Sigmar Vilhjálms- son, spjótkastara og Sunnu Gestsdóttur, spretthlaupara, sem öll unnu til Islandsmeistaratitla á síðasta meistaramóti. Eitt nafn vekur sérstaka at- hygli í mótaskránni, en það er Stefán Hallgrímsson, tugþraut- arkappinn kunni á árum áður, sem er skráður til keppni í 400 m grindahlaupi. Stefán á ennþá Guðrún Arnardóttir. meistaramótsmetið í greininni, sem er 52,87 sek., sett árið 1981. Stefán tekur nú aftur fram keppnisskóna eftir nokkurt hlé, en heyrst hefur af honum á ein- hverjum mótum fyrr í sumar. FH og ÍR sterkust á pappíruntun Auk þess að vera einstak- Iingskeppni er meistaramótið einnig stigakeppni milli félaga, sem gerir mótið mun meira spennandi og skemmtilegra. Að sögn Vésteins Hafsteinssonar, Einar Karl Hjartarson. verkefnisstjóra olympíuhóps FRI, á hann þar von á mikilli baráttu á milli IR-inga og FH- inga, eins og reyndar á síðasta meistaramóti, en þá höfðu IR- ingar vinninginn. „FH og IR eru sterkust á papp- írunum og baráttan um toppinn mun líklega standa á milli þeirra. Einnig er HSK með nokkuð öfl- ugt lið og gæti hæglega blandað sér í þá baráttu, þar sem nokkuð er um forföll hjá bæði ÍR og FH,“ sagði Vésteinn. ítalir heimsdeildarmeistarar Giovanni sést hér skella boltan- um í leik ítala í heimsdeildinni. ítalir urðu um helgina heims- deildarmeistarar í blaki er þeir lögðu Kúbveija að velli í hörku- spennandi úrslitaleik, 3-1. Aður höfðu Italir unnið Iið Rússa í undanúrslitum 3-1, en Kúba vann öruggan sigur á liði Brasil- íumanna, 3-0. Urslitaleikurinn var hörku- spennandi allt frá byijun, en það var þó sérstaklega Ijórða og síð- asta hrinan sem var skemmtileg- ust. Spennan hélst allt fram á síðustu stundu, er Italir náðu að skora og tryggja sér sigur í hrin- unni 26-24 og 3-1 í hrinum talið. Hinar þijár hrinurnar fóru þann- ig að ítalir unnu íyrstu hrinuna 25-21 og þá þriðju 19-25, en Kúbveijar unnu aðra hrinuna, 25-23. Þetta var í sjöunda skipt- ið á síðustu átta heimsdeildar- mótum sem Italir stóðu uppi sem sigurvegarar. I leiknum um þriðja sætið unnu Brasilíumenn Rússa, 3-1. Hrinumar fóru þannig að Rússar unnu fyrstu hrinuna 17-25, en Brasilíumenn unnu þrjár þær næstu 25-23, 25-20 og 25-19. AÞM ÍÞR Ó T TA VIÐTALIÐ Akveðnir í að rífa okknr upp nr öldudalnum SteinarDagur Adolfsson leikmaðurKongsvinger. Steinar DagurAdolfsson varfyrirliðiKotigsvinger í æfingaleíknum gegn Celt- ic á þriðjudaginti. Steinar áttifínati ieik ogþað átti botnliðið Kongsvitiger líka þrátt fyrir tap gegn skoska risanum. - Þú varst fyrirliði Kotigsvinger í dag. Er það liður í uppbygg- ingunni að skipta utnfyrirliða? „Nei, nei. Markvörðurinn okk- ar er fyrirliði en þar sem hann er veikur núna fékk ég hlutverk hans f þessum Ieik.“ - Það var ttiun léttara yfir lið- inu í kvöld en oftast áðttr í sum- ar. Er góður andi í hópnutn ttúna? „Já, það er mjög góður andi í liðinu. Það er líka, þótt ótrúlegt sé, búið að vera mjög létt yfir lið- inu allan tímann. Við byrjuðum mjög illa og töpuðum sjö fyrstu leikjunum og það er náttúrulega alltaf erfitt að rífa sig upp eftir slíka b)Tjun. Við töpum miklu sjálfstrausti en erum að vinna okkur út úr því. En mér líst mjög vel á Ieikmannahópinn og það eru allir samstíga í því sem við erum að gera og ákveðnir í að rífa sig upp úr þessum öldudal sem við höfum verið í.“ - Það er þá bara gaman á æf- ingunum? „Já, það er það. Æfingarnar eru fínar. Við erum að gera fína hluti á æfingunum og menn leggja sig virkilega fram en leik- irnir hafa verið svona og svona. Okkur hefur ekki tekist að gera það sama í leikjunum og við erum að gera á æfingunum. Við erum ákveðnir í því að fara að reyta stig, eitt eða þrjú, í næstu leikjum þó prógrammið sé erfitt. Strax og við höfum unnið einn leik erum við komnir í hælana á næstu Iiðum og við erum bara bjartsýnir á að þetta takist ef all- ir gera sitt besta og leggja sig virkilega fram.“ - Fallið er þá ekki á stefnu- skránni? „Nei, því get ég lofað þér. Það er sko ekki á stefnuskránni." - Þið eruð ettti í vandræðutn með framherja. Stendur til að bæta úr þvi? „Já, það virðist alla vega vera eftir því sem maður les í blöðum og haft er eftir stjórninni og þjálfaranum. Eg vona að það tak- ist sem fýrst því þjálfarinn er að nota okkar besta miðjumann sem senter og það finnst mér sóun á hæfileikum hans. Það er alveg rétt að okkur hefur ekki tekist að finna samsetningu þar sem skapar eitthvað fram á við. Framan af skipti engu máli hver framherjinn var því það voru aldrei að koma neinar fyrirgjafir sem þeir gátu unnið úr. Maður fann það líka á hópnum að sá sem var látinn spila senter var elikert voðalega ánægður með sína stöðu því sá fékk aldrei úr neinu að moða. Stefán Þórðar- son prófaði sig þarna framan af en hann fékk aðeins eitt mark- tækifæri í einhverjum fimm leikjum. Það er ekki bara honum að kenna heldur öllu liðinu sem á að skapa þessi færi. Þó varnar- leikurinn sé að mörgu leyti góð- ur en menn fara að missa trúna í sókninni fáum við trukk á okkur til baka. Þá er oft erfitt að hindra að andstæðingurinn skori.“ - Hvað segir þjálfarinn þegar hann fréttir að Stefán blómstr- ar heitna tneð Skagamönnum? „Hann hefur nú ekkert tjáð sig um það. En ég veit að hann fyig- ist nú grannt með því. Hann var að mörgu leyti ánægður með Stefán en hann náði bara ekki að skora. Síðan missti hann trúna á honum eftir þessa fimm leiki og eftir það fékk Stefán ekki tæki- færi. Það var því ekkert fyrir hann að gera hér lengur og því best fvrir hann að koma sér í burtu. Ég vona bara að honum gangi vel í framtíðinni." CÞÖ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.