Dagur - 22.07.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 22.07.1999, Blaðsíða 9
Xfc^MT FIMMTUDAGUK 22. JÚLÍ 1999 - 9 FRÉTTIR L. j nisemi anna (PPP gildi) og allar tölur um- reiknaðar í Evrur. Niðurstaðan var sú, að eldri hjón/sambúðarfólk hafði föluvert hærri meðalráðstöfunartekjur á íslandi en í öllum hinum löndun- um og jafnframt hærri ráðstöfun- artekjur heldur en íslensk hjón yngri en 45 ára aldri - sem í hinum Iöndunum höfðu hins vegar urn- talsvert hærri tekjur en Iífeyrisþeg- arnir. Einhleypir aldraðir höfðu hins vegar hærri (2-3%) ráðstöf- unartekjur í Svíþjóð og Danmörku, þar sem tekjumunur aldraðra og hinna yngri var líka meiri en hér. Tekjuskiptmg hér ójafnari „En hvernig rímar þessi góða út- koma við þá niðurstöðu að hlutfall eldri borgara sem lendir undir stöðluðum fátæktarmörkum (4%) sé hér heldur hærra en á hinum Norðurlöndunum?11 spyrja skýrslu- höfundar (fátæktarmörk eru skil- greind neðan við 50% af meðalíjöl- skyldutekjum á mann). Og svarið er: „Það bendir til að ójöfnuður tekjuskiptingarinnar hjá eldri borgurum sé heldur meiri hér á Is- landi en hjá hinum þjóðunum." Stafi þetta einkum af því að þeir sem geti ekki stundað launa\dnnu og hafi ekki áunnið sér rúm lífeyr- isréttindi og þurfi því að stóla á grunnlífeyri almannatrygginga ein- an, þeir standi höllum fæti hér á landi. Þeir sem heldur ekki eigi íbúðarhúsnæði búi margir við mjög þröngan kost. Enda eign íbúðarhúsnæðis sá þáttur í eigna- stöðu almennings sem skiptir mestu máli. Um 97% í eigin íbúð íbúðalausi hópurinn er þó ekki stór, sem betur fer. „Eldri borgarar á Islandi standa vel að þessu leyti samanborið við það sem er í öðr- um vestrænum löndum, því hér er almennara en víðast að fólk búið í eigin húsnæði,“ segir í skýrslunni. Af 67-75 ára íslendingum búa 97% í eigin húsnæði og flestir hinna í leigu hjá sveitarfélagi. Við enn hækkandi aldur flytja síðan margir í sambýli, þjónustuíbúðir eða á stofnanir. Húsnæðisskuldir 67-75 ára hópsins eru tæpar 700 þús.kr. að meðaltali (álíka og skuldir 18-24 ára hópsins) og mánaðarlegar afborganir um 5 þús.kr. að meðaltali. Enda hafa að- eins 4% þeirra lent í vanskilum, borið saman við 25% af 25-45 ára fólki. Aldraðir eiga að jafnaði um 8 milljóna hreina eign í íbúðum/hús- um sínum. Aftur á móti hefur Ijórðungur 68-80 ára aldurshóps- ins engan bíl á heimilinu. Oft í mat - nær aldrei skyndi- mat Aldraðir (68-80 ára) bjóða fólki eins oft í mat og þeír sem yngri eru og fara litlu sjaldnar í matarboð, en miklu sjaldnar út að borða eða á kaffihús og panta næstum aldrei skyndimat. Aldraðir fara álíka oft í leikhús, á klassíska tónleika, myndlistarsýningar og söfn og hin- ir yngri, Hins vegar fara þeir sjald- an á bíó eða í samkvæmi og ör- sjaldan á krá, kappleiki eða á víd- eóleigu. Þeir hlusta hins vegar og horfa öllum öðrum meira á útvarp (tæpa 4 tíma á dag) og sjónvarp (næstum 3 tíma á dag). Þessi hópur er þannig að verða sá eini sem hlust- ar á útvarpsfréttir og enginn horfir heldur oftar á sjónvarpsfréttir. Þar á ofan eru þeir miklir dagblaðales- endur. Aldraðir ekki óvirkir á íslandi „Þrátt fyrir þennan mun sem er á fjölmiðlanotkun aldurshópanna fer því íjarri að eldri borgarar dragi sig úr úr virkni hversdagslífsins og stundi t.d. sjónvarpsáhorf í óhófi. Þvert á móti sýnir sig að eldri borg- arar á Islandi eru virkir í félagslífi og margvíslegri afþreyingariðju, auk óvenjumikillar atvinnuþátt- töku samanborið við aðrar nútíma- legar þjóðir. Tilgátan um að eldri borgarar séu óvirkir í samfélaginu, sem stundum er fram sett í nálæg- um löndum, virðist því ekki eiga við um meginþorra eldri borgara á Islandi,“ segir í skýrslunni. Sterkari siðferðiskennd Niðurstöður könnunar á afstöðu fólks til ýmissa siðferðilegra álita- mála benda eindregið til þess að eldra fólk telji siðferðileg frávik síður réttlætanleg en þeir sem yngri eru. Oldruðum þykir t.d. mun síður réttlætanlegt að svindla í strætó, svíkja undan skatti, kaupa stolna hluti, taka bíl annars í heimildarleysi eða tilkynna ekki um tjón sem þeir hafa valdið á kyrrstæðum bíl, aka undir áhrif- um, halda fundnu fé, ljúga sjálfum sér til framdráttar, þiggja mútur í starfi og taka eigið líf og fleira. Hollustuvemd fylg- ist með Krossauesi Ólafur Pétursson, yfirmaður mengunarvarna hjá Hollustu- vernd ríkisins, segir að fylgst sé með Krossanesverksmiðju í mengunarlegu tilliti, enda eru kvartanir tíðar frá íbúum. íbúi á Akureyri líkti starfsemi verk- smiðjunnar um síðustu helgi við þefrænt ofbeldi í Degi. Borgarstjórinn í Reykjavík greip til gula spjaldsins þegar rammur fnykur barst frá stromp- um Faxamjöls á höfuðborgar- svæðinu fyrir skömmu. Er ein- hver munur á starfsleyfi Krossa- ness og Faxamjöls hvað varðar hráefnisskyldu? „Það eru tak- mörk fyrir því á Krossanesi hve lengi má geyma hráefnið í landi áður en það er nýtt. I Faxamjöls- verksmiðjunni vinna þeir úr hrá- efni sem gerir þeim kleift að framleiða hágæðamjöl og þarna er því svolítill munur. Það eru hins vegar takmörk fyrir því í báðum verksmiðjum hvað hrá- efnið má vera gamalt,“ segir Ólafur. Aðspurður hvort Krossanes hafi nokkru sinni orðið uppvíst að því að nota eldra hráefni en starfsleyfi fyrirtækisins heimili, bendir Ólafur á að núverandi starfsleyfi gildi aðeins í eitt ár og frá því að það tók gildi viti hann ekki til að reglur hafi verið brotn- ar. „Það verður hins vegar að segjast eins og er, að það er ekki alveg daglegt eftirlit með þeim,“ segir Ólafur. - BÞ Fordæmi frá Geirfinnsmali Kio Briggs sem Hæsti- réttur hefur sýknað sat í gæsluvarðhaldi í rúma níu mánuði. Helgi Jóhannesson Iögfræðingur Kio Briggs segir að það sé öruggt að það verði gerð skaðabótakrafa á hendur íslenska ríkinu en hins vegar liggi það ekki fyrir hve há krafan yrði. „Krafan byggist á því að Kio var sýknaður og að hann hafi verið í klóm réttvísinnar í þó nokkurn tíma,“ segir Helgi. Að sögn Helga liggja fyrir fordæmi fyrir svona bótakröfu samanber bæturnar sem Magnús Leópoldsson og fé- lagar fengu fyrir gæsluvarðhalds- vist sína í Geirfinnsmálinu. Varð- andi lagagrundvöll skaðabóta- kröfunnar segir Helgi að 21. kafli laga um meðferð opinberra mála opni vissa leið í þessum málum. I 176. grein í 21. kaflanum stendur m.a. að dæma megi bæt- ur vegna gæsluvarðhalds ef lög- Kio Briggs og lögmaður hans und- irbúa skaðabótamál. mæt skilyrði hefur brostið til slíkra aðgerða eða ef ekki hefur verið, eins og á stóð, nægilegt til- efni til slíkra aðgerða. Hins vegar stendur í 175. grein sömu laga að fella megi niður bætur eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim að- gerðum sem hann reisir kröfu sína á. Mun skipta milljóniun Nú fer fram vinna í að meta bæði fjárhagslegt tjón og miskatjón Kio Briggs og gerir Helgi ráð fyr- ir að sú vinna klárist mjög fljót- Iega. Helgi treystir sér ekki að nefna neinar upphæðir í þessu sambandi en það er Ijóst að þær skipta milljónum króna. „Mínar hugmyndir eru að hann fái bætt fyrir það tjón sem hann varð fyrir við það að geta ekki verið í vinnu og að auki fái dæmdar miskabætur," segir Helgi. Embætti ríkissaksóknara vildi ekkert tjá sig um málið, hvorki um hvort sýknudómur Hæsta- réttar hafi verið áfellisdómur né um mögulega skaðabótakröfu Kio Briggs á hendur ríkinu. Embættið vildi einnig ekkert segja um hvort til stæði að gefa út ákæru á hendur Guðmundi Inga Þóroddssyni sem Kio hefur gefið í skyn að hafi sett þessar rúmlega 2.000 e-töflur í farangur sinn. - ÁÁ Eftirlit með opinbem eftirliti Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur skipað nefnd til ráðgjafar um eftirlit og eftirlitsreglur hins opinbera og leiðir Orri Hauksson aðstoðarmaður Davíðs nefndar- vinnuna sem formaður. Til nefndarinnar geta leitað þeir að- ilar sem eftirlit beinist að og aðr- ir þeir sein hagsmuni hafa af op- inberu eftirliti, auk þess sem ráð- herrar geta sent nefndinni mál til umsagnar. Nefndarskipanin er í anda stefn uyfirlýsingar ríkisstjórnar- innar, þar sem segir meðal ann- ars að ríkisrekstur verði gerður einfaldari, skilvirkari og þjónusta bætt, að dregið verði úr skrifræði í samskiptum við stjórnvöld og að tryggt verði að eftirlitsaðilar íþyngi fyrirtækjum ekki að óþörfu. Aðrir nefndarmenn eru Agúst Þór Jónsson verkfræðingur, Kristín Guðmundsdóttir, fjár- málastjóri Granda, Sigurður M. Magnússon forstöðumaður Geislavarna ríkisins og Þórunn Sveinbjörnsdóttir, 1. varaformað- ur verkalýðsfélagsins Eflingar. - FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.