Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 4
DV. FIMMTUDAGUR14. OKTOBER1982. Ný aðveituæð fyrir vatns- veituna er stærsta málið Steinn Kjartansson, sveitarstjóri á Súöavik. Jarðraskið sem sést er vegna vatnsveituframkvæmdanna. I september síðastliðnum tók nýr sveitarstjóri við störfum á Súöavík, S leinn Kjartansson. Hann er heima- maður í húð og hár og hefur búið allan sinn aldur á staðnum að undan- skildum þrem árum í Reykjavík. Áður en hann tók viö þessu starfi var hann verkamaður í frystihúsinu. Lagðar voru nokkrar spumingar fyrir Stein. Hversu margir búa hérnúna? .dCringum 260 manns. Fjölgunin undanfarin ár hefur veriö lítil, þetta hefur nokkuð svona staðið í stað. En Súðavík hefur samt alla tíð veriö uppgangspláss og ég vona að hún verði það áfram. Að vísu vantar húsnæöi, við vorum þó aö ljúka bygg- ingu á 8 íbúða fjölbýlishúsi sam- kvæmt leigu- og söluíbúðakerfinu. ” Hvemig er atvinnulífiö? „Osköp einhæft, fiskiðnaöur og sjávarútvegur. Það hefur verið þokkaleg vinna á árinu aö undan- skildum 2 tímabilum, janúarstopp- inu og svo stoppinu núna um daginn. Við lentum sérstaklega illa út úr þessu núna. Togarinn var í slipp en þegar hann kom var stoppið að skella á.” Þið eigið einn togara? „Já, togarinn Bessi var smíðaður 1973. Honum hefur gengið vel alla tíð, verið happaskip og aflasæll í alla staði.” Er frystihúsið í sæmilegu ástandi? „Það er hér frystihús í byggingu. Árið 1978 var hafist handa af fullum krafti en litilleg endurbygging hafði verið í gangi árin áður. Eftir er að taka í notkun pökkunarsal á efri hæð og á neðri hæðinni geymslu að nokkru leyti. Á efri hæöinni er líka verið að setja upp rækjuvinnslu sem var áður á Langeyri hér rétt fýrir innan þorpið. Hún verður flutt bæði til hagræðingar fyrir vinnuaflið og vegna flutninga á hráefni. Þessi nýja rækjuvinnsla verður hin fullkomn- asta og að mestu leyti sjálfvirk sem ekkivaráður.” Unnið er af fullum krafti við að koma tækjum fyrir í nýju rækjuvinnslunni sem opnuð verður innan skamms. DV-myndir: Bj.Bj. Nýja stíflan í Eyrardalsá er vel á veg komin. Rörabúnaðurinn sem þama sést er aðeíns bráðabirgðalausn. Eftir er að ýta jarðveginum ofan stiflunnar frá en þar kemur til með að verða myndalegt lón. 1 Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Maður les í DV að útgáfan öra & örlygur hafi hætt viö að gefa út bók eftir Guömund Sæmundsson um verkalýðsbrodda ýmiskonar, af á- stæöum sem höfundi virðast ekki alveg ljósar, en gætu verið þær að bókin þætti of svæsin. Þetta eru tíðindi i bókaútgáfunni á íslandi, þar sem á hverju hausti koma út svæsnar útgáfur af hugverkum, og er þó svæsnin einkum fólgin í því hvað þau eru léleg. Ekki skal getum að því leitt að þessháttar svæsni standi bók Guðmundar fyrir þrifum, heldur ber að skilja þetta svo, að bókin sé svæsin í umtali um verka- lýðsforingja. Bókaútgáfan öra & örlygur hefur ekki haft orð á sér fyrir að vera hreinlífara útgáfufyrirtæki en þær aðrar útgáfur, sem hér era starf- andi. Samt virðist fyrirtækið hafa heykst á þvi að gefa bók Guðmundar út, eftir að hún er komin á siðari stig ' í prentsmiðju. Hefur ekki annað eins gerst í mannaminnum, allt frá því að Magnús Stephensen gaf út Leirgerði forðum daga til vorra tima. Þaö er meiri djöfulgangurinn á ferð í verka- lýðshreyfingunni fyrst umsagnir um hana sprengja af sér siðferðis- ramma útgáfufyrirtækja, sem hafa Þegar krosstrén bregðast hingað til orðið að þola klámbylg jur í bókmenntum, að mestu innfluttar, og gefin hefur verið út ævisaga Xavieru Hollander, sem að vísu vann í annars konar verkalýðshreyfingu en þeirri, sem Guðmundur Sæmundsson hefur kynnst á Akureyri. Það er náttúrlega vitað, að sumir verkalýðsforingjar verða oröljótir i vinnudeilum, og kannski hafa þeir sagt sitt af hverju við Guðmund Sæmundsson, þegar hann vildi rugla málin með því að bjóða sig fram tU forsetaemþættis hjá ASt. En út- gáfustarfseml í landinu, sem þollr ævisögu Xavieru HoUander og Elsk- huga Lady Chatterley prentaða á bláan pappir og stytta í útgáfu, ætti ekki að þurfa að kippa sér upp við verkalýðssex Guðmundar Sæmunds- sonar. Hingað tU hefur það þó verið íslenska Ieikhúsið, sem hefur haft mest með óprenthæfa hluti að gera, þegar ekki er verið að sýna Þorlák þreytta. Þar hefur hver svæsnin á fætur annarri riðið húsum, svo jafn- vel frómum peysufatakonum hefur legið við yfirUðum á frumsýnlngum. Hinn íslenski menningaraðaU er því í góðri þjálfun um þessar mundir, og af þeim sökum var ástæðulaust fyrir örn & örlyg að hætta viö útgáfu. Nú verður Guðmundur verkamaöur að gefa bók sína út sjálfur, nokkuð sem aldrei kom fyrir Xavieru HoUander eða D.H. Lawrence. En það er svona með þessa verkalýðshöfunda. Þeir eru eflaust ofsóttir nema hjá MáU & menningu og Iðunni, þar sem skUningurinn er ríkari á tjáningar- þörf þeirra en almennt gerist. Það er þó huggun harmi gegn að bók Guömundar á að koma út. Nú er hart í ári hjá verkalýðshreyfingunni, 10% kjaraskerðing fyrir dyrum 1. desember, Guðmundur J. ævareiður út af verðhækkunum og aUabaUar i öngum sínum á þingi. Á slíkum tim- nm þarf verkalýðshreyfingin bækur. Hún þarf á meðvitaðri lesningu að halda og leshópum tU að hún megi sjá, hveraig þetta á að verða í fram- tíðarlandinu. Sovét-ísland, hvenær kemur þú, sagði Jóhannes úr Kötlum. Við höfum aldrei verið fjær því en nú eftir þriggja ára stjóra kommúnista á landsmálum. En þegar Ula gengur kemur verkamaður norðan af Akureyri með bókmenntir handa öreigunum. Hann skýrir kannski fyrir lesendum sín- um, hverjir þaö era, sem verst fara með rétt öreiganna, og hverjir það eru, sem trufla aUa meðvitaða hugs- un innan launþegahreyfingarinnar. Hann er á svörtum Usta hjá verka- lýðsrekendum. En það var ekki lýðum ljóst fyrr en nú, að hann er líka á svörtum lista hjá bókaútgáf- unni í landinu, og þannig settur skör neðar en Xaviera HoUander og Elsk- hugi Lady Chatterley. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.