Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Síða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR14. OKTOBER1982. Spurningin Hvernig finnst þér kett- ir? Olafur Þór Sigmundsson, bifvélavirki: Eg hata ketti. Þó segi ég ekki aö ég sé neitt sérstaklega hrifinn af músum. Mér finnst fáránlegt af Kattavina- félaginu að vilja banna Tomma og Jenna. Erna Valgeirsdóttir, klínikdama: Mér er ekkert illa viö ketti. Þeir eru mun skárri en mýsnar. Eg vil mikið frekar hafa ketti sem heimilisdýr en mýs. Hörður Vilhjálmsson, ljósmyndari: Mér finnst kettir bara falleg dýr. Kött- urinn er að minnsta kosti miklu skárri en mýs, ég hata þær. Já, ég horfi á Tomma og Jenna. Ólafur Jónsson, byggingaverkamað- ur: Urvalsdýr. Voðalega þægileg, elskuleg og góö. Eg hef ekki áhuga á þeim sjálfur en ekkert á móti þeim heldur. Matthías Stefánsson, fyrrverandi starfsm. Rafmagnsveitu Reykjavík- ur: Mér er illa við bæði ketti og mýs og þessi dýr passa náttúrlega illa saman. Eitt er víst, það er ekkert meö ketti að gera í heimahúsum. Guðrún Georgsdóttir, gjaldkeri: Þeir eru indælis dýr og eiga rétt á sér einsí og hver önnur. Samband katta og músa? Það er lögmál náttúrunnar að| þessi dýr berjist. Tommi og Jenni er[ bestaefniðísjónvarpinu. [ Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Misrétti í mannaráðningum skipafélaganna: SJÓMANNA- LÖGIN RÁÐA FERÐINNI —gera upp á milli karla og kvenna J.G.og I.Á. skrifa: Við erum hérna tvær á sextánda ári og erum við nauðbeygðar að kvarta undan Eimskipafélagi Islands. Þannig er mál með vexti að við höfum báðar mikinn áhuga á sjómennsku, og með þaö til hliösjónar ákváðum viö að læra sjóvinnu í skólanum í vetur. Þar sem við vissum um nokkra stráka á sama aldri sem hafa fengið vinnu hjá fé- laginu, ákváðum við að skella okkur niðureftir og freista gæfunnar. Hjá fé- laginu var okkur vísað á skipshafnar- deild og fórum við þangað til þess að spyrjast fyrir um vinnu næsta sumar. Þar var okkur sagt að stelpur þyrftu að vera átján ára til þess að fá vinnu á skipi, en aftur á móti þyrftu strákar aðeins að vera sextán til þess að fá vinnu. I hverju felst þetta hróplega óréttlæti? Er það kannski vegna þess að stelpur vinna ekki eins vel og strák- ar, eða eru þær kannski ekki nógu vandvirkar? Ég veit ekki betur en að margar íslenskar konur sem vinna á sjó, hafi staðið sig mjög vel og komist langt áleiðis í sjómennskunni. Við skorum þessvegna á forstjóra félags- ins, eða aöra með viti, að skýra fyrir okkur þetta óréttlæti sem virðist ríkja á milli kynjanna. Samkvæmt ákvæðum sjómannalaganna „Þessu er fljótsvarað. Samkvæmt ákvæðum sjómannalaganna má ekki skrá konur yngri en 18 ára á skip, en karlmenn frá 15 ára aldri” — sagði Jón H. Magnússon, deildarstjóri starfs- mannahalds hjá Eimskipafélagi Is- lands. -FG. Samkvæmt ákvæðum sjómannalaganna er heimilt að skrá 15 ára gamla karla á skip — en konur frá 18 ára aldri. Hár er eitthvað bitastætt fyrir Jafn- réttisráð. Til forstjóra Ábyrgðar hf. vegna svars við lesandabréfi: ALLTSLÉTT OGFELLT? 7347-3683 skrifar: Undarleg er sú árátta þeirra manna, sem með forstjórastörf fara, aö koma sér ætíö undan að veita skýr svör við þeim spurningum, sem beint er til þeirra, og manni finnst aö þeir eigi aö vita svör við, og jafnvel aö al- menningi varði'bara heilmikið um þaö, sem spurt er um. Kemur manni því oft í hug dans kattarins kringum heita grautinn. I lesandabréfi í DV, 24. sept. sl., er forstjóra Ábyrgðar hf., tryggingafé- lags bindindismanna, gefinn kostur á því aö svara m.a. þeirri spumingu, hvort viðskiptavinur félagsins mundi verða endurkrafinn um tjón, sem hann kann aö valda, ef hann, skv.. reglum félagsins, er þar „ólöglega” (og hefur kannski alltaf verið)? Ekk- ert svar. Væri jafnvel ekki fyrir hendi sá fræðilegi möguleiki, að önnur tryggingafélög neituðu að greiöa tjón hjá þessum viöskiptavini Ábyrgöar hf. ef upp kæmist um slíkt? Ef forstjórinn kann engin svör við þessu, væri þá ekki möguleiki fyrir hann að lesa sér til, eða að hann leit- aði svara hjá lögmanni sínum? Hér var óskað eftir undanbragða- lausum svörum. Það hlýtur að vera mjög brýnt fyrir viðskiptavini félagsins að vita hverju þeir eigi e.t.v. von á ef þeir eru að spara sér nokkrar krónur í ið- gjöldum — að þeir fái á hreint hvar þeir standa. Ekki eru ýkja mörg ár síðan leiðindamál kom upp, þegar drukk- inn ökumaður olli miklu tjóni, og hann var tryggður hjá Ábyrgð hf. Ef þetta eru óraunhæfar bolla- leggingar, til hvers er félagiö þá með sínar skuldbindingar um inntöku nýrra viðskiptavina, ef þær eru svo einskis virði í raunveruleikanum? Ef hér er allt slétt og fellt og eng- inn sér ástæöu til andsvara, til hvers er þá allur þessi skrípaleikur um skilyrta inngöngu í félagið? Ef forstjorinn getur ekki (eöa vul ekki) svara spurningu nr. 3 í áður- nefndu lesandabréfi, um það, hvort leyfi félagsins sé ekki brostið ef stór hluti viðskiptavina f élagsins sé þar á röngum forsendum, þá vil ég hér með vekja athygli Tryggingaeftir- litsins á þessu. Viðskiptavinir Ábytgðar hf., tryggingaféiags bindindismanna, skrifa undir yfírtýsingu þess efnis, aðþeirsóu bindindismenn á áfenga drykki og muni tilkynna félaginu ef út af bregður iþeim efnum. DV-mynd: Sv. Þ. Eru allir viðskiptavinir Ábyrgðar hf. bindindismenn? — Hver er merking orðsins bindindismaður? 7347—3683 skrifar: Viö síhækkandi iögjöld trygginga- félaga á ábyrgöar- og hús- tryggingum bifreiöa, þá hef ég aöeins kynnt mér reglur og kjör hjá Ábyrgö hf, — tryggingafélagi bindindismanna. Þar segir m.a. eitt- hvað á þá leiö, aö enginn geti tryggt hjá félaginu, sem ekki sé sannanlega stúkubundinn eöa vottorö tveggja óvilhalira manna sanni aö viökomandi sé bindindismaöur. Ut á þetta fær viðskiptavinurinn h'tillega lægri iögjöld en almennt er á markaönum. Nú langar mig til þess aö beina nokkrum spurningum til forráöamanna félagsins: 1. Samkv. hvaöa skilgreiningu þeirra er maöur bindindismaöur? Er þaö sá, sem neytir áfengis nokkrum sinnum á ári í glöðum hópi, eöa jahivel sá, sem varla sleppir úr einni einustu helgi allt áriöumkring og jafnvel oftar? 2. Hvarersá tryggingatakistaddur, sem veröur valdur að tjóni og er á röngum forsendum í félaginu? Veröur hann endurkrafinn um þaö tjón, sem hann olli? 3. Er útgáfa á tryggingaleyfi tii félagsins ekki brostin af hálfu viökomandi ráöuneytis, ef um stórfelld viöskipti viö félagiö er aö ræöa af fólki, sem allir geta veriö sammála um aö ekki sé bindindis- fólk, nema e.t.v. umboösmenn Abyrgöar hf. Ég tel þaö víst aö forsvarsmenn félagsins skjóti sér á bak viö þaö, aö þeir geti ekki haft möguleika til aö fylgjast svo meö umsóknum hvers og eins ef þeir hafi gilt stúkuskirteini eöa meðmæli, að ekki séu fyrir hendi mistök í einhverju tilfelli. Þessi af- sökun er ekki fyrir hendi í hinum minni byggðariögum, þar sem allir þekkja alla. Umboösmenn á þeim stööum hafa enga frambærilega skýringu. Ef skoðuð væru, eöa birt, nöfn viðskiptavina félagsins, bara þar sem ég býhvaö þá á öllu landinu, þá kæmi örugglega í ljós aö Islendingar eru ekki eins hrikalega Ula staddir gagnvart áfengisbölinu eins og bindindishreyfingin viU vera láta, telji félagiö alla sína viöskiptamenn stúkufóUc. Hér virðist því miöur eingöngu rikja sú hugsun, aö iögjöld þessara manna séu jafngóö hinum, a.m.k. á meðan ekki kemst upp, og á meöan er tjaldiö vandlega dregiö fyrir. Getum ekkiannað en treyst okkar viðskiptavinum Jóhann E. Björnsson, forstjóri Ábyrgöar hf., tryggingafélags bindindismanna, svarar: „Viö höfum þann hátt á, eins og tíökast hjá öllum ansvarsfélögum, í samtals 10 löndum, aö setja okkar viöskipta- vinum það skUyröi aö skrifa undir svohljóöandi skuldbindingu: „Eg skuldbind mig tU algjörs bindindis á áfenga drykki og er mér þess meövitandi aö þaö er skUyrði fyrir tryggingarsamningnum. Breytingar, sem veröa kunna á því, sem upp er gefiö í umsókninni lofa ég að tilkynna þegar til f élagsins. ” Þetta skrifar hver og einn okkar viöskiptavina undir. Þaö er á misskilningi byggt, aö óskaö sé eftir sérstökum vottoröum og sömuleiðis er þaö misskUningur aö félagsmenn okkar þurfi að vera stúkufólk. Fram yfir þetta get ég ekki s varaö þessum fyrirspurnum. ViÖ getum ekki annaö en tréyst okkar viöskipta- vinum, þar tU annað kann aö sann- ast.” -FG. 7347-3683 er óánægður með svar forstjóra Ábyrgðar hf. við fyrra lesandabráfi 7347-3683. Bráfið birtist 24. septembersl. „Til hvers er þáallurþessi skrípaleikur?”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.