Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR14. OKTOBER1982. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Tómas Ingólfsson, byggingameistari, hefur stundað veiðar árum saman. Hann átti minkahunda um skeið, en fyrir 5 ár- um keypti hann Súsí, bráðsnotran írskan Setter. Hann á nú einnig Petru, systur Súsí, 8 mánaða gamla. Tómas býr ásamt konu sinni Svanhildi Svavarsdóttur tal- kennara og 4 börnum í stóru timburhúsi uppi í Mosfellssveit. Lóðin er mjög stór, eiginlega lítill jarðarskiki, og þar hafa hundarnir yfrið svæði til þess að gantast og gamna sér. Á myndinni eru: fremst Björg, tveggja ára, Súsí og Petra; frá vinstri Ingólfur Þór, Tómas og Svanhildur. skjóta og drepa fugl sem hann hefur ekki fundið þá ruglast hann í ríminu og verður snarvitlaus. Síðan má maður varast að skjóta of mikið, því þá geng- ur hundurinn úr skaftinu sem við köll- um svo, hann veröur heitur og æstur, eigandinn missir stjórn á honum og sit- ur uppi með sannkallað villidýr, sem ekki hlýðir honum en hleypur og stekk- ur og andskotast út um allar jaröir.” — Að hve miklu leyti er veiðihæfnin þeimí blóðborin? „Hundurinn nýtir vindinn til þess að þefa uppi bráöina og styðst þá við með- fædda eiginleika, sem mjög lítið er hægt að auka við með kennslu. En hitt er aftur reynsla að læra að finna út hvar fuglinn leynist í landslagi. Það er óskaplega vandasamt að þjálfa upp góðan veiöihund. Þetta eru ein- staklingar og eðlislægir eiginleikar þeirra misjafnlega sterkir. Ef maður finnur i hundinum einhvem neista þá er það undir húsbóndanum komið hvemig gengur aö þróa þetta fram. Það má aldrei brjóta hund, aðeins beygja hann.” — Er skemmtilegra að veiða með hundi en fara bara einn síns liðs? „Ég myndi hætta veiðiskapnum ef ég yrði hundlaus. Það eru alveg hrein- ar línur.” „ÞAÐ MA ALDRB BRIÚTA HUND, AÐEINS BEYGIA” „Fyrsta reglan þegar maður tekur inn hund er að hafa ákveðinn stað, sem hann getur alltaf leitað til þegar hann vill fá að vera einn og í friði,” sagöi Tómas. „Hundurinn er að þessu leyti nákvæmlega eins og þú og ég — þegar þú ert fúU í skapi og allt hefur gengið öfugt einhvern daginn, þá viltu bara fá aö vera í friöi. Einnig verður maður aö sjá fram á að geta sinnt þörfum hunds- ins svo aö dugi. Ég verð aö fara út með Súsí og Petru að minnsta kosti þrisvar í viku. Ég leyfi þeim að hlaupa kannski klukkutíma á kvöldin og svo þarf að fara meö þær helst einu sinni í viku þannig að þær fái virkilega að strekkja sig 3 tíma alveg hiklaust. Þetta em f jörmikU dýr þannig að sá sem er latur og værukær hefur ekkert með þau að gera. Yfir hásumarið, meðan fuglinn er á eggjum eða með unga, er maður ekk- ert úti viö í náttúrunni með hundana. Þá væri maöur bara að rífa niöur það sem maður er annars að reyna aö byggja upp. Ef hundurinn kemst upp á lag með að fara sjálfur á vettvang og ná í unga, þá skiptir hann alveg um hegðun og fer að hugsa sem svo: nú ætla ég bara að fara að veiða sjálfur. Þá stoppar hann ekkert fyrir fuglinum. Þetta gerðist hjá mér með Súsí og það tók langan tima aö koma henni í lag aftur. Það gefur líka auga leið, að þaö er eitthvað meira en lítið bogið við mann, sem her jar úti í náttúrunni meö hund, þegar allir fuglar liggja á eggj- um eöa eru með unga. Við leggjum einnig áherslu á að hundarnir fari ekki í fé, og notum til þess ýmsar aöferðir að fá þá til aö fælast sauökindina, til dæmis vægt raf. magnslost. I nær ölium tilvikum er það alveg óbrigðult. Það þýðir ekkert að vera með veiðihund nokkurs staðar, sem ekki er alveg laus við það aö hlaupaífé.” Veiðar með írskum Setter — Hvernig gengur veiðiskapurinn fyrir sig með írskum Setter? „Ég byrja á því að athuga vindátt og aöstæður og ákveða hvert ég vil halda. Svo sleppi ég hundinum í þá stefnu og hann fer strax að leita. Ég skipti mér ekkert af fugli sem hundurinn ekki finnur, þaö er alveg regla númer eitt. Hann verður að tengja saman sína eigin leit og bráðina. Ef ég fer að Július Vifill Ingvarsson söngvari og kona hans Svanhildur Blöndal með gullhundinn Nadd, 4 ára gamlan irskan Setter. Naddur var valinn besti hundur sýningar Hundaræktarfálagsins i ágúst. MODDUR RHU IRSKUR SETTER Það er margs að gæta þegar maður hyggst verða sér úti um hund á heim- ilið. Skynsamlegt og raunar bráð- nauösynlegt er að afla samþykkis allra í fjölskyldunni, vegna þess að hundurinn er umsvifamikil félagsvera og lætur víða tU sín taka, og það er hætt við miklum leiðindum ef ekki hefur verið frá upphafi náin samstaða um þennan nýja og þróttmikla fjöl- skylduUm. Síðan er mikUsvert að velja hund sem hæfir þeim óskum og þörfum sem f jölskyldan hefur. Hundategund- irnar eru geysUega ólíkar sin á mUli, og ekki þarf að orðlengja hve ólíkir einstaklingar sömu tegundar kunna að vera. Því miður er ekki völ margra hreinræktaðra tegunda hér á landi, vegna þess hve strangar höml- ur hvUa á innflutningi hunda, en von- andi tekst snjöUum mönnum að búa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.