Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 33
DV. FIMMTUDAGUR14. OKTOBER1982. 33 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Viðar Atfreðsson hættur að stjórna lúðra- sveitinni Viðar Alfreðsson sagði upp starfi sínu sem stjórnandi Unglingalúðrasveitar Kefla- víkur fyrir um það bil mán- uði. Ekki mun uppsögn hans alveg hafa gengið hávaða- laust fyrir sig. Hefur mál þetta vakið athygli og vanga- veltur manna á meðal, að sögn Víkurfrétta í Keflavík. Viðar segist hafa sagt upp þar sem hann hafi ekki sætt sig við breytingar sem fyrir- hugaðar voru á starfsreglum hljómsveitarinnar þess efnis að öll málefni hennar heyröu í framtíöinni undir skólastjóra og skólanefnd Tónlistarskóla Keflavikur. Segist Viðar ekki hafa séð starfsgrundvöU með skólastjóranum, Herbert H. Ágústssyni. Aðra ástæðu fyr- ir uppsögninni segir Viðar vera þá að foreldrafélag skól- ans hefði lýst yfir óánægju sinni i sinn garð án þess að ræða nokkuð við sig áður. Herbert H. Ágústsson skólastjóri seglr að vegna óánægju foreldra með mál- efni hljómsveitarinnar hafi skólanefndin ákveðið hinar nýju starfsreglur. Kiwanis-, lions- og rotarymenn safna fyrir stein- ullarverksmiðju Mikið steinuUarkapphlaup stendur nú yfir milli Þoriáks- hafnar og Sauðárkróks. Suðuriand stendur að baki Þorlákshöfn en Norðurland að baki Sauðárkróki. Kepp- endur keppast við að láta aðra landsmenn vita hve hlutafjársöfnun gangi vel. I blaðinu Feyki á Sauðár- króki lesum viö að um f jöru- tíu sjálfboðaUðar séu þar að .safna fyrir steinuUarverk- smiðju. Séu þetta aðaUega félagar úr Kiwanis-, Lions- og Rotaryklúbbunum á Sauðár- króki. Haft var efth- fram- kvæmdastjóra norðienska steinullarfélagsins að menn voru almennt ánægðir með undirtektir á Sauðárkróki. Undirtektir utan Sauðár- króks og næriiggjandi sveitarfélaga væru hins vegar dræmar. Frúin keppir við Ómar Eiginkona Ómars Ragnars- sonar, Helga Jóhannsdóttir, virðist hafa fengið skammt af einni bakteríu eiginmanns- ins, raUbakteríunni. Helga ætlar nefnUega að taka þátt í haustraUi sem framundan er. Ekki ætlar hún aö keppa með Omari heldur hyggst hún sjáU aka öðrum bU, fjöl- skyldubUnum. Aðstoðar- maður hennar verður sonur þeh-ra hjóna, Þorfinnur. Skýringin á lítilli viðkomu Fréttaritari DV á Suður- nesjum, emm, sendi eftirfar- andisögu: Á einhverri samkundu hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum voru menn að skrafa um íbúatöluna á Reykjanesskaganum. Þótti mönnum viðkoman HtU en voru ekki á eitt sáttir hvað yUi — hvort það væri pUIan eða getuleysi — þar tU gaU við í einum fundarmanna: „Skýringin er ofur cinföld. Hann HaUi Gisla er alltaf að drepa tittlinga.” Ástralskar stúlk- ur taka með sér unga menn frá Súóavík Þegar ungar, erlendar stúlkur, aðallcga frá Ástralíu, tóku að vinna i frystUiúsum viða um land fyrir nokkrum árum ætluðu margir að sumar þeirra myndu setjast hér aö tU frambúöar. Sú hefur líka orðið raunin á. Á Þingeyri hafa tU dæmis þrjár stúlkur sest að. Þessu er öfugt farið á Súöa- vík. Þar eru forráðamenn at- vinnulifsins nú arfavitlausir vegna þess að stúlkumar eru að taka þaðan f jóra eða fimm unga menn með sér út i heim. Er það mikU blóðtaka fyrir svo fámennt byggðariag. Umsjón: Kristján Már ' Unnarsson Kvikmyndir Kvikmyndir Laugarásbíó—Innrásin á jörðina: MÁTTLÍTIL MYND Laugarásbfó, Innrásin á jörðina (Conquest of the Earth). Stjórn: Sidney Hayers, Sigmund Neufeld £r Barry Crane. Handrit: Glen A. Larson. Kvikmyndun: Frank P. Beascoechea, Mario Dileo ít Ben Colman. Aðalhlutverk: Kent McCord, Barry Van Dyke, Lorne Greene, Robyn Douglas, Wolfman Jack. Framleiðendur: Jeff Freilich, Frank Lupo ít Gary B. Winter. Enn gefst fólki kostur á að skoða geimstríðsmynd. Innrásin á jörðina heitir sú sem hér verður tU umfjöll- unar og sýningar standa yfir í Laugarásbíói. Sérkenni hennar af geimstríösmynd að vera er aö helsti hluti hennar gerist á jörðu niðri. Við erum leidd inn í geimfarið Galaktiku, sem hefur veriö á hrakningum um himingeiminn ár- um saman. Skipver jar þess eru orðn- ir ærið þreyttir á útivistinni. Þá fýsir aö ná landi einhvers staöar þar sem þeir geta notið nokkurs næðis. Þeim kemur til hugar að stefna til jarðar. tbúarnir þar eru jú skyldir þeim að uppruna. Adam, sem stjórnar Galaktiku, og helsti ráðgjafi hans, Zen, undirbúa sendingu tveggja manna tU jarðar til þess að athuga allar aðstæður. Sendi- mennirnir eru búnir til fararinnar og fá ýmis tæki sér tU hjálpar. Þeir eru tU dæmis færir um aö gera sig ósýni- lega ef líf þeirra Uggur við. Þeir félagar halda svo tU jarðar — lenda vitanlega í Bandaríkjunum, hvað annað? — og kynnast þar fljót- lega þarlendri fréttakonu frá sjón- varpsstöð. Tvímenningunum frá Galaktiku var fyrirskipað að ná sam- bandi við mann einn, Martinson að nafni, en það gengur erfiðlega og það erfiði þróast fljótlega út í eltingaleik við aðra geimfara sem komist hafa á snoðir um fyrirbærið jörð eftir að hafa njósnað um Galaktikumenn. Þetta eru hinir hræðilegu Cylonar og vélmenni þeirra. Og brátt hefst hinn mesti eltingaleikur, vitanlega upp á lífog dauða. Þetta er, að mati undirritaös, aU- hjákátlegur efnisþráður ogsemsUk- ur varla hæfur tU kvikmyndunar. Þó er sums staðar í myndinni viðleitni tU að gera alvarlega geimstríðsmynd, en sú viöleitni fellur um sjálft sig þegar litið er til smáatriðanna í myndinni. Þau eru mörg hver afkáraleg og rýra mjög spennu og áhrif myndarinnar. Sérstaklega á þetta við um mörg tilsvörin í mynd- inni. Þegar Martinson og tví- menningamir hittast tU aö mynda fáum við aö heyra frá hinum fyrr- nefnda að hér sé sennilega um merkUegasta fund heimssögunnar að ræða! Á öðrum stað Ukir hann tví- menningunum við komu frelsarans í heiminn! Og það er ekki annað hægt en aö hlæja að þessum fullyrðingum. Myndin tekur sig þannig of alvar- lega, þessi atriði hafa sennUega átt aö vekja mögnuö hughrif áhorfenda, en útkoman verður ekki annað en brosleg þegar tU kemur. Þetta á greinilega að vera spennu- mynd, en er það ekki. Hvergi er að finna merkilega uþpbyggingu í myndinni sem úr gæti orðið spenna. Hvað sem sagt verður um efnis- þráð og uppbyggingu myndarinnar, þá verður ekki annað sagt en kvUc- myndun hennar sé ágætlega unnin. Sömu sögu er reyndar að segja um aUa tæknivinnu. En þessir tveir kostir megna ekki að rétta við slagsíöuna sem heUdar- útUt myndarinnar fær vegna lélegs handrits, slæmrar uppbyggingar og slakrar spennu. Þetta er því mynd undir meðallagi góð. -Sigmundur Ernir Rúnarsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Nýjar bækur „M"-Samtöl IV. Matthías Johannessen Bókaklúbbur Almenna bókafélags- ins hefur sent frá sér 4. bindi af Samtölum Matthíasar Johannessens. Þrjú fyrri bindin, M-Samtöl I, H og III, komu út hjá bókaklúbbnum árin 1977—79. Er hér um aö ræða samtöl sem Matthías átti við konur og karla á tímabilinu 1950—1970 og flest birtust í blöðum á sínum tíma, einkum Morgun- blaðinu. Umsjónarmaöur útgáfunnar er Eiríkur Hreinn Finnbogason. „M”-Samtöl IV er 250 bls. aö stærð. Aftast í bókinni eru myndir af öllum viömælendunum. Bókin er unnin í Prentstofu G. Benediktssonar. íslenskar smásögur 1847 -1974 2. bindi Ritstjóri Kristján Karlsson. Ut er komið hjá Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins 2. bindi íslenskra smásagna undir ritstjórn og í allri umsjá Kristjáns Karlssonar. Fyrsta bindi smásagnanna kom út snemma á þessu ári. I þessu öðru bindi smásagnanna eru sögur eftir höfunda sem byrjuðu að þbirta slíkt efni á tímabihnu um 1920 — uml945. Þórir Bergsson: SiggaGunna, Jakob Thorarensen: Bréfi svarað, Davíö Þor- valdsson: Skóarinn litli, Guömundur G. HagaUn: Guö og lukkan, Indriöi Indriðason: Um tvennt að velja; Krist- mann Guðmundsson: Sumarnótt á Bláskógaströnd, Hjörtur HaUdórsson: Friðsamleg þróun, Halldór Stefáns- son: Hégómi, Kristján Albertsson: Marcel vegabóndi, Þórunn Elfa: Er Jósefína búin að ráða sig?, Sigurður Helgason: Samúö, Stanley Melax: Grafarinn í Lýsufirði, Sigurður Róbertsson: Skuldaskil, Guðmundur* Daníelsson: FaðU- og sonur, Steindór Sigurðsson: Laun dyggðarinnar, Olafur Jóhann Sigurðsson: Snjór í apríl, Halldór Laxness: KórviUa á Vestfjörðum. Kristján Karisson ritar formála um íslenska smásagnagerð og er hann framhald af formála hans fyrir fysta bindi. Og enn mun framhald þessarar ritgerðar birtast í næsta bindi smá- sagnanna. I lok bindisins er höfundatal með upplýsingum um höfunda bindisins og smásagnaritun þeirra. íslenskar smásögur 2. bindi er 344 bls. Hún er unnin í Prentsmiðjunni Odda. abri^f HÖGGDEYFAR Ný sending í: • Volvo • Galant • Saab • Escort • Bronco • Cortina • Mazda • Taunus áBBBfc . HABERChf Skeifunni 3e. Sími 84788 GASOL S/F BOLHOLTI 6. SÍMI 84377. ÞETTA FÆST ALLT FYRIR AÐEIIMS KR: 3.650,- ' I * KöMPLKTT CASS VÍSTS VTtiVftTNVSIG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.