Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 18
18 DV. FIMMTUDAGUR14. OKTÖBER1982. íþróttir íþróttir íþrótt íþrótt Gordon Stracban. Strachan fórá kostum — þegarSkotarunnu A-Þjóðverja 2:0 íGlasgów Skotar lögöu A-Þjóðverja að velli 2—0 í Evrópukeppni landsliða þegar þjóðirnar mættust á Hampden Park í Glasgow í gærkvöldi. Það voru þeir John Wark og Paul Sturrock sem skoruðu mörk Skota. Það var ekki fyrr en á 54. mín. að Skotum tókst aö skora fyrra mark sitt. John Robertsson átti þá frábæra sendingu fyrir mark A-Þjóðverja þar sem John Wark var á réttum stað og skallaði hann knöttinn glæsilega í netið. Sturrock, sem kom inn á sem varamaður fyrir Alan Brasil, skoraði fljótlega eftir aö hann kom inn á — með góðu skoti eftir fyrirgjöf John Robertson. Maður leiksins var hinn smávaxni Gordon Strachan frá Aberdeen, sem átti sniildarleik á miðjunni — gerði varnarleikmönnum A-Þjóðverja oft lífiö leitt meö leikni sinni og hraða. -SOS. DV ræðir við kunna menn eftir leikinn á Wembley: „Strákamir nýttu ekki tækifærin” — þegar V-Þjóðverjar unnu sigur, 2-1, yfir Englendingum Frá Halldóri Einarssyni — frétta- manni DV á Wembley: — „Kalli kóngur” — Karl-Heinz Rummenigge, fyrirliði V-Þýskalands, tryggði V- Þjóðverjum sigur 2:1 yfir Englending- um hér á Wembley í gærkvöldi. Leik- menn v-þýska liðsins fögnuðu þessum sigri geysilega — það var eins og þeir hefðu orðið heimsmeistarar hér. Rummenigge þeysti að Jupp Derwail, landsliðseinvaldi V-Þýskalands, eftir leikinn og faðmaði hann að sér. Já, gleðin var mikil. Englendingar voru betri framan af, en fyrri hálf ieikurinn var þó lítt spenn- andi. Það var greinilegt að leikmenn liðanna tóku ekki mikla áhættu — léku yfirvegað. Strax í upphafi ieiksins lenti Karl-Heinz Forster hjá Stuttgart í samstuöi við Paul Mariner og meiddist lítils háttar en á 5. mín. varð hann að yfirgefa leikvöllinn eftir að hafa lent í samstuði við Ray Wilkins. Hann var fluttur á sjúkrahús, þar sem sauma. þurfti saman djúpan skurð á kálfa. Englendingar fengu fyrsta marktækifærið. Þaö var nýliðinn Gary Mabbutt, sem lék stöðu hægri bakvarð- ar, sem átti skot að marki V-Þjóðver ja á 36. mín. — knötturinn skall á stöng- inni. 1 upphafi seinni hálfleiksins átti Cyrille Regis skot að marki, sem Toni Schumacher markvörður varði meistaralega og síðan varði hann glæsilega skalla frá Ricky Hill. Devonshire sendi knöttinn þá fyrir markið, þar sem Regis var og skallaði hann knöttinn til Hill. Það er ekki hægt að segja að Schumacher hafi verið vinsælasti leikmaðurinn hér á Wem- bley. Hinir 68.000 áhorfendur, sem sáu leikinn, bauluðu alltaf á hann þegar hann fékk knöttinn. Þá fór að rigna Pierre„litli” Littbarski kom inn á á 65. mín. og við komu hans færðust V- Þjóðverjar allir í aukana. Littbarski og Rummenigge brutust laglega í gegnum vöm Englendinga á 73. min. og þeirri sókn lauk með því að Rummenigge vippaði knettinum skemmtilega yfir Peter Shilton, mark- vörð — 0:1. Aðeins 10 mín. seinna sendi Littbarski knöttinn skemmtilega fyrir mark Englendinga — þar var Rummenigge á réttum staö og skoraöi — 0:2. Þess má geta, að þegar Rummenigge skoraði fyrra mark V- Þjóðverja, byrjaöi að rigna gífurlega — eins og hellt væri úr f ötu. Bobby Robson, landsliðseinvaldur Englands, setti þá Graham Rix og Tony Woodcock hjá Arsenal og blökku- manninn Luther Blissett hjá Watford inn á 10 mín. fyrir leikslok og færðist þá líf í leik enska liðsins. Tony Woodcock minnkaöi muninn í 1:2 á 85. mín. með stórglæsilegu marki. Rix sendi þá snjalla sendingu til hans. Woodcock tók við knettinum og sendi hann með þrumuskoti upp undir þver- slána — út við markhomið. Þaðan þeystist knötturinn niður — inn fyrir marklinuna og þandi síðan út þaknetið. Ekki tókst Englendingum síðan aö jafna metin þrátt fyrir þunga sókn „Mér fannst þetta allt hálf lélegt, bæði liðin og dómaramir. Lið ÍR er mjög slakt og á ekki heima í 1. deild,” sagði Gils Stefánsson, liðsstjóri FH, eftir leik FH og ÍR í 1. deild ísiands- mótsins f handknattleik. Lokatölur 31—23 og aldrei spuming um það hvemig leiknum lyktaði. Staðan í leik- hléi var 13—6 FH í vil. „Mér fannst við hafa mikla yfirburði í þessum leik en það var langt frá því að við lékjum vel. iR-ingar drógu okkur niður með getuleysi sínu og við vitum að við getum leikið mun betur,” sagðiGils. Það er óþarfi að hafa mörg orð um þennan leik svo ójafn sem hann var. lokamínúturnar. Englendingar áttu alis 22 skot að marki V-Þjóðverja í leiknum — á móti 15 skotum v-þýsku leikmannanna. Alan Devonshire, Cyrille Regis og Cary Mabbutt voru bestu menn enska liðsins, ásamt Ricky Hill. Butcher, Armstrong og Paul Mariner vora væg- astsagtlélegir. , Rummenigge, Schumacher og Litt- barski voru bestu menn V-Þjóðverja. Liðin vora skipuð þessum leikmönn- um: ~ England: Shilton, Mabbutt, Thomp- son, Butcher, Sansom, Wilkins, Hill,. Armstrong (Rix), Devonshire, Regis (Blissett), Mariber (Woodcock). V-Þýskaland: Schumacher, Kaltz, Strack, Karl-Heinz Forster (Hieron- ymus), Bernd Forster, Dremmler, Briegel, Matthaeus, Meier (Litt- barski),Klaus Allofs (Engels). FH-ingar hafa tekið stefnuna á Islandsmeistaratitilinn í ár en iR-ing- ar falla að öllum likindum beint í 2. deild. Það virðist nokkuð ljóst. Mörk FH: Hans Guðmundsson 7, Þorgils Ottar og Kristján Arason 5, Finnur Amason 4, Guðjón Guðmunds- son 3, Sveinn Bragason og Guðmundur Magnússon 2 hvor og Pálmi Jónsson eitt mark. Mörk ÍR: Bjöm 8, Einar 6, Guöjón 4, Andrés 2 og þeir Atli, Þórarinn og Olaf- ur eitt mark. Leikinn dæmdu þeir Grétar Vil- mundarson og Ævar Sigurösson og hafa þeir báðir dæmt betur. SK. -HE/-SOS Lélegur leikur í Hafnarf iröi — þegar FH-ingarsigruðu IR-inga auðveldlega 31:23 Hans Guðmundsson skoraði 7 mörk1 fyrir FH og hér er eitt þeirra í uppslglingu. DV-mynd S. { Ásgeir | ! áfram hjá { ÞróttiR. | IAsgeir Elíasson, fyrrum lands- ■ liðsmaður í knattspyrnu úr Fram, I I hefur veriö endurráðinn þjálfari . ■ Þróttar, sem er nýliöi í 1. deildar- ■ I keppninni i knattspymu. Asgeir I | hefur þjálfað og leikið með Þrótti j I sl. tvö ár með mjög góðum árangri. | sagði Bobby Robson, landsliðseinvaldur Englands Frá Halldóri Einarssyni — frétta- manni DV á Wembley: — Þetta var góður leikur að mörgu leyti. Ég var sérstakiega ánægður með fyrstu 55 min. en strákarair máttu þó nýta tækifærin sem þeir fengu, sagði Bobby Robson, landsliðseinvaldur Englands, eftir leikinn á Wembley i gærkvöldi. Robson var mjög ánægður með ungu leikmennina Gery Mabbutt hjá Totten- ham og Ricky Hill frá Luton. — Þeirl léku vel og eru greinilega menn fram- tíöarinnar, sagöi Robson, sem vildi ræða um þá leikmenn sem ollu von- brigðum hér á Wembley — eins og Terry Butcher, Dave Armstrong og Paul Mariner. Bobby Robson skipti þremur leikmönnum inn á í einu á 80. min. Þeim Graham Rix, Tony Woodcock og Luther Blissett. — Þeir komu með nýtt blóð en það dugði þá ekki, sagði Rob- son. „Alltaf að nota þá bestu" Við hliðina á mér á Wembley sat Glenn Hoddle, enski landsliösmaö- urinn hjá Tottenham, sem er meiddur. Hann sagðist vera ánægður með leikinn. — Það hefur verið mikil pressa á Bobby Robson sem hefur gert miklar breytingar á enska liöinu, sagði Hoddle. — Var rétt hjá Robson að setja Kevin Keegan út? — Nei, ég tel að landsliðsþjálfarar eigi alltaf að velja sína sterkustu leik- menn á hverjum tíma. Ekki að einbiína á framtíðina eingöngu, sagöi Hoddle, sem var mjög hrifinn af leik Alan Devonshire og Gery Mabbutt. Hvað með framtíðina hjá Tottenham. — Ég er bjartsýnn. Það hefur komið i ljós að við eigum marga góða unga leikmenn. Það sést best á því að við Ray Clemence höfum ekki getaö leikið með að undanfömu. Aðrir leikmenn hafa komið inn í staðinn og þeir hafa haldið merkinu á lofti, sagði Hoddle. „Nýttu ekki færin sín" Bob Wilson hjá BBC og fyrrum markvörður Arsenal sagði að Englend- ingar hefðu átt meira í fyrri hálf- leiknum og fyrstu mín. í þeim seinni. — Þaö var greinilegt að Jupp Derwall, fyrirskipaði sínum leikmönnum að slaka á — taka engar óþarfa áhættur. Mismunurinn á liðunum var, aö V- Þjóðverjar nýttu tækifæri sín en Englendingar ekki. Devonshire, Mabbutt og Ricky Hill voru bestu leikmenn Englands sagði Robson. -HE/-SOS. Karl-Heinz Rummenigge Engiendingum. — skoraði tvö gullfalleg mörk gegn „1 ial li” vai r_ ki Ól ig- ut im iá Wc ííi nl \}\ ey Halldór Einarsson á Wembley h

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.