Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR 9. MARS1985. SJOMENN A AKRA- NESISÖGÐU NEI — sáttasemjari f loginn austur á Egilsstaði Kjarasamningar Sjómannasam- bands Islands við útvegsmenn voru felldir á Akranesi. Samningarnir höföu í gær hvergi annars staöar verið felldir. Á félagsfundi í sjómannadeild Verkalýösfélags Akraness eftir hádegi í gær greiddu 42 atkvæði gegn samningunum. 23 greiddu atkvæöi meö þeim. Tveir seölar voru auöir. Verkfall heldur því áfram á Skagan- um. Á Sauðárkróki og Húsavík voru samningarnir samþykktir meö aöeins eins atkvæöis mun. Á öðrum stööum, þar sem búið er aö telja, hafa samningamir yfirleitt verið samþykktir meö miklum meirihluta svo sem í Hafnarfiröi, Keflavík, Grindavik, á Akureyri og Siglufirði. I Reykjavík veröa atkvæði trúlega ekki talin fyrr en eftir þrjár vikur til að sjómönnum, sem eru úti á stóru togurunum, gefist kostur á aö kjósa. 1 Vestmannaeyjum mun atkvæða- greiösla standa fram yfir helgi. Verkfalli hefur verið frestaö á báöum þessum stöðum. Á Snæfellsnesi verða ekki greidd atkvæði fyrr en gengið hefur verið frá sérkjarasamningi um línubeit- ingu. Verkfalli hefur þó verið frestað þar. Alþýöusamband Austurlands var ekki aðili aö samningum Sjómanna- sambandsins og Landssambands íslenskra útvegsmanna og Félags botnvörpuskipaeigenda. Á Reyöar- firði og Stöðvarfirði eru verkalýðs- félögin búin að semja en annars staöar á Austfjörðum er ennþá verk- fall. Guðlaugur Þorvaldsson flaug austur á Egilsstaöi í morgun. Hann hefur boöað deiluaðila til fundar við sig í Menntaskólanum á Egilsstöðum í dagklukkan 13. Utvegsmenn á Austurlandi buðu sjómönnum þar í fyrrakvöld sama samning og fulltrúar Sjómannasam- bands Islands höföu fyrr um daginn skrifað undir í Reykjavík. Fulltrúar austfirskra sjómanna sögðu hins vegar nei, takk. -KMU/H.B., Akranesí. mrnmmmm t íbúar á Seltjarnarnesi og i Reykjavik fengu nasasjón af sjóganginum i gærmorgun. Stórstreymt var klukkan rúmlega sjö. Brimið gekk þá yfir Eiðsgranda og ruddi með sór grjóti og ýmsum óþverra úr fjörunni upp á götuna. Truflaðist bilaumferð um tíma. -KMU/DV-mynd KAE. SIGURFARIII Á UPPBOÐ18. APRÍL - það verður algjört hrun ef skipið fer úr byggðarlaginu, segir sveitarstjórinn á Grundarfirði Þjóðleikhúsið: Carol í kabarett Carol Nielsson, sem liklega er betur þekkt á Islandi sem Janis Carol, mun leika aðalhlutverkið í kabarettnum Chicago sem Þjóðleikhúsið færir upp í lok maí. Carol hefur sem kunnugt er gert þaö gott í London að undahfömu þar sem hún hefur sungið í söngleikn- um Cats. Um þessar mundir dvelur hún í Los Angeles. Chicago er eftir Fred Ebb og Bob Fosse. Leikstjórar verða hinir sömu og í Gæjum og píum, Kenn Oldfield og Benedikt Árnason. Flosi Olafsson þýddi ve-kið. Aðrir leikarar í verkinu eru meóal annarra Sigríður Þorvaldsdóttir, Pálmi Gestsson, Róbert Amfinnsson og Þóra Friðriksdóttir. Auk þess verður fjöldi ungra söngvara og dansara í sýningunni. -JH Stærsta tölvu- sýningin Sýningunni Tölvur ’85 lýkur á sunnu- dag. Þetta er í annað sinn sem tölvunarfræðinemar við Háskóia Islands halda tölvusýningu. Þessi sýning er sú stærsta sem sett hefur verið upp á þessu s viði hér á landi og er flatarmál sýningarsvæðisins um 1000 fermetrar. Margt annað en tölvur er á sýningunni, til dæmis skákmót og bókabúðir. Einnig eru fluttir fyrirlestr- ar. Sýningin er hugsuö sem fjár- öflunarleið tölvunarfræðinema, sem fyrirhuga Bandaríkjaferð næsta haust. Þrettán aðilar sýna vörur sínar af fjöl- breyttum íslenskum tölvumarkaði. I dag kl. 17 flytur Páll Jensson, forstöðu- maður Reiknistofnunar Hl, erindi um einkatölvuna og á morgun veröa fluttir þrír fyrirlestrar um tölvufræðslu á Islandi sem hefjast kl. 14. Um helgina er sýningin opin f rá kl. 13 til kl. 22. -ÁE Urval HENTUGT OG HAGNÝTT Skuttogarinn Sigurfari II SH 105 frá Grundarfiröi verður boðinn upp þann 18. apríl næstkomandi sam- kvæmt ákvörðun uppboösréttar í gær. Það er Fiskveiðasjóður sem gerir kröfu um uppboðið, en gjaldfallnar skuldir skipsins við sjóðinn nema nú um 159 milljónum króna auk vaxta og kostnaðar. Húftryggingarverð- mæti skipsins er hins vegar tæplega 156 milljónir króna. Skipið er í eigu feðganna Hjálmars Gunnarssonar og Gunnars Hjálmarssonar á Grundarfiröi. Það var smíðað á Akranesiárið 1981. Ymsir aðilar á Grundarfirði, bæði fyrirtæki og einstakhngar, eru nú að skoða möguleika á að halda skipinu innan byggðarlagsins. Að sögn Sigurðar Eggertssonar sveitarstjóra eru menn mjög uggandi um hvert ástandið yrði ef skipið yrði selt burt. Sigurfari hefur komiö með að iandi um 30% af þeim afla sem landaö er á Grundarfiröi. Um 200 manns hafa framfæri af útgerð skipsins og vinnslu aflans í landi. „Þaö verður algjört hrun ef skipiö fer úr byggðar- laginu,” sagði Sigurður Eggertsson. „En ég er nú svo bjartsýnn sjálfur að fyrst Grundfirðingum tókst að eignast þetta skip þá geta þeir haldið því.” ÖEF Vilekkert gefa upp um ástæður — segir Hjörtur Pálsson um uppsögn sína „Eg vil ekkert gefa upp um ástæður fyrir uppsögninni. Það er svo stutt síðan ég sendi stjómarmönnum bréf um þetta að þeir eru ekki búnir að fá það í hendurnar ennþá,” sagði Hjörtur Pálsson, framkvæmdastjóri Norður- landahússins í Færeyjum. Hjörtur hefur sagt starfi sínu lausu með samningsbundnum þriggja mánaða fyrirvara. Hjörtur sagði þó aö þaö væri ekkert leyndarmál að milli arkitekts hússins og byggingarnefndarinnar hefðu orðið deilur og ágreiningur sem hefðu orðiö þess vandandi að enn væri ekki búið að ganga endanlega frá húsinu. Þar væri enn margt óf rágengið sem ágreiningur væri um milli arkitektsins og byggingamefndarinnar hver ætti að leysa. Stjóm Norðurlandahússins > Færeyjum kom saman um miðjan febrúar en þar var ekki rætt um þetta mál. Stjómin mun koma saman aftur í byrjun maímánaðar. Hjörtur Pálsson hefur aöeins gegnt þessu starfi frá 11. september síðast- liönum, en hann var áður dagskrár- stjóri Ríkisútvarpsins. Aðspurður hvað tæki nú við sagöi hann að sam- kvæmt samkomulagi milli Norður- landanna ættu opinberir starfsmenn sem tækju að sér störf hjá norrænum stofnunum rétt á að hverfa aftur til fyrri starfa innan fjögurra ára. Hann kvaðst þó ekkert vera farinn að huga að ööm starfi, enda aðeins þrír dagar frá því að hann sendi uppsagnarbréf sitt. Þjóðleikhúsið: Sýningar hefjast ánýum helgina I Aö loknu þingi Norðurlandaráðs j hefjast sýningar í Þjóðleikhúsinu i dag á Gæjum og píum. Þá ætti endanlega að vera búið að má þingbraginn af leikhúsinu. Ærsla- beigimir í Kardimommubænum verða mættir.kl. 14.00 á morgun, sunnudag, á sviðinu. Um kvöldið verður sjötta sýningin á Rashomon á stóra sviðinu. Á sama tíma verður hið þrínefnda verk um Gertrude Stein sýnt á litla sviðinu. -GK. Kvenfatnaður viðhúnhjá Alþingishúsi Ýmiskonar fatnaöur var dreginn að húni fyrir framan Alþingishúsið i fyrri- nótt. Var lögreglunni tilkynnt klukkan fimm um morguninn að dmslurnar héngju á flaggstöngunum. Fjarlægði lögregian fatnaðinn. DV hafði samband við miðborgarlög- regluna í gær og sagði lögreglumaður að bunki af fötum sem lægi hjá þeim á gólfinu væri ættaður ofan af Alþingi. Væri hér um mjög litskrúðugan fatnaö að ræða, röndótt, grænt, hvítt og svart, bleikt, brúnt og rautt. -EH. Stórglæsilegt bingó verður haldið í Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1, Kópavogi, laugardaginn 9. mars kl. 14.30. Komið tímanlega til að tryggja ykkur spjöld. Margt góðra vinninga, m.a. flugferð, fjallaferð, húsgögn o.fl. Fjáröflunarnefnd Kirkjufélags Digranessprestakalls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.