Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 24
. . að sögn bandaríska fréttaritsins TIME.” Hver kannast ekki við þessi orð í íslenskum blöðum eða öðrum fjölmiðlum? TIME er söluhœsta tímarit sinnar tegundar bœði í Bandaríkjunum og veröldinni allri og hefur þannig veruleg áhrif á túlkun manna á fréttum og öðrum atburð- um sem ná inn á síður blaðsins. En hvaða sjónarmið ráða ferðinni hjá þessu áhrifamikla vikuriti? Hvernig er frétta- mat þess; hversu áreiðanlegt er það? Og hvers konar menn eru það sem velja ofan í okkur fréttir og fréttaskýringar í hverri viku? íþessari grein er athgglinni beint að þeim manni sem hvað mestu rœður, ritstjóranum Ray Cave. Þegar starfsmenn TIME lýsa blaöi sínu og yfirbyggingunni þar hneigjast þeir til þess aö nota heldur háfleygar líkingar. Stundum líkja þeir blaðinu viö Þýskaland á lénstímanum þar sem fréttastjórarnir eru hertogar, Ray Cave er hinn heilagi rómverski keisari og Henry Grunwald er páfinn. Stundum er TIME páfagarður og al- mennir fréttaskrifarar leika hlutverk óbreyttra presta, Ray Cave er kardínáli og Henry Grunwald er páf- inn. Grunwald er alltaf páfinn. Heill her undirmanna Þaö er til lítils aö bera yfirbyggingu bandarískra blaöa saman við þau íslensku þar sem silkihúfur eru þrátt fyrir allt fáar. Á bandarískum blööum safna fréttamenn úti um allan heim heimildum sem sérstakir fréttaskrif- arar inni á ritstjórnum vinna síöan úr; greinarnar fara svo gegnum hendurnar á ótal fréttastjórum og rit- stjórnarfulltrúum áöur en þær komast inn í blaöiö. Titill Ray Caves á TIME er „managing editor” en í íslenskri þýðingu er óhætt að kalla hann rit- stjóra blaðsins. Hann er yfirmaður mörg hundruö aöstoöarritstjóra, rit- stjórnarfulltrúa, fréttastjóra, frétta- skrifara, blaða- og fréttamanna, heimildasafnara og alls konar aö- stoðarmanna. í sameiningu gefur þessi her út vikuritið TIME, flaggskip Time Incorporated-veldisins, en yfir því ríkir Henry Grunwald sem „editor- in-chief” eöa aðalritstjóri. Auk TIME gefur Time Inc. út timaritiö Life, Fortune, Money, People, Sports Illustrated og Discover, rekur útgáfu- fyrirtækiö Time-Life Books og fjöl- margar kapalsjónvarpsstöövar o.s.frv. TIME hélt fyrir ekki löngu upp á 60 ára afmæli sitt meö nokkurri viöhöfn. Tímaritið varö þegar í byrjun mjög áhrifamikiö enda kunni stofnandinn, Henry heitinn Luce, sitt fag út í æsar. Hann leit á 20. öidina sem „amerísku öldina” og blaöiö bergmálaöi skoöanir hans; þaö leitaðist viö aö sýna göfuga kapítalista leiöa dyggöumprýdda þjóð sigurs gegn öflum hins illa. Greinar sem ekki túlkuöu „rétta” hugmynda- fræði voru miskunnarlaust skrifaðar aftur þar til þær féllu aö skoöunum Luces. Og jafnvel stíllinn slapp ekki undan grandskoðun og til varö svokölluð TIME-enska, sem Wolcott Gibbs stældi svona: „Backward ran sentences until reeled the mind.” Á sínum tíma hafði Henry Luce mikil áhrif á það aö Dwight Eisenhower ákvaö aö bjóða sig fram til forseta og var síðan kosinn. Joe gamli Kennedy geröi sér fulla grein fyrir völdum Luces og eyddi mörgum árum í aö gera harm hliðhollan syni sínum. John F. Kenndy hélt síöar áfram daörinu við TIME. „Gluggi að Ameríku" Eftir aö sjónvarpsstöövunum í Bandaríkjunum óx fiskur um hrygg minnkuðu áhrif TIME mikið. Hodding Carter, talsmaður utanríkisráðu- neytisins í tíð Jimmy nafna síns og nú fréttaskýrandi við sjónvarp, segist hættur að leiöa hugann að TIME. En þó getur blaðið enn séð til þess aö mánudagarnir (útgáfudagarnir) verði enn mæðulegri en ella fyrir fjölmarga áhrifamenn í Washington og víðar og í smærri bæjum Bandaríkjanna þar sem dagblöðin treysta á fréttastof- urnar fremur en eigin menn á hverjum stað, lesa menn TIME eins og Kanar í útlöndum lesa International Herald Tribune. Timaritið gefur líka út f jórar útgáfur til sölu í öðrum löndum og veita þær umheiminum „glugga að Ameríku”, að sögn Ray Cave. TIME hefur lagað sig að breyttum kröfum lesenda. Sjónvarpið var ein af ástæðunum fyrir því að Ray Cave var valinn ritstjóri árið 1977. Styrkur hans liggur í hinu sjónræna; myndum, litum og útliti blaðsins. „Þaö er sjónvarpiö sem undirbýr lesendahópinn,” segir Cave. „Blaöamenn ímynda sér aö maður verði að vera fyrstur með frétt- irnar af því þeir eru aldir upp á dag- blöðunum. Okkar hlutverk er allt annað. Viö eigum ekki aö koma upp um eitthvað. Ef viö skrifum um fjárlaga- hallann áður en nokkur veit af honum les fólk þaö ekki. En hafi efniö birst áður á forsíöu New York Times eöa í tískudálki Washington Post þá förum viöaf staö.” Ray Cave er ekki sérlega áberandi maöur í útliti. Þaö er til að mynda erfitt aö ímynda sér af klæðaburði hans að dæma aö hann hafi röskar 700 þúsund íslenskar krónur í mánaðar- laun. Viö fyrstu kynni viröist Cave bæöi stífur og yfirlætisfullur og hann slakar ekki á fyrr en aö nokkrum tíma liönum. Sjálfur segist hann vera feim- inn. Illskeyttur og kaldhæðinn Cave er fráskilinn og býr nú meö Patriciu Ryan, ritstjóra tímaritsins People, en þau hittust er bæöi unnu viö Sports Illustrated. I karlaveldi Time Inc. er Ryan eini kvenmaöurinn meö ritstjóratign. Þau skötuhjú eiga vel saman að því leyti að bæði eru metn- aöargjarnir vinnusjúklingar. Vinnu- tíminn er slíkur, aö sögn Cave, aö þau eru eina fólkið sem gæti þolað að búa hvort með öðru. „Sennilega er þetta ágætur grundvöllur fyrir sambúð,” segir hann. „Maður hefur aldrei tíma til að rífast.” Þegar þau hafa tíma eyða þau honum hins vegar oftast í annaö en skemmtanalífiö. „Ég er ekki mikil félagsvera,” segir Cave. „Kannski ætti ég aö vera það. En maöur verður að skipuleggja tíma sinn og gera sér grein fyrir því í hverju maður er góður. Það er heldur lítið upp úr mörgu kokkteilpartíinu að hafa.” Mestallt félagslíf Caves varöar TIME á einn eða annan hátt. „Ray líður ekki sérlega vel í partíum. Hann á ekki gott meö spjall um allt og ekki neitt. Hann er í essinu sínu þegar hann hittir mikilvægt fólk við mjög skipu- lagðar kringumstæður,” segir blaða- maðurinn Frank Deford, sem kynntist Cave 1959 er þeir unnu báðir hjá Baltimore Evening Sun. „Hann er leiðtogi,” segir einn undirmanna hans. „Það er rafmagnssvið umhverfis hann.” En fáir ku komast gegnum það svið. „Hann getur verið illskeyttur og kaldhæðinn,” segir annar undirmaöur. „Hann krefst mjög mikils og margir eru hræddir við hann.” Kastar aldrei kveðju á neinn Time-heimuriim er frægur fyrir það hversu vel er gert viö starfsmenn. Fín- ustu vín eru veitt ótæpilega og engin smámunasemi höfö aö leiöarljósi þeg- ar risnureikningar eru greiddir. Eftir aö blaðinu er lokað á föstudagskvöld- um eru borgaðir leigubílar undir flest- alla starfsmenn þó langt sé að fara til heimila þeirra í úthverfum New York borgar. En þrátt fyrir þetta er and- rúmsloftið á blaöinu fremur þungt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.