Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 28
28 DV. LAUGARDAGUR 9. MARS1985. SKOÐUN FLUGVÉLA ~ Viö, hinir almennu flugfarþegar, gerupn okkur sjaldnast grein fyrir þeirri gífurlegu vinnu sem fylgir því aö reka flugfélag. Helstu samskipti okkar viö starfs- fólk þessara ágætu fyrirtækja eru í flugstöðvunum, þar sem þaö selur okkur farmiöa, tekur viö töskunum og óskar okkur góörar feröar. Um borð í flugvélinni tekur flugfreyjan á móti okkur með bros á vör og sér um aö feröin veröi okkur sem ánægjulegust. Á leiðinni mæla flugmennimir gjarnan nokkur orö sem varða stöðu og flughæð vélarinnar, en meira höfum viö ekki af þeim aö segja. Svo er lent, allt hefur væntanlega gengiö eins og í sögu, okkur er þökkuö samveran og viö boöin velkomin aftur. Þar með vitum viö allt um flug og flugfélög, eöa allavega svolítiö mikiö eðakannski... Ein er sú stétt manna sem viö meöal annarra veröum lítiö sem ekkert vör við þegar viö fljúgum, en þaö eru mennirnir sem halda þessum gripum fljúgandi, flugvirkjarnir. Gagnstætt því sem margur kann aö halda, þá er aðalverk þeirra ekki í því fólgið að gera viö bilanir sem upp kunna aö koma. Þvert á móti fer mestur hluti vinnutíma flugvirkja í aö koma í veg fyrir bilanir meö skipulegu viðhaldi og gaumgæfilegum skoðunum á vélunum. Flugvélar, sem notaðar eru í reglubundnu áætlunarflugi, þurfa aö gangast undir mjög ítarlegt viöhald. Þess má geta hér í leiöinni að reglur þær sem gilda hérlendis um viöhald flugvéla eru einhverjar þær ströngustu í heiminum, enda oft flogiö viö slæm skilyröi. Viöhaldiö fer venjulega fram með þeim hætti aö fylgt er sérstökum skoðunarkerfum, þar sem ákveönir hlutir eru athugaöir með vissu milli- bili, allt eftir því sem þurfa þykir og mælt er meö af framleiöanda. Þannig eru sumir hlutir athugaöir eftir hvert flug, aörir aö kvöldi hvers dags sem vélin hefur flogið, enn aörir meö á- kveönu millibili taliö í flugtímum o.s.frv. Viö litum inn í skýli Flugleiöa á Reykjavíkurflugvelli á dögunum, en þar stóö sem hæst mjög viðamikil skoðun á einni af Fokker-vélum félagsins, Árfara. Árangur þessa innlits birtist hér á síðunni í máli og myndum. -RJA, Það er engu likara en Fokkerinn hafi fengið þungt högg á nefið, en svo var þó ekki. Það var bara hann Brandur sem hafði tekið til hendinni. Vinnupallarnir minna á frumskóg. Flugvélin hefur hamskipti á meðan á skoðun stendur. Nauðsynlegt er að opna allar lúgur og hlera og lita Út með allt. Allt á að skoðast. inn. Vegna innlausnar spariskfrteina rf kissjóÓs bjóóum vió VERDIRVGGÐA / n i vei LJ LJ z vaxtareikm Allir afgreiðslustaðir Samvinnubankans annast innlausn spariskírteina ríkissjóðs og bjóða sparifjáreigendum verðtryggðan Hávaxtareikning með vöxtum. Hávaxtareikningur er alltaf laus og óbundinn Kynntu þér Hávaxtareikninginn. Betri kjör bjóðast varla Samvinnubankinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.