Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 41
DV. LAUGARDAGUR 9. MARS1985. 41 Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Frederick Berrisford var ákaflega vingjarnlegur og skilningsríkur. Hann átti sinar slæmu hliðar. Það átti eftir að koma i Ijós. Hún lá bööuö í svita þegar hún vakn- aði og hún var stíf af skelfingu. Hún átti von á aö sjá morðingja standandi yfir sér meö blóðugan hníf. Hún lá nokkur augnablik í rúminu. Hún gat ekki hreyft sig af hræðslu. Svo spratt hún á fætur, klæddi sig í og hljóp út úr íbúö sinni og inn í bílinn sinn. Hún ók eins hratt og hún gat heim til móöur sinnar. Cheryl Kindred skalf enn eins og espilauf þegar hún kom heim til móöur sinnar, hinnar 55 ára Beatrice Kindred i Birmingham á Englandi. Hún opnaði fyrir sér sjálf. Mamman var hrædd viö að sjá ástandið sem 25 ára dóttir henn- ar var í. „Hefur þig verið aö dreyma einu sinni enn? ” spuröi hún bara. Cheryl kinkaöi orðlaus kolli. Svo sagöi hún: „Mig dreymdi nákvæmlega þaö sama. Ég sá sjálfa mig liggjandi dauða á gólfinu. Það voru sár eftir hníf á hálsi mínum og brjósti. Þetta var eins raunverulegt og ef ég heföi staöiö oghorftáþaösjálf.” „Lögreglan hefur litla trú á draum- um,” sagöimóöirhennar. „Mér finnst samt að þú og pabbi þinn ættuð aö fara á lögreglustöðina snemma í fyrramálið og biöja um vemd fyrir þig. Þú veröurauövitaö hér í nótt. Þú getur ekki fariö heim aftur í þessuhugarástandi. . .” 18 ára og ástfangin Búiö var um Cheryl í gamla rúminu hennar í herberginu þar sem tvær yngri systur hennar sváfu einnig. Létt svefnpilla hjálpaöi henni til aö líða út af. Þegar hún var 18 ára haföi hún orðin ákaflega ástfangin af Robert Leyburn sem var 3 árum eldri. Þau höfðu trúlof- ast og síðan gifst. Eftir aö hafa verið nokkra mánuöi í sambúð vissu þau bæði að þetta var rangt. Hún var róleg og heimakær og dreymdi um aö eignast stóra fjöl- skyldu. Hún átti sjálf fimm systkini. Leybum vildi fremur hafa líf og fjör. Hann haföi gaman af dansi og veislum. Hann fór á fótboltaleiki og veöreiöar og honum fannst ekkert liggja á að fara aö f jölga í heiminum. Eftir fimm ára sambúö skildu þau og þaö setti mark sitt á þessa ungu og vonsviknu konu. Hún fékk taugaáfall og var lögð inn á taugadeild í Birming- ham. Þar hitti hún Frederick Berris- ford sem þá var 35 ára og afskaplega tillitssamur og skilningsríkur. Fráskilinn vinur Þaö var eiginlega hans sérgrein. Hann var sjúkraliöi á deildinni. Hann fékk strax ákaflega mikinn áhuga á Cheryl og talaöi mikiö viö hana. Auk þess sagöi hann henni aö hann væri fráskilinn. Hann sagði að kona sín heföi ekki viljað eignast börn. Og hann sem var svo hrifin af þeim. Var Cheryl það lika .....en skemmtileg tilviljun”. Cheryl var á því aö hún og Frederick Berrisford ættu ýmislegt sameigin- legt. Hann var fullkominn séntilmað- ur. Samt var eitt sem hún vissi ekki um hann. Hún heföi getað fengið þaö upp- lýst ef hún heföi reynt. Þetta sem hún vissi ekki var aö hann hafði skilið viö konu sína vegna þess aö ■ hún þoldi ekki hversu ofbeldishneigöur og óþverralegur hann var. Konan hans haföi verið í beinni lifshættu þegar þau vorugift. Samband þeirra Cheryl og Frede- rick þróaöist á þann veg aö hún varð brátt ólétt. Þegar hún ól soninn Anthony fannst henni að hamingja þeirra væri fullkomin. Brátt átti eftir aö koma í ljós aö svo var ekki. Illgjarn Frederick Berrisford var ekki hinn umhyggjusami maöur sem hann haföi verið á hælinu. Hann var illgjam og vildi ráöa öllu um lif hennar. Hann auömýkti hana þegar þau fóru saman í bæinn. Hann var ofurafbrýöisamur og barði Cheryl ef hún vogaði sér svo mik- iö sem aö tala viö aöra menn. Það átti líka viö um þaö er hún vogaöi sér aö tala viö bræður sína. Ef hún hefði hugs- aö sér aö yfirgefa hann ætlaði hann bara aö segja henni að hann myndi finna hana hvar sem væri og þegar hann væri búinn aö finna hana myndi hann ganga frá henni. Cheryl var nú vantrúuð á þaö. En hún var samt nógu skynsöm til þess aö fara á brott með barnið. Hún flutti til frænku sinnar sem átti heima í öörum landshluta. Þaö leiö ár og hún heyrði hvorki frá Berrisford né sá hann. Þá flutti hún aftur til Birmingham. Hún fékk vinnu sem læknaritari og krækti sér í litla íbúö í námunda viö staðinn þar sem hún vann. Tveimur vikum síöar skaut Berris- ford upp. Þegar hringt var dyrabjöll- unni hélt hún aö það væri móðir hennar eöa ein systra hennar. Berrisford þvingaöi sér inn og hóf strax gömlu hótanimar aftur. Hún þoröi ekki að fara til lögreglunnar. Viku eftir aö Berrisford haföi komið vaknaöi Cheryl um miöja nóttina. Hana haföi dreymt aö Berrisford stæöi álútur yfir henni meö hníf í hendi. Hún haföi séö sjálfa sig liggjandi dauöa á gólfinu meö blóöið fossandi úr djúpum hnífssárum. Hún var jarðbundin stúlka sem trúöi ekki á spádóma eöa fyrirboða. Hefði hún gert þaö hefði kannski ekki fariö eins og fór. Þaö geröist heldur ekkert þegar Cheryl dreymdi sama drauminn í ann- aö sinn. Þegar hana hafði dreymt hann í þriðja sinn reyndi móöir hennar aö telja hana á aö fara á brott aftur. En hún vildi ekki gera þaö. I staö þess fór hún til lögreglunnar og sagöi henni frá málinu. Þar var henni ekki tekið beinlinis Vondur draumur rætist Móflir Cheryl Kindred var ákaflega beygð eftir afl dóttir hennar var fallin frá. „Þessi draumur hefði ekki þurft að rætast," sagði hún. með óvilja. En lögreglan gat samt ekki veitt hverjum þeim vemd sem hafði dreymt illa. I staöinn var henni ráölagt aö skipta um lás á íbúöinni. Og ef Berr- isford myndi fara aö ónáöa hana eitt- hvaö myndu þeir auövitaö líta nánar á máliö. Hún fór aö ráöum lögreglunnar og skipti um læsingu á íbúöinni. En hún vildi ekki fara á brott. Hún var í of góöri stööu til aö tíma því. „Sagði að ég værisvín " Síðasta kvöldiö í lifi sínu kom Cheryl Kindred heim í íbúö sína um kl. 22 aö kvöldi. Hún haföi verið í heimsókn hjá móöur sinni og haföi einnig veriö að sækja drenginn sinn litla í pössun til hennar. Hún opnaði dymar eins og venju- lega. Þegar hún kveikti Ijósiö sá hún hvar Berrisford stóö í dagstofunni. Hann kraföist þess aö hún og drengur- inn kæmu meö sér til Rubery þar sem hann bjó. Hann haföi brotist inn í íbúö- ina og haföi sest niöur til þess aö bíöa eftir f yrrum kæmstu sinni. „Hún sagöi aö ég mætti hypja mig,” sagöi Berrisford viö lögregluna seinna viö yfirheyrslu. „Hún sagöi líka að ég væri svín,” bætti hann viö. Þá tapaöi ég mér alveg. Ég var með smellihníf í vasanum. Ég tók hann upp og rak hann i brjóst hennar og háls. Eg komst ekki til sjálfs mín fyrr en hún lá dauð á gólfinu. Þaö leit næstum út fyrir aö hún væri ekkert neitt sérlega undr- andi. Þaö var næstum því eins og hún ætti von á að deyja.” Berrisford hvarf óséöur úr íbúöinni og fór heim í Rubery, litla þorpið sem var í um það bil 12 kílómetra f jarlægö frá Birmingham. Hann átti ekki von á aö veröa grunaður en til öryggis fór hann aö búa sér til fjarvistarsönnun. Mætti ekki til vinnu Um níuleytið næsta morgun upp- götvaöi móðir Cheryl að hún var ekki komin í vinnuna. Hún hafði hringt hvern einasta morgun til dóttur sinnar í vinnuna frá því aö dóttirin haföi sagt henni óhugnanlegan draum sinn. Nú geröi hún lögrcglunni samstundis viövart. Cheryl fannst látin og á grundveUi þeirra upplýsinga sem móöir hennar gat gefið var farið beint á taugadeUd- ina þar sem Berrisford vann og hann handtekinn. Heima hjá honum fundust morövopniö og föt sem voru útötuö blóði. Málið var upplýst. Frederick Berrisford var ákæröur fyrir morö fyrh- rétti í Manchester. Kviödómurinn tók sér fbnm minútur í aö ákvaröa aö hann væri sekur. Dóm- arinn var tvær mrnútur aö kveða upp dóminn. Hann var Ufstíöarfangelsi. „Það er sjaldgæft aö draumar ræt- ist,” sagði móðir Cheryl á eftir. „Bara aö viö hefðum tekið fyrirboöana alvar- legar.” Cheryl Kindred varð ekki mikillar gleði aflnjótandi i lifi sínu. Stutt ferflalag mefl syninum skömmu áður en martröð fór að ásækja hana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.