Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 9. MARS1985. 13 Moskvu og lokaði sig inni. Hann hleypti engum inn, ekki herforingjum eða félögum úr innsta hring flokksins. Krústsjoff segir aö Stalín hafi grátið og kallað: „Allt sem Lenín eftirlét okkur er glatað.” Krústsjoff segir að hann hafi lengi verið örvinlaöur. En aö lok- um náði hann fullri stjóm á sér. Hann hélt langa vesældarlega ræðu í útvarp 3. júlí. Þar kallaöi hann samlanda sina „bræður og systur”. Það haföi hann aldrei gert áður. Hörmungar Mannfall Sovétmanna í þýsku inn- rásinni var hroðalegt. I október höfðu Þjóðverjar umkringt Leníngrað. Þá voru þeir líka komnir að borgarhliðum Moskvu og að minnsta kosti einn létt- vopnaður þýskur skriðdreki komst inn í borgina sjálfa. Þjóðverjar réðu allri Ukraínu og skriðdrekar þeirra stefndu til Kákasus. Kiev hafði falliö og þar með milljón sovéskra hermanna. Sveitahéruðin voru rjúkandi rústir og mannskaðinn óhugnanlegur. Moskva var umsetin og íbúamir flýðu. Reykháfar í Lubyanka, höfuöstöðvum leynilögreglunnar, spúðu reyk meðan þar var brennt skjölum. Flúði Stalín líka? Félagar hans og sagnfræðingar segja að það hafi hann ekki gert. En þegar heimildir eru skoöaðar er rúm- lega vikutími í lífi hans um þessar mundir sem ekki er aö finna neinar heimildir um. En þá var svo komið að herforingjar undir stjórn Zhukof, og meðal þeirra voru margir sem vom sendir beint úr þrælkunarbúðum til víglínanna, eins og Rokossofsky, höfðu stöövað fram- sókn þýsku herjanna í bili að minnsta kosti og nutu þar m.a. hins rússneska ! vetrarveðurs. Nú varð það algert forgangsatriði aö frelsa Sovétrikin undan innrásar- aðilanum. Hernaðarsiðir frá keisara- tímanum, sem höfðu verið bannaðir eftir byltinguna, vom nú endurvaktir. Stalín endurvakti hermannakveðjur, heiðursmerki og fleira. Hann tók sjálf- ur upp titilinn Generalissimo, sem aldrei hafði áður verið notaður í rússn- eskum her. Fornar hetjur, svo sem Alexander Nevsky og Kutuzof mar- skálkur, voru nú dýrkaöar. Að lokum vannst sigur í Evrópu og sigursælar hersveitir Stalíns gengu í fylkingu frammi fyrir honum á Rauða torginu. Stalín drakk skál rússnesku þjóðarinnar sem hafði reynst traust og trú á ögurstund. Rússneska þjóöin átti þakklætisvottinn skilinn. En meira fékk hún heldur ekki f rá Stalín. Stríðið um friðinn En það var ekki öllu lokið. Stalín hafði fundaö meö Churchill og Roose- velt tvisvar meðan á stríðinu stóð, í Teheran og Yalta. Hann hélt sig hafa komist vel frá samningunum þar og taldi sig hafa gert samkomulag um skiptingu áhrifasvæða, a.m.k. við Churchill, ef ekki við Roosevelt. En hann tók þó enga áhættu. Eftir því sem Rauöi herinn sótti fram í Evrópu sá hann til þess að settar yrðu á laggimar í sigruðum ríkjum ríkisstjórnir sem hlýönar voru honum og sérlega í Pól- landi. Hann vonaöist til þess aö fá sex milljarða dollara lán til endurupp- byggingar frá Bandaríkjunum en þegar Roosevelt dó 1945 varð sú von veikari. Styrjaldarleiðtogamir áttu eftir aö hittast einu sinni enn, í Potsdam. En þar mættu Tmman forseti frá Banda- ríkjunum og Atlee forsætisráðherra frá Bretlandi, því Churchill tapaði kosningunum 1945. Þetta var fundur sigurvegara en einnig fundur blekkj- enda. Truman sagði Stalín af kjam- orkusprengjunni sem nota átti á Hiroshima. En hann gætti þess aö veita Stalín mjög ónákvæmar upp- lýsingar. Stalín átti sér líka leyndar- mál. Japanir höföu beöiö hann að hafa milligöngu um friðarsamninga við Vesturveldin. En Stalín sagði engum af því. Þegar kjamorkusprengjunni 'var varpaö á Hiroshima var Stalín fljótur til og lýsti stríði á hendur Japönum. Hann náði að berjast gegn þeim í tíu daga og fékk aö launum það sem hann vildi, öll landsvæðin sem Japanir höfðu unnið af Rússum í stríö- inu 1904—5. Blekkingarnar í Potsdam boðuðuekkigott. Stalín gat nú snúið sér aö endur- reisnarstarfi. Hann lét það verða sitt fyrsta verk að flytja þjóðir og kyn- flokka til innan Sovétríkjanna. Þaö voru þjóðir sem hann taldi ótryggar,. Krím-Tartarar, Eystrasaltsþjóðirnar, ættflokkar frá Kákasus. Og með þeim á píslargöngunni voru milljónir sovéskra hermanna sem höfðu veriö fangar nasista og lifaö af dauðabúöir þeirra, óbreyttir sovéskir borgarar sem höföu orðið eftir á hernámssvæð- um nasista, hundruð þúsunda flótta- manna frá Vestur- og Mið-Evrópu. Allir sendir í þrælkunarbúðimar. Hreinsanir og ofsóknarbrjálæði Og ógnarstjórninni linnti ekki. Aftur snerist Stalín gegn sínum nánustu með hreinsunum í flokknum. Ný samsæri, nýir svikarar. Leiötogar flokksins í Leníngrað vom dæmdir fyrir fáránlegt uppdiktaö samsæri um að gera Lenín- grað aö höfuðborg ríkisins að nýju. Menntamenn af gyöingaættum, sem margir höfðu leikið lykilhlutverk í sovéskum áróðri í styrjöldinni, fengu að kenna á gyðingahatri Stalíns. Stalín efndi til herferðar gegn gyðingum á öllum vígstöðvum. Þeim var bannaö að hafa sig í frammi í menningar- málum, þeim var bannað aö gegna mikilvægum störfum í iðnaði, þeim var bannaö að gegna liðsforingjastörfum í hernum og þeim var bannað aö starfa í flokknum eða í utanríkisráðuneytinu. Og sífellt fækkaði þeim sem Stalín umgekkst. Ofsóknaræði hans efldist eftir því sem „kalda stríðið” leiö. Og ekki bætti úr skák þegar völd hans yfir öðrum kommúnistum minnkuðu. Tító ögraði honum í Júgóslavíu og vel- gengni Mao Tse-tung í Kína var Stalín ekki að skapi. Leynilegir stuðnings- menn þeirra innan Sovétríkjanna voru grafnir upp og þeim refsað. Síðustu ár Stalíns voru ár ótta, sorg- ar og nöturleika fyrir hann og Sovét- ríkin. Aleinn sat hann í Kreml og lét sig dreyma um eilíft líf. Tveir læknar, sem fundu upp „lækningar” við elli, voru heiðraðir. Blööin birtu ótal greinar um f jallabúa í Grúsíu sem voru 130 eða 140 ára gamlir. Stalín treysti ekki lengur venjulegum læknisaðferðum og fór að sjá um eigin lyfjagjafir sjálfur, af ótta viðaðra. Á síðasta æviári sínu fór hann að skipuleggja mestu hreinsun allra tíma. Nú hafði hann í sigtinu eldri meðlimi stjórnmálanefndarinnar, alla þá sem höfðu lifað af fyrri hreinsanir. Hann grunaöi Voroshilof umaðvera breskan njósnara, hann ætlaði aö fella Molotof (kona Molotofs var þegar komin í þrælkunarbúöirnar en Molotof var enn dyggur hjálparkokkur Stalíns), Mikoyan, sem manna lengst hafði unnið meö Stalín, átti að fara, Beria, Bulganin, Malenkof og Krústsjoff. En samhliða því að þessir ágætu menn yrðu hreinsaðir ætlaði Stalín að leysa „gyðingavandamál” Sovétríkjanna líka. Það átti að senda alla gyðinga í Sovétríkjunum, þrjár eða fjórar milljónir, til Síberíu. Og Stalín hug- leiddi jafnvel að senda Úkraínumenn með þeim, en íbúar Ukraínu voru rúm- lega tuttugu milljónir. Hvernig dó hann? En aðfaranótt 2. mars 1953 kom eitt- hvað fyrir Stalín. Kannski var það aðeins venjulegt hjartaslag, eins og gamlir menn fá, sem leiddi hann til dauöa í húsinu utan við Moskvu. Margir hafa gefiö í skyn að fyrirhuguð fórnarlömb hans hafi fundið kjark sameiginlega til þess að stöðva hann, þeir Beria, Malenkof, Krústsjofi, Voroshilof, Kaganovitsj og fleiri. Ein sagan er sú að þeir hafi neitað að fallast á hugmyndir hans umhreinsan- imar og hann hafi fengið hjartaslag í reiðikasti. Aðrir segja að hann hafi fengið slag í svefni og legið 12 eða 18 tíma án læknishjálpar, því enginn hafi þoraðóboðinn inn í herbergi hans. Við vitum þó að snemma að morgni 5. mars 1953 dó Stalín að heimili sínu og voru nánustu samstarfsmenn hans viðstaddir ásamt syni hans og dóttur, Vassily og Svetlönu. Og lík hans náði ekki að kólna áöur en baráttan um völdin var komin í fullan gang. Arfleifð einræðisherrans Hverju hafði Stalín þá fengið áorkað? Sovétríkin lifðu hann af. Á valdatíma hans féllu milli 40 og 50 milljónir samlanda hans í stríöum, hungursneyðum, fyrir bööulshöndum og af sjúkdómum og vosbúð. Þó stóðu Sovétríkin uppi sem næstmesta veldi í heiminum að honum látnum. Aðeins Bandaríkjamenn voru meiri iðnaðar- þjóð en Sovétmenn (þó Japanir færu reyndar fram úr þeim fljótlega). Landbúnaður Sovétríkjanna var enn í sárum eftir áföllin af stefnu Stalíns. Sovétrikin voru umkringd leppríkjum sem árin eftir dauða Stalíns reyndu sitt besta til þess aö sleppa undan ægivaldi Sovétmanna. I austri var ótryggur bandamaöur, kínverski drekinn, sem innan tíðar snerist gegn Sovétríkjun- um. I vestri Bandaríkin og Evrópurík- in, sameinuð í ótta og hatri á Sovétríkj- unum. Kalda stríðiö hafði einangrað Sovétríkin meir en nokkru sinni fyrr. Heima við hafði ofsóknarbrjálæði einræðisherrans smitað íbúana. Og of- sóknaræðið fannst víðar um heims- byggðina. Sonur skósmiðsins frá Grúsíu hafði safnað aö sér meiri völdum en nokkur annar einstaklingur í heiminum og notað þau til þess að gera heiminn óvistlegri en nokkru sinnifyrr. Stalín fékk legstað viö hlið Leníns. En ekki lengi, því lík hans var fjarlægt þaðan eina nóttina með leynd og nafn hans afmáð. Spor hans í sögu tuttug- ustu aldar verða ekki svo auðveldlega afmáð. Þegar Krústsjoff lét af völdum 1964 stóðu orftakar hans frammi fyrir 40 ára gati í sögunni, allt frá dauða Leníns. Og þeir vita ekki al- mennilega enn hvemig þeir eiga að brúa það gat. Þýtt og endursagt óbg. formast Latex/Lystadún dýnan undir þér— og eltir síðan hverja hreyfingu þína þannig, að hún styður alltaf undir mitti og mjóhrygg. Latex/Lystadún dýna er sqmsett úr stinnu Lystadún undirlagi og mjúku Latex yfirlagi. Þyngstu líkamshlutar bæla Latexlagið niður að stinnu Lystadúnlaginu. Þannig lagar dýnan sig að Ifkamanum. Árangurinn er að hryggsúlan liggur nokkuð bein, hvíldin verður fullkomnari og þér hættir síður til eymsla í hrygg. Þau orsakast oft af röngum rúmdýnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.