Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 39
DV. LAUGARDAGUR 9. MARS1985. 39 Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur Um daginn fékk ég svohljóöandi bréf: HeillogsællSkúli. Þetta, sem ég sendi, er eins og þú sérö ljósrit af titilblaöi bókarkorns, sem Steindór Sigurösson gaf út 1934, og opnunni, sem geymir vísuna „Nú er hlátur nývakinn”, og er hún hik- laust talin eftir Jón Ásgeirsson. Mér dettur ekki í hug aö halda fram, aö þetta sanni eitthvað. Hugsanlegt væri þó aö kanna, hvaöan Steindór haföi upplýsingar sínar fyrir hálfri öld. Þú athugar þetta. Gunnl. Pétursson. Eg veit ekki eldri heimildir um vísuna ,,Nú er hlátur nývakinn” en þær, sem birtust í þessari bók Steindórs, 100 f erhendur. Og ég legg mestan trúnaö á elztu heimildirnar. Ef Jón Ásgeirsson — og kannski nafni hans Þorvaldsson — hafa kveöiö vísuna, er hún fyrir misskilning eignuö öörum. Veriö getur, aö Gíslarnir tveir, sem Biskupstungnamenn eigna vísuna, hafi aöeins kveðiö hana, er þeir hittust, en nærstaddir hafi haldiö, aö þeir hafi ort hana. Mér finnst mjög ólíklegt, aö Grímur sonur Gísla frá Stóradal vissi ekki höfunda hennar, ef faöir hans heföi veriö annar þeirra. Þá finnst mér framburöur Lárusar í Grímstungu þungur á metunum. ' En mér barst í hendur, rétt í þann mund er ég var að byrja aö rita þennan þátt, bréf sem vekur furðu mína. Þaö fer orörétt hér á eftir: Stafholti 12.2.1985 I tveim þáttum þínum í DV hefur þú nokkuö fjallað um, hver muni vera höfundur vísunnar: Nú er hlátur nývakinn. Vísa þessi hefur einkum veriö eignuð 2 Jónum eöa 2 Gíslum. Viröast menn ekki vera á eitt sáttir um þaö, sem ekki er von, því aö visa þessi er miklu eldri, og þaö höfiun viö Borgfirðingar lengi vitað. Höfundur hennar var Guömundur Magnússon (f. 1809, d. 1859), hagyrðingur og baslbóndi í Stóru-Skógum í Stafholtstungum. Tilefni vísunnar var þaö, aö hann var á ferö út á Akranes ásamt nafna sínum Eggertssyni í Sólheimatungu og Birni Ásmundssyni, sem þá var unglingur á Flóöatanga. Þegar þeir síöan lögöu af staö heim, varö G.M. eitthvað síöbúinn, en þegar hann nær þeim, réttir hann brennivínsflösku aö nafna sínum og kveöur vísuna. Frá þessu sagöi Björn seinna, en hann bjó síðar rausnarbúi á Svarfhóli og var merkur maöur. Jósef, sonur hans, síðar bóndi og oddviti, skrifar svo grein um G.M. í Les- bók Morgunblaðsins 5. jan. 1941, þar sem þessa vísu er aö finna ásamt fleirum. Uröu þá nokkur blaðaskrif um þessa vísu og höfund hennar, og má í því sambandi benda á Lesbók Mbl. 15. júní ’41 og 5. okt. s. á., svo og grein eftirS.H.L. 13. apríl ’41. Því höfum við Borgfiröingar fyrir satt, að G.M. sé höfundur vísunnar: Nú. er hlátur nývakinn, þar sem um vitnisburð svo nákominna manna er aö ræöa. Brynjólfur Gíslason. Ég hef að sjálfsögöu ekki aðstööu til þess hér aö athuga greinar þær, sem Brynjólfur vitnar til. En ég tel þó, aö vitnisburður svo merkra manna, eins og hann vitnar í, sé þungur á metunum. Hér er vissulega um mjög merkilegt rannsóknarefni aö ræða, og getur veriö, að ég kynni mér málið betur meö vordögunum. Þaö er alltaf virðingarvert, er einhver sýnir iörun og gerir yfirbót. Margrét Olafsdóttir segir í bréfi: Jæja, núverðégaldeilisaðgerabragarbót: Það er illt að þenja sig, þanka pilts ei rneta. Orðin spilltu oní mig er mér skglt að éta. E.S. (nnr. 1828—9199) sendirstökur: Alþgöunnar rúnum ristur, rœdusnjall og málastgngur, fer um landið Krata-Kristur, kraftaverka íslendingur. Oft á kostum ádur fór, engan hafði galla. Steingrímur vill sterkan bjór, stjórnin er að falla. Stefnir allt á œðra svið, eins og flestir vona. Tölvukerfið tekur við og tœknimenntuð kona. Á lífsins sjó er fallvalt flesl, fgrnist gfir gömlu sporin. Vináttuna met ég mest, manngildið og björtu vorin. Ef regnirþú að rækta hross, regnslan mun þér sanna, að ertu negldur upp á kross öfundsjúkra manna. Engum verð ég ofurseldur, erþvi lundin hörð sem stál. Meðan lífsins lifir eldur, Igfti ég glasi og segi skál: Hugur líður hœgt um svið, hljóðnar kliður dagsins. Vegamóður finn ég frið í faðmi sólarlagsins. Benedikt Björnsson, Skúlagötu 78 í Reykjavík, botnar: Fgsir mig að faðma þig, fljóðið œskurjóða. Svo œttirðu að elska mig, œskuvinan góða. Ef ég œtti á vífum val, víst ég mgndi regna að hefja upp mitt hanagal; hún veit, hvað ég meina. Okkar bíður betri tíð með blóm og grös í haga, ef það kemur ekki stríð innan fárra daga. Áður var ég ung og sœt, gta kœtti sinni. Ekki nokkurn lengur lœt Igsa ásgnd minni. Sigurgeir segist ekki hafa haft tíma til þess að yrkja um Kröflu, en þetta hafi þó orðiö til í þann mund, sem hann skrifaði þættinum: Vandamálið okkar er allra frœgust Krafla. Innan tíöaröll hún fer undir hraun — á kafla. Sigurgeir efnir til keppni. Hann sendir tíu fyrriparta, sem allir f jalla um dýr. Þeir eru allir meö innrími, og veröa „keppendur” aö taka tillit til þess. Hann heitir þúsund króna verölaunum fyrir beztu botnana viö alla fyrri- partana í heild, — þó með því skilyrði, aö DV leggi sömu upphæð á móti til verðlaunanna. Þannig fái sá heppni tvö þúsund krónur samtals. Sigurgeir segir orörétt: Þú skalt taka fram í upphafi, aö ekki veröi tekið til greina, þótt menn sendi inn botn viö einni og einni byrjun í senn, heldur veröi heildin frá hverjum og einum birt jafnóðum og hún berst þér, — þá er hægara aö bera árangurinn saman í lokin. Og enn segir Sigurgeir: Skilafrestur til þín skal vera til 1. október 1985, svo að veita megi verðlaunin í byrjun desember í ár. Þá biður Sigurgeir mig aö birta fyrripartana sem allra fyrst, svo væntanlegir þátttakendur í keppninni hafi nægan tíma til heilabrotanna. Ég verö við þeirri áskorun Sigurgeirs, aö birta fyrripartana strax, en ég veit hins vegar ekkert um viöbrögö forráöamanna DV, — hvort þeir vilja leggja þúsund kallinn af mörkum. En hér koma fyrripartar Sigurgeirs, og veit ég, aö mörgum mun finnast þeir erfiðir viöfangs: Vakrir hestar vilja oft verða mestu bikkjur. Alltaf hgrnar gfir mér, er ég kgrnar skoða. 115. þáttnr: ORÐIN SPILLTU 0\í MIG i:it MÉR SKVLT AÐ ÉTA Hér í þáttinn henti stöku haggrðingur. ' Klanginn fann í,,kolabingur” kgnjanœmur haggrðingur. Munt þú, Stefán, meta þgða málsins strengi. Þú áttir við, hvað orðið sgngi, en ekki hljóð í kolabingi. Misskilningur mig til illrar mælgi tœldi. Nú þess bið, að heiðri haldi Hörður — og ei fgrir gjaldi. Flumbruganginn fljótt ég bið þig fgrir- gefa. Vísnaþáttinn látum lifa, listina að kveða og skrifa. Og svo nokkrir botnar, segir Margrét: Löngum Tjörugt lífs á bárum leikur knörinn minn. Góð, í viir á elliárum, œvikjörin finn. Ég er haltur orðinn og æði valtur stundum. Oflast kalt, þvl unaðslog ekki er falt hjá sprundum. Gaman er að gllma við góða fgrriparta. Ef að gott er upphafið, enginn þarfað kvarta. Þó að aldan gggli brún, úi skal halda á miðin. Bárufaldi frítt við hún Faxa tjalda sviðin. Jón Benediktsson frá Höfnum (eöa Aöalbóli í Miðfirði) segir, að í verðkönnun nýlega hafi komiö í ljós, aö súrsuð „kviksvið” hafi verið miklum mun dýrari hjá SlS en í öðrum verslunum. Og Jón kveður: Ef þú veizt, hvað undir bgr. oft er freisting búin. Sambandseistun eru dgr, en þeim tregstir frúin. Ég hafði sambandi við Þórö (Dodda) Guöjohnsen, sem vinnur í verzluninni Hamborg á Laugavegi, og spurði hann, hvort hann hefði ekki ort neitt nýlega. Hann sagði, að nú væri helzta „bjargráðið” aö drekka sig úr vandanum, og heföi ríkisstjórnin nú loks tekið það ráð, sem hann hefði notað í 15 ár. Og Þórður kveöur: Stjórnarflegi flegtir greitt fram hjá versta grandanum. Doddi veit að dugar eitt: Drekka sig úr vandanum. Helga Þorgeirsdóttir (?) í Kópavogi botnar: Núna sólin brosir blítt, blærinn hóla strgkur. Óð til vorsins þgl ég þgtt, þar til gfir Igkur. (Helga áttar sig ekki á því, að fyrriparturinn bauð upp á hringhendu.) Vinur minn, Stefán Hörður Grímsson skáld, sendir mér mjög vinsamlegt bréf. Hann sendir vísu eftir sig, en segir, að fyrirsögnin verði aö fylgja, ella gæti þaö valdið misskilningi: STRÍÐ ÍGEIMNUM Ekki skánar leiðum lund, lengi gránar senna. Yfir blánuð auðnusund urðarmánar renna. Ógn ég mundi elska þig, auðargnáin fríða, ef kgnnirðu að kgssa mig og kverri skipan hlgða. Á þvi, sem mig er að dregma, er ég gáttaður. Er þá stundum ekki heima, en alltaf háttaður. Nóg er í bænum brennivín, bítlamúsikk, dísur. En hlegpur enginn heim til þín með helgarinnar vísur? Sigurgeir Þorvaldsson í Keflavík skrifar og hefur bréf sittsvo: Skalþér ekki, Skúli minn, skelfing leiðastþarna? Varla ertu, væni minn, vinur allra barna. Sigurgeir er lögregluþjónn, eins og lesendur Helgarvísna munu vita: Oft við Geira heimur hló, á linátum lagið kunni. Fullnægingu fékk hann þó fgrst í lögreglunni. Sigurgeir botnar: Er Igk ég hérna langri vist, landsmenn munu fagna. Ég grki margt af andans Igst eða bölva og ragna. Nóg er í bœnum brennivín. bítlamúsikk, dísur. Gestir ekki gæta sín, geispa og draga gsur. Bændur margir eiga ær, — eina bjargarvonin. Blessuð lömbin, kát og kær, kgla vömb á heiðum. Oftast svínin, ung og feit eru að mínu skapi. Ungir hundar eru mér aöeins stundargaman. Margir kettir eru á einum spretli núna. Ostar músum uppáhald er í húsum flestum. Flestar hœnur ,,ala upp” undan vænum hana. Aligæsir, gfirleitt, eru glœsilegar. Svo sendir Sigurgeir tvo „aukafyrriparta”, sem keppendur mega grípa til, ef þeir ráöa ekki við alla þá, sem á undan eru taldir: Feitir kálfar finnst mér enn fjarska bjálfalegir. Fimar kindur fara á fjallatinda háa. Jónatan Jakobsson varö við beiðni minni aö semja fyrriparta, sem hér fara á eftir: Stundum verður ekkert úr efniviðnum bezta. Nú mun Þorri þoka um set, þegar Góa kemur. Skúli Ben Helgarvísur Pósthólf 131 530 Hvammstangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.