Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1985, Blaðsíða 27
27 DV. LAUGARDAGUR 9. MARS1985. i sem ég lifi nú! Ég er fæddur til þess að ' vera skemmtikraftur alveg eins og Elvis Presley sem hefði getaö orðið landbúnaöarverkamaöur en varð þess 1 stað söngvari. Hann var kannski ekki stórkostlegur skemmtikraftur en só stærsti sem mér dettur í hug í 1 svipinn.” Eddie Murphy reykir hvorki né drekkur og neytír heldur ekki eitur- | lyfja: „Ég er ekki trúarofstækismaður. \ Fólk má gera hvað sem það vill mín í vegna. En ég ber mikla viröingu fyrir guöi og ég þakka honum velgengni ! mína. Velgengnina á ég auk þess að ' þakka því að ég er ekki reiður maður. Þess vegna kunna bæði svartir og hvítir aö meta mig í kvikmyndum,” j segir hann. Engin duttlungastjarna „Eg var ekki óhamingjusamur í æsku, ég hef aldrei farið svangur í rúmið og ég hef aldrei þurft að ganga um berfættur. Nú þegar ég er orðinn ríkur er ég heldur ekki nein duttlunga- full stjama. Eg bý sjálfur um rúmið mitt og bý til minn eigin mat, þó ég hafi vel efni á að vera bæöi með kokk og þjón.” Hann hefur ráð á að búa í Beverly Hills en „lætur sér nægja” að búa í húsi einu í New Jersey þar sem hann getur setír eins og hver annar Elvis með skólaf élaga sína í kringum sig. „Helsta metnaðarmál mitt er að skipuleggja gengi eins og Kennedy- anna, öðlast bæði peninga og virðingu eins og Barrymore-veldið í Hollywood. Þaö væri dásamlegt og ég er bara 23ja ára svo það er allt mögulegt,” segir Murphy. Hann hefur nýlega undirritað einn dýrasta og umtalaðasta samning við kvikmyndaféiag sitt og tryggir það honum vænar f úlgur næstu tvö árin. „Eg legg mikiö upp úr öryggi og ég trúi ekki á að listamenn þurfi að vera svangir og fátækir til að vera góðir,” segir Murphy. Það má skynja bæði viðurkenningu og velvilja frá hiröinni sem situr í hægindinum umhverfis hann. „Svartur og fyndinn Clint" Nýjasta mynd Murphys, Beverly Hills Cop, hefur sem áður segir hlotið mikla aðsókn og það er ekki síst Eddie Murphy að þakka. Hann þykir fara á kostum í hlutverki sniðugs lögreglu- þjóns sem hann segir sjálfur að sé „svartur og fýndinn Clint Eastwood.” Lögregluþjónninn kemur frá harð- neskjulegu umhverfi Detroit-borgar til glæsihverfisins Beverly Hills og er tilgangur hans að finna manninn sem drap vin hans. Innan um rflca fólkið í snobbhverfinu lendir Alex Foley (Murphy) í ýmsum ævintýrum sem gefa Murphy ófá tækifæri til að sýna hæfileika sína sem gamanleikari. Raunar hafa þeir fáu gagnrýnendur sem finna myndinni eitthvað til foráttu kvartað yfir því að hún sé um of byggð kringum Murphy og grínleik hans. Það kann því að koma ýmsum á óvart að Murphy átti upphaflega alls ekki að leika þetta hlutverk, hann var þriðji valkostur framleiðandanna. Hlutverkið var samið fyrir Mickey Rourke en þegar handritið var ekki tilbúiö á ákveönum tíma varð Rourke að hverfa burt til að leika í The Pope of Greenwich Village. Þá var Sylvester Stalione kallaður til en hann hættí við þegar hann komst að því að fram- leiðendurnir vildu leggja meiri áherslu á gamansemi en „axjón”. Þá var haft samband við Eddie Murphy og fram- leiðendurnir sjá áreiðanlega ekki eftir því. Sendum ekki skatteftiriitinu svona boðskort / Pegar skatteftirlitsmenn fara yfir framtalsgögn / fyrirtækja með aðstoð nýjustu tölvutækni fáþeir s stundum upp í hendurnar það sem þeir kalla „Boðskort4 'CíC/ / -þ.e. gloppur í framtali eða bókhaldi sem þrautþjálfaðir eftirlitsmenn sjá að eru tilraunir til skattsvika. í framhaldi af þessuferfram nákvæm rannsókn á öllum fjárreiðum fyrirtækisins. Stöndum saman um heiðarleg framtöl Öllum aðilum, bæði framtalsskyldum og öðrum, er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis, og í því formi sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té, t.d. bókhald og bókhaldsgögn, svo og önnur gögn er varða reksturinn, þar með talin bréf og samningar. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.