Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR14. JUNI1985. „Hafa ekkert að gera f harðjaxlana hér” — segir fslenskur f iskf ramleiðandi f New York um Greenpeace-menn „Islendingar ættu að hundsa þessa Greenpeaee-menn. Hér hefur varla nokkur heyrt á þá minnst. Þeir eru alltaf að hóta Islendingum. Eg hef aldrei séð neitt um þessa menn og það þýddi iítið fyrir þá að derra sig við þá harðjaxla sem hér eru í fisk- kaupum og -sölu,” sagði Olafur Jónsson forstjóri. Olafur rekur fyrirtækið 0. Jónsson International Corporation, sem bæði flytur inn fisk og vinnur í Banda-1 ríkjunum. Olafur hefur aðsetur í New York með fyrirtæki sitt. Skrif- stofur þess eru í Wall Street og verksmiðja og frystihús í Brooklyn. Fyrirtækið hefur Olafur starfrækt í átta ár. „Ég flyt inn ferskan lax, tvisvar sinnum tvö tonn á viku, frá Noregi, humar og reyktan lax frá Skotlandi, en vinn sjálfur reyktan Alaskalax í verksmiðjunni í Brooklyn,” sagði Olafur, „og þetta gengurágætlega.” — Þú flytur inn frá Noregi. Hefur þú eitthvað orðið var við Greenpeace-menn vegna viöskipta þinna viö Norðmenn? „Nei, aldrei. Ég veit að Norðmenn hafa hundsaö allar hótanir þeirra en það hefur engin áhrif á þeirra vörur hér í Bandaríkjunum. Norðmenn flytja til dæmis inn 60 til 100 tonn af ferskum laxi í hverri viku, auk annarra fisktegunda, þeir selja hér húsgögn og margt, margt fleira. Auk þess eru þeir stórir hluthafar í SAS- flugfélaginu. Greenpeace-menn hafa haft í hótunum viö Norðmenn, til að mynda vegna SAS, og sagt að þeir myndu gera allt til aö beina viöskiptum Bandaríkjamanna til annarra flugfélaga, eins og mér skilst að þeir séu að hóta Flugleiðum Greenpeace-menn að störfum úti fyrir Hvalfiröi. núna. Þetta hefur bara ekki tekist hjá þeim, nema síður sé. Bandariskur almenningur veit bara ekkert um þessa menn og hér í New York heyrist ekkert um þá eða frá þeim. Það passar því engan veginn, að þeir hafi árangur sem erfiði. Ég man aðeins einu sinni eftir því að sagt var frá Greenpeace- mönnum hér í fjölmiðlum. Það var þegar þeir voru aö reyna að trufia vinnu úti fyrir New Jersey, en þar er hent úrgangi í sjóinn. Lögreglan var kölluð til og þeir voru dregnir í land eins og rakkar. Þessir menn geta rifið kjaft eins og þeir vilja en þeir komast aldrei langt. Þeir geta aldrei stöðvaö innkaup hingað. Þeir hafa ekkert að gera í þá harðjaxla sem hér stunda til dæmis fisksölu.” — Það er sagt að þeir eigi erfiðara með að benda á norsku vöruna, þar sem hún sé seld undir ýmsum nöfnum, en sú íslenska sé merkt í bakog fyrirlslandi? ,,Já, þaö er rétt, en sú íslenska er það líka. Fiskkaupendumir setja sitt vörumerki á þá vöru sem þeir kaupa. Reyndar hef ég ekki séö i verslunum i New York fisk merktan Islandi, nemakavíar.” — En hvað með Birgittu Bardot og selina? „Það er allt annað, enda heims- fræg leikkona í broddi fylkingar. Það mál fékk mikia umfjöllun hér en hvalimir og Greenpeace hafa enga fengið.” — Þér finnst þá að Islendingar ættu að láta þessar hótanir sem vind umeyruþjóta? „Alveg skilyrðislaust,” sagöi Olafur Jónsson. -KÞ Þeir hjá Greenpeace-samtökunum hafa sent frá sér margar auglýsingar á borð við þessa. Ólafur Jónsson segist aldrei hafa séð eða heyrt neitt um það í New York. Skýrsla Efnahags- ogframfarastofnunarinnar um ísland: Þörf á meira aðhaldi í verðbólgubaráttunni Ljóst er að eigi frekari árangur að nást í baráttunni viö verðbólguna og viðskiptahallann, sem hrjáir íslenska þjóðarbúiö, þarf að beita aöhalds- samari stjórn á eftirspurn en til þessa hefurveriögert. Ef ekki reynist unnt aö halda aftur af aukningu útlána og raunvextir fá ekki Stuðningur við sjómenn A fundi sambandsstjómar Sjómannasambands Islands í gærmorgun var samþykkt aö beina þeim tilmælum til sjó- manna almennt að þeir veiti reykvískum sjómönnum stuðn- ing í kjarabaráttu þeirra. Á þessum sama fundi vom for- dæmd vinnubrögð útvegsmanna og félagsmenn í Sjómannafélagi Reykjavíkur hvattir til órofa samstöðu í yfirstandandi verkfalli. Aðildarfélög Sjómanna- sambandsins munu taka afstöðu til stuðningsaðgerða á næstunni. -ÞG að laga sig að markaðsaöstæðum er hætt við að stefna ríkisstjómarinnar í baráttunni gegn verðbólgunni bíði varanlegan hnekki. Framangreind orð em úr niður- stöðum ársskýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París, um íslensk efnahagsmál. Skýrslan var birt ígær. I niðuriagi skýrslunnar segir: „Sjávarútvegurinn, sem er undir- staða atvinnulífs í landinu, á við mikinn vanda að stríða; erlendar skuldir þjóðarinnar eru miklar og raunvextir háir; mikill halli er á viðskiptum við útlönd; verð- og kaup- hækkanir hafa færst í aukana á nýjan leik. Við slíkar aðstæður er ekki um annan raunhæfan kost aö ræða en að fylgja fast eftir þeirri stefnu, sem ríkisstjómin markaði í baráttunni við verðbólguna fyrir mitt ár 1983. Hvemig til tekst mun ekki einvörðungu fara eftir því hvort viðeigandi og trúverðugri stefnu verður fylgt, heldur einnig því hvort allir aðilar, sem hlut eiga aö máli, em reiðubúnir að axla þær byrðar sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur aöhalds- aðgerða.” I skýrslunni segir að nauðsynlegt hefði verið að grípa til markvissari aðgerða á sviði gengis-, peninga- og ríkisfjármála til að koma í veg fyrir auknar kaupkröfur og verðhækkanir. „Ymsar aðgerðir stjómvalda á þessum sviðum, meðan hjöðnun verðbólgunnar stóð yfir, vom ekki til þess fállnar að varðveita þann árangur. Bætt afkoma ríkissjóðs á árinu 1984 stafaði reyndar fremur af auknum tekjum af óbeinum sköttum vegna mikillar eftirspurnar en aöhalds íútgjöldum.” Raunvextir hafa ekki fengið að hækka nóg til að stemma stigu við mikilli eftirspurn eftir lánsfé þrátt fyrir breytingu til batnaöar í þá veru að auka hlut markaðarins í ákvörðun vaxta, segir ennfremur í skýrslu OECD. Þar segir og að því megi halda fram að niðurskurðaráfonm stjómvalda á þessu ári gangi ekki nógu langt. Æskilegt væri að herða aðhald í fjár- málum hins opinbera og leggja aukna áherslu á innlendan spamaö. Varað er við mjög örri nýsköpun í atvinnulífinu og að nýsköpunarátak einskorðist ekki viö orkufrekan iðnað. Endurskipuiagning og bættur rekstur í hefðbundnum greinum ásamt eflingu nýrra útflutningsgreina á borð við fisk- eldi og þjónustuútflutning gæti orðið undirstaða hagvaxtar í f ramtíðinni. Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra, embœttismenn og fulltrúar félagsvisindadeildar Háskóla Íslands kynna könnunina. DV-mynd VHV Húsnæðiskönnun unga fólksins Húsnæðisstofnun ríkisins, félags- málaráðuneytið og Félagsvísinda- deild Háskólans eru að fara af staö með könnun um húsnæðismál ungs fólks. Húsnæðismál hafa mjög verið í brennidepli að undanförnu. Er einkum um aö ræða húsnæðisvanda ungs fólks en Islendingar standa sýnu verr að vígi en hin Norður- löndin hvað snertir magn og gæði upplýsinga um það mál. I kjölfar þess lagði Húsnæðisstofnun rikisins fram tillögu 1983 um að teknar yrðu upp rannsóknir og skýrslugerð um húsnæðismál í samvinnu við norrænu húsnæðisráöstefnuna. Hlaut sú tillaga samþykki og húsnæðis- könnunin nú er framhald hennar. Könnunin er gerð með fjárstyrk frá félagsmálaráðuneyti og Norrænu ráðherranefndinni, en félags- visindadeild Háskóla Islands sér um framkvæmd hennar. Er sendur út spumingalisti til 1000 einstaklinga á aldrinum 18 til 29 ára. Verða niður- stöðurnar birtar síðar á þessu ári. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.