Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Blaðsíða 12
12' DV. FÖSTUDAGUR14. JONl 1985. Frjálst,óhá6 dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaöur og útgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSONog INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SlOUMÚLA 12—14. SlMI 680611. Áuglýsingar: SlÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHÓLTI11. SlMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SlÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. Áskriftarverö á mánuöi 360 kr. Verö í lausasölu 35 kr. Helgarblaö40kr. Loddarar ráða ferð Upp úr samningaviðræðum Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins slitnaði í fyrrinótt. Vonleysi ríkir um, að samið verði í sumar. Breytist það ekki næstu daga, stefnir í átök í haust. Vonbrigði almennra launþega hljóta að vera mikil. Að óbreyttu verður kaupmátturinn í haust orðinn um fjórum prósentum lægri en hann var eftir samningana síðastliðið haust. Ur þessu þurfti að bæta með því að kauphækkun hefði fengizt strax nú í júní. Þeir launþegaforingjar hafa ráðið ferðinni, sem sögðu, að „allt í lagi væri að fara í samningaviðræður, svo fremi að ekkert kæmi út úr þeim”. Launþegahreyfingin er illa klofin. Þótt pólitískir loddarar ráði ekki Alþýðu- sambandinu, hafa þeir mikil áhrif í verkalýðs- hreyfingunni. Þetta eru menn, sem vilja „fara í slag” í haust, bardagans vegna, til þess að klekkja á ríkisstjóm- inni. Fyrir almenningi vakir allt annað. Fólk hefur kynnzt áhrifum hörmungarsamninganna frá síðasta hausti. Þá var knúin fram mikil launahækkun, en hún hefur ekki skilað sér í auknum kaupmætti. Þvert á móti fer kaupmættinum hrakandi. Því vilja skynsamir verka- lýðsforingjar fara aðrar leiðir og semja þannig, að launþegar hagnist á. Vinnuveitendasambandið bauð fram tímamótatilboð, þegar ljóst var, að kaupmáttur minnkaði ört. 1 því fólst, að samningar yrðu gerðir til átján mánaða. Kaup- hækkun yrði strax nú í júní. Kaupmátturinn mundi vaxa á samningstímabilinu. 1 samningunum skyldu vera uppsagnarákvæði, þannig að launþegar gætu sagt þeim upp, yrði kaupmáttur lægri en til stóð. Ætlast var til þess, að ríkisstjórnin stæði sig í stykkinu og tryggði, að kaupmáttur hrapaði ekki. Annað yrði vissulega ógerlegt. Vinnuveitendur ráða ekki gangi efna- hagsmála í þeim mæli, að þeir geti tekið að sér að tryggja kaupmáttinn í samningum. Þannig yröi ríkisstjómin að sjálfsögðu að haga stefnu sinni svo, að verðbólga yrði í samræmi viö það, sem miðað væri við í kjara- samningunum. Launþegahreyfingin setti fram gagnkröfur gegn þessu tilboði vinnuveitenda. 1 tillögum launþega var miðað viö mörg „rauð strik”, og yrðu samningar úr gildi, ef þau stæðust ekki. Þetta miðar við, að kaupmáttur og verðbólga yrðu í ákveðnum farvegi allan tímann. 1 tilboði vinnuveitenda voru tvö uppsagnartímabil á samnings- tíma. Hjá launþegum voru þau miklu fleiri. Um þetta náðist ekki samkomulag. Illu heilli var því horfið frá tilraunum til að semja til nokkuð langs tíma. Þá voru tveir kostir eftir. Annar er að bíða til haustsins. Flestir samningar eru uppsegjanlegir frá fyrsta september. Yfirleitt óttast þeir, sem málin skoða, að næsta haust gæti stefnt í hið sama og var síðastliöið haust. Kauphækkanir gætu orðið miklar en ekki að sama skapi tryggar. Þær gætu aftur sett efnahaginn úr jafn- vægi og leitt af sér gengisfellingu og óðaverðbólgu eins og var í vetur. Hinn kosturinn er að semja til skamms tíma, svo sem til næstu áramóta. Þaö hefur nú mistekizt — að minnsta kosti í bili. Vonir um, að kaupmátturinn verði fljótt bættur, þverra óðum. Vinnuveitendasambandið vildi fá fram skammtíma- samning, sem yrði „heildarsamningur” á ábyrgð Alþýðu- sambandsins, heildarsamtakanna. Skiljanlega yrði vart vinnandi vegur að gera slíka skammtúnasamninga við hvert verkalýðsfélag fyrir sig, enda ráða póhtískir loddarar sumum félaganna. Haukur Helgason. DV NOKKRUM SPURNINGUM SVARAÐ — Fyrri hluti Nýlega skrifaöi ung stúlka meö stúdentshúfu, Vilborg Davíösdóttlr frá Isafirði, grein hér í blaðiö og bar þar upp fjórar spurningar við þá „frjálshyggjupostula”, sem treystu sér til að svara. Ég skal freista þess i örfáum orðum að skýra sjónarmið mín í þeim málum, sem Vilborgu eru hugleikin, þótt ég verði að vísu að færast undan því að heita „frjáls- hyggjupostuli”. I hópi okkar frjáls- hyggjufólks eru engir postular. Frjálshyggja er ekki trú, heldur stjómmálaskoðun. Við, sem teljum okkur frjálslynd, reynum öll að leggja eitthvað til málanna, þótt auð- vitað gangi það misjafnlega. Og við trúum síöan öll á frelsi annarra en frjálshyggjufólks til aö tala, þótt ekki sé það alltaf mjög skynsamiegt, sem þeir láta f rá sér f ara. Hvað veldur fátækt? Fyrsta spuming Vilborgar er svo- hljóöandi: „Hvemig verða menn „efnalitlir” ef það er ekki af völdum annarra manna, beint eða óbeint? (Og þá eru náttúruhamfarir undan- þegnar.)” Ætli Vilborg sé að velta því fýrir sér, hvaö valdi því, að sumir séu fátækari en aörir? Eg er henni hjartanlega sammála um það, að stundum er skýringin á þessu sú, að sumir em arðrændir af öðrum. En það á ekki alltaf viö. Tökum dæmi. Islendingar voru miklu fátækari fyr- ir hundrað árum en nú. Danir áttu litla sem enga sök á þáverandi fá- tækt þjóðarinnar. Til hennar voru einkum tvær ástæður, held ég. önnur var sú, að Islendingar kunnu illa að hagnýta sér hin gjöfulu fiskimið í kringum landið. Hin var, að þeir höfðu ekki eins góöan aðgang að góö- um mörkuðum og nú fyrir þann fisk, sem þeir drógu aö landi. Tökum annað dæmi. Indverjar eru nú miklu fátækari en Islendingar. Bretar, fyrrverandi nýlenduherrar þeirra, eiga litla sem enga sök á þessari fátækt, enda voru Indverjar h'klega miklu fátækari fyrir en eftir samband þeirra við Breta. Hvað veldur fátækt Indverja? Ein skýring- in er auövitað sú, að þeir eru! skemmra á veg komnir en ýmsir aörir. Ég er þó í litlum vafa um, aö afskiptasemi valdsmanna hefur mjög torveldað og tafiö framþróun í landinu? Tvær meginskýringar eru til á fá- tækt, hygg ég. önnur er sú, að þjóðir eru misjafnlega á vegi staddar. Sum- ar þjóðir eru lengra komnar en aðr- ar. Hin skýringin er sú, að sumum er meinað aö framleiða eða selja vörur eða veita þjónustu og brjótast með þvi úr fátækt í bjargálnir. Slik fátækt er af manna völdum, en ráðið við henni er auðvitað ekkert annað en fulit viðskiptafrelsi. Misskipting líf sgæðanna Verið getur, að Vilborg sé ekki að velta því fyrir sér, hvers vegna sum- ir séu fátækari en aörir, heldur hvers vegna sumir séu rikarl en aðrir. Hún sé að vandlætast yfir þvi, að sumir hafi meira handanna á milii en aðrir í allsnægtaskipulagi eins og hinu íslenska. Ahyggjur af efna- mönnum ráöi meiru um skoðun hennar en umhyggja um fátæklinga. Eg kem auga á tvær skýringar á slíkri misskiptingu lífsgæðanna. Stundum er skýringin sú, að mis- skiptingin er af manna völdum. Hver er til dæmis ástæðan til þess, að tannlæknar hafa mikhi hærri tekjur Kjallarinn HANNES H. GISSURARSON CAND. MAG. ótfmabaBrar athugasemdir en aðrir landsmenn? Hún er ekki síst sú, að tannlæknum hefur tekist að takmarka óeðlilega aðganginn aö at- vinnugrein sinni. Færri komast þar að en vilja. Eftirspurn eftir þjónustu tannlækna verður minni en framboð hennar, en afleiðingin sú, að tekjur tannlækna hækka úr hófi. Ráðið við slíkri misskiptingu gæðanna er auð- vitað ekkert annað en efla sam- keppni og fella úr gildi öll sérleyfi og aðrar takmarkanir. Er Vilborg sam- mála mér um mér um það? Ef svo er, býð ég hana velkomna í hóp frjálshyggjufólks! Hin skýringin og sú, sem er miklu algengari i allsnægtaskipulagi eins og hinu íslenska, er blátt áfram, aö meiri eftirspum er eftir þjónustu sumra en annarra. Menn eru tilbúnir til að greiða meira fyrir sumt en ann- að, af þvi aö þaö er þeim af ein- hverjum ástæöum meira virði. Segjum sem svo, að við Guðrún Helgadóttir gefum hvort út sina bók. Þaö þarf lítinn speking til að segja fyrir um það, aö bók min á eftir að seljast treglega, á meðan bók Guð- rúnar á eftir aö renna út. Afleiðingin verður sú, að tekjur mínar af bókar- sölu veröa miklu lægri en tek jur Guö- rúnar. Auövitað má segja, aö „fátækt” mín sé þeim að kenna, sem tóku bók Guðrúnar fram yfir bók mína (og sé þannig af manna völd- um), en ég hef þó ekki yfir neinu að kvarta, þvi að þetta fólk haföi fullan rétt tíl þess aö velja bók hennar og hafna bók minni. Markaðslögmálin og mannleg stjórn önnur spuming Vilborgar tengist Mnni fýrstu. Hún er svohljóðandi: „Ef svarið við fyrstu spumingu er „markaðslögmál” þá vil ég aftur spyrja: Eru markaðslögmálin alger- lega óháð mannlegri stjórn, og ef svo er, hvernig urðu þau til og er ekki af- ar óæskQegt aö engin stjórn sé höfð á þróun þeirra? Eða telur frjáls- hyggjumaöurinn að æskilegt sé aö mennséumisefnaðir?” Þessi spurning er til marks um mikinn misskilning. Markaðslögmál- in stjóma okkur ekki. Þau stjómast af okkur. Þau veita okkur upplýsing- ar um það, hvernig við höfum ráð- stafað fjármunum okkar í vörur og þjónustu. Snúum aftur aö dæminu um okkur Guðrúnu Helgadóttur. Markaðslögmálin stjórna því ekki, að miklu fleiri eintök seljast af bók Guörúnar en bók minni. Þaö em kaupendur bókanna, sem stjóma þvi. Eftirspurnin eftir bók Guðrúnar er meiri en eftir bók minni. Markaðs- lögmálin sýna okkur þetta með því, að tekjur Guörúnar af bókasölu eru hærri en tekj ur mínar. Við Vilborg ættum að vera sam- mála um að ryðja öllum takmörkun- um á samkeppni úr vegi og eyða þannig þeirri misskiptingu gæðanna, sem af slíkum takmörkunum stafar. En eftir sem áður hljóta lífsgæðin að skiptast misjafniega á einstakl- ingana, af því að mismikil eftirspum er eftir þjónustu þessara einstakl- inga. Tekjuskiptingin í frjáls- hyggjuskipulagi er afleiðingin af vali fólks. Vilborg spyr, hvort ekki eigi að stjórna markaðslögmálun- um. Gerir hún sér grein fyrir, að með því er verið aö stjórna vali fólks? Að með því er verið að breyta vali fólks? Mætti ég spyrja Vilborgu Davíðs- dóttur og aðra samhyggjumenn í þessu landi, hverjir eru færari um að velja en fólkið sjálft? (Síðari hluti greinarinnar verður birtur eftir helgi.) Hannes Hólmstelnn Gissurarson Kjallarinn fyrir ’þessa Jega, ar þú leiga ii” [tséaöenginn |eröi i „krœkl- [sunar minnar | langar mig til i spumingum penna- i vona eru náttúruhamfarir und- anþegnar.) Sbr. rökfrcöireglu 2 i fyrmefndri grein mætti ætla aö einhverjar þvinganir væru rétt- mætar, er þaö e.t.v. rangt skiliö? 2. Ef svariö viö fyrstu spumingu er „markaöslögmál” þá vil ég aftur spyrja: Em markaöslögmálin algerlega óháö mannlegri stjóm, og ef svo er, hvemig uröu þau til og er ekki afar óæskilegt aö engin stjóm sé höfö á þróun þeirra? Eöa telur frjálshyggjumaöurinn aö æskilegt sé aö menn séu mis- efnaöár? 3. Er þaö ekki á geöþóttavaldi þeirra er betur mega sín i þjóöfé- iaginu hvort rétta eigi efnalitla fóikinu hjálparhönd eöur ei? Er þaö ekki afaræskilegt aö slíkt sé gert svo unnt sé aö nýta krafta sem flestra í þjóðfélaglnu viö aö þróa þaö og auka velferö þess? 4. Gætum viö fáfróöir í VILBORG DAVlÐSDÓTTIR 8KRIFSTOFUMADUR, Í8AFIRÐI einasta orö um frelsisskilgreinlngu í i ritum og ræöum vinstri manna ætla I ég mér ekki þaö verk aö fara fleiri 1 oröum um þaö hér. En þegar menn ' leggja þaö ekki einu sinni á sig aö kynna sér sjálfir skoöanir and- i stæðinganna áöur en þeir blrta stór-1 ar greinar á prenti um óréttmætil þelrra, svo og rötfræöilegar reglur 1 fyrir „vamarlausa" alþýöu, sem ' skv. Ama á greinilega undir högg aö sækja vegna látlausra sparka frá ium” Jélagshyggjunnar. „Mœtti ég spyrja Vilborgu Daviflsdóttur og aflra samhyggjumenn i þessu landi, hverjir eru færari um að velja en fólkið sjálft?"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.