Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Blaðsíða 32
44 DV. FÖSTUDAGUR14. JONI1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Sophia Loren hefur hafnað boði forseta ítalíu um að vera viðstödd móttöku Karis Bretaprins og Diönu. Sophia er víst ennþá reið út i forsctann yfir að hún skyidi hafa verið látin sitja inni vegna skatta- málsins árið 1982. Svoieiðis hlutum gleyma víst fáir og nú verður for- seti italíu að bíta í það súra epli að sjálf Sophia Loren neitar virðulegu boði forsetans. * Linda Evans, sem fer með eitt aðaihiutverkið i bandarisku sápunni Dynasty, ætlar nú að reyna fyrir sér sem söngkona. Menn eru að vísu ekki bjartsýnir á að hún nái iangt á þeirri braut, en hóteleigandi í Las Vegas, sem hefur fengið Lindu til að syngja hjá sér, býst við fullu húsi. Það er aldrei að vita nema það verði og að ieikkonan siái í gegn sem söngkona eins og hún hefur gert í hlutverki Krystle í Dynasty. * * * Michael Landon, sem undan- farin ár hefur birst okkur sem góði pabbinn i Húsinu á sléttunni, hefur halað inn peninga fyrir leik, samn- ingu handrits og leikstjórn á þátt- unum. Árið 1980 voru laun hans fyrir hvern þátt 100.000 dollarar sem í dag eru rúmlega fjórar millj- ónir. Laun Landon hafa heldur betur hækkað frá þvi hann lék Jóa litla í Bonanza-þáttunum forðum, þá fékk hann aðeins eitt þúsund tvö hundruð og fimmtíu dollara á þátt, eða um 52.500 islenskar krónur. En þaö var líka árið 1959 og nú er jú 1985 og ekki nema eðlilegt að menn hækki í Iaunum, eða h vað? GIMSTEINN Hann Kristján Ari, Ijósmyndari DV, er iðinn við að snuðra uppi gimsteina og festa þá á filmu. Þessi unga stúlka, María Gomez, varð á vegi hans fyrir nokkrum dögum, glaðleg og brosandi, og lót sér hvergi bregða þó hæg hafgola kembdi á henni haddi itn. Rocky hefur keypt sér glæsikerru Þaö ætti ekki aö væsa um Sylvester Stallone í nýja Benzinum sínum sem er hvorki meira né minna en 6,6 metrar á lengd. Kostnaðurinn við að breyta venjulegum Benz í þessa glæsikerru var aðeins rúmlega fimm milljónir, þá munar víst ekki um svoleiðis smáaura í Hollywood. I bílnum eru vitanlega ýmis þægindi sem bráðnauösynlegt er að hafa í öllum bilum eða þannig, eins og sjón- varp, video, örbylgjuofn, heitt og kalt vatn, svo ekki sé minnst á síma og út- varp sem er líklega í flestum bif- reiðum nú til dags. Númer bílsins er SLY sem er gælunafn Sylvester Stallone. Dolly Parton að missa röddina? Rocky, eða Silvester Stallone réttu nafni, klappar nýja bílnum sinum og list væntanlega vel á númerið. SLY. Kántrísöngkonan Dolly Parton er í vanda, læknirinn hennar hefur ráðlagt henni að hætta að syngja annars geti hún hreinlega misst röddina. Dolly er eðlilega óhress meö þetta en hún hefur í mörg ár átt í vandræðum með raddböndin. Þar með er ekki öll sagan sögð af óförum söngkonunnar, ef svo má segja, því nýlega tók einn líkams- ræktarfrömuður sig til í Banda- ríkjunum og nefndi nokkra vel þekkta einstaklinga sem þyrftu að taka sig á í líkamsræktinni. Og vesa- lings Dolly lenti í þeim hópi. Ráð- legging líkamsræktarmannsins til Dolly var, pantaðu þér tíma í aerobic leikfimi. Eitt gullkorn aö lokum fró Dolly sjálfri: „Það versta við það að vera miöaldra er að vita að þú átt eftir að komast yf ir það. ” Nýi Benzinn hans Rocky er nú svolítið langur en það hlýtur að þurfa svolitið pláss fyrir öll þægindin i';. | ■ „Ég er á lausu” — segir Eddie Murphy en kærastan mótmælir Eddie Murphy, gamanleikarínn góðkunni úr Beverly Hills Cops og 48 stundir, segist vera laus og liðugur en vinkona hans, Lisa Figueroa, segir að hann sé það alls ekki og sé búinn að lofa aðgiftastsér. Eddie hefur gefið þær yfirlýsingar á sviði að hann sé til í allt og langt frá því að vera í giftingarhugleiöingiun. Lisa segir að þetta sé allt brandari hjá honum og er ekki í vafa um að hann komi til með að standa við orð sín og ganga í það heilaga. Þau skötuhjú trú- lofuöu sig um síðustu jól en þá höfðu þau þekkst í rúmlega eitt og hálft ár. Hún sá hann á diskóteki, leist vel á pilt- inn og bauö honum upp í dans. Það þáði hann og svo fór sem fór, hann bað um hönd stúlkunnar sem hann fékk. Lisa er nemandi í læknisfræði í háskóla í New York en Eddie dvelur lengst af í Hollywood eða er ó ferðalagi um heimalandið, Bandaríkin. Þau sjást því lítið og segir stúlkan síma- reikningana vera himinháa. Eitthvað virðast þau hafa til að tala um, kannski það sé skipulagning brúðkaupsins eða kannski er Eddie kallinn að útskýra brandarann um þaö að hann sé laus og liðugur. Eddie Murphy og kærastan, Lisa Figueroa, sæl á svip. Vonandi helst brosiö hjá þeim báðum þrátt fyrir upplýsingar Eddie.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.