Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1985, Blaðsíða 17
DV. FÖSTUDAGUR14. JUNI1985. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Knapp biðja Lárus afsökunar Knattspyrnuunnandi skrifar: Mjög var dapurlegt aö hlusta á mál- flutning landsliösþjálfarans, Tony Knapp, í íþróttaþætti sjónvarpsins þ. 10/6 1985. Þar ber landsliðsþjálfarinn Lárusi Guðmundssyni, atvinnuknatt- spyrnumanni í Þýskalandi, ýmislegt á brýn og hallar mjög réttu máli svo ekki sé meira sagt. Gefur landsliðsþjálfarinn m.a. í skyn að Lárus hafi kvartað undan því að sitja á varamannabekk í fyrri landsleik Skota og Islendinga og jafn- framt að Lárus hafi verið með remb- ing og talið sig eiga sæti i landsliðinu umframaðra. Hér er farið með alrangt mál og hallaö á góðan dreng sem miklu fremur er kunnur að kurteisi, látleysi og íþróttamannslegri framkomu í hví- vetna en þeim oflátungshætti sem landsliðsþjálfarinn, Tony Knapp, eignar honum. Og verður það að teljast meiriháttar ókurteisi að bera sak- lausum manni slíkt á brýn frammi fyrir alþjóð. Má hér m.a. vísa til ummæla Lárusar í blaðaviðtali eftir fyrri Skota- leikinn þar sem hann segir: ,,Það er engin skömm aö sitja á varamanna- bekk, en þegar maður finnur að maður er ekki inni í myndinni hjá landsliðs- þjálfaranum, þá er til lítils að vera að koma.” Islenska landsliðið þarfnast sinna bestu manna og sé svo að Lárus Guðmundsson, sem keppir í fremstu víglínu hjá einni fremstu knattspymu- þjóö Evrópu, teljist til þeirra þá er slæmt til afspumar að kaldranaleg framkoma landsliðsþjálfarans flæmi slíka menn frá. Tony Knapp landsliðsþjálfari ætti að biðja Lárus afsökunar á ummælum sínum umhann undanfarið. KNATTSPYRIMUSKÓLI VALS Næstu námskeið verða 18.6.—28.6. og 1.7. —12.7. Kunnir knattspyrnumenn koma í heimsóknir. Nánari upplýsingar í síma 11134. Valur. Jói segir að Whaml aðdáendur haldi upp á Whaml vegna þess hve George Michael só sætur. Er George Michael með hárkollu? Jói skrifar: Eg er aðdáandi Duran Duran og margra annarra hljómsveita, svo sem U2, Dead or alive, Power Station, auk söngvara eins og Prince og Nik Kershaw. Þessar hljómsveitir og söngvarar flytja alvörutónlist. Því er bara ekki að heilsa með allar vinsælar hljómsveitir. Ég veit t.d. að Wham! aðdáendur halda bara upp á Wham! vegna þess hve George Michael er sætur. Raunin er hins vegar sú að það er bara plat. Eg hef það eftir óvefengjanlegum heimildum að George Michael sé með hárkollu. FÖSTUDAGSKVÖLD IJISHUSINU11 JliHUSINU OPIÐ Í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 21 í KVÖLD GLÆSILEGT ÚRVAL HÚSGAGNA Á TVEIMUR HÆÐUM Raftækjadeild 2. hæð Rafmagnstæki allskonar Video spólur VHS. - Hreinsispólur VHS. — Ferðatæki, ódýrar kessettur. — Reiðhjól - JL-horniðí JL-portinu Grill — grillkol — uppkveikjulögur — spritttöflur — grilltangir og teinar — kælitöskur — hitabrúsar. Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best /A A A A A A % * o co m o aij'ia cu c ö cr JU'Jijjj UHriUUUHHIIÍIIIIn Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 SE NDUMI FALLEG p^röfu! GARÐHÚSGÖGN FRÁ SVÍÞJÓÐ.. í Bláskógum höfum við undirbúið komu sumarsins. Hér er mikið úrval af traustum, þægilegum og fallegum garðhúsgögnum frá Svíþjóð. Þau eru gerð úr gegnvarinni furu eða epoxyllökkuðu stáli. ------ ----—rr^7lóíTÍ682.-, borð lagaholm stf'’lr^n ' 2.314.-. sólhbf 2.250. Kr. 1.220.-, solWtt-JZ-- —r—fóiusóf' kv. “^'^vðVlS.■■>*« 2'25 *" 8.980.-, boí° Hagkvæm greiðslukjör eða staðgreiðsluafsláttur. Og eins og sjá má eru garðhúsgögnin okkar. . . .. á oumflýjanlega hagstæðu verði fflS IKV Bláskógar Ármúla 8 - S: 686080 - 686244

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.