Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Blaðsíða 10
DV-:*MÁ5«UDAGljR7.-APfa.Liy'986(! 10» ÚUönd Útlönd Útlönd Útlönd „Okkur blöskrar oflátungshátturinn“ -segja sendimenn Aquino er vilja endurheimta fjársjóði Markosarfjölskyjdunnar. Forvitnast í heimilisbókhald Malacananghallar Mr. P. 0. Domingo Pr«aid«nt Philippin* National Bonk Pursuant to ay ataorandua of Nov«ab«r II, 197S, you ar« hcrcby «uthóriz«d to disbur«« th« aaount of TVO HITNDRED THOUSAND DOLLARS (USI200.000) froa th« Int*llig«nc« Fund Account No. 2 and «ff«ct payasnt for cxpcnscs incurr«d in conn«ction with th« official trip of th« First Lsdy to N«w York. Milllarðarnir hans Markosar „Okkur blöskrar oflátungshátturinn," segja sendimenn Aquino er nú vilja komast yfir Markosarauðinn. Malacan- anghöll í Manila er nú opin almenningi er séð getur gullið og gersemarnar með eigin augum. Imalda hafði dýran smekk og skorti ekki gulldjásnin. síðustu forsetakosningar. Bifreiðin er öll hin glæsilegasta með tveim svefhsófum, fjórtán hægindastólum og auðvitað eldhúsi og baði. Skammt frá ferðabílnum var sérstök sjúkrabifreið forsetans („sjúkrahús á hjólum“) með fullkomnustu lækn- ingatækjum. Tilvera hans minnti menn á síhrakandi heilsu forsetans fyrrverandi er sífellt eyddi meiri tíma undir læknishendi. Bruðl forsetahjónanna gekk fram af mörgum fyrir þrem árum er þau giftu Irenu dóttur sína, sem frægt er orðið, á Filippseyjum. „Hver vill ekki gifta dóttur sína á sómasamlegan hátt,“ hefur Mar- kos væntanlega spurt sjálfan sig fyrir brúðkaupið og það var fátt sem ekki var gert til að gera það sem glæsilegast. Hawaiiblómin flugleiðis Teitið fór fram í fæðingarbæ Markosar, smábænum Sarrat í Norður-Luzón. Varlega áætlaður kostnaður við brúðkaupið var yfir tíu milljónir dollara, eða rúmar 410 milljónir íslenskra króna. Imalda forsetafrú lagði heiður sinn að veði fyrir því að allt tækist nú vel og væri sem glæsilegast. Hún kallaði til 3.500 vinnumenn er dag og nótt unnu við endurbætur á tveggja alda gamalli kaþólskri kirkju bæjarins þar sem vígslan átti að fara fram. Tveim dögum fyrir brúðkaupið opnaði forsetinn 400 milljóna króna glæsihótel í bænum þar sem brúð- kaupsgestimir fimm þúsund skyldu búa. Forsetinn opnaði einnig formlega nýendurbyggðan flugvöll bæjarins þar sem flugbrautir höfðu sérstak- lega verið lengdar til þess að einka- þotur langt að kominna brúðkaups- gesta gætu athaíhað sig. Sagan segir að flugvélar hafi síð- an fært heilu farmana af nýafskorn- um Hawaiiblómum til Sarrat til að skreyta með kirkjuna. Nú er öldin önnur og Hawaii- blómin í Sarrat löngu fölnuð. Komið er að skuldadögunum hjá Markosarfjölskyldunni sem flúin er til Hawaii og lætur ekki lengur senda sér afskorin blóm með flugi. Málaferli gegn Ferdinand Mar- kos, fyrrum forseta Filippseyja, er hrökklaðist frá völdum fyrir rúm- um mánuði, spretta upp víðs vegar um þessar mundir. Þar eiga í hlut fulltrúar nýrrar ríkisstjórnar á Filippseyjum er leit- ar nú allra ráða til að endurheimta ótrúleg auðæfi er MarkosarQcl- skyldan og fylginautar hennar sönkuðu að sér í skjóli einræðis- stjórnar á löngum og illræmdum valdaferli. Nú vinnur ótalinn fjöldi lögfróðra manna að gagnasöfnun er miðar að því að varpa ljósi á allan þann auð er Markos og skjólstæðingar komu höndum yfir á ferli sínum. Mest í Bandaríkjunum Engin fordæmi eru fyrir umfangi slíkrar rannsóknar og alls óljóst hvort öll kurl koma nokkru sinni til grafar. Sérfræðingar telja lang- mestan hluta af Markosarauðæfun- um niðurkominn i Bandaríkjunum. Fram að þessu hefur ríkisstjóm Filippseyja óskað eftir opinberum réttarrannsóknum í New York, Trenton, Houston, San Francisco og Honolulu. Yfirleitt er óskað eftir eignarhaldi á verðmætum sem talið er að séu í eigu Markosar, þar á meðal skrif- stofubyggingar í New York og land- areignir í Texas. Einn aðili leggur fram kröfur um miskabætur vegna meintra mannréttindabrota. Enginn hefur fram að þessu þorað að koma með opinberar staðhæfing- ar um heildarverðmæti þess er Markos skaut undan á valdaferli sínum en það hefur varlega verið áætlað um fimm milljarðar dollara. Mestu er Markos talinn hafa stofið undan frá ríkissjóði Filippseyja en einnig er fullvíst að hann eignaði sér milljónir dollara af bandarískri hemaðar- og þróunaraðstoð, auk margs konar mútugreiðslna frá er- lendum stórfyrirtækjum er vildu komast í góð viðskiptasambönd við stjórnarherrana í Manila. Plöggin opinberuð Bandaríska vikuritið Time fjallar í síðasta tölublaði sínu um nýlega opinberuð plögg er Markos tók með sér frá Filippseyjum til Hawaii eftir Skjal, undirritað af Markosi fyrir heimsókn Imöldu forsetafrúar til Bandaríkjanna í nóvember 1975. Það endur- speglar ágætlega heimilisbókhaldið í Malacananghöll. kemur berlega í ljós þegar blaðað er áfram. Skjal, sem dagsett er i nóvember 1984, tiltekur 411 þúsund dollara úttekt á margs konar skartgripum á stuttri innkaupaferð til New York. Sérfræðingar, er gluggað hafa í pappírana, eru ekki frá því að innkaupalisti forsetahjónanna beri það með sér að þau hafi vitað að Umsjón: Hannes Heimisson þeim yrði sparkað einn dag og hafi því fjárfest í góssi er auðvelt yrði að losna við síðar meir. I skjölunum fundust einnig stað- festingar á yfir 4 milljóna dollara fjárfestingu í verðbréfum sem út- gefin eru aðeins einum mánuði eftir að Markosarfjölskyldan hrökkl- aðist frá völdum. Eitt skjal staðfestir yfir 800 þús- und dollara útgjöld Imöldu forseta- frúar i „opinberri" heimsókn til íraks, Mexíkó, Kenýa og Banda- ríkjanna. Þar var reikningurinn reyndar ekki beint stilaður á seðlabanka Filippseyja heldur á vamarmála- ráðuneytið og herinn. „Imalda skrifaði útgjöldin á leyni- reikninga hersins á sama hátt og hún væri með gyllta kortið frá American Express," segir banda- ríski þingmaðurinn Solarz sem fylg- ist með rannsókninni á Markosar- auðæfunum fyrir hönd Bandaríkja- stjómar. Hvergi var auðlegðin þó eins áberandi og á heimili Markosar- hjónanna í Malacanang, forseta- höllinni í Manila. Ekki færri en fimmtán fægðar glæsikerrur stóðu þar til þjónustu reiðubúnar í tignarlegum bílskúr- um, þar á meðal fimm úrvalsgerðir af Mercedes Benz og nokkrar BMW, Nissan og Datsun bifi'eiðir. að hann hrökklaðist frq völdum. Pappíramir vom opinberaðir eftir tveggja vikna málaferli þar sem lögfræðingar Markosar, Banda- ríkjastjórn og nýir valdhafar i Manila komu við sögu. Hafa plöggin nú verið afhent Jovito Salonga er yfimmsjón hefur með rannsókninni á auðæfum Markosar fyrir hönd stjórnar sinnar á Fibppseyjum. „Okkur blöskrar oflátungsháttur- inn,“ sagði Salonga eftir að hafa kynnt sér plöggin. „Ég á bágt með að ímynda mér slíka græðgi." Fylgdarmenn Markosar þurftu alls sex meðalstórar ferðatöskur til að bera skjölin frá Manila til Honolulu um borð í bandaríska herflugvél. Þegar skjölunum er flett kemur í ljós yfírlit yfir ótrúlegt magn auðæfa er safnast hafa saman í fjöl- mörgum löndum. Á aðeins einni yfirlitsörk kemur fram að forsetinn fyrrverandi átti 88,7 milljónir doll- ara á reikningum í fimm bönkum í Bandaríkjunum, Sviss og á Cayma- neyjum. Imalda með dýran smekk Dýr smekkur Imöldu forsetafrúar Ferðakostnaður ekkert mál Ekki virtist ferðakostnaður hafa valdið miklum áhyggjum í Markos- arfjölskyldunni. „Sjúkrahús á hjólum“ Imalda forsetafrú átti sérsmíðað- an, plussklæddan ferðabíl er hún notaði á kosningaferðalögum fyrir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.